Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1984, Side 40
FRÉTTASKOTIÐ
687818
SÍMINN
SEM
ALDREI
SEFUR
Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022.
Hafir þú ábendingu
eða vitneskju um
frétt — hringdu þá í
sima 68-78-58. Fyrir
hvert fréttaskot,
sem birtist eða er
notað i DV, greið-
ast 1.000 krónur og
3.000 krónur fyrir
besta fréttaskotið i
hverri viku.
Fullrar nafnleyndar
er gætt. Við tökum
við fréttaskotum
allan sólarhringinn.
Frjáíst, óháð dagblað
FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 1984.
„Laxamálið” í Elliðaám
tekur nýja stefnu:
Klóak-
keimur af
laxinum?
— tekur auðveldlega
bragð, segir
veiðimálastjóri
„Það er að sjálfsögðu mjög óæski-
legt að það séu mikil óhreinindi í kring-
um laxinn, hvaö þá að hann syndi um í
klóaki,” sagði Þór Guðjónsson veiði-
málastjóri í framhaldi af fréttum DV í
gær um klóakröriö sem leitt er út í sjó
aðeins spölkom frá ármynni Elliða-
ánna.
„Það er vitað mál aö laxinn getur
tekið bragð af efnum sem eru i sjó og
ám, feitur fiskur er móttækilegur fyrir
slíku. Sem dæmi get ég nefnt að fyrir
30 árum eða svo lak olía út í Elliðaárn-
ar og þá töldu sumir sig finna olíukeim
af laxinum sem veiddist þar. Einnig
bar á því að laxar yrðu blindir. Hvort
efnin í klóakinu hafa einhver slík áhrif
get ég ekkert um sagt, til þess þyrfti að
kanna málið nánar,” sagði veiöimála-
stjóri.
Eins og fram kom í frétt DV í gær er
ekki von til að útrennsli klóaksins veröi
fundinn nýr staður fyrr en á næsta ári
en rörið þjónar 8000 Reykvíkingum,
búsettum í Smáíbúðahverfi og á
Háaleitishæð.
—EIR.
LOKI
Mig grunaði aiitaf að það
væri óhreint mjöl í poka-
horninu á Suðureyri.
Neyðarbjallan
fór í gang
Neyðarbjallan í útibúi Iðnaðarbank-
ans í Breiðholti fór í gang í gær. Ekkert
óvenjulegt reyndist um að vera. Þegar
skýringa var leitað kom í ljós að bjall-
an fór í gang vegna valtara sem var að
þjappa bílastæöið fyrir utan bankann
en þar standa nú yfir malbikunarfram-
kvæmdir. -JGH.
LUKKUDAGAR
21. júní
54443
Vinnmgshafar hringi í síma 20068
BANGSI FRA
I.H. HF. AÐ
VERÐMÆTI KR. 750,-
Bnminn ífiskimjölsverksmiðjunni a Suðureyrí:
VITAÐ VAR UM
ÍKVEIKJUHÆTTU
I maímánuði síðastliönum var
fiskimjöl fjarlægt úr bræðslunni á'
Suðureyri sökum þess aö farið var að
rjúka úr mjölinu.Menn virðast því
haf a vitað af íkveikj uhættu.
„Menn vissu það í apríl að farið
var að hitna í mjölinu,” sagði Olafur
K. Olafsson, fulltrúi sýslumanns.
Hann kvaðst ekki vita til að sér-
stakar ráðstafanir hefðu verið
gerðar vegna þessa.
Fiskimjölsverksmiðjan brann sem
kunnugt er í síðustu viku vegna
sjálfsíkveikju í mjöli, aö þvi er talið
er. Eldsvoðinn er enn í rannsókn.
Sýni hafa verið send til
Reykjavíkur.
Brunatjóniö hefur verið metið á 7,2
milljónir króna. Þar af eyðilagðist
mjöl fyrir rúmar tvær milljónir.
Brunabótafélag íslands bætir tjón á
húsnæðinu en Samvinnutryggingar á
tækjum og mjöli.
„Það hefur aldrei farið fram eins
nákvæm og mikil lögreglurannsókn
og núna. Þetta er sú mesta sem ég
hef orðið var við héma,” sagði
Guðjón Jónsson, slökkviliðsstjóri á
Suðureyri.
Guðjón sagði að bruninn í síðustu
viku væri sá þriðji í röðinni hjá Fisk-
iðjunni Freyju á aðeins tólf
mánuðum. I júní í fyrra hefði einnig
orðið bruni í bræðslunni og í sept-
ember heföi kviknað í tækjasal
frystihússins. -KMU. j,
Sjö þýsk herskip lögðust að bryggju i Reykjavík í morgun. Þau eru á æfingaferðalagi um Norður-A tlants-
hafog koma hingað ikurteisisheimsókn. Þetta eru 4 herskip, 2 birgðaskip og 1 olíuskip. Leggjast nokkur
þeirra að bryggju iSundahöfn en önnuri Reykjavíkurhöfn. Um borð eru 1100 manns. Herskipin fara hóðan
siðdegis á morgun. -KÞ/D V-mynd: Bj. Bj.
