Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1984, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1984, Blaðsíða 2
2 DV. FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER1984. Dregið úr ríkisf ramkvæmdum: ATVINNUVEGIRNIR QGA FORGANG AÐ ÞESSU FÉ — sagði Steingrímur Hermannsson um aðgerðirnar í ef nahags- og atvinnumálum Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra gerði grein fyrir nýj- um verkefnalista ríkisstjómarinnar á almennum stjórnmálafundi að Hótel Sögu í gærkvöldi. Um 200 manns sóttu fundinn sem var haldinn á vegum fulltrúaráðs framsóknarfé- laganna í Reykjavík. Forsætis- ráðherra svaraði spumingum fund- armanna að ræöu sinni lokinni. Erlendar skuldir nema 62% af þjóðarframleiðslu 1 upphafi ræðu sinnar fór Steingrímur nokkrum orðum um ástand og horfur í islenskum efna- hagsmálum. Hann sagði að þjóöar- framleiösla hefði dregist saman um 10% á þessu ári og kaupmáttur rým- aö um 12%. Viöskiptahalli við útlönd stefndi í 4% í lok þessa árs og að erlendar skuldir landsmanna næmi um 62% af þjóðarframleiðslu. Hag- vöxtur hefði ekki átt sér stað á Islandi á undanförnum þremur árum og að Þjóðhagsstofnun sæi ekki fram á neina breytingu þar á. Forsendur aðgerðanna „Við verðum að auka hagvöxtinn,” sagði Steingrímur. „Það er eitt höfuömarkmið þessara aðgerða.” Hann sagði að til þess að það næði fram að ganga yrði að koma til öflug nýsköpun í atvinnulífinu. Steingrímur sagði aö stefnt væri að því að verðbólga yrði ekki meiri en 10% í lok þessa árs og erlendar skuldir ekki meira en 61% af þjóöar- framleiðslu. Gengið mætti ekki breytast um meira en 5%. Þetta gæfi svigrúm til erlendrar lántöku að upphæö um 7.200 milljónir króna til að standa undir nýjum fram- kvæmdum og afborgunum af eldri lánum. Af þessari upphæð væri áætlað aö um 2.700 milljónir færu til atvinnuveganna. „Atvinnuvegirnir eiga forgang að þessu fé en ekki ríkiö,” sagði Steingrímur. Hann sagöi að stefnt væri að halla- lausum rekstri ríkissjóðs á árinu 1985. Það væri því óhjákvæmilegt að fresta ýmsum framkvæmdum á vegum rikisins, svo sem við byggingu. skóla og sjúkrahúsa. Steingrímur sagði að ofangreind markmið gerðu ekki ráð fyrir umtalsverðum launahækkunum á næstunni. Hann bætti því viö að ákveðið hefði veriö að framlengja bann við vísitölubindingu launa. Forsætisráðherra sneri sér því næst að fyrirhuguðum aðgeröum ríkisstjórnarinnar í efnahags- og at- vinnumálum. Tekjuskattur afnuminn í áföngum t máli hans kom fram aö ákveðiö hefur verið að afnema tekjuskatt af almennum launum í áföngum, strax Steingrimur Hermannsson for- sætisráöherra kynnir samkomu- lag stjórnarflokkanna um nýjan verkefnalista ríkisstjómarinnar á almennum stjórnmálafundi að Hótel Sögu í gærkvöldi. | D V-mynd: Kristján Ari. á næsta ári. Þá er gert ráð fyrir að tekinn verði upp virðisaukaskattur, einnig í áföngum. Ætlunin er að fækka ríkisbönkum og auka gjaldeyrisfrelsi, þannig að fyrirtækjum verði leyft að taka lán erlendis á eigin ábyrgð. Þá eru uppi ýmsar hugmyndir um breytingar á stjórnkerfinu til að auka hagræðingu og bæta þjónustu við almenning. Er til dæmis gert ráð fyrir aö ríkisendurskoðun veröi færð undir stjórn Alþingis. Lagt er til að f járfestingarsjóðum atvinnuveganna veröi fækkað í þrjá: sjávarútvegssjóð, búnaðarsjóö og iðnaðarsjóð. Sjóðum þessum er ætlað að sinna hlutverki sínu með lánveit- ingum í gegnum hið almenna banka- kerfi. Stefnt er að því að stofna sérstaka byggðastofnun er stuöli að jafnvægi í byggð landsins. Steingrímur sagði að starfsemi hennar yrði mun markvissari en Byggðasjóðs, sem verður lagður niður, og mun stofnun- inni ætlað að einbeita sér að málefnum svæða sem eiga við mikla erfiðleika að stríða. Einnig er gert ráö fyrir að stofnaö verði sérstakt þróunarfyrirtæki ríkis og annarra sem vUja leggja fram fjármagn tU að greiða fyrir ný- sköpun í atvinnulífinu. Ríkissjóöur mun veita 500 miUjónum króna tU þessa verkefnis á árinu 1985. For- sætisráðherra taldi þetta einn mikU- vægasta þátt þessara aögerða. Hann sagði að forráðamenn fyrirtækisins ættu ekki aö bíða sofandi eftir um- sóknum um styrki og lán, heldur eiga sjálfir frumkvæði að nýsköpun í atvinnulífinu. Olíuverð á að endurskoöa með það fyrir augum aö lækka það. Uppsafn- aður söluskattur sjávarútvegsins verður endurgreiddur, en hann nemur um 400 mUljónum króna á þessu ári. I landbúnaöarmálum er ráðgert að mjóUíurframleiðsla verði sem næst innanlandsneyslu eftir tvö ár og kjöt- framleiðsla eftir fjögur til fimm ár. Ætlunin er aö leggja niöur út- flutningsbætur á landbúnaðaraf- urðir. Komiö verður í veg fyrir byggðaröskun á landinu með upp- byggingu nýrra atvinnugreina til sveita. Sexmannanefnd verður lögð niður en í staö hennar kemur verðlagsráð hagsmunaaðUa er ákvarðar búvöruverð með samning- um. Utflutningsstarfsemi landsmanna verður endurskoðuð. Uppi eru hugmyndir um að Utflutningsmið- stöð iðnaðarins starfi sem ráðgjafar- stofnun fyrir alla atvinnuvegina í því sambandi. Steingrímur sagði að lokum að þetta væri ekki tæmandi útlistun á þeim aögerðum sem gripið verður til á næstunni, en að verkefnalistinn svoneftidi yrði kynntur í heild sinni í dag. Nokkrar spurningar Að lokinni ræöu forsætisráöherra báru fundarmenn fram spumingar og gerðu athugasemdir. Fundinum lauk um klukkan ellef u og hafði hann þá staðið í um tvo og hálfan tíma. Fundarstjóri var Bjöm Líndal. -EA. Laust fyrir miðnætti i fyrrinótt kom upp eldur i húsi á Heliissandi. Hús- iö, sem er gamait steinhús, var mannlaust en fyrri íbúar voru nýfiuttir þaöen. Talsverðar skemmdir uröu en greiðlega gekk aö ráöa niöuriög- um eldsins. Hafsteinn-DV-mynd Ægir BORGARAFUNDUR UM ÁFENGISMÁL Freeportklúbburinn boðar til al- menns borgarafundar að Hótel Loft- íeiðum, Kristalsal, laugardaginn 8. septembernk. kl. 14.45. Fundarefni er umf jöliun um áfanga- skýrslu áfengismálanefndar ríkis- stjómarinnar sem nýlega kom fram á sjónarsviöið og fengið hefur töluverða umfjöllun á lesendasíðum dag- blaðanna. Boðið hefur verið til fundarins öllum nefndarmönnum, fulltrúum Sambands veitinga- og gistihúsa, fulltrúum SÁÁ, auk alþingismannanna Jóns Baldvins' Hannibalssonar, Jóns Magnússonar og fulltrúum annarra stjórnmálaflokka. RUTUSTRIBIÐ HELDUR ÁFRAM — Fjölbrautaskólanemendur í Þorlákshöfn saf na undirskriftum Nemendur úr Þorlákshöfn, Hvera- gerði, frá Hvolsvelli og Hellu hafa flestir forðast að fara meö Sérleyfis- bílum Selfoss í Fjölbrautaskólann á Selfossi frá því skólinn hófst í byrjun vikunnar. Þess í stað hafa þeir farið með rútubilum heimamanna, Kristjáni Jónssyni, sérleyfishafa í Hveragerði, og Austurleið. I Þorlákshöfn eru nemendur byrjaðir að safna undirskriftum til að mótmæla því að skólanefnd Fjöl- brautaskólans skyldi úthluta þessum akstri til Sérleyfisbíla Selfoss. Þeir vilja að Kristján Jónsson annist aksturinn eins og verið hefur undan- farin ár. Formaður skólanefndar, Hjörtur Þórarinsson, segir að Sérleyfisbílarnir hafi verið með lægsta tilboð í aksturinn. Þess vegna hafi verið samið viðþá. Kristján Jónsson telur hins vegar að sitt tilboðhafiekkiveriðóhagstæðara. „Þetta er réttlætismál. Með í dæmið verður einnig aö taka mannlega þáttinn og byggðasjónarmið,” sagði Kristján. „Þetta er indælt stríð. Næstum því hver einasti nemandi í Þorlákshöfn og Hveragerði fer með okkur. Við höldum áfram að keyra meðan krakkamir koma til okkar. Það er ótrúlegt að við förum að keyra einir í bíl, eins og þeir hjá Sérleyfisbílum Selfoss,” sagði Kristján. „Við erum ekkert að þvarga,” sagði Þórir Jónsson, framkvæmdastjóri Sér- leyfisbílanna. „Við keyrum á okkar tímum. Við erum búnir að taka þessa vinnu að okk- ur. Okkar samningur gildir til vors. Það er öllum frjálst að koma sér í skól- ann eftir öörum leiöum,” sagði Þórir. Fyrir aksturinn greiða nemendur gjald sem samsvarar strætisvagnafar- gjaldi í Reykjavík. Kostnað að öðru leyti greiða ríkissjóður og sjóðir sveit- arfélaga í héraðinu. Félag verkafólks í f iskiðnaði: 20 þúsund á mán- uði í nauðþurftir „Félag verkafólks í fiskiðnaöi” hefur verið stofnað og á félagið að sjá til þess að þær kröfur sem settar eru fram við næstu samninga séu • teknar inn í myndina. Hlutverk félagsins er að efla samheldni verkafólks í fiskvinnslu, að gæta hagsmuna verkafólks í fisk- vinnslu gagnvart atvinnurekendum í samvinnu við stéttarfélögin og að stuðla að verðmætaaukningu sjávar- afurða með aukinni vöruvöndun félagsmanna við vinnu sína. Félagið lýsir yfir stuðningi við raunhsefar kröfur Verkamanna- sambands Islands: átta stunda vinnudag, fulla atvinnu allt árið, laun sem duga til að framfleyta sér, í dag 20.000 krónur á mánuði, og að bónusinn heyri fortíðinni til. Við erum ekki tilbúin að lifa í þess- ari andlegu, félagslegu og efnahags-i legu kúgun lengur, sem ríkisstjóm- irnar hafa búið okkur, um ókomna framtíð,” segir í fréttabréfi frá hinu nýstofnaða félagi. JI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.