Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1984, Page 34

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1984, Page 34
34 DV. FTMMT\jDÁGUk'2L,ÍÍJNÍ'Í9,84.V'T Skýrsla um vemdargildi Mývatnsbotns: Utill vafi á neikvæðum umhverfisáhrifum kísii- gúrdælingar úr Mývatni Kisiliðjan við Mývatn. Náttúruvemdarráði ber að láta gera náttúruminjakort af Mývatns- sveit út frá verndargildi svæða þar, samkvæmt reglugerð um vemd Mývatns og Laxár. Tilgangurinn er að glöggva sig á náttúruverðmætum á svæðinu og auðvelda aðgerðir til verndar þeim. Þessi kortlagning er nú vel á veg komin. I grein Árna Einarssonar líf- fræðings og dr. Arnþórs Garðarssonar P'ófessors í dýrafræði, í skýrslu 2 frá Rannsóknarstöð við Mývatn útgefinni í apríl 1984 er ritað um botn Mývatns sem þeir telja nauðsynlegt að kort- leggja með tilliti til verndar. Botndýr í Mývatni og Laxá séu grundvallarfæða fugla og fiska og verndun dýralífs á svæðinu byggist því á skynsamlegri ráðstöfun botnsins, segja þeir. Kort sem birt er með greininni er unnið með hliðsjón af niðurstöðum rannsókna síðustu tuttugu ára. Þar er Mývatni skipt i þrjá flokka eftir vemdargildi og byggist flokkunin á stigsmun á auðgi botndýra. Flokkun Árna og Amþórs er þannig: Flokkur A. ,,Svæði sem alltaf gegna miklu hlut- verki. Þessi svæði einkennast af mikilli og stöðugri framleiðslu botndýra. Sum þeirra gegna lykilhlutverki í viökomu fugla og fiska, og önnur eru ein afdrep vissra tegunda á vetrum.” Flokkur B. „Svæði með mikla en nokkuð óstöðuga framleiðslu botndýra. Þarna er ávallt mikið h'f, en útbreiðsla þess er nokkuð breytileg milU ára.” Flokkur C. „Svæði með eitthvað minni Ufræna framleiðslu en flokkar A og B. Itarleg könnun á vemdargildi er nauðsynleg.” Niðurstöður Áma og Amþórs era þær að ekki komi til greina að raska botni á svæðunum A og B. Botninn á svæði C þurfi að rannsaka enn frekar áöur en hægt verði að fullyrða um verndargildi hans. Þó eru sett fram rök fyrir því að hættulegt sé að fara í dælingu úr Syðriflóa Mývatns sem þýðir með öðrum orðum að aöeins veröi dælt úr flokki C á Ytriflóanum. Þar er búið að dæla um helmingi kísil- gúrs á því svæði. Raskaöi botninn er MEÐAL EFNIS í ÞESSARI VIKU: PLAKAT: Michael Jackson. HANN OG HÚN geta gert sér vesti úr bendlaböndum eða prjónað sér peysu með mynstri á bol og með því að hagnýta handavinnuþáttinn í Vik- unni núna. UPPLAGT FYRIR BÆNDUR Vikan prófar Hondu ATC 250 R - nánar tihekið Hondu þríhjól. Jónína Ben. velur sér óléttuföt — en það kemur engan veginn niður á morgunleikfiminni. ÁSKRIFTARSÍMINN ER (91)-27022 Texti: Jón Baldvin Halldórsson Rannsóknarstöð við Mývatn I lögum sem gefin voru út árið 1974 um vemd Mývatns og Laxár var kveðið á um að komið skyldi upp náttúrarannsóknastöð viö Mývatn. Tilgangur með henni skyldi vera í fyrsta lagi að sjá um framkvæmd rannsókna sem varða umhverfis- vemd á hínu friðlýsta svæði, í öðru lagi að veita vísindamönnum aðstöðu til rannsókna og í þriðja lagi aö veita aöstöðu til verklegrar þjáif- unarháskólanema. Rannsóknarstöðinni var komiö upp i landi Geirastaða rétt neðan við Rif, voriö 1974. Þar er unnið að vist- fræðilegum rannsóknum vegna um- hverfisverndar og landnýtingar við Mývatn og Laxá og sérhæfðum verk- efnum vegna áhuga einstakra visindamanna. Rannsóknarstöð Náttúruverndarráös hefur gefið út tvær skýrslur um rannsóknirnar frá 1974. Sú fyrri kom út árið 1979 en hin siðari i apríl síöastUönum. I skýrslunni frá þvi í apríl er inngangur eftir dr. Amþór Garðars- son og siöan 12 greinar vísinda- manna um rannsóknir á lifríki Mý- vatns og Laxár. Þar má nefna greinar um náttúruminjar í Mý- vatnssveit, bitmý í Laxá, rykmý í Laxá, viðkomu toppandar við Mývatn, fæðu svifdýra í Mývatni, fuglamerkingar við Mývatn og anda- stofna við Mývatn og Laxá. Loks er svo sú grein um verndargildi Mývatns sem hér er f ja llað um.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.