Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1984, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1984, Side 17
DV. ÞRIÐJUDAGUR 24. JULl 1984. 17 »ttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir Pétur Pétursson kemst ekki til Feyenoord: FÆR EKKIATVINNU- LEYFI í HOLLANDI Frá Kristjáni Bernburg, fréttamanni DVíBelgíu. Snuðra er hlaupin á þráðinn hjá Pétri Pétursyni og litlar líkur á því að hann verði lánsmaöur frá Antwerpen hjá hollenska liðinu Feyenoord í Rotterdam næsta leik- tímabil. Hollensku blöðin skýrðu frá því í morgun að mikUr erfiðleikar vteru hjá Pétri að ná félagaskiptun- um þar sem hann fær ekki atvinnu- leyfi í HoUandi. Fyrir tveimur árum voru sam- I þykkt í HoUandi ný lög — miklu I strangari en þau sem fyrir voru — I um atvinnuleyfi í HoUandi. Fólk frá I löndum utan Efnahagsbandaiags I Evrépu fær nú ekki atvinnuleyfi þar í landi, enginn möguleiki á því, að I sögn hoUensku blaðanna. Þar sem Pétur er íslenskur ríkisborgari fær | hann ekki atvlnnuleyfi, þó svo hann Ikomi frá belgisku félagi, Antwerpen, eftir þriggja ára veru í Belgíu hjá PéturPétursson. Anderlecht og Antwerpen. Tvö árin þar á undan lék hann með Feyenoord, sem var fyrsta félagið sem hann lék með sem atvinnu- maður. Fyrir fimm árum voru engir erfiðleikar á að fá atvinnuleyfi í Hol- landi en fyrir tveimur árum var aUt bert, eins og áður segir. Að sögn hollensku blaðanna er Feyenoord nú í sambandi við franska landsUðsmanninn Dieter Six, einn af Evrópumeisturum Frakka, sem var hjá Mulhouse og ætlar að reyna að f á hann tU sín í stað Péturs. Mér tókst ekki í morgun að ná í forráðamenn Feyenoord eða Pétur Pétursson tU þess að fá staðfestingu þeirra á frásögnum hoUensku blaðanna. Það þarf þó ekki að efa að hoUensku blöðin fara með rétt mál og líkurnar á því að Pétur leiki með Feyenoord næsta keppnistímabU eru nánast engar. KB/hsím. Sævar Jónsson, landsliðsmaður og fyrrum leikmaður Vals, á leikveUi Cercle Brugge þar sem hann hefur leikið undanf arin ár. Vill heldur halda Sævari — Íriíreynslu HjáCerde Brugge Frá Kristjáni Bernburg, frétta- manni DV í Belgíu. Belgíska félagið Cercle Brugge hefur að undanförnu staðið í samningaviðræðum viö Sævar Jónsson um áframhaldandi veru hans hjá félaginu en þær umræður virðast nú vera að sigla í strand. Belgíska félagiö hefur fengið tU sín Norður-Ira, Tony Frazer, til reynslu. Hann er 24 ára og hefur leikiö með unglingalandsUði Norður-Irlands. Hinn nýi þjálfari CS Brugge, Leikens, viU þó heldur halda Sævari og hefur óskað eftir fundi með stjórn félagsins vegna þessa máls. Sá fundur verður næstudaga. Samnmgur Sævars við CS Brugge rann út í vor og hann hefur farið fram á meira kaup en félagið hefur viljað borga honum og þar stendur hnífurinn í kúnni. KB/hsim. Guðmundur Steinsson, Fram, sést hér sækja að Lofti Ólafssyni í gærkvöldi. DV-mynd: BrynjarGautiSveinsson. „Framarar heppnir” — sagði Magnús Jónatansson „Ég er ánægður með leik minna manna. Við vorum mun betri aðilinn í ieiknum og Framarar voru mjög heppnir að ná stigi,” sagði Magnús Jónatansson, þjálfari BreiðabUks, eft- ir leikinn gegn Fram. „Liðið er á uppleið. Á því er ekki nokkur vafi. Mér fannst Framarar komast upp með of mikla hörku. Þeir brutu oft mjög gróflega af sér en ekki við,” sagði Magnús. _SK- „Máttum þakka fyrir að ná öðru stiginu” — sagði Jóhannes Atlason, þjálfari Fram, eftir jafntefli Fram og Breiðabliks,0:0. Guðmundur Baldursson fékk rauða spjaldið „Þetta er það slakasta sem við höf- um sýnt i sumar. Við máttum þakka fyrir þetta stig sem við fengum í kvöld,” sagði Jóhannes Atlason, þjálf- ari Fram, eftir að hans menn höfðu gert markalaust jafntefll gegn | Breiðabliki á LaugardalsveDi í gær- kvöldi. Leikið var við erfiðar aðstæður, vöUurinn háU sem áU og þungur yfir- ferðar. Trausti Haraldsson lék ekki með Fram vegna meiðsla. Strax á 2. mínútu leiksins skaU hurð nærri hælum hjá Fram þegar Vignir Baldursson fékk ákjósanlegt mark- tækifæri í vítateig Framara en besti maður Fram í leUcnum, Guðmundur Baldursson markvörður, náði að verja. TU leikhlés sóttu BUkar mun meira og engu líkara en Framarar hefðu ekki nokkurn áhuga á þvi að vinna leikinn. Lítið sem ekkert var hugsaö um að sækja að marki andstæö- ingsins, nær eingöngu að fá ekki á sig mark. BreiðabUksUðið fékk nokkur góð færi í fyrri hálfleik sem þeún tókst ekki að nýta. Það munaði ekki miklu að Framarar skoruöu á fyrstu mínútu síöari hálf- leiks, í eigið mark. Fyrirgjöf eins BUk- ans skaust í hné Þorsteins Þorstems- sonar og sleikti stöng Frammarksms. Guðmundur Torfason komst í dauða- færi á 12. mínútu en Friðrik varði vel og nú tóku Framarar aðeins að hress- ast. Leikur Uösins gat reyndar ekki versnað mikið. Guömundur Steinsson lét Friðrik verja frá sér í dauðafæri og aftur komst Guðmundur í færi stuttu siðar en bjargaö var í hom. BUkar sóttu inn á milli og Benedikt Guð- mundsson skaut yfir úr miðjum víta- teig Fram, frekar hátt yfir. Og Sigur- jón Kristjánsson átti tvö góð færi. I því fyrra skaut hann í einn varnarmann Fram og góðan skaUa hans varði Guð- mundur Baldursson í Fram-markinu af tandurhreinni snilld. Framarar sóttu mikið siöustu minútur og nokkur harka haföi hlaupiö i leikinn. Mikið um' gul spjöld og ljót brot. Framarar skor- uðu mark þegar nokkrar minútur voru til leiksloka en það var dæmt af vegna rangstöðu. Kristinn Jónsson skoraði markið með skoti frá markteigshomi. BUkarnir léku oft laglega í þessum leik en þess á mUli datt leikur Uðsins niður á lágt plan. Einum þehra var vikið af leikveUi í lok leiksms. Guð- mundur Baldursson fékk þá gula spjaldiö í annað srnn í leiknum og það rauða hófst því á loft af eðUlegum ástæðum. Þorsteinn HUmarsson var emna bestur hjá BUkunum en Guö- mundur Baldursson var langbestur Framara og bjargaði iiöinu frá tapi að þessu sinni. Liðm voru þannig skipuð: Fram. Guðmundur, Þorsteinn V., Þorsteinn Þ., Hafþór, Sverrir, Kristinn, Viðar, Rafn Rafnsson (Bragi Bjömsson), Omar, Guðmundur T. (örn Valdimars- son), Guðmundur Stemsson. BreiðabUk. Friðrik, Benedikt, Omar, Loftur (meiddist í s.h. og inn kom Magnús Magnússon), Olafur, Vignir, Þorsteinn H., Jóhann, Jón E., Guð- mundur B, Sigurjón. Leikinn dæmdi Ragnar öm Pétursson og dæmdi hann mjög vel ef frá eru skilin nokkur atvik varðandi spjöldin. Nokkuð misræmi í mati brota, einn leikmaður bókaður fyrir það sem annar komst upp með. Viðar Þorkelsson og Guömundur Steinsson, Fram, fengu gul spjöld, Benedikt Guðmundsson, UBK, fékk gult og Guðmundur Baldursson, UBK, rautt. Áhorfendur voru 611. Maöur leiksins: Guðmundur Baldursson, Fram. -SK. ITT Ideal Color 3304, -fjárfesting í gæöum á stórlækkuðu veröi. 23.450. VERÐ A 20" ITT LiTASJÓNVARPI ST.GR Sambærileg tæki fast ekki odyrari ITT er fjárfesting í gæöum. mmwm TTT Vegna sérSamninga við ITT verksmiðjurnar í Vestur Þýskalandi, hefur okkur tekist að fá takmarkað magn af 20" litasjónvörpum á stóríækkuðu verði. íttir íþróttir íþróttir SKIPHOLTI 7 SIMAR 20080 & 26800 I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.