Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1984, Síða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1984, Síða 1
40.000 EINTÖK PRENTUO í DAG RITSTJÓRN SÍMI 686611 • AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA SÍMI 27022 DAGBLAÐIÐ —VÍSIR 206. TBL. — 74. og 10. ÁRG. — FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1984. ÁLSAMNINGAR í AMSTERDAM: Orkuverðið yfir 14 mill — en líklega 18—20 mill til nýja hlutans ef af stækkun álvers verður orkuverði svo að niður fyrir það lág- mark verði farið. Doktor Ernst, aðaisamninga- maður Alusuisse, sagðist bjartsýnn á samkomulag en ekki er gert ráð fyrir opinberri niðurstöðu fyrr en stjórn Alusuisse og iðnaöarráöherra hafa fallist á samkomulagið. Það gæti orðiö eftir um það bil viku. -ÞG. sættir í gerðardómsmálunum í sjónmáli Frá Óskari Magnússyni, fréttastjóra DV, í Amsterdam: Búist er við að raforkuverð til ál- versins i Straumsvík fari yfir 14 mill að loknum þeim samningaviðræöum íslenskra stjómvalda og Alusuisse sem lýkur í dag í Amsterdam. Eftir síðasta fund í Ziirich var ekki búist við hærra verði en 14 milli- dölum. Takist samningar um orkuverð á þessum nótum er gert ráð fyrir, samkvæmt heimildum DV, að um geröardómsmálin um hækkun í hafi og um skattgreiðslur Isal á Is- landi veröi samið og ekki komi til dóms. Eftir því sem næst veröur komist verður raforkuverð ekki tengt heimsmarkaðsverði á áli nema að hluta til. Miðað við spá um álverð í heiminum á næstu tveimur árum má ætla að orknveröið geti verið yflr 18 mill og jafnvel 20. Orkuverðiö er nú 9,5 mill samkvæmt bráðabirgöasam- komulaginu frá í september. Jó- hannes Nordal, formaður íslensku samninganefndarinnar, sagði í samtali við DV að ef um stækkun álversins yrði að ræða, en það mál er óútkljáð, yrði orkuverðiö væntaniega á bilinu 18 til 20 mill til hins nýja hluta. Alusuisse hefur lýst velvild yfir hugsanlegri eignaraðild Is- iendinga aö álverinu. Þá mun í vænt- anlegum samningum feiast ákvæði um ákveöiö lágmarksverð á raforku þannig að tryggt verði að heims- markaðsverð á áli geti aldrei ráðið Togarinn Apríl var dreginn upp í Regkjavíkurslippinn í gœr med trollið í skrúf- unni. Trollið hafði fest í skrúfunni aðfaranótt sl. föstudags er togarinn var að veiðum við Eldeyjarbanka. Björgunarskipið Goðinn var kallað til og fóru kafarar niður til að kanna aðstœður en flœkjan var of mikil til að hœgt hefði verið að losa hana þannig. FI/DV-mynd S. Ágreiningur olli f restun blaðamannafundar: Þorsteinn Kafði betur Sjálfstæðismenn telja sig hafa haft betur í ágreiningi um landbúnaöar- mál sem reis milli stjórnarflokkanna í gær og olli því að blaðamannafundi var frestað á síðustu stundu. Formennirnir höfðu boöað blaða- mannafund kiukkan þrjú í gær. Þar átti að kynna samkomulag þeirra. Ríkisstjórnarfundur stóð fram undir kl. tvö. Þar voru fjárlögin efst á baugi. Áður en ríkisstjórnarfundi lauk varð ljóst að ágreiningur flokk- anna um landbúnaðarmál var óleyst- ur. Blaðamannafundinum var því frestað. Steingrímur og Þorsteinn höfðu lagt til að verð á búvörum yrði ákveðið sérstaklega fyrir bændur og sjálfstætt fyrir neytendur og vinnslu, sem sé að skilið yrði á milli ákvarð- ana, SlS-menn í Framsókn munu hafa lagst gegn þessu því að SlS gæti þá ekki „plokkað eins af vinnslu- stöðvunum” eins og einn sjálfstæðis- þingmaöurinn orðaði það við DV í gærkveldi. Þingflokkur Framsóknar lagði til þá breytingu á orðalagi formannanna aðsagt yrði, að „leitað yrði leiða” til að koma framan- greindri breytingu á. Steingrímur og Þorsteinn urðu síðdegis í gær sam- mála um orðalagið að kerfinu „yrði” breytt eins og þeir höfðu upphaflega lagt til „að höfðu samráði við samtök bænda og neytenda”. Sjálfstæðis- þingmenn telja sig hafa fengið sitt frammeðþessu. Samkvæmt síöustu fréttum verður blaðamannafundurinn í dag klukkan þrjú og kynntar niðurstöður for- mannanna. Fjárlögin eru hins vegar enn óafgreidd þrátt fyrir ríkis- stjórnarfund síðdegis í gær. Þar munarennmiklu. -HH. Borgvoná barni? — sjá bls. 43 Dýraraaö veraí Verslunar- skólanum — sjábls.4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.