Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1984, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1984, Page 10
10 DV. FIMMTUDAGUR 21. JUNI1984. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Reagan Bandaríkjaforseti: Sundrung Sovétleið- toga hamlar viðræðum Reagan Bandarikjaforseti hefur dregiö nokkuö úr gagnrýni sinni í garö Sovétmanna upp á síðkastið en stendur fast gegn þeim samlöndum sínum sem vilja aö Bandaríkjamenn taki frumkvæöiö aö endurnýjun viö- ræöna milli risaveldanna. Þetta er aö hluta til vegna þess aö hann telur að Sovétforystan sé innbyrðis klofin og ófær um aö bregðast jákvætt viö slíkum málaumleitunum Banda- ríkjamanna, aö sögn bandarískra embættismanna. Þessir embættismenn segja aö Reagan hafi hafnað sovésku tilboöi um viöræöur um bann viö smíði vopna gegn gervihnöttum í síöustu viku og áskorun frá leiðtogum repú- blikana í öldungadeild bandariska þingsins um aö hann beitti sér fyrir reglulegum leiötogafundum risa- veldanna einmitt vegna þessara ástæöna. Þessir embættismenn, sem ekki hafa veriö nefndir, en rætt hafa viö blaöamenn um þessi mál, líta á tilboö Sovétmanna um bann við vópnum sem beita á gegn gervi- hnöttum sem tilraun til þess aö leiöa athygli frá því að Kremlverjar hafi neitað aö taka upp viðræður um tak- mörkun kjarnavopnabúnaöar aö nýju. Þeir segja einnig aö hug- myndir um reglulega fundi leiðtoga risaveldanna tveggja sýni grund- vallarmisskiining á því hvemig sam- skipti milli risaveldanna fari fram. Pólitískt leikfang „Árlegir leiðtogafundir yröu póli- tískt leikfang, eins og ólympíuleik- arnir. Þaö yröi stór spuming á ári hverju hvort fundur yrði haldinn eða Vandinn ialþjóðamálum liggur iþviað Sovótforystan er gömul og ráðvillt, segir Bandaríkjaforseti. ekki. Það myndi gera vandamálin erfiðari en áöur,” sagði einn starfs- maöur H víta hússins. Howard Baker, leiötogi repúblik- ana í öldungadeildinni, sagöi í vikunni aö stefna bandarískra stjórnvalda, aö hver leiötogafundur yrði að vera vel undirbúinn, og h'klegur til að leiða til jákvæðrar niöurstööu, væri tímaskekkja. En starfsmenn Hvíta hússins segja aö afstaða Bakers sé barnaleg. Þeir segja aö þótt gott samband tækist milli Reagans og Chemenko tryggði það ekki bætta sambúð ríkjanna. Chemenko getur ekkert gert opinberlega án samþykkis kollega sinna sem alhr eru aldraðir og staðnaðir. „Valdhöfum í Sovét- ríkjunum hefur ekki gengiö vel. Þaö hafa aöeins oröiö mannaskipti en þeir eru alhr aldraðir og þeim gengur iUa aö halda fuUri stjóm á hlutunum,” segir bandarískur emb- ættismaöur. Reagan hefur haldiö svipuöum sjónarmiöum fram og sagt aö þaö kunni að vera áttaviUu aö kenna aö Sovétmenn vilji ekki taka upp viðræður að nýju. „Þaö flögrar að okkur aö kannski þegi þeir af því þeir vita ekki hvað þeir eiga að segja. Þeir búa nú við þriöja leiötogann sem setið hefur frá því ég tók við embætti,” sagöi Reagan Bandaríkja- forseti á blaöamannafundi nýlega. Og margir sérfræðingar um utanríkismál telja að Sovétmenn séu ekki færir um aö taka afdráttarlausa afstööu í utanrikismálum nú. Hvemig sem þaö annars er er ekki búist viö að Kremlverjar