Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1984, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1984, Blaðsíða 12
12 DV. ÞRIÐJUDAGUR 24. JOLI1984. Spurningin Hvert ertu að fara? (Spurt á Hornaflröi) Jóhannes H. Ingibergsson, 7 ára: Ég er aö fara í sund. Já, ég kann alveg aö synda. Svo ætla ég aö vera í sumar- bústaö í sumar. Guðbjartur Ólaf sson, 8 ára: I sund. Ég lærði aö synda núna í sum- ar. Ég fer eitthvað á flakk seinna í sumar. Elías Víðisson,8ára: Eg er á leiðinni í sund, ég kann að synda án þess aö hafa kút og kork. Ég fer eitthvað á flakk í sumar. Magnús Már Jóhannsson, 13 ára: Ég er aö fara í sund með bróður min- um. Ég er að fá hest og ætla að hugsa um hann í sumar. Unnar Þ. Guðmundsson, 9 ára: Ég er á leiðinni í sund, ég fer á hverjum degi. Ég er alveg flugsyndur. I sumar fer ég kannski í ferðalag meö pabbaog mömmu. Lars Jóhann Andrésson, 9 ára: Ég er að fara að veiða úti i Ræsi. I sum- ar fer ég í sumarbúðir og verð .í níu daga og verð svo bara heima. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Brófritari vill ekkert háifkák þegar biáar myndir eru annars vegar. Þessimynder úr Beriin Alexanderplatz. Um sjónvarpið: ÞVÍ EKKIAÐ SÝNA EINA HELBLÁA — heldur en að dunda við þetta einu sinni í viku Valur Heiðmarsson skrifar: Ég er ungur sjónvarpsunnandi og vil bera fram spumingar tii forráða- manna sjónvarpsins. Fyrst langar mig til að spyrja hvort það sé hægt að sýna beint frá ólympíu- leikunum seinna í mánuðinum og hvað helst sé hægt að sýna. Væri hægt að sýna beint frá keppni í spjótkasti? Þar er helsti möguleikinn um vinn- irrg. Vil ég við þetta tækifæri bera fram þakkir til Bjama Felixsonar fyrir góða þjónustu við íþróttamenn, hann er mjög góður íþróttafréttamaður. Svo, ef viö vendum nú kvæði okkar í kross, þá langar mig til að vita hvað hefur orðið um alla gömlu þættina. Fyrir svona tíu árum, þegar ég var svona 9—12 ára, var alveg fullt af góðum framhaldsþáttum fyrir börn en núna er það Húsið á sléttunni sem hefur gengið mest og eru þaö einna skástu þættimir sem krökkum hefur verið boðið. Hvar eru þættirnir Skippý, Lassý, Gustur, Að heiðargarði, Gæfa eða gjörvileiki, sem er að vísu enginn barnaþáttur en samt held ég að hann sé skárri en margar þessar video- myndir sem krakkarnir horfa á heima hjá sér. Það má lengi ítelja þætti sem ég horföi á þegar ég var yngri og það er öruggt að margir krakkar á þessum aldri, sem ég var á þá, hefðu gaman af og öðluðust reynslu af að horfa á þessa skemmtilegu framhaldsþætti þar sem dýrin spila stórt hlutverk. Ég óska eftir svari við þessum spumingum og ekki vera að tala um að sjónvarpið sé á hausnum, það má lengi spara með að endursýna þessa þætti sem allir eru búnir að gleyma. Svo mætti spara mikla peninga sem fara í þessa þuli hjá sjónvarpinu. Þær gera nú ekki mikið annað en að bjóða gott kvöld og brosa því að viö vitum alveg hvað er í sjónvarpinu, viö lesum bæði blöðin og horfum á dagskrána sem birtist á skjánum rétt fyrir fréttir og í lok dagskrárinnar. Væri ekki hægt að kaupa eina góða mynd fyrir það á viku? Svovilégkomameðtillögu afþvíað allir eru að væla yfir klámpoti í þættin- um Berlín Alexanderplatz. Því ekki að sýna svona eina alveg helbláa mynd í mánuði heldur en að dunda við þetta einu sinni í viku. Það væri bara hægt að vara þetta viðkvæma fólk við meö viku fyrirvara svo það hefði nógan tíma til að væla yfir myndinni. Þetta var nú meira í gríni en í alvöru því svo virðist sem fólk hafi gaman af að velta sér upp úr því sem getur hneyksiaö fólk í sjónvarpinu. Sumir hafa ekkert annað að gera heldur en að leita að myndum í sjón- varpinu sem sýna kannski bara eitt lít- ið konubrjóst, það kallar þessi fáheyrði hópur klám. Ég vona að þetta komist