Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1984, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1984, Blaðsíða 7
kM!í Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd DV. ÞRIÐJUDAGUR 24. JULI1984. Litla hafmeyjan: Handleggnum var skilað Frá Gunnlaugi A. Jónssyni, f réttaritara DV í Svíþjóð: Tveir piltar, 18 og 19 ára gamlir, hafa nú gefið sig fram viö lögregl- una í Kaupmannahöfn og játað að hafa sagað handlegginn af litlu haf- meyjunni við Löngulinu. Hafa þeir skilað handleggnum fullir iðrunar og veröur hann festur á hafmeyj- una að nýju. Drengirnir hafa ekki aðra skýringu á tiltæki sínu en þá að þeim hafi leiðst og segjast.ekki hafa gert sér í hugarlund að verknaðurinn ætti eftir að vekja jafnmikla athygli og raun varð á. Þeir voru báðir mjög ölvaðir. Af kosnlngaf undi f Tel Aviv. Ukud i sterkarí Pólland: Fyrstu fangarnir látnir lausir að tímar pólitískra afbrota væru liðnir og að fangamir myndu sjá aö sér. Pudysz sagöi að sakaruppgjöfin mundi ekki ná til Bogdan Liz, sem er einn leiðtoga Einingar, þar sem hann hefði gerst sekur um landráð og að sakaruppgjöfin næöi ekki til slíkra af- brota. Hann sagði að þaö sama gilti um aðstoðarmann Liz, Piotr Mierze- jewski. Pudysz tók þó fram að hugsan- legt væri að náða þessa menn ef þeir sýndu lögreglunni samstarfsvil ja. Nöfn þeirra fanga sem sakarupp- gjafarinnar njóta hafa ekki verið gefin upp. Skoðanakannanir í Frakklandi benda til að hinn nýi forsætisráð- herra, Laurent Fabius, njóti mun meira fylgis heldur en sjálfur forset- inn, Francois Mitterand, en helming- ur kjósenda virðist vera óánægður með frammistöðu forsetans. , Frakkland: Gaull- istar vilja kjósa Gaullistar í Frakklandi — sem eru í stjómarandstöðu — kröfðust þess um helgina að kosningar færu fram í land- inu. Jaques Chirac, leiötogi Gaull- ista, sagði á fundi með flokksmönnum sínum að Frakkar ættu við gífurlega efnahagsörðugleika að etja og að ríkis- stjórn sósíalista væri augljóslega ófær um að ráða fram úr vandanum. Chirac sagði ennfremur aö kjósend- ur hefðu sýnt þaö í kosningunum til Evrópuþingsins i síðasta mánuöi að þeir treystu ekki sósialistum lengur en þá fengu sósialistar 21 prósent greiddra atkvæða. Sósíalistar hafa meirihluta í franska þinginu og eiga kosningar aö fara fram næst árið 1986. Skoðanakannanir i Frakklandi benda til að hinn nýi forsætisráðherra, Laurent Fabius, njóti mikilla vinsælda meðal Frakka. I könnun sem birt var um helgina lýstu 54 prósent aöspuröra yfir stuðningi við Fabius, 20 prósent vom á móti honum og 36 prósent kváð- ust ekki hafa neina skoðun á forsætis- ráðherranum. Hins vegar vakti það athygli að aðeins 36 prósent aðspurðra kváðust styðja Francois Mitterrand, forseta Frakklands, 50 prósent vom óánægð með forsetann og 14 prósent vomóákveðin. stöðu eftir kosn- ingamar í ísrael Enginn virðist geta talist sigurveg- ari kosninganna í Israel ef marka má tölvuspár sem unnar vom þegar helmingur atkvæða hafði verið tal- inn. Þá var staðan sú að tveir stærstu flokkamir, Likud bandalagið og Verkamannaflokkurinn, töpuöu þingsætum. Verkamannaflokknum var spáð 46 þingsætum en hafði 49 fyrir. Likud var spáð 42 þingsætum en haföi 46 þingsæti. 