Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1984, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1984, Qupperneq 15
DV. ÞRIÐJUDAGUR 24. JULl 1984. 15 DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL fólki sem kemur til min í stjörnuspeki- tima aö fara í nákvæmlega þetta starf eöa hitt, ég negli ekki fólk niður, heldur reyni ég aö gefa almennar ráðlegging- ar eftir því hvaö stjörnukortiö segir til um persónuleika þess, hæfileika og þarfir. Eg segi ekki viö ungling aö hann eigi endilega að fara í verslunar- skólann eða vinna í verslun. Svo ná- kvæmt er þetta ekki, enda væri þaö hættulegt aö gera slikt. Bogmanni gæti ég t.d. ráðlagt eitthvað í sambandi viö ferðamál vegna þarfar hans fyrir hreyfingu og fjölbreytileika. Eg gef þannig hugmynd en ekki skipanir. Eg tek ekki fram fyrir hendurnar á fólki, tek ekki ákvarðanir fyrir þaö. Stjörnuspekin reynir ekki aö gefa endanleg svör við spumingum manna heldur viömiöanir sem hver og einn getur unniö sjálfur út frá. Viljum kynna stjörnuspeki Ég lít á starfsemi okkar í Stjömu- spekimiöstööinni fyrst og fremst sem kynningarstarf. Stjörnuspeki hefur fram að þessu verið fremur lítiö þekkt hér á landi enda þótt hún hafi verið í töluvert mikilli sókn undanfarið. Erlendis er stjömuspeki mjög vinsæl. Hún á miklu fylgi að fagna í Banda- ríkjunum, Bretlandi og á meginlandi Evrópu. Eg held aö aukinn áhugi á henni sé hluti af þeirri vakningu sem veriö hefur á Vesturlöndum undan- fariö, vakningu einstaklingsins til meövitundar um þaö aö hann getur unniö með sjálfan sig og þroska sinn, ekki einungis meö bættu mataræöi, aukinni útivem og líkamsrækt, heldur einnig með sjálfsskoðun og sálrænni uppbyggingu. Þaö hafa margir orðið til þess aö ráöast á stjörnuspekina og reynt að afsanna hana. Frönsk hjón, sem eru hvort tveggja sál- og töl- fræðingar, hófu fyrir tuttugu árum rannsóknir á stjörnuspeki meö þann yfirlýsta tilgang aö „fletta ofan af henni”. Þau tóku úrtak þúsunda íþrótta- og stjórnmálamanna og settu upplýsingar um þá í tölvu. Niðurstöður þeirra voru þær aö innan þessara hópa vom ríkjandi ákveöin stjörnumerki í samræmi viö það sem stjörnuspekin segir. Þau útvíkkuðu rannsóknina til fleiri landa og fengu þær niðurstöður að fylgni var á milli ákveðinna starfa og stöðu plánetanna. Þessar niður- stöður hafa verið birtar og enginn hefur getað hrakið þær, þrátt fyrir tilraunir í þá átt. Stjörnuspekin hefur komiö sterkari út úr þessu og ég held aö meðal annars út af þessu hafi hún náð ákveöinni opinberri viöur- kenningu.” „Sestu upp í og keyrðu" — Samkvæmt stjömuspekinni hefur ákveðin afstaða milli plánetanna áhrif á líf manna. Hvaö veldur? Hvemig má þettavera? „Þetta er stór spuming!” segir Gunnlaugur og dæsir. „Ég hef vita- skuld velt þessu mikiö fyrir mér og viö þessu eru til svör. Hins vegar held ég að svörin yröu í senn svo heimspekileg, sérfræðileg og erfiö að setja fram í viðtali sem þessu. Þetta er langt mál og ég eiginiega nenni ekki að svara á þessum vettvangi. Ég veit aö þetta hefur áhrif og svona dags daglega nægir þaö mér. Mér er farið eins og bif- vélavirkja sem væri spuröur að því af hverju bíllinn hreyföist úr sporunum þegar hann væri settur í gang og stigiö á bensínið. Þaö er langt mál að útskýra það og ég held að hann myndi segja: ,,Sestu upp í og keyröu.” Og þaö sama segi ég. Ég hef gert stjömukort fyrir fólk í 8 ár, og ég held satt aö segja aö fólk kæmi ekki aftur og aftur ef þaö væri tóm vitleysa sem ég væri aö segja.” — Finnst þér fólk vera ánægt sem hefur