hyggi á hreyfingu í viðræðum um takmörkun vígbúnaöar fyrr en eftir kosning- amar í Bandarík junum í nóvember. Dregið úr hörku En þessi röksemdafærsla staðfestir andstöðu Reagans viö eftirgjöf viö Sovétmenn sem hann telur myndi verðlauna þá fyrú- að hafa slitið Genfar-viðræðunum á síöasta ári. En engu aö síður hefur Reagan farið eftir ráöleggingum bandamanna sinna og ráðgjafa og dregið mjög úr hörku sinni í yfir- lýsingum gegn Sovétmönnum. Bandarískir embættismenn segja aö hann skilji aö yfirlýsingar hans um „heúnsveldi hins iUa” og óheiðar- leika Sovétmanna kunni aö hafa haft áhrif á sambúð ríkjanna. EUin ráögjafi forsetans í utanríkis- málum sagði aö í viðræðum hans viö Thatcher, forsætisráöherra Bret- lands, fyrr í þessum mánuði heföi hann lýst sig reiðubmnn aö draga úr ótta Sovétmanna meö því aö viður- kenna rétt þeirra til viöræðna. Segja ráögjafar Reagans aö hann sé aUur af vilja gerður til þess aö sýna sveigjanleika. Þeir telja að ef Reagan skilji dyrnar eftir opnar muni Sovétmenn sjá aö lokum aö viöræður séu þeim fyrn bestu og snúa aftur aö samningaborömu. Mildari tónn í garö Sovétmanna hefur einnig sitt gildi rnnan Banda- ríkjanna því flokkur demókrata hefur gagnrýnt utanríkisstefnu Reagans mjög og sakað hann um að auka stríðshættu. Aðstoðarmenn forsetans segja aö nú þurfi þolinmæöi og stööugleika, sem oft skorti á í Bandarikjunum, vegna áherslu sem lögð er á aö ná árangri fljótt. Þeir nefna sem dæmi hugmyndir öldungadeUdarþing- manna repúblíkana sem vilja reglulega leiötogafundi meö leiðtogum Bandarikjanna og Sovét- ríkjanna. „Við vUjum ekki fara á slíkan fund vegna þrýstings innan frá,” segU- ráögjafi Reagans. ,3ovétmenn veröa ekki undir slikum þrýstmgi og fengju þannig undir- tökUi.” Utanríkisráðherrar vilja styrkja evrópskar stoöir Sjö bandalagsríki í Vestur-Evrópu hafa ákveöið aö efla vamarsamstarf sitt og segja aö meö því hljóti þau að efla Nató. Það er víst aö meö því aö endurvekja bandalag Vestur- EvrópurUcja munu áhrif þeirra ríkja sem eiga aðUd aö því eflast innan Nató þar sem Bandaríkjamenn hafa boriö ægishjálm yfir önnur banda- lagsríki. Að minnsta kosti búast utanríkisráöherrar Belgíu, Bret- lands, Frakklands, Itah'u, Lúxem- borgar, HoUands og Vestur-Þýska- lands viö því að umræður um vamar- mál muni aukast mjög henna fyrir eftir að hiö 30 ára gamla bandalag Vestur-Evrópuríkja hefur verið vakið af þyrnirósarsvefni sínum. Utanríkisráðherramir telja að meö sh'ku samstarfi gefist einstæður umræðugrundvöUur fýrir samhæf- ingu sjónarmiða þessara ríkja varö- andi samband austurs og vesturs, um afvopnunarmál og ógnun austur- blokkarinnar gegn Vestur-Evrópu. Claude Cheysson, utanríkis- ráöherra Frakklands, sagöi eftir fund utanríkisráðherra ríkjanna sjö, en fundur svo háttsettra fulltrúa rikjanna hefur ekki varið haldinn síðan 1973 á vegum bandalagsins, aö þessi ríki ættu á stundum annarra hagsmuna aö gæta en Bandaríkin. „Þessi vandamál hafa ekki veriö rædd opinberlega eöa skýrö í langan tíma,” sagöi franski utanríkisráö- herrann. Bandalag Vestur-Evrópuríkja var stofnaö 1954 sem gagnkvæmt vamar- bandalag til aö