Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1984, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1984, Side 2
2 DV. ÞRIÐJUDAGUR 24. JULl 1984. r ■ i NY SIGALDAIBLONDUDAL: BLÖNDUVIRKJUN BJARGAR OKKUR FRÁ RAFMAGNSLEYSI Hallgrímur á Eiðsstöðum með hunda og hrifu. Seldu Landsvirkjun jörð sína undír Blönduvirkjun: Peningamir fóru í einhverja vitleysu „Þaö þýddl ekkert annaö en selja þeim landiö, annars hefðu þeir bara tekiö það eignarnámi,” sagði Hall- grímur Sigvaldason sem býr á Eiðs- stööum í Blöndudal ásamt Jósep bróöur sínum. Eftir samningavið- ræöur við Landsvirkjunarmenn varö úr að þeir bræður seldu jörð sína eins og hún lagði sig, fengu 2,9 milljónir í peningum og Landsvirkjun byggði fyrir þá stórglæsileg útihús. „Hér voru hús orðin heldur bág- borin, mest úr torfi þannig að þetta er allt annað líf núna,” sagði Jósep. „Svo fáum við að búa hérna til ævi- loka og höfum loforð um að jörðin verðisetináfram.” Þeir bræður hafa búið í Blöndudal í tugi ára og virðast ekki kippa sér neitt upp viö það þótt 150 megavatta virkjun rísi í túnfætinum hjá þeim: „Við erum ekkert á móti rafmagni og þetta breytir svo sem ekkert miklu fyrir okkur,” segja þeir bræður og vilja sem minnst segja um hvað þeir gerðu við peningana sem þeir fengu frá Landsvirkjun. „Mig minnir að þeir hafi fariö í einhverja vitleysu,” sagði Sigvaldi og hélt áfram að snúa heyinu með hrífu enda á hann 400 fjár og nokkur hross. -EIR. Erlendir ferðamenn á gangi á Auðkúluheiði. Innan skamms fer enginn þarna um nema syndandi. Steypustöð er risin á Auðkúluheiði, sú hin sama og þjónaði Hrauneyjafoss- virkjun. Jósep á Eiðsstöðum. Á þessari hæð mun stöðvarhús Blönduvirkjunar rísa og vatnið steypast 280 metra neðanjarðar. Litlu neðar er blómleg sveitabyggð í Blöndudal. Þar sem rafmagnsþörf landsmanna eykst um 6% á ári hefði stefnt í orku- skort hér á landi ef ekki heföi verið ráðist í gerð nýrrar virkjunar. Blöndu- virkjun varð fyrir valinu og sam- kvæmt tímaáætlun er gert ráð fyrir að hún komist í gagniö nógu snemma til aö fullnægja innanlandsmarkaði þó svo að engin ný stóriðja komi til. Blönduvirkjun verður 150 megavött, búin 3 aflvélum og kemst sú fyrsta í gagniö árið 1988. Til saman- buröar má geta þess að Sigölduvirkjun er jafnstór, 150 megavött, Búrfells- virkjun 210 megavött og það sama má segja um Hrauneyjafossvirkjun. Sjálft stöðvarhúsiö verður staösett uppi á hæð rétt ofan við bæinn Eiðs- staði sem Landsvirkjun keypti fyrir 2,9 milljónir vegna framkvæmdanna og þar mun vatnið falla 280 metra neðan- jaröar. Gerð mikilla jarðgangna er þegar hafin vegna neðanjarðar- stöðvarinnar og verða göngin alls 3 kílómetrar að lengd og 3,4 metrar í þvermál. Uppi á Auðkúluheiði, 22 km frá stöðvarhúsinu, verða tvær stíflur, önn- ur í sjálfri Blöndu en hin kemur í veg fyrir að vatnsrennslið taki stefnuna í vestur við Kolkuós. Gert er ráð fyrir að 3000 hektarar lands fari undir vatn vegna virkjunarinnar og hefur Lands- virkjun tekið á sig þá kvöð að rækta upp samsvarandi landsvæði á heið- inni. I sumar starfa um 70 manns við virkjunarframkvæmdirnar, í vetur verða þeir aðeins 30 og f jölgar svo aft- ur næsta sumar. -EIR. Upp um alla Auðkúluheiöi liggur beinn og breiður vegur, töluvert betri en ger- ist og gengur annars staðar á láglendi. En virkjunarframkvæmdimar taka sinn toll, t.d. þennan hrafn sem ekið hefur verið yfir og svo fara 3000 hektarar Iands undir vatn. DV-mynd Kristján Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.