Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1984, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1984, Blaðsíða 27
DV. ÞRIÐJUDAGUR 24. JULt 1984. 27 Sandkorn Sandkorn Sandkorn Þessar eru ekki í Alþýöuleikhús- iuu. Alþýðukonur Sameiginleg yfirstjórn Al- þýðuleikhússins hefur ákveð- ið hvaða verkefni verði tekin fyrir á næsta leikári og þykir karlpeningi leikhússins sem hlutur þeirra sé nokkuð fyrir borö borinn. Svo undarlega vill til að í öllum hlutverkum allra verkanna verða ein- göngu konur og það sama má segja um alla leikstjórana. Karlmennirnir verða þvi með öllu óþarfir hjá Alþýðuleik- búsinu næsta vetur og geta því snúið sér óskiptir að eld- búsverkum og barnagæslu og matargerð og fataþvotti og skúringum og... Klofkalt Guðmundur Jónsson, fyrr- veraudi skólastjóri á Hvann- eyrl, er landsþekktur maður og ekki síst fyrlr skilning sinn á gangi lífsins. t skólastjóra- tíð hans var haft fyrlr satt að fáir hefðu jafnglöggan skiln- ing á vandamálum ungra manna á heimavist skólans eða skildu betur langanir ungra sveina til kvenna og Bakkusar. Eitt sinn fór hópur ungra vaskra, verðandi bænda i heimsókn tll ungra meyja á Húsmæðraskólan- um á Varmalandi. Dvaldist þeim þar dágóða stund og var skólastjóra farið að lengja eftir þeim upp úr miönættl. Lagði hann þá af stað og bjóst til leitar. Hann hafði ekki far- ið langt þegar hann mætti ein- um úr hópnum með beisli í eftirdragi. Hesturinn horfinn en í beislinu hékk klaka- dröngull. „Hvað ert þú að gera hér, væni minn?” spurði skóla- stjórinn. „Nú, ég er á ieiðinni heim,” svaraði pilturinn. „Eg held aö þú ættir þá að fara á bak bið allra fyrsta, væni minn,” svaraði þá stjór- inn. Geimkonur Mikhail Chemyskov, fréttamaður APN fréttastof- unnar, skrifar fróðlega grein um heimsókn sovéskra geim- fara í geimstöðina Saljút 7 í dreifibréfi sem ætlað er að upplýsa tslendinga um iífið haudan járntjalds. í um- ræddri geimferð er kona ein með í för og gefur það frétta- manninum tilefnl til að f jalla um skiptingu geimfara í karl- og kvengeimfara. Munu vera um 100 starfandi í stéttinni um þessar mundir og þar af aöeins 3 konur, 2 sovéskar og 1 bandarísk. Mikhail Cherayskov nefnir þær aldrel annað en „fuiltrúa hins fagra kyns.” Spík ínglís? Enskan er alþjóðamál flugsins svo sem kunnugt er og er tsland engin undantekn- ing í þeim efnum. Hjá Flug- leiðum er notkunin útbreidd jafnt í ræðu sem riti og heyrst hefur að mál sumra sé meiri enská en islenska. Við seljum það ekki dýrara en við keypt- um en hætt er við að ýmsir óbreyttir borgarar myndu i það minnsta hvá ef þeir heyrðu orð eins og öppUft, nó- sjó og dævertera. öppUft er það kaUað þegar farþegar eru teknir upp í á miðri leið, t.d. i flugi miUi Ameríku og Evrópu. Nósjó er það þegar einhverjir láta ekki sjá sig sem eiga pantað flug. Og að dævertera er að snúa flugvél yfir á annan vöU geti hún ekki lent á þeim rétta. Einhvera tíma var svo haft eftir flugmanni i vand- ræðum sinum skýjum ofar: „Viö erum temporarUy stökk þvi það er frontur yfir gránd- inum.” Ráði nú hver sem bet- ur getur. NT fer í hart Forsvarsmenn NT (Nú- tímans) hafa fengið í hendur bréf frá lögfræðiskrifstofu Þórðar S. Gunnarssonar þar sem þess er krafist að Nútím- inn hætti notkun auðkennisins NT í haus blaðsins nú þegar eUa verði leitað aðstoðar dómstóla tU að fá stafina f jar- lægða. Norölensk trygging? Er krafa þessi gerð að beiðni NT (Norðlenskrar tryggingar) sem stofnað var 1971 en breytti nafni sínu í NT árið 1982 og hefur síðan merkt bréfsefni sin og annað með þeim stöfum. í bréfi lög- fræðingsins segir að ef ekki verði orðið vlð áskoruninni innan 14 daga frá dagsetn- ingu (17. júU) verði farið í hart. Umsjón Eirikur Jónsson. Kvikmyndir Kvikmyndir Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir júnímánuð 1984 hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 25. þ.m. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvem byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en síðan reiknast dráttarvextir til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuö, talið frá og með 16. ágúst. F J ÁRMÁL ARÁÐUNE YTIÐ, 16.júlíl984. iGabri^ SZ IMÝ SENDING í , hábfbchf Skeifunni 5a — Simi 8*47*88 St jörnubíó—Maður kona og barn: MAÐUR + KONA = BARN EÐA HVAÐ? Heiti: A Man, Woman and Child. Þjóðerni: Bandarískt. Árgerð: 1983. Leikstjóri: Dick Richards. Handrit: Eric Segal, David Z. Good- man. Kvikmyndun: Richard H. Kline. Aðalhlutverk: Martin Sheen, Blythe Danner, Sebastian Dungan. Eric Segal var einn af allra fremstu táratogurum áttunda ára- tugarins og þaö einkum og sér í lagi fyrir söguna Love Story sem var kvikmynduð á svo eftirminniiegan máta að fólk setur jafnvel enn þann dag i dag hljótt og einn og einn snöktir. Síðan Segal skrifaði þennan mikla táradal hefur hann reynt að hanna annaö úthaf sem gæti inni- haldiö svipað magn saltvatns. En árangurinn hefur ekki veriö sem skyldi. Smápollar hafa að visu alltaf myndast en mórallinn er ekki sá sami og á dögum hinnar einu sönnu Ástarsögu, fólkið hefur annaö aö gera viö tárin. Ein af þessum til- raunum Segal er nú á hvíta tjaldinu í Stjömubíóinu og nefnist Maöur, kona og barn. Nú er það alkunna að þegar maður og kona koma saman vill oft veröa bam, jafnvel þótt maöurinn og konan séu ekki hjón og þekki yfirleitt ekkert hvort annaö. Svoleiöis ástand getur oft veriö til. óþæginda, sérstaklega ef önnur kona hefur veriö fyrir hjá manninum, aö ekki sé nú talað um eiginkona. Þaö þarf þó ekkert að kjafta frá að þarf- lausu, ekkert að gera veður út af því þótt haldið hafi verið framhjá hinum megin við Átlantsála. En svo kemur babb í bátinn. ' Maðurinn í myndinni (Martin Sheen) kemst aö þvi tíu ámm síðar að hann hefur eignast son með konunni í hita leiksins. Og nú er konan dáin og hann vill taka soninn (Sebastian Dungan) aö sér. Eiginkona mannsins (Blythe Danner) er ekki alltof glöö yfir þessu, enda var hún kasólétt þegar hamagangurin í Frans stóð sem hæst yfir. Sonurinn kemur samt yfir til Bandarikjanna í heimsókn og upp takast miklir kærleikar með þeim feögum en „showdownið” er eftir og ástæðulaust aö greina frá þvi hér. Þessi mynd skýtur yfir markið fræga í flestum tilfellum. Upp- bygging söguþráöar er ákaflega hæg og er vel hægt að geta sér til um hvaö ■ gerist næst (T.d. var ekki erfitt að sjá út að knattspyrnueinvígi var í að- sigi milli strákanna). I lokin á höfundur um nokkrar leiðir að velja en velur þá alröngustu, skilur endinn opinn svo áhorfandinn geti búiö hann til sjálfur. Ofan á allt misstígur svo Martin Sheen sig í lokaatriöinu og of- leikur á meöan Sebastian Dungan sýnir frábæra takta og er rétt að geta þess sérstaklega hve strákurinn hef- ur gott vald á leiknum og lýsir hinum háttprúða en lokaöa dreng frábær- lega vel. Það er raunar aðeins leikur- inn sem upp úr stendur þegar upp er staðiö, Segal hefur mistekist aö virkja tárapoka áhorfandans, þó sumir hafi þurft aö hlæja til að fela sorgina. Sigurbjöra Aðalsteinsson Kvikmyndir Kvikmyndir ULTRA ALOSS Eina raunhæfa nýjungin í bílabóni Paö sem gerir ULTRA GLOSS svo frábrugöið er, aö það inniheldur engin þau efni, sem annars er aö finna i hefðbundnum bóntegundum, svo sem harpeis, vax, plast eöa polymer efni. Grunnefniö i ULTRA GLOSS eru glerkristallar, auk bindiefna og heröa. ÞÚ BÓNAR TIL REYNSLU ULTRA GLOSS er svo frábært bón, að þú verður aö hafa reynt þaö til þess aö trúa því. Kauptu þér.brúsa og geröu tilraun, smáaeða stóra. Utsolustaöir Bensinafgreíöslur VIÐ ENDURGREIÐUM ónotaöar eftirstöövar ef þú ert ekki fyllilega ánægöur með árangurinn. Einkaumboö á Islandi Háberg hf Skeifunni 5a. & Olíuféiagió hf

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.