finna V-Þýskalandi viöunandi hlutverk eftir síöari heimsstyrjöld og til þess að fylgjast með endurhervæðingu þess. Banda- lagið féll snemma í skugga Nató, sem nú hefur 16 aðildarríki, sem og Efnahagsbandalags Evrópu. Áhugi Frakka Það voru Frakkar sem beittu sér fyrir utanríkisráðherrafundinum sem á var minnst. Frakkar hættu hemaöarsamstarfi við önnur Nató- ríki fyrir 18 árum og hafa aðeins unnið meö Nató-ríkjunum að póli- tísku starfi en ekki haft samstarf sérstaklega við Evrópuríkin innan Nató. Frakkar hafa sýnt hemaðar- hlið Nató meiri áhuga en áöur, r valdatíö Mitterrands, og hafa sérleg- an áhuga á að ná góöu varnar- samstarfi við V-Þýskaland. Banda- lag Vestur-Evrópuríkja virtist Frökkum vera góður vettvangur til þess aö færa Frakka nær banda- mönnum sínum án þess aö minnka hemaðarlegt sjálfstæöi landsins gagnvart Nató. Nú, þegar bandalagiö hefur veriö Vestur-Evrópuþjóðir stofna bandaiag innan bandaiags. lífgaö við, er næsta skrefið aö emb- ættismenn geri tillögur sínar að póli- tískri stefnuskrá samtakanna sem veröur til umfjöllunar á fundi utan- ríkis- og vamarmálaráöherra ríkj- anna í Róm í október. Bandaríkjamenn og aðrir banda- menn ríkjanna í Nató munu eflaust fylgjast náið með þeim fundi til þess að komast aö því hvað bandalags- rikin eiga við meö yfirlýsingum um aö þau vilji „styrkja hinar evrópsku stoðir Nató”. Ríkisstjórn Reagans hefur lýst sig ánægöa með framtakið og tekur trúanlegar yfirlýsingar um aö því sé ekki ætlað aö grafa undan Nató en aöeins aö styrkja rödd Evrópuríkjanna þar. Cheysson segir aö sjaldan hafi verið jafnmikill einhugur meöal vesturveldanna og því ekki ástæöa til aö óttast um samheldni Nató. Og bandalag Vestur-Evrópuríkja pass- ar vel inn í þá yfirlýstu stefnu Banda- ríkjamanna að Evrópuríkin taki aö sér stærra hlutverk innan Nató. Umsjón: Ólafur Bjarni Guðnason Nýr vettvangur Bandaríkjamenn kunna einnig aö sjá sér hag í hinu nýja bandalagi sem vettvangi þar sem Natóríki geti rætt málefni sem strangt til tekið koma Nató ekki við, svo sem vandamál Miö-Austurlanda. En ráðamenn í Washington hljóta einnig aö óttast aö bandalagiö nýja kunni aö verða vett- vangur fyrir aöildarríkin til þess að vinna gegn bandarískum hags- munum, svo sem varöandi vopna- kaup. Það verður evrópskum ráða- mönnum a.m.k. freisting aö nota bandalagiö sem tæki til aö afla evrópskum vopnaframleiöendum stærri hluta af viðskiptum viö Nató. Aðildarríkin munu eflaust gera öörum Natóríkjum, Bandaríkjunum, Kanada, Tyrklandi, Noregi, Islandi, Portúgal, Grikklandi, Spáni og Danmörku, grein fyrir starfsemi sinni. En hluti ástæðunnar fyrir endurvakningu bandalags Vestur- Evrópuríkja er þaö hlutverk sem slík samtök geta gegnt sem harður kjarni evrópskra bandamanna sem eru lausir viö ýmislegt sem þeir líta á sem vandamál innan Nató og Efnahagsbandalagsins. Sum Nató- ríki, sérlega Grikkland, hafa afstööu í utanríkismálum sem gerir þau að erfiðum bandamönnum. öryggismál eru utan verkefna Efnahagsbanda- lagsins, fyrir utan þaö aö Irland, sem er í Efnahagsbandalaginu, á ekki aöildaöNató.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.