Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1984, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1984, Blaðsíða 5
DV. ÞRIÐJUDAGUR 24. JULl 1984. 5 Hjörlelfur, Lára og Sigursveinn skoða hér DV glóðvolgt úr prentvélinni. DV-myndir: EinarÓiason. Verðlaunin voru afhent að loknum nokkrum hamborgurum. Frá vinstri: Lára Kjartansdóttir, Gunnar Gunnarsson frá Japis, Guðmundur Óskar Reynisson, Gissur Kristinsson, framkvæmdastjóri Tommahamborgara, og Sigursveinn Þórðarson. Blaðberahappdrætti DV: Lukkulegir vinningshafar Vinningarnir í blaðberahappdrætti jHjörleifur, sögðust bera út samtals 43 DV voru afhentir síöastliðinn fimmtu-|DV-blöð á dag og Moggann að auki. dag. Þeir sem hrepptu efstu þrjá vinn- Lára ber út 36 og byrjaði fyrir ári en ingana voru: Lára Kjartansdóttir frá Sigursveinn kvaðst hafa borið útblaðið Akureyri, Guðmundur Oskar Reynis- í 3 ár. Hjörleifur er nýbyrjaður aö son frá BolungarvSk og bræðurnir hjálpa bróður sínum. Og hvað skyldu Sigursveinn og Hjörleifur Þórðarsynir 'þau lesa helst sjálf í DV? „Iþróttir,” frá Vestmannaeyjum. Lára fékk 1. jvar svarið hjá þeim öllum, „jú, og verðlaunin, Technics hljómtækjasam- myndasögurnar og Sviðsljós”. Ekkert stæðu að verðmæti kr. 26.800, jþeirrahafðiunniðíhappdrættiáður. Guömundur Oskar fékk 2. verðlaun,! Blaðberahappdrættið fór þannig Panasonic ferðahljómtækjasett að fram að hvert blaðburöarbam sem verðmæti kr. 13.650 og sams konar borið hafði út kvartanalaust í heila vinning fengu Sigursveinn og Hjörleif- viku fékk 6 happdrættismiða. Söluböm urí3. verðlaun. fengu 1 miöa fyrir hver 20 blöð seld. Krakkamir skmppu til Reykjavíkur Tommahamborgarar lögðu DV lið í og skoöuðu hvernig DV verður til, en happdrættinu en leikurinn stóð yfir það gerist á fimm stööum: Síðumúla allan júnímánuö. 12,14 og 33, Þverholti 11 og Skejfunni. Aukaverðlaun, Sony kassettutæki, Tommahamborgarar buðu svo til fengu þessir: Svava Sigvaldadóttir hádegisverðarogþarvoru vinningarn- Reykjavík, Benedikt Guðmundsson, ir afhentir. Síðan var skoðað Sædýra- Elísabet Kristjánsdóttir Selfossi, Haf- safnið en hinir lukkulegu héldu síðan dís Svanbjörnsdóttir Hofsósi og Sigur- heim á leið síðdegis. jón Valsson Hveragerði. Þeir Eyjabræður, Sigursveinn og -pá STURLUSÝNING A LANDSBÓKASAFNI Landsbókasafnið minnist um þessar mundir með sýningu sjö hundruðustu ártíðar Sturlu Þórðarsonar, sagnarit- araogskálds. Á sýningunni, sem standa mun sumarlangt, eru sýndar helstu útgáfur verka Sturlu Þórðarsonar og ýmis handrit þeirra, ennfremur nokkur rit um Sturlu. Þá eru sýndar fáeinar myndir er þau Þorbjörg Höskuldsdótt- ir og Eiríkur Smith hafa gert eftir efni Islendingasögu. Sturla Þórðarson lést sjötugur að aldri 30. júlí 1284. Hann var skáld gott og nefndur síöasta hirðskáldið. Kvæði hans og kvæðabrot hafa varðveist í sagnaritum hans. Sturla ritaði Land- námu, þá gerð hennar sem við hann er kennd og er elsta heila gerð hennar. Talið er að hann hafi ritað Kristnisögu og heimild er um að hann hafi ritað Grettissögu, þótt sú gerð hennar sé nú ekki varðveitt. Ýmsir þykjast sjá mark hans á sögum sem Eyrbyggju og Laxdælu. Kunnastur er Sturla sem höfundur Islendingasögu, meginþáttar Sturlungu. Snæf ellingar áhyggjuf uliir: Svartbakur að eyði leggja allt fuglalíf „Agangur svartbaksins er orðinn slíkur að ef svo heldur fram sem horf