Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1984, Page 40

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1984, Page 40
I c. FRETTASKOTIÐ 68-78-58 Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022.; SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu , eða vitneskju um frétt — hringdu þá i' síma 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað i DV, greið- | ast 1.000 krónur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið í hverri viku. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 1984. Brúin yfir Ströngukvisl, handriðalaus og hentar illa hrossastóði á fullri ferð. DV-mynd: EIR. Bænduríhestaleit: - Komastþeir yfir kvíslina? I gærmorgun lögðu 8 skagfirskir bændur ríöandi á Eyvindarstaðaheiði og hugðust freista þess að ná í þau 150 hross sem rekin höfðu verið á heiðina þrátt fyrir bann yfirvalda þar um. Sigurjón Sigurbergsson upprekstrar- stjóri fylgdi í kjölfarið á jeppa. I morgun var ekki ljóst hvort bændunum tækist aö koma hrossunum ^^.yfir Ströngukvísl vegna vatnavaxta sem þar hafa veriö að undanförnu en eina brúin sem þar er yfir er hið mesta ræksni, handriðalaus meö sléttu tré- gólfi og hentar því illa 150 hestum á fleygiferð. Mikil blíða er í Skagafirði í dag og sýndu hitamælar 23 stig strax í morgun þar sem sól skein. Væsir því ekki um Skagfirðingana og hrossin frægu á Eyvindarstaðaheiöi en allur hópurinn er væntanlegur til byggöa seint í kvöld eða á morgun. -EIR. Alusuisse Islenska samninganefndin í áldeil- uraii er komin til Ziirich í Sviss til að ræða við fulltrúa Alusuisse. 1 þessari lotu er búist viö að einkum verði rætt um verð á raforku til álversins í Straumsvík. I íslensku nefndinni eiga sæti Jó- hannes Nordal, Guömundur G. Þór- arinsson og Gunnar G. Schram. Auk þeirra eru tveir fulltrúar Landsvirkj- unar í íslenska hópnum. -KMU LUKKUDAGAH fcj 23. ágúst 11233 HLJÓMPLATA FRÁ FÁLKANUM AÐ VERÐMÆTI KR.400,- Vinningshafar hringi í síma 20068 | LOKI AHt fyrir sauðkindina, líka skógana! Þýsk doktorsritgerð: Saudkindin breytit íslandi í eyðimörk Sauðfé étur Island upp til agna. Þannig má þýða fyrirsögn fréttar í þýsku biaði sem birtist fyrir nokkru. Fréttin hefst á þeim orðum að tvær miiljónir sauðf jár séu að breyta gróöurlendi Islands í eyðimörk. Þetta sé niðurstaða doktorsritgeröar sem Rainer Glawion frá Ruhr-há- skólanum í Bochum skrifaði. Fram kemur að Rainer Glawion hafi á Islandi haft tækifæri til að kanna beit sauðfjár i birkiskógi. Lýsir Glawion því hvernig hinar ýmsu jurtir eyddust á skömmum Scíiaís fressen !s!and kahl Die meisten Pflanzen von heute bis zum Dochnm, 7. August Zwei Mlllioncn Scha- fe, die auí Islands Wel- den grasen, drohen das Inselreich in eine Wllste zu verwandeln. Das ist das Ergebnis eincr Dok- torarbeit, dle Rainer Glawion von der Ruhr- Universltat in Bochum Jahr 2000 verschwunden? schrieb. Glawion hatte in Is- land Gelegenheit, Scha- fe in einem Birkcnwald weiden zu lassen Die alarmiercnden Foigen nach zwel Jahrcn: ie Moorblrke wurdg rii so angegriffen, dafl ihr Fortbestand gefhhrdet - StratJKTwéfcfe^ Wald storchschnabel ur.d Vo- gelwicke wart-n nach zwci Jahreti völiig ver- nlchteLii.ýM i> - - SchaiMilíialmc.Steln- beere, Löwenzahn und Habichtskraut waren stark beschödigt und selten geworden. Daraus kann man schlleQcn, daB die Ober- weidung daran schuld ist, wcnn dic Pflanzen- welt Islandr mchr undl mehr schwindet. In dcnr letztcii 1100 Jahren -■ ieit der Besiedlung dcrT Inscl - ist das Weidclandl um dle HalíteJ geschrumpft. Zur Zeit gehen jalu-1 lich tauscnd HcktnrJ Nutzfltichc vcrloren. Esl ist vorauszusehcn. daOl unter den hcutigcn Be-J dingungen 80 Prozcnt* der verbliebenen Pílan-1 zendecke bis zum Jahrl 2000 bis an dic Grcnzcl dcr Verwtistung gcschö-r digt sind. Fréttin sem birtist í þýska blaðinu. tíma vegna ágangs sauðfjár. Segir hann aö álykta megi aö of- beit sé orsök gróðureyðingar á Islandi. Á þeim ellefu hundruð árum sem landið hafi veriö byggt hafi hag- lendi minnkað um helming. I lok fréttarinnar segir að nú hverfi árlega þúsund hektarar af gróðurlendi. Með sama áframhaldi stefni í það að 80 af hundraði núver- andi gróðurlendis verði á mörkum eyðileggingar í kringum árið 2000, eftir aðeins sextán ár. -KMU. íþróttaiðkanir hættulegri en margur heldur: UM 2500 SLASAST í ÍÞRÓTTUM Á ARI íþróttir eru hættulegri en margur heldur. Árið 1980 slösuðust 2468 manns vegna íþróttaiðkana á höfuðborgar- svæðinu, eða 6,5% þeirra sem komu á slysadeild Borgarspítalans þaö ár. Þar af voru karlar 1833 og konur 635. Und- anskilin eru slys við hestamennsku en þau voru um 300 talsins áriö 1980. Þetta kemur fram í skýrslu Hrafn- kels Oskarssonar læknis um slys við íþróttaiðkun árið 1980 og byggö er á gögnum slysadeildar Borgarspítalans. Skýrslan er til umræðu á ráðstefnu um slysavamir á Islandi sem nú stendur yfir. Samkvæmt skýrslu Hrafnkels verða um 71% íþróttaslysa á fólki á aldrinum 10 til 24 ára, miðað við 35% annarra slysa. Álvarlegustu slysin verða af völdum skíðaiðkana á meðan slys við leikfimi- iðkun virðast saklausust. EA — Sjá einnig bls. 2. Fallbyssudrottninguna kailar hún sig, stúlkan sem ætlar að láta skjóta sér fjörutíu stnnum úr fall- byssu meðau heimilissýningin stendur yfir í Laugardal. Hún heitir Janette Smith og kemur frá Bretlandi. Henni verður skotíð úr byssunni tvlsvar á dag og þrisvar á dag um helgar þá sautján daga sem sýnlngin verður opin. Stúlkan mun fljúga úr byssunni nokkra metra upp i loftlð en lenda síðan — vonandl mjúkiega — í netí. Á myndinnl sést Janette klífa upp í failbyssuna en á innfelldu myndinni er hún komin ofan i fall- byssuhlaupið. DV-myndir: GVA.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.