sótt Stjörnuspekimiðstöðina heim? „Já. Mér finnst þaö vera ánægt. Sumir koma hingað og fá bara tölvuút- skriftina og þeir skilja margir hverjir ekki mikið í því, enda þarf hún út- skýringar og túlkunar viö. Þeir sem mæta líka í einkatima fara héöan hins vegar langflestir ánægöir. Ég er sjálfur mjög kröfuharður hvaö sjálfan mig varðar og auövitaö finnst mér ég alltaf geta gert betur. En þetta hefur gengið vel frá því við byrjuðum í byrjun síöasta mánaöar, þannig að mér sýnist fólk vera ánægt.” „Sumt á býsna vel við mig” — segirein stjömukortlögð Hvernig er aö fara i stjörnuspeki- tíma? Dægradvöl er of prúö og stillt til aö láta birta á prenti þann lærdóm sem stjörnuspekingar hafa um hana aö segja en hins vegar var Sigrún Björg Bragadóttir, aöstoöarsafnvörður DV, tekin meö valdi nýveriö og flutt hlekkj- uð aö Stjörnuspekimiöstööinni. Var Gunnlaugur Guömundsson svo vin- samlegur aö gera stjörnukort fyrir og túlka þaö eins og lög gera ráö fyrir. Hér á síöunni birtast glefsur úr stjömukorti Sigrúnar, lesendum til fróðleiks, en við spuröum ungfrúna hvort þaö sem þar er sagt ætti vel við hana. „Sumt af því á vel við, til dæmis aö ég hafi áhuga á tónlist og dansi. Og eins aö ég sé greiðvikin og ósérhlífin viö þá sem ég kann vel við en óvægin og gagnrýnin á þá sem ég fíla ekki eins vel. Nú, þaö sem hann segir um dag- lega hegöun stendur vel heima. Þaö á vel viö. Ertu fjölhæf, hress og lifandi? Auö- vitaö! Hafaekkiallirtekiöeftir því? — Erþettagagnlegt? Eg hugsa þaö. Þetta getur örugglega hjálpaö mörgum sem þekkja ekki vel sjálfan sig eða eru óöruggir meö sig. Eg hafði sjálf gagn af þessu og þetta vekur mann til umhugsunar um hvaö maður er aö gera, hvaöa stefnu maöur áaötaka. Nei, ég hafði aldrei pælt í stjörnu- speki áður en mér fannst þetta sniðugt. Gunnlaugur útskýröi kortiö vel, mér fannst ég græða verulega á því aö fara í tímann. Hann kemur á óvart, greini- lega pælt mikið í þessu. Hann sagöi mér hluti um sjálfa mig sem hann las út úr þessu og maður ætti eiginlega bara að vita sjálfur,” sagði Sigrún aö lokum. ás Af stjörnukorti Sigrúnar meyju Dægradvöl fékk ungfrú Sigrúnu Björg Bragadóttur, starfsmann DV, til aö fara í stjömuspekitíma. Hér á eftir fylgja glefsur úr tölvuút- skrift af fæðingarkorti en það skal tek- ið fram að hér er einungis um aö ræða tind ísjakans: Gunnlaugur stjörnu- spekingur fer rækilega í efni kortanna að öllu jöfnu meö hver jum og einum. Sigrún Björg Bragadóttir, GMT 5.50 Dagsetning: 14.9.1960. Breidd: 64,8N. Lengd: 21.56 V. Um grunntóninn (sjálfið og lífsork- una) segir meöal annars í stjömukorti hennar: „Þú hefur greinandi hæfileika og átt auðvelt meö aö sjá einstök smáatriði, ert nákvæm og vilt hafa hlutina í röö og reglu. Þú reynir aö beita meðvitaðri sjálfsstjórn og flokkar og sundurgrein- ir umhverfið til þess aö ákveöa hvemig þú eigir að bregðast við. Þetta má oft rekja til óöryggis og getur komið í veg fyrir frjálslega og afslappaöa hegðun. Þú ert eirðarlaus og þarft sífellt að hafa eitthvað fyrir stafni, ert iöin og vinnusöm. Dugnaði þínum og sam- viskusemi er viðbrugðið. Þú ert vand- virk og hefur þörf fyrir aö fullkomna verk þín en þarft aö varast að dvelja of lengi við smáatriöi. Þú ert greiðvikin og ósérhlífin viö þá sem þér finnast þess veröugir en getur verið gagnrýnin og óvægin við þá sem þér mislíkar við. Þú ert hógvær og lítillát og getur þurft aö varast óhóflega sjálfsgagn- rýni og að gera of lítið úr eigin verð- leikum. Styrkur þinn liggur m.a. í skarpri rökhugsun sem þú getur nýtt þér í menntun og viö rannsóknarstörf margs konar, í handlægni sem þú get- ur nýtt þér í iðnaðarmennsku og í verslunar- og viðskiptahæfileikum.” Héraðsskólinn að Núpi Skólaárið 1984 til 1985 bjóðum við upp á vornám eða hægferð í fjórum námsgreinum: íslensku, ensku, dönsku og stærðfræði. Hafið samband í síma 94-8236 eða 8235. SKÖLASTJÓRI. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 44., 45. og 48. tbl. Lögbirtlngablaðs 1984 á húseign- innl Reykjaheiðarvegi 3, Húsavík, með tilheyrandi lóðarréttindum, þingl. eign Þóris Garðarssonar, fer fram eftir kröfu innheimtumanns rikissjóðs á eigninni sjálfri miðvikudaginn 25. júlí 1984 kl. 14.00. Sýslumaður Þingeyjarsýslu, bæjarfógeti Húsavikur. segirm.a.: „Þú hefur djúpar og sterkar en mis- lyndar tilfinningar. Þú þarft dagfars- legt öryggi og stöðugleika, gott heimili og sterk fjölskyldubönd. Þú ert tilfinn- ingalega hlédræg og mjög næm á skap og líðan annarra. Þú ert umhyggju- söm, skilningsrík og heldur ósjálfrátt verndarhendi yfir öörum. Þú þarft aö varast að ofvernda ástvini þína og var- ast að halda í það sem þjónar engum tilgangi lengur, að vera ekki of íhalds- söm. Um hugsunina segir m.a.: „Þú ert jákvæð, rökvís og diplómat- ísk í hugsun og máltjáningu, reynir aö komast aö yfirveguöum niöurstööum og samræma ólík sjónarmið. Þú hefur sterka réttlætiskennd og heiðarleiki í tjáskiptum er þér mikilvægur. Þú vilt taka tUlit tU skoðana annarra og leitar fagurfræöUegs jafnvægis í hugsun þinni og getur það leitt tU óákveðni og tilhneigingar til aö forðast óþægUegar viðræður þó þeirra sé nauðsyn. Þú ætt- ir að þroska hæfUeikann tU hugmynda- legrar samvinnu og leita þekkingar á þeim sviðum sem fjaUa um manninn og mannleg samskipti. Um starfsorkuna segir m.a.: „Starfsorka þín er hugmynda- og fé- lagsleg. Þú ert fjölhæf, hress og Ufandi í orkubeitingu þinni, getur unnið aö mörgu á sama tíma en hefur mesta hæfUeika á sviðum sem tengjast hugs- uninni, tjáskiptum og upplýsingamiðl- un. Þú ert eirðarlaus, þarft starfs- frelsi, ert hugmyndarík, og vUt fram- kvæma hugmyndir þínar en þarft að temja þér meiri staöfestu og aö ljúka því sem þú tekur þér fy rir hendur.” FORUMIFRI FEWUMSl MEÐ FEWAMIÐSJÖBINNI /0.656. 0.005. //.502. LONDON Flug, flug og bíll, flug og gisting á góðum Hótelum í London eða sumarhúsum í Bretlandi, flug og bátur. Vikuferð vcrð frá kr. 10.656. FRANKFURT Flug og bíll / flug og gisting - hótel cöa sumarhús 1,2, 3, 4 vikur. Verð frá kr. 9.805. PARÍS Flug og bíll / flug og gisting. Vikuferð frá kr. 9.118. FLUG'BÍLL* SUMARHÚS Oberallgau í Suður-Þýskalandi 1,2, 3, 4 vikur. Brottför alla laugardaga. Verð frá kr. 11.592. LUXEMBORG I Flug og bíll / flug og gisting, alla föstudaga. Vikuferð verð frá kr. 10.100. KAUPM.HÖFN 1 Flug - gisting - bíll. Brottför alla föstudaga. Verð frá kr. 11.600. ST0KKHÓLM Flug og bíll / flug og gisting. Vikuferðir. Verð frá kr. 13.097. OSLÓ Flug og bíll / flug og gisting. Vikuferðir. Verð frá kr. 10.676. BENID0RM í leiguflugi eða með viðkomu í London. 1. ágúst - 3. ágúst - 22. ágúst-24. ágúst- 12. september- 14. september og 3. október 3 vikur. íbúða eða hótelgisting. ELDRI BORGARAR Ath. 3. októbcr - eldri borgarar, við bjóðum ykkur fyrsta flokks gistingu á Hótel Rosamar. Leiðsögumaður og hjúkrunarkona á staðnum. Fáðu upplýsingar og lciðbciningar hjá okkur um ferðamátann sem hentar jrcr. /0./00. //.600. /3.007. /0.676. FERÐA IIMIÐSTODIN AÐALSTRÆTI 9 S. 28133 RJAHNI PAtU'R AUU THhNlSTl>A

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.