Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1984, Qupperneq 12
12
DV. FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER1984.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaöurogútgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖROUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Aðstoöarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON.
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON.
Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 680611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI
27022.
Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022.
Sími ritstjórnar: 686611.
Setning, umbrot, mynda-og plötugerö: HILMIR HF„ SÍÐUMÚLA 12.
Prentun: Árvakurhf.,.Skeifunni 19.
Áskriftarveró á mánuói 275 kr. Verð í lausasölu 25 kr. Helaarblaó 28 kr.
Tilhvers verkföll?
Ýmsar blikur eru á lofti á vinnumarkaöinum. Verkfall
hefur verið boðað af hálfu opinberra starfsmanna í næsta
mánuði og prentarar fara í verkfall í næstu viku að
óbreyttu ástandi. Fleiri hafa í verkfallshótunum.
Hins vegar er athyglisvert að Alþýðusamband Islands
hefur hljótt um sig og hefur ekki hvatt menn til verkfalls-
aðgerða. Það eru einstakir hópar og stéttarfélög sem
hafa hátt og brýna nú vopnin til átaka. Þar fara opinberir
starfsmenn fremstir sem á sér þá meginskýringu að þeir
hafa misst af launaskriðinu sem aðrir hafa meira og
minna notið góðs af.
Hér í blaðinu hefur verið lýst samúð og skilningi á
aðstöðu opinberra starfsmanna. Þeir hafa dregist aftur
úr í kjörum og reginmunur er að verða á launatöxtum
hins opinbera oglaunakjörumáalmennummarkaði.
Enginn getur búist við því að svo fjölmenn stétt uni því
ástandi til lengdar. Áður fyrr þótti það mikils virði að ger-
ast opinber starfsmaður vegna æviráðningar, lífeyris-
réttinda og traustrar atvinnu. Þessi aðstöðumunur er
ekki lengur fyrir hendi og kröfugerðin fer eftir því.
En eitt er að vera óánægður með kjörin. Annað að beita
verkfallsvopninu til að knýja fram úrbætur. Satt að segja
er verkfallsrétturinn neyðarréttur sem getur verið tví-
bