Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1984, Blaðsíða 5
DV. LAUGARDAGUR 9. JUNI1984.
5
ff
stefnu og ég er ekki á biöilsbuxunum
í augnablikinu. Ég fer í Sjallann um
hverja einustu helgi nema þjálfarinn
banni þaö. Þaö er nauðsynlegt aö
bregða sér út og vera ekki alltaf
heima hjá sér. Þegar ég fer í
:Sjallann fer ég til aö hitta vini og
;kunningja en ekki sérstaklega í
ikvenmannsleit. Þaö er nægur tími til
jað spá í s voleiðis nokkuö. ”
„Ég er að þroskast"
Nú hefur þú oft fengiö aö heyra aö
þú sért skapmikill og jafnvel þung-
lyndur. Hverju svarar þú slíku?
„Það er eflaust rétt að ég er skap-
mikill og þaö getur veriö að þaö hafi
komið sér illa í knattspyrnunni en
ekki þó aö ráöi held ég. Ég finn að ég
er aö breytast og skapið er aö batna.
Ég er aö þroskast og ef ég hef verið
þunglyndur þá á þaö eftir að hverfa
meðtímanum.”
Hvað vilt þú segja um leiki Þórs til
þessa?
„Ég veit ekki hvaö skal segja. Viö
höfum spilaö ágætlega saman en þaö
er eins og þaö vanti allan kraft í liöiö,
viljann til aö sigra. Ég veit ekki
hvers vegna. Þá vantar okkur aö
skora mörk. Mér finnst kominn tími
til að fara aö gefa nýjum mönnum
tækifæri til aö spreyta sig í
framlínunni. Þetta getur ekki
versnað. En þrátt fyrir að þetta hafi
ef til vill ekki gengiö nægilega vel
hingaö til er ég handviss um að þetta
á eftir að koma hjá okkur og viö
stefnum ótrauöir upp á viö og helst í
efsta sætiö,” sagöi Oskar Gunnars-
son. -SK.
OSKAR AÐ MÖRGU
LEYTI SÉRSTAKUR
PERSÓNULEIKI”
— segir Jónas Róbertsson, félagi hans í Þór
„Því er ekki að neita aö Óskar er
aö mörgu leyti sérstakur persónu-
leiki. En hann er alveg fyrirtaks
náungi,” sagöi Jónas Róbertsson,
félagi Óskars Gunnarssonar í Þór, en
þeir eru báöir læröir múrarar og
vinna saman.
„Oskar fer ótroðnar slóöir og oft á
tíðum þær slóöir sem fáir aðrir
myndu fara. Hann er skapmikill og
þaö má vera aö þaö hafi stundum
komið sér illa fyrir hann, ég veit þaö
ekki. Sem knattspymumaður er Osk-
ar mjög snjall. Hann var yfirburöa-
maður í gegnum alla yngri flokka
Þórs en þegar hann byrjaöi í meist-
araflokki var hann yngri en allir sem
þar æföu og naut sín kannski ekki
sem skyldi. Svo núna, þegar hann
leikur meö jafnöldrum sínum, sést
best hversu snjall hann er. Hann
leikur í sumar í nýrri stööu á vellin-
um og ég held aö þaö sé hans rétta
staöa. Hann hefur sýnt þaö í sumar
aö hann er alltaf aö bæta sig sem
leikmaður og ég er þess fullviss aö
hann á eftir aö verða enn betri leik-
maður. Hann er alltaf aö bæta sig og
ef hann heldur áfram að æfa af krafti
og skapið hleypur ekki með hann í
gönur á hann eflaust eftir aö veröa
einn af okkar betri knattspymu-
mönnum,” sagði Jónas Róbertsson.
-sk.
Eins og venjan er gefum viö þeim
íþróttamanni sem sýnir á sér hina
hliðina kost á því aö koma á fram-
færi einni spurningu. Öskar kvaðst
þjást af heymæöi og vildi fá aö vita
hvað hægt væri aö gera í því sam-
bandi.
Aðstoðarlæknir á sjúkrahúsinu á
Akureyri svaraöi því til aö númer
eitt væri aö foröast meinvaldinn sem
væri hey er heföi legið og væri rakt. I
því yxu myglusveppir sem viðkom-
andi heföi ofnæmi fyrir.
r
Ásgeir Sigurvinsson er i miklu
uppáhaldi h já Óskari.