til skila til sjónvarpsins. Verðlagsmálin eini vandinn Launþegl skrifar: Það hefur löngum þótt úrlausnar- efni hér á landi þegar harðnar á dalnum hjá almenningi, og það ger- ist æði oft hér, að setja fram kröfur um svo og svo mikla launahækkun. Enn einu sinni er svo komið að þess þykir með þurfa. Ekki er hægt að al- hæfa að launþegar séu almennt fylgj- andi þeirri kröfugerð. Það eru hins vegar mjög fámennir hópar innan hvers launþegafélags, sem fara þar með völd, sem telja kröfugerð um launahækkun sígilda og hún er raun- ar einföld í framsetningu fyrir fá- fróða og sérhlifna forystumenn verkalýðsfélaganna. Það er þó staöreynd, sem ekki verður á móti mælt, aö það eru ekki lág laun sem eru vandamál hinna vinnandi manna. Það er vöruverðið almennt talað, verðlagning vöru og þjónustu, sem er að sliga almcnning Og hér eiga stjórnvöld stóran þátt. Fólk var að meirihluta til sam- mála ríkisstjórninni um að gera þyrfti víðtækar og viðamiklar breyt- ingar til að ná verðbólgunni niður. Allir áttu að vera jafnir fyrir þeirri skerðingu sem þurfti. Og næstum all- ir tóku þátt í þessu. Kaupmenn og margir af stærri þjónustuaðilunum, svo sem veitinga- hús, hótel og matvælaframleiðendur, hafa ekki tekið á sig þær byrðar til jafns viðaðra. Þetta er ekkert launungarmál, þaö sést best á vöruverði og gjaldi sem greitt er fyrir ýmiss konar þjónustu en einkum á verölagningu á matvæl- umogvarningitil heimilishalds. Fjármálaráðherra hefur og viður- kennt þetta opinberlega og harmað að þessir aðilar hafa ekki sýnt þegn- skap af sjálfsdáðum og misnotað ákvæðin um frjálsa álagningu, sem .nýverið voru staðfest. Um þetta er óþarft að nefna dæmi. Allir hafa þau fyrir augunum og launaumslagið er mælikvaröinn. En það er óneitanlega nöturlegt að hinar algengu vörutegundir til heimilis- halds skuli vera tvöfalt og upp í f jór- falt dýrari hér á landi en í flestum öðrum löndum. Bensínið er sígilt dæmi, ótrúlega stór póstur hjá venjulegri f jölskyldu. Hvaðeina annaö með þessu marki brennt: álegg á brauð 25—50 kr., eitt bréf með 5—6 þunnum sneiðum (eftir tegundum, sem eru þó allt venjuleg- ar tegundir — ekki lax eða nauta- kjöt) — smurt brauð á veitingahúsi, og svo algengt kaffibrauö eins og pönnukaka: 23.00 kr. með sykri en ef rjómi er notaður þá 45.00 kr. Er ekki t.d. mest af hráefninu án söluskatts? Meira en, eða um hálfur annar Bandaríkjadollar, svo miðað sé við þann gjaldmiöil sem allir grátkórar í atvinnulífinu miða viö þegar þeir banka upp á hjá ríkinu. I það heila tekið er verðlagning orðin svo yfirþyrmandi há og ósann- gjöm að engin minnsta von er til þess að lagfæring á launum verði til bóta fyrir hinn almenna launþega á vinnumarkaðinum. Nú er það á valdi ríkisstjómarinn- ar einnar að gera hér á bragarbót. Hún er fólgin i að fylgja því eftir að þeir aðilar sem hér um ræðir og hafa ekki tekið á sig sinn hluta af byrðun- um vegna ráðstafana gegn verð- bólgu geri það. — Þá þarf engin verkföll og engar viðræður um launamál. Ríkisstjórninni ber að ihuga sinn gang áöur en í öngþveiti er komið. Þessi ríkisstjórn er það vel mönnuð og hefur það mikinn þingstyrk að hún hlýtur aö geta náð heildartökum á vandanum. önnur ný veröur ekk- ert betur í stakk búin til þess. Og gegnisfellingu eru allir á móti. Fanny og Alexander verður i Regn boganum innan skamms. FANNYOG ALEXANDERí REGNBOGANUM FUÓTLEGA Jón Ragnarsson, eigandi Regnbogans, hringdi vegna lesendabréfs sem birtist fyrir stuttu. Þar var spurt hvort Berg- mankvikmyndin Fanny og Alexander væri á leiðinni í kvikmyndahúsin. Því er til að svara að Jón hefur tryggt sér sýningarréttinn á myndinni og hefjast sýningar fljótlega upp úr mánaða- mótunum í Regnboganum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.