Þýsku fálkaeggjaþjófarnir:
Gabriele vill áfrýja
— þrátt fyrir að hafa farið úr landi gegn því að áfrýja ekki
Afrýjun Miroslav Peter Baly, ann-
ars fálkaegg jaþjófsins, mun væntan-
lega koma fyrir Hæstarétt fyrir
næstu mánaðamót.
Eins og kunnugt er hlaut hann og
kona hans, Gabriele Uth Baly, hæsta
dóm fyric brot af þessu tagi sem
kveðinn hefur verið upp hérlendis.
Hijóðaöi dómurinn upp á hálfa
milljón króna í fjársekt, upptöku á
tækjum og nokkurra mánaða skil-
orðsbundiö fangelsi.
Skömmu eftir að dómurinn hafði
verið kveðinn upp í Sakadómi í maí-
lok, fékk Gabriele að fara úr landi
eftir að trygging hafði verið lögö
fram fyrir fjársektinni, svo og gegn
því að hún áfrýjaöi ekki dómnum til
Hæstaréttar, að sögn Guðmundar
Jónssonar hdl., verjanda hennar.
Miroslav Peter áfrýjaði hins vegar
og úrskurðaði Hæstiréttur hann i far-
bann til 5. júlí. Hann dvelur hér á
meðan á kostnað ríkisins.
„Það var svo skömmu eftir að
Gabriele kom út að hún sá sig um
hönd, skrifaði mér bréf og gaf mér
umboð til að veita skjölum móttöku
og æskja þess að dómnum yrði
áfrýjað,” sagði Guðmundur Jónsson.
„Eg skrifaði þá ríkissaksóknara bréf
þess efnis að dómnum yrði áfrýjað.
Þeirri beiðni hefur ekki verið svar-
að.”
Aðspurður sagði Guðmundur að
hann hefði heyrt að Hæstiréttur tæki
málið fyrir mjög fljótlega en ná-
kvæma timasetningu vissi hann ekki.
Þorgeir Orlygsson dómarafulltrúi
sagöi að sennilegast yrði málið tekið
fyrir fyrir mánaðamót en ekki væri
ákveðiðhvenærþaðyrði. —KÞ
Bolungarvík
ánvega-
sambands
Bolungarvík er nú vegasambands-
laus við umheiminn þar sem Vega-
gerðin hefur lokað Oshlíöinni og er að
vinna að endurbótum á veginum þar.
I stað vegarins er Fagranesið með
þrjár ferðir milli Bolungarvíkur og
Isaf jarðar á dag en nokkur urgur er í
mönnum á Bolungarvík þar sem þeir
telja að mun dýrara sé að ferðast með
Fagranesinu en aka um Oshiiðina og
vilja að Vegagerðin taki þátt í þeim
kostnaði.
Áætlaö er að opna veginn aftur á
laugardag en óvíst er hvort hann
verður þá strax fólksbílafær. Sumir
þeirra sem fóru um veginn í fyrra,
strax að lokinni viðgerð, misstu hitt og
þetta undan bílum sínum svo sem
hljóðkúta.
KF Bolungarvík/FRI
Gripaflutninga-
bflinn vantaði
heilbrigðisvottorð
Norskur maður, Svein Svarthaug,
var stöðvaöur á Seyðisfirði með fullan
gripabíl af hrossum, er hann hugðist
flytja út með Norröna-ferjunni, þar
sem hann reyndist ekki vera með til-
skilin vottorð fýrir bíl sinn.
Að sögn Jóns Péturssonar, héraðs-
dýralæknis á Egilsstöðum, var þetta
mál athugað strax og reyndist þá ekki
eins alvarlegt og á horfðist þvi maður-
inn hafði gleymt heilbrigðis- og sótt-
hreinsunarvottorðunum fyrir bílinn í
Noregi. Er það fékkst staðfest var
manninum leyft að fara út með hross-
in.
Alls hafði maðurinn keypt 8 hross í
Skagafirði og Eyjafirði og hyggst hann
koma hingað aftur og kaupa fleiri en
frjáls útflutningur er á hrossum héöan.
Jón sagði að gripaflutningabíll
mannsins hefði verið til stökustu fyrir-
myndar hvað hreinlæti varðar.
-FRI
Fiskverðið:
Hækkun
uppá
6til8%?
„Eg legg allt kapp á að ljúka þessu
sem fyrst og er að reyna að ná verði
sem gildir til áramóta,” sagði Jón
Sigurðsson, oddamaður yfirnefndar
verðlagsráðs sjávarútvegsins, í
morgun en fundur verður haldinn í
nefndinni um fiskverðið klukkan 6 í
dag.
Jón vildi ekki tjá sig um hve mikið
f iskverð yrði hækkað.
Um rekstrartap útgerðarinnar sagði
hann að það væri samkvæmt áætlun-
um Þjóðhagsstofnunar frá 6 til 8
prósent af tekjum. Staða minni togar-
anna, þeirra nýjustu, væri þó enn
verri.
Samkvæmt upplýsingum DV hefur
boriö á góma á fundum yfirnefndar-
innar að vera með svokallaðar verð-
uppbætur á fiskverðið.
Miðað við stööu útgerðarinnar og
komi til verðuppbóta er ekki ólíklegt að
fiskverðshækkunin liggi á bilinu frá 6
til 8 prósent. Erfitt er samt aö spá um
hve mikil hækkunin verður.
-JGH