ir verður ekki ein einasta önnur fugla- tegund eftir á Nesinu. „Þetta sagði Sævar Friðþjófsson, útgeröarmaður á Rifi á Snæfellsnesi, í samtali við DV. Snæfellingar hafa miklar áhyggjur af útbreiðslu og græögi svartbaksins. Hér á árum áður lifði svartbakurinn m.a. á úrgangi fiskvinnslustöðva, en nú er öldin önnur. „Nú orðið er allt nýtt í fiskvinnslu og svartbakurinn fær mun minna æti á þennan hátt,” sagði Sævar Friðþjófsson. „Það var ekki svona mikill ófriður af honum áður en nú fær enginn fugl að vera í friði fyrir honum. Hér á Rifi er eitt mesta kríuvarp á Islandi en ég efast hreinlega um að einn einasti ungi komist á legg, svo skæður er svartbakurinn. Við vorum með smáæðarvarp hér, eitthvað um 500 unga. Ég held að enginn þeirra tóri. Það er staðreynd að svartbaknum hefur fjölgað um leið og fæðuöflunar- möguleikum hans hefur fækkað. Það verður að grípa inn í og hef ja aðgerðir til að stemma stigu við f jölgun hans, annars eyðileggst hér allt annað fugla- líf,” sagði Sævar Friöþjófsson. ás Enn stækkar f iskveiðif lotinn: Bolvíkingar fá nýjan rækjutogara Nýtt skip hefur bæst í flotann i Bolungarvík, Sólrún IS 1, sem er alhliöa fiskiskip en hefur sérstaklega verið búið til rækjuveiða. Það er 298 brúttólestir og 36 metrar á lengd. Aðal- vél skipsins er Mireless Blakstone, 990 hestöfl, 8 strokka, auk þess tvær Lister ljósavélar. Einnig hefur skipið bóg- skrúfu og Becker-stýri. A milliþilfari hefur verið komið fyrir búnaði til vinnslu á rækju. Er þar um að ræða vél, sem flokkað getur rækj- una í f jóra stærðarflokka, suðupott og tvenns konar hraðfrystibúnað. Ennfremur verður í skipinu tækja- búnaður til meltuvinnslu. Þrjár frystilestir eru í skipinu sem rúma um 200tonn. Sólrún er í eigu Einars Guðfinns- sonar h/f, ellefu manns eru í áhöfn og skipstjóri er Jón Guðbrandsson. KF Sólrún í heimahöfn í Bolungarvik. DV-mynd: Kristján Friðþjófsson. UM 460 HAFNFIRÐINGA ur í tveim , — hið fyrra kemur út nú í haust en hið síðara næsta vor. Þar munu birtast um 400 Ijósmyndir af eldra fólki í Hafnarfirði, sem undir- ritaður, útgefandi bókar- innar, tók á árunum 1960 -1979. Eru það sömu myndirnar og voru á Ijós- myndasýningu, sem haldin var haustið 1979. Með hverri mynd fylgir æviágrip og fleiri upplýs- ingar um viðkomandi, en æviágripin verða um 460 talsins. Áskrifendur að bókunum fá þær með sérstöku afsláttarverði, og tryggja sér með áskrift bæði bindin, en svo virðist sem bókin muni verða eftirsótt. — í fyrra bindinu munu verða um 185 myndir, en um 210 í því síðara. Áskriftarverð fyrra bind- isins er kr. 988.00. Þeir, sem vilja gerast áskrifendur, eru vinsam- lega beðnir um að gera mér viðvart, t.d. með því að fylla út neðanskráða áskriftarbeiðni og senda mér við fyrsta tækifæri eða koma henni til skila í skrifstofuna að Austurgötu 10, Hafnarfirði. Einnig má tilkynna áskrift símleiðis, í sima 50764 eða 51874, alla virka daga frá kl. 5 - 7 e.h. og 9 -10 e.h., til 1. ágúst nk., en eftir það á venjulegum skrifstofutíma. Áskriftarboðið gildir til 15. ágúst næstkomandi. Arni Gunnlaugsson Austurgötu 10, Hafnarfiröi. ÁSKRIFTARBEIÐNI Með vísan til auglýsingar í DV i júlí 1984 er hér með óskað eftir áskrift að báðum bindum Ijósmyndabókarinnar „Fólkið í Firðinum". Nafn: _______ Heimilisfang: Sími: \+UZAHL

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.