UPPÁHALDS HLJÓMSVEIT: Gold-
en Earring.
MINNISSTÆÐASTI LEIKUR:
Leikur með mfl. Þórs, fyrsti deildar-
leikur félagsins en ég skoraði fyrsta
deildarmarkiö fyrir Þór árið 1975.
LÍKAR VERST í SAMBANDI VIÐ
ÍÞRÓTTIR: Lélegir dómarar og
vont veður, rok.
BESTI VINUR: A—6 Range
Roverinn.
ERFIÐASTI ANDSTÆÐINGUR:
Jónas Róbertsson, Þór.
HELSTA METNAÐARMÁL í
LÍFINU: Hafa í mig og á.
HVAÐA PERSÓNU LANGAR ÞIG
MEST TIL AÐ HITTA? Knatt-
spyrnusnilliuginn Johan Cruyff.
RÁÐ TIL UNGRA KNATTSPYRNU-
MANNA: Æfasig.
' HELSTIKOSTUR: Fórnfús.
HELSTI VEIKLEIKI: Brosi ekki
nógu mikið.
LEIKMAÐUR FRAMTÍÐARINNAR
Í KNATTSPYRNU: Siguróli
Kristjánsson, Þór.
BESTIÞJÁLFARISEM ÞÚ HEFUR
HAFT: Björa Árnason og Þorsteinn
Ólafsson.
HVERT YRÐI ÞITT FYRSTA
VERK YRÐIR ÞÚ HELSTI RÁÐA-
MAÐUR ÞJÓÐARINNAR Á
MORGUN? Bæta kjör alþýðunnar.
ANNAÐVERK: Rekaherinn.
FULLT NAFN: Óskar Þór Gunnars-
son.
HÆÐ OG ÞYNGD: 183 em og 72 kg.
BIFREIÐ: Ek um á Range Rover
sem pabbi á.
GÆLUNAFN: Dúddi eöa dúdda-
lingur.
UPPÁHALDSFÉLAG, ÍSLENSKT:
Þór, Akureyri.
UPPÁHALDSFÉLAG, ERLENT:
Tottenham Hotspur.
UPPÁHALDSÍÞRÖTTAMAÐUR, ÍS-
LENSKUR: Ásgeir Sigurvinsson.
UPPÁHALDSÍÞRÓTTAMAÐUR,
ERLENDUR: Glenn Hoddle, Totten-
ham.
MESTU VONBRIGÐI í ÍÞRÓTT-
UM: Þegar Þór féll í 2. deild árið
1981:
MESTA GLEÐISTUND í ÍÞRÓTT-
UM: GengiÞórs-liðsinsífyrra.
ÖNNUR UPPÁH ALDSÍÞRÓTT:
Tennis.
UPPÁHALDSMATUR: Ham-
borgarhryggur.
UPPÁHALDSDRYKKUR: Undan-
renna.
UPPÁHALDSSJÓNVARPSÞÁTT-
UR: Helst íþróttir.
UPPÁHALDSLEÍKARI, ERLEND-
UR: Dustin Hoffman.
UPPÁHALDSLEIKARI, ÍSLENSK-
UR: Siguröur Sigurjónsson.
Óskar vill helst hitta Johan Cruyff.
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
i
J
Arkitektar - Verkfræðingar - Byggingameistarar - Húseigendur
ÍSLAIMDI
ab Svíþjóð
eehieiitii 1»
er eitt elsta fyrirtækið í Evrópu með þessa nýjung.
1. Cementa gólfílagningarefnj sem stenst allar þær gæðakröfur er til
þarf í íbúðarhúsum og öðrum mannvirkjum.
2. Með þessu efni þurfa múrarar ekki að bogra við að strauja gólf eða
að skríða á fjórum fótum við að pússa þau.
3. Fljótandi efni sem leggur sig sjálft og verður algjörlega lárétt
(spegilslétt).
4. Mun ódýrara en gamla aðferðin.
5. Þornará24tímum.
6. Fyrir ný sem gömul gólf (getum rétt af gólf allt út í 1 mm).
7. Hagstæðir greiðsluskilmálar á efni og vinnu.
Dæmi: Þú greiðir 30%< út og eftirstöðvar á allt að 6 mánuðum.
Allar upplýsingar veitir
Gunnar E. Magnússon múrari,
Kleppsmýrarvegi 8.
Sími 81058. Eftir kl. 18 sími 20623