Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1984, Blaðsíða 32
FRÉTTASKOTIÐ
6878*58
SÍMINN
SEM
ALDREI
SEFUR
Hafir þú ábendingu
eða vitneskju um
frétt — hringdu þá í
síma 68-78-58. Fyrir
hvert fréttaskot,
sem birtist eða er
notað í DV, greið-
ast 1.000 krónur og
3.000 krónur fyrir
besta fréttaskotið í
hverri viku.
Fullrar nafnleyndar
Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022.
er gætt. Við tökum
við fréttaskotum
allan sólarhringinn.
Álagningarseðlarnir
farnir að berast:
Helmingurínn
afsköttunum
eftir?
Eftirstöðvar skattgreiöslna munu
vera svipaðar og fyrirframgreiðslan á
árinu í mörgum tilfellum, samkvæmt
upplýsingum DV. Samkvæmt því mun
fólk almennt búið að greiða um
helming skatta sinna á þessu ári.
Eins og kunnugt er veröur skatt-
skráin fyrir árið 1983 lögð fram á
morgun, miðvikudag. Skattseölar voru
sendir út til skattgreiöenda í gær og
munu vera að berast fólki þessa daga.
-KÞ
Þokan sunnanlands:
Öllu flugi
snúið til
Akureyrar
— farþegarnir sváfu
íflugvélunum
I gær og í nótt varð mikil röskun á
innanlands- og millilandaflugi Flug-
leiða vegna hinnar miklu þoku sem
verið hefur sunnanlands. Var alls fjór-
um vélum félagsins snúið frá Reykja-
vík og Keflavík vegna slæmra lending-
arskilyrða, þar af tveimur Boeing-þot-
um, og lentu þær allar á Akurey ri.
Vandræðin byrjuðu um 11. leytiðí
gærkvöldi þegar Boeing 727 véi félags-
ins sem var að koma frá Nassarsuaq á
Grænlandi þurfti að lenda á Akureyri.
Fokker-vél félagsins þurfti að fara
sömu leið skömmu síöar en hún var
einnig að koma frá Grænlandi, haföi
flogiö til Kulusuk. Klukkan tvö í nótt
bættist svo enn í flugflotann á Akureyr-
arflugvelli er Boeing þota Flugleiða
sem kom frá Kaupmannahöfn lenti
þar. Ofan á allt þetta bættist svo að
önnur Fokkervél varð innlyksa á Akur-
eyri vegna þokunnar þykku.
Alls munu um 140—150 farþegar hafa
verið á Akureyri og reyndist ógerlegt
aö finna svefnpláss fyrir þá svo flestir
þurftu að sætta sig við að hafast við í
flugvélunumyfirnóttina. Sig.A.
LUKKUDAGAR
24. júlí
4174
TÆKI AÐ EIGIN VALI
FRÁ FÁLKANUM AÐ
VERÐMÆTI KR. 6.000,
Vinningshafar hringi í síma 20068
LOKI
Er þá líka komin kántrý-
deild í Afþýðubanda/ag-
ið?
Deilt um hesta á Auðkúluheiði:
Frjálst, óháð dagblað
ÞRIÐJUDAGUR 24. JULI 1984
OÐS MANNS ÆÐI
AD SMALA HEIDINA
segir Sigurður Ingvi Björnsson, bóndi á Guðlaugsstöðum
„Okkur hefur aldrei verið tilkynnt
að bannað væri að reka hrossin á
heiðina enda er þetta okkar einka-
land og dálítil frekja að ætla að
banna okkur afnot af því,” sagöi
Sigurður Ingvi Björnsson, bóndi á
Guðlaugsstöðum í Svínavatns-
hreppi, en hann hefur rekið um 20
hross á Auökúluheiði ásamt 5 eða 6
nágrönnum sínum þrátt fyrir bann
yfirvalda sem telja heiðina ekki þola
slíka beit. „Það hefur ekki verið tek-
in nein skýrsla af mér og þótt yfir-
valdið kæmi myndi ég ekki segja
margt. Þeir gætu eins spurt mig
hvenær sólarhringsins ég næði í
beljumar mínar,” sagði Guðlaugur.
Hann sagði þaö óös manns æði að
fara að smala heiðina núna, bæði
væru lögreglumennimir á Blönduósi
litlir hestamenn að einum frátöldum
og svo myndu þeir villa undan fénu
með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.
„Þeir ættu frekar að nota tímann til
að girða þessa einkaeign okkar,”
sagði Guðlaugsstaðabóndinn.
Yfirvaldiö á Blönduósi, Jón Isberg
sýslumaður, sagöi engan skjálfta í
Húnvetningum vegna máls þessa.
„Eg hef aðeins tekið skýrslur af odd-
vitum og tala síðar við þá bændur
sem þegar hafa rekið á heiöina. En
mér sýnist á öllu að þetta sé bara
æsingur í blöðunum fyrir sunnan,”
sagði sýslumaður. „Er eitthvað lítið
ífréttum?” -EER
í
■'
ii
■ ■
Páll Pétursson, þingflokksformaður framsóknarmanna, í gúmmiskóm og lopapeysu: — Gott að hafa bjartsýnismenn í sýslunni.
Páll Pétursson þingflokksformaður í heyskapnum:
DV-mynd Kristján Ari
„Bráðnauðsynlegt að
vera í jarðsambandi”
„Jú, þakka ykkur fyrir, heyskapur-
inn gengur vel í'dag þó heldur hafi
verið votviðrasamt aö undanförnu,”
sagði Páll Pétursson, formaöur þing-
flokks framsóknarmanna, þar sem
hann þeysti um á traktor sínum á tún-
inu við Höllustaði í Blöndudal um
helgina. „Þetta er góð hvíld frá pólitík-
inni og reyndar bráðnauðsynlegt að
vera í jarðsambandi því annars getur
illa farið. Mér finnst þaö hafa staðið
störfum Alþingis nokkuð fyrir þrifúm
hversu fáir fulltrúar úr sjávarútvegi
hafa átt þar sæti en það er nú allt að
lagast. Aftur á móti hefur land-
búnaðurinn verið vel settur hvað þetta
varðar.”
Páll var í gúmmískóm og lopapeysu
er DV ræddi við hann og var því ekki
mjög líkur öðrum Húnvetningum sem
þessa helgina voru flestir í kúrekaföt-
um vegna kántríhátíðar Hallbjörns
Hjartarsonar í næsta nágrenni. „Það
er gott að hafa svona menn í sýslunni,
þetta eru bjartsýnismenn og ég er viss
um að Hallbjöm á eftir aö auka ferða-
mannastrauminn til Skagastrandar
svo um munar,” sagöi þingflokksfor-
maðurinn sem var þó ekki viss um að
kántríhetjan væri meðal kjósenda
sinna. „Eg held að Hallbjörn kjósi
Alþýðubandalagið.” -EIR.