120 þingmenn sitja á ísraelska þinginu og því aug- ljóst að hvorugur flokkanna mun ná meirihluta. Fréttaskýrendum bar saman um það í gær að Yitzhak Shamir, for- sætisráðherra og leiðtogi Likud bandalagsins, heföi meiri möguleika á að mynda meirihlutastjórn heldur en Shimon Peres, formaður Verka- mannaflokksins. Shamir var ánægöur í gærkvöldi þegar helmingur atkvæða haf öi veriö talinn og talaöi hann um söguleg úr- slit og stórkostlegan sigur fyrir Likud. Shamir ítrekaði óskir sínar um að Verkamannaflokkurinn gengi til samstarfs við Likud og að mynduð yröi þjóöstjóm. Peres vildi ekki tjá sig um þetta boð í gær. Hann kvaðst vilja biöa endanlegra úrslita og aö þvi búnu sagðist hann kanna mögu- leika sína á myndun stjórnar. Fréttaskýrendur telja aö Shamir þurfi að leita á náöir sjö litilla flokka til að geta myndaö starfhæfa meiri- hlutastjórn. Flestir þessara litlu flokka eru mjög þjóðernissinnaðir og trúarlegs eðlis. Fjórir þessara flokka áttu aöild aö fráfarandi ríkisstjórn sem missti meirihluta sinn í mars þegar ágreiningur kom upp á milli stjómarflokkanna. Nokkurrar svartsýni gætti í gær meðal fréttaskýrenda um að hægt væri aö mynda ríkisstjóm sem ráöist gæti gegn hinni miklu verðbólgu sem herjar á Israel — verðbólgan er nú um 400 prósent. Telja margir nauö- synlegt aö þjóðstjórn veröi mynduð ef koma á efnahagsmálunum i viðun- andi horf. 82 pólskir fangar voru látnir lausir í gær og er þaö upphafið á sakaruppgjöf stjómarinnar sem ná mun til 35.000 fanga. Þar af eru 652 fangar sem sitja i fangelsi vegna stjómmálaskoöana sinna. Talsmaöur dómsmálaráðuneytis- ins sagði í gær að föngunum yrði öllum sleppt á næstu dögum. Flestir fang- anna eru venjulegir afbrotamenn. Sakaruppgjöfin er til komin vegna 40 ára afmælis stjórnar kommúnista í Póllandi. Zbigniew Pudysz, saksóknari Pól- lands, sagöi í gær að hann vonaðist til verkfallinu breska Engin lausn er í sjónmáli í verkfalli breskra kolanámumanna. Hafa námu- menn nú verið í verkfalli í tæpar 20 vikur. Ríkisstjóm Margaretar Thatchers, forsætisráöherra Bretlands, vann mik- inn sigur í vinnudeilunni í síðustu viku þegar hafnarverkamenn hófu vinnu aö nýju, en þeir höföu verið í einnar viku Pia vann Kortsnoj Frá Gunnlaugi A. Jónssyni, fréttarit- ara DV í Svíþjóð: Pia Cranding, sænska skákstúlkan góökunna, vann sinn stærsta sigur viö skákborðið til þessa er hún lagði sjálf- an Viktor Kortsnoj að velli í fyrstu um- ferð á alþjóðaskákmóti í Bienne í Sviss á sunnudagskvöld. Pia er aðeins 21 árs gömul og eini kvenmaðurinn sem þátt tekur í mót- inu. Keppendur eru tíu og meðal þeirra eru margir af sterkustu skákmönnum heims, svo sem Hubner frá Vestur- Þýskalandi og Hort frá Tékkóslóvakíu. verkfalli í samúðarskyni með kola- námumönnum. Talsmaður ríkisstjómarinnar sagði í gær að ekkert lægi á að semja við námumenn þar sem nægar kolabirgöir væm til í landinu og myndu þær endast fram á næsta ár án þess að til orku- spamaöar þy rfti að koma. 120.000 kolanámumenn eru nú í verk- falli og er það um tveir þriðju hlutar þeirra sem við breskar námur starfa. Verkfallsmenn segja að þeir muni ekki hætta i verkfallinu fyrr en breska stjómin hefur gefið upp á bátinn þær hugmyndir sínar aö loka óarðbærum námum en viö þaö munu 20.000 manns missa atvinnuna. Sovétríkin: MINNIOLIUFRAMLEIÐSLA Framleiðsla á olíu í Sovétríkjunum minnkaði á fyrri hluta þessa árs miðað við árið 1983 að því er sést á opinberum tölum frá Sovétríkjunum. Sovétmenn framleiddu 307 milljónir tonna af olíu fyrstu sex mánuði ársins og er það svipað því sem var fýrri hluta árs 1983. Izvestia, málgagn sovésku stjórnar- innar, greindi frá þvi um helgina að olíuframleiðslan hefði dregist saman umO.lprósent. Samkvæmt núgildandi fimm ára áætlun er gert ráð fyrir að olíufram- leiöslan muni aukast um 630 milljónir tonna á ári eftir 1985. Hins vegar hafa Sovétmenn átt í miklum erfiöleikum með að vinna oliu á ýmsum afskekkt- um svæðum í Síberíu. Samkvæmt opinberum heimildum hefur framleiðsla á kolum einnig minnkaö lítillega i Sovétrikjunum. A fyrri hluta þessa árs framleiddu Sovét- menn 361 milljón tonna af kolum en á sama tímabili í fyrra var framleiðslan 363 milljónirtonna. Engin lausn á kola

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.