Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1984, Page 36
36
DV. FIMMTUDAGUR 23. ÁGUST1984.
Jackie þykir bera atdurinn vel.
Þessi mynd er tekin fyrir utan ibúð
hennar i New York.
Jacqueline Kennedy Onassis varð
56 ára í siöasta mánuöi og af því tilefni
reyndi breska blaöið The Sun aö
komast aö einhverju um þessa um-
töluðu konu sem hefur tekist, þrátt
fyrir frægöina, aö halda einkahögum
sínum út af fyrir sig.
Jackie er gífurleg eyöslukló. Hún
keypti fatnaö fyrir 300.000 dollara á ári
en þegar þrengdist í búi hjá henni eftir
lát Onassis þá hefur hún tekiö þaö til
bragös aö fá lánaðan fatnað frá
þekktum fatahönnuöum og auglýsa
þar meö vöruna. Ef hún fær lánaða
kjóla frá evrópskum tískuhúsum þá
sendir hún þá gjarna til baka meö Con-
corde þotunni, en þaö er þrátt fyrir allt
ódýrara en aö kaupa rándýran kjól
sem hún notar bara í eitt skipti.
Jackie drekkur aldrei sterka drykki
en kýs evrópsk eöalhvítvín. Hún keðju-
reykir en aldrei opinberlega. Hún vill
ekki aö tekin sé mynd af henni meö
sígarettu.
Henni finnst pylsur, hamborgarar
og ostakaka ofsalega gott og fær hún
stundum bílstjórann sinn til að kaupa
pylsur handa þeim báðum sem þau
borða í bílnum.
Viömót Jackie gagnvart Kennedy-
fjölskyldunni er fremur kuldalegt en
hún ber ennþá giftingarhring Kenne-
dys. Hún skrifaði sitt hinsta bréf til
hans sem hún lagði í kistuna fyrir
jaröarförina.
Jackie er frekar stórfætt og hún
gengur alltaf á lághæluöum skóm. Hár
hennar er tekiö aö grána og litar hún
þaö rauöleitt. Hún fer á hárgreiöslu-
Istofu þrisvar í viku. Hún fer sjaldan í
Ihandsnyrtingu og getur ekki gumað af
fallegumnöglum.
Jackie missir yfirleitt aldrei stjórn
á skapi sínu en þó hefur þaö greypst í
minni fólks aö hún varð taumlaus af
bræöi er hún kom að Kennedy þar sem
hann var reykjandi maríjúana í Hvíta
húsinu.
Að lokum segir breska blaðið The
Sun aö Jackie svitni aldrei hvernig
svo sem blaöiö hefur komist á snoðir
um þaö. En blaðið fullyröir að Jackie
svitni ekki einu sinni þegar hún sé úti
að hlaupa í heitu veöri. Þegar hún
hleypur í Central Park í New York
hleypur hún alltaf á móti vindi.
Þar höfum við það.
FARRAH FAWCETT
BREYTIR UM
HÁRGREIÐSLU
Boy George, sem hvað helst
hefur getið sór frægðar fyrir
söng sinn með hljómsveitinni
Culture Club, hefur nú tekið
upp á þviað hanna fatnað sem
við hann verður kenndur.
Fatnaðurinn er gerður bæði
fyrir karla og konur.
Farrah með Ijónsmakkann.
Farrah Fawcett er búin að breyta
um hárgreiðslu og ber það helst tH
tíðinda af þeirri manneskju fyrir
utan það auðvitað að hún er að
leika i nýrri kvikmynd með Beau
Bridges. Hárgreiðsla Farrah vekur
yfirleitt athygli enda orðin nokkurs
konar vörumerki manneskjunnar.
Fyrir nokkrum árum varð Farrah
fræg fyrir griðarmikið hárflóð sem
einna helst líktist Ijónsmakka og
varð það mörgum konunum til
eftirbreytnil Núna er umfang makk-
ans hennar Farrah heldur minna,
hárið orðið rennislótt og nokkuð
stritt.
Nýjasta hárgreiðsla Farrah Fawcett.
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Sviðsljósið