Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1984, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1984, Blaðsíða 13
DV. MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGUST1984. 13 „Viö ætlum okkur galvösk aö fara út í baráttuna á fjölmiðlamarkaðn- um og þaö er mikið að gerast hjá okkur núna. Við höfum fengið okkar eigin prentstofu og getum nú sinnt öllu prentverki fyrir kirkjuna sem starf kirkjunnar kallar á. Svo höfum við snúið okkur að gerð myndbanda sem stefnt er að að komi út reglulega á þriggja mánaða fresti.” Þetta sagði sr. Kristinn Ágúst Friðfinns- son, framkvæmdastjóri útgáfunnar Skálholts, sem rekin er á vegum kirkjunnar. Prentstofan, sem kirkjan eignaðist síðastliðið vor, er búin fullkomnum prenttækjum og er þar hægt að full- vinna öll verkefni sem þangað ber- ast. Það er óneitanlega skemmtileg tilviljun að tilkomu prentstofunnar skuli einmitt bera upp á 400 ára af- mæli Guðbrandsbiblíu. Kirkjan var frumkvöðull að prentun hér á landi er Jón biskup Arason setti upp prent- Sr. Kristínn Ágúst Friðfinnsson framkvæmdastjóri fyrir miðri mynd ásamt starfsfólki Skálholts. „Ogþað varstþú". öll hljómlistin á myndbandinu af plötunni,” sagði sr. Kristinn. „Við viljum meina að foreldrar geti varla sleppt því að taka vandaða, íslenska spólu fyrir krakkana í staðinn fyrir t.d. Tomma og Jenna. A þessu myndbandi verður létt efni fyrir krakkana, bæði efni af plötunni og myndir af krökkum að leik, þá segir Hrefna Tynes þeim sögur og ungur piltur, Ragnar Snær, kemur fram með leikbrúöur. Við förum út í gerð þessa efnis í hreinni samkeppni við það sem fyrir er á markaðnum og teljum að svona verði kirkjan að starfa í auknum mæli. Boðskapur kirkjunnar er sígildur en við verðum alltaf að hafa opinn huga fyrir nýjum leiðum, sem bjóðast til að koma honum á fram- færi. Við teljum það hlutverk okkar hér í Skálholtsútgáfunni að túlka og útbreiöa kristinn lífsskilning með þeim aðferðum sem eiga greiðastan aðgang til fólks á hverjum tíma og með því styrkja starf kirkjunnar í þágu kærleika, réttlætis og friðar,” sagði sr. Kristinn Agúst Friðfinns- son, framkvæmdastjóri útgáfunnar Skálholtsaðlokum. ÞJH Útgáfan Skálholt: , Leitum nýrra leiða — segir sr. Kristinn Ágúst Friðf innsson f ramkvæmdast jóri verk á Hólum snemma á 16. öld en Guðbrandur biskup Þorláksson nýtti það prentverk maxma best ög lét m.a. prenta þar biblíuna sem síðan hefur verið viö hann kennd. Þegar biskupsstólarnir á Hólum og í Skál- holti lögðust niður og voru fluttir til Reykjavíkur lagðist þetta prentverk niður og hefur kirkjan þurft að leita annaö við að koma boöskap sínum á framfæri. Kirkjan orðin eftir á „Þaö má segja að kirkjan hafi vaknað upp við dálítið vondan draum viö það að vera orðin eftir á í upplýs- inga- og fjölmiðlunarstarfi,” sagði sr. Kristinn. „Lengi vel var kirkjan eini aðilinn sem haföi yfir prenttækj- um að ráöa, en síöan það starf kirkj- unnar lagðist niður fyrir um 200 ár- um hafa aðrir aöilar séð um prentun og fjölmiölun í landinu. Það er óhætt að segja að aðrar hugmyndir en trúarlegar hafa átt greiðari aögang aö fólki á síðari tímum. Þó að al- menn uppfræðsla sé góð þá þarf að uppfræða fólk um trúarleg efni og örva þannig trúarlega innsýn og skilning. Kirkjan þarf að huga að tengslum sínum við samfélagið og vera vakandi fyrir nýjum möguleik- um sem gefast .til að koma boðskap sínum á framfæri, hvort sem það felst í bóka- eða tímaritsútgáfu, myndböndum, hljómplötum eða út- varpsrekstri.” Það er rétt að geta þess í stórum dráttum hvað er á döfinni hjá útgáf- unni Skálholt. Utgáfan starfar í sex deildum, prentdeild, tímaritsdeild. bóka-, fræðsludeild, tónlistar- og myndbandadeild, og sagði sr. Krist- inn að takmarkið væri að allar deild- irnar störfuðu skipulega og hefðu ætíðnæg verkefni. Börnin skrrfa Guði „Það var fyrir tilstuðlan dr. Sigur- björns Einarssonar biskups að Skál- holtsútgáfan var stofnuö árið 1981 og starfaði hún fyrst umsinnsemnokk- urs konar útgáfuráð. Nú hefur orðið veruleg breyting á starfsemi útgáf- unnar. Prentdeildin hefur nú á sinni könnu svo mörg og viðamikil verk- efni að vísa hefur þurft verkefnum frá sem ekki hafa beinlínis tengst starfi Þjóðkirkjunnar. Bóka- og tímaritsdeildimar eru í fullum gangi. Nú er unnið að útgáfu þriggja bóka og Skálholt hefur með höndum rekstrarlega umsjón Víðförla, sem er málgagn kirkjunnar. I athugun er rekstrarleg yfirtaka' Kirkjuritsins sem Prestafélagið gef- ur út. Það er frábært rit, enda er þetta eina ritið sem fjallar faglega um einstaka málaflokka, sem snerta' nútíma mannh'f. Við erum staðráðin í því að efla og kynna þetta rit og það ætti að vera létt verk,” sagði sr. Kristinn. Bækurnar sem koma fljótlega út hjá Skálholti eru Bamabibhan, Lúther og íslenskt þjóðlíf, sem íjall- ar um áhrif Marteins Lúthers á sam- tíð sína og framvindu sögunnar, og bókin „Börn skrifa Guði”, sem er samantekt á bréfum barna til Guðs. „Þetta er stórkostleg bók,” sagði sr. Kristinn um síöasttöldu bókina. „I þessum bréfum koma bömin þannig oröum að hinstu rökum til- vemnnar og lífsins, sem fullorðið fólk á erfitt með aö orða. Þessi bók hefur verið gefin út bæði í Evrópu og Bandaríkjunum í milljónum eintaka og vonum við að bókin komi út um næstu mánaðamót.” Áður en skihð er við hið prentaða mál sem Skálholt vinnur að þá er rétt að geta fræðsludeildarinnar, sem nú vinnur aö þremur verkefnum: Söng- bók fyrir böm og unghnga, endur- skoðun fermingarkversins .JCristin trúfræði” og hjálparefnis fyrir barna- og æskulýðsstarf kirkjunnar. Þá er og fyrirhuguð ný útgáfa ferm- ingarkversins „Líf með Jesú”. „Og það varst þú" En það er einnig hægt eins og allir vita að koma boðskap á framfæri í mynd og tónum og em nú starfandi tvær dehdir hjá Skálholti sem sinna því verkefni, tónhstardeUd og mynd- bandadeild. Já, myndbandadeild. „ Já, við erum að fara inn á nýjar brautir. Við höfum að vísu gefið út tvær hljómplötur og snældur áöur og höldum þvi starfi áfram með útgáfu tveggja hljómplatna á næstu vik- um,” sagðiKristinn.önnurplataner bama- og fjölskylduplatan „Og þaö varst þú”, sem ég tel eina vönduð- ustu barna- og fjölskylduplötu sem gefin hefur verið út hér á landi. Fjöldi hljómflutningsmanna hefur lagt hönd á plóginn við gerð plötunn- ar, en Jónas Þórir hefur haft umsjón með því starfi. Auk hans koma fram á plötunni þeir Sverrir Guðjónsson, Ásgeir Oskarsson, Pálmi Gunnars- son og Páh Hjálmtýsson auk krakka úr Fossvogs- og Melaskóla. Seinni hljómplatan heitir „Kirkjan syngur” og hefur hún að geyma hljóðritanir úrvals-kirkjutónlistar frá kristni- boðsári 1981, sem geröar vom úti um alltland.” „1 tengslum við plötuna „Og þaö varst þú” verður gefið út myndband sem sr. Solveig Lára Guðmundsdótt- ir hefur haft umsjón með og verður Stórfram- kvæmdirá Fákssvæðinu: Fjórðungsmót hestamanna i fyrsta skipti í Reykjavík Ákveðiö er að næsta fjórðungsmót sunnlenskra hestamanna veröi haldið í Reykjavík næsta sumar. Gífurlegar framkvæmdir eru nú hafnar á svæði Fáks að Víðivöllum til þess að þetta f jórðungsmót megi takast sem best, en fjórðungsmót hefur aldrei áður verið haldið í Reykjavík. Að sögn Arnar Ingólfssonar, framkvæmdastjóra hestamannafélagsins Fáks, fær félagiö góöan stuðning frá Reykjavíkurborg og Skógrækt Reykjavíkur, en Skóg- ræktin hefur umsjón meö öllu Elliðaár- svæðinu fyrir Reykjavíkurborg. Byggður hefur verið nýr hringvöllur í hvilftinni fyrir sunnan dýraspítalann og öll brekkan þar að Víðidalnum hef- ur verið löguö, þannig aö mjög gott svæði fæst fyrir áhorfendur. Þá er búið að sá grasfræi i um 18 hektara lands og þúsundir trjáplantna víðs vegar um svæðið haf a verið gróöursettar. öm bætti því við að framkvæmdir við Ofanbyggðaveg gengju vel og myndi hann tengjast Vatnsveituvegin- um með haustinu. Myndu þá öll um- ferðarvandamál hestamanna i Víðidal verða úr sögunni. G.T.K. Meðal framkvæmda á Fákssvæð- inu er gerð nýs hringvallar þar sem allir dómar geta farið fram. Brekk- an uppaf hefur verið löguð og skap- ar mjög góða aðstöðu fyrir áhorf- endur. Ljósm. G.T.K.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.