Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1984, Page 1

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1984, Page 1
Frjálst, óháð dagblað DAGBLAÐIÐ — VISIR 192. TBL. — 74. og ARG. MIÐVIKUDAGUR 22. AGUST 1984. Fimm manna f jölskylda á barmi örvæntingar eftir viðskipti við fasteignasala og töf málsins í dómskerf inu: „Töfin er réttar- farslegt hneyksli” — segir Þórður S. Gunnarsson lögf ræðingur Fimm manna fjölskylda, sem flutti frá Akureyri í höfuöstaðinn fyrir tveim árum, stendur nú á barmi gjaldþrots og örvæntingar eftir viðskipti við óprúttinn fast- eignasala sem hafði af henni stórfé með svikum. Málið var strax kært en hefur af einhverjum óskiljánlegum ástæðum stöðvast í dómskerfinu með þeim afleiðingum að f jölskyldan fær ekkitjónsitt bætt. „Sú töf sem orðið hefur á málinu hjá Rannsóknarlögreglunni og fyrir Sakadómi er réttarfarslegt hneyksli,” segir Þórður S. Gunnars- son lögfræðingur, verjandi fjölskyld- unnar. Fasteignasalinn sem dró sér fé fjölskyldunnar getur aftur á móti um frjálst höfuð strokið og titlar sig nú heildsala -EIR. -Sjábls.5 „Kvétinn ekki aukinn’' — segir sjávarútvegsráðherra „Það eru engar h'kur til þess að kvót- inn verði aukinn. Ég hef sagt það áður og segi það enn,” sagði Halldór Ás- grímsson sjávarútvegsráðherra í sam- tali við DV. Ýmsir hafa að undanfömu látið í það skína að aflakvótinn verði aukinn í haust. Útgerðarmenn á Vestfjörðum og viðar sögðu það meðal annars í samtölum við blaöið á mánudag. Halldór Ásgrímsson sagði um það: „Þetta er þeirra eigin óskhyggja.” -KÞ Landhelgisgæslan á eftirlitsflugi við Jan Mayen: Aðeins sex skip ágráa svæðinu Landhelgisgæslan fór enn eitt eftir- litsflugið yfir umdeilda svæðið við Jan Mayen í gær. Þá voru aðeins sex skip á gráa svaeöinu svokallaða og voru þau öll norsk. Þá var einn danskur rækju- bátur við Jan Mayen á suðvesturleið. -KÞ — sjá einnig bls. 2 Það slys varð um kvöldmatarleytið i gær að steypubifreið ók aftan á litinn Fiat. Varð afhögg mikið og reyndist ókleift að ná ökumanni fólksbifreiðarinnar út án þess að kalla til slökkvilið með hinar nýju klipp- ur sínar. Var ökumaðurinn siðan skorinn iit úr bilnum og gekk það verk vel og átakalaust fyrir sig. Ekki er Ijósthvað ollislysinu en ökumaður Fiatsins var flutturá slysadeild. -EIR. DV-myndS Þorsteinn Pálsson, formaður| Sjálístæðisflokkslns, í biöstofu forsætisráðherra í gær. DV-mynd Kristján Ari. f Fær flokksformaðurinn ráðherrastól? Hefur ekki verið rætt — segir Þorsteinn — sjá bls. 2 Hlaupið f Skaftá er í rénun -sjábls.4 Dómur undirréttar í Barðastaðamálinu á Snæfellsnesi: Bannað ævilangt að hafa búfé — sjábls.3

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.