Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1984, Blaðsíða 13
DV. ÞRIÐJUDAGUR 24. JULl 1984.
Hannes Halldórsson hjá nuddpottínum.
Gerum sömu kröfur úti á landi
Líkamsræktin Lonið hf. á Suðureyri:
— segir Hannes Halldórsson, eigandi Lónsins
„Það er líkamsræktin Lónið, ekki
Lóðið,” sagði Hannes Halldórsson, eig-
andi einu líkamsræktarstöövarinnar á
Suðureyri, er við kynntum okkur starf-
semina nú fyrir skömmu.
Húsakostur líkamsræktarinnar
lætur ekki mikiö yfir sér. Þetta er
gamalt, virðulegt hús, sem tæplega
getur talist stórt, í hjarta bæjarins.
Þama fer samt fram hin fjölbreytileg-
asta starfsemi. Það er ekki einungis
talsvert úrval líkamsræktaráhalda og
lóð af öllum gerðum á efri hæðinni. Þar
er einnig sérsmíðaður nuddpottur,
gufubað, sólbekkur og leirböð auk
skyndibitastaðar og kaffistofu. I
Lóninu fara einnig fram margs konar
námskeið á vegum Hannesar; snyrti-
námskeið, nudd, hárgreiðsla og fót-
snyrting, auk megrunarnámskeiðs.
„Þær eru svo duglegar konurnar
hérna á Suðureyri á megrunar-
námskeiðinu að þær hafa náð af sér
fleiri kílóum en sem samsvarar þyngd
allra lóðanna uppi á iofti,” sagði
Hannes.
— Hvers vegna réðstu í þetta
fyrirtæki?
„Viö verðum að lifa héma úti á
landi. Hér er aðeins fyrsta flokks fólk
og viö gerum sömu kröfur eins og allir
aörir. Viö viljum bara vera eins og
fóIkiðíReykjavík.”
— Oghvemigeraðsóknin?
„Hún er mun meiri en við bjuggumst
við. Annars er hún misjöfn. Við höfum
aðeins starfað í eitt ár svo það er h'tið
að marka þetta ennþá. Aðsóknin getur
aukist og hún getur minnkað. En eins
og er þá erum við bara ánægð með
undirtektirnar.”
— Er þetta ekki dýrt fyrirtæki í ekki
stærri bæ?
„Það er aldrei neitt gefið. Við erum
með mjög dýrt rafmagn frá Orkubúi
Vestf jarða og það er eins og annaö með
hitaveituna. Hún er sjálfsagt sú
dýrasta á landinu. Jú, þetta er dýrt og
það er spuming hvort maður getur
haldið þessu gangandi. Okkur voru
gefnar vonir um hagstæð lán þegar við
vorum að koma þessu á laggirnar en
það hefur farið htið fyrir þeim. Endar
ná varla saman og maður bíður bara
eftir því að missa húsið.”
— Hyggstubæta viðstarfsemina?
„Æth það. Eg þyrfti að hafa stærra
húsnæði, en ég stefni að því að koma
mér út úr skuldunum. Hvað tekur svo
við veit ég ekki. Eg yrði svo hamingju-
samur að ég myndi ekki vita hvað ég
ætti aðgera af mér.”
-ÞJH.
Foreldrar barna á leikskólanum í Bolungarvík hafa tekið saman
höndum og byggt upp leiksvæði og unnið þetta i sjálfboðavinnu.
Starfsmenn bæjarins unnu eingöngu vélavinnu en foreldrar sjá um
snyrtingu. Var þetta ákveðið á foreldrafundi vegna þess að bærinn
hafði ekki fjármagn tílþessara framkvæmda.
DV-mynd Kristján Friðþjófsson Bolungarvík.
Vanur vélamaður
og
meiraprófsbílstjóri
óskast strax, mikil vinna. Upplýsingar í síma 53877.
Matreiðslumaður
óskast strax
til starfa við sérhæfða matvælaframleiðslu. Einungis fær og
vanur maður kemur til greina. Góð laun í boði fyrir réttan
mann. Skammtímaráðning kemur til greina. Hafið samband
við auglýsingaþj. DV fyrir föstudag.
H-375
BÍLL í
SÉRFLOKKI
Range Rover 79,
ekinn 78.000 km. Litur beige. Upplýsingar í síma
40161 eftir kl. 17. Ath. skipti á ódýrari.
VETRARPÖNTUNARLISTINN
KOMINN
Viðskiptamenn, sem viija sækja listann, komi fyrir
júiíiok.
Fata/istí kr. 90
Vörulisti kr. 200
vandlátu
Utanhússmálning
Olíulímmálning 18 litir
PERMA-DRI hentar vel bæði á nýjan og málaðan stein.
PEKMA-ÞM er í sérflokki hvað endingu á þök snertir.
1*. TYeaí notast á alla lárétta og áyeðursfleti áður en málað er (silicon), hentar
IXrl einnigvelámúrsteinshlaðinhúsogáhlaðinnstein.
Næsta sending Smiðsbúð
hækkarum10% sími 91-44300
Greiðslukjör. Sendum í póstkröfu.
Sigurður Pálsson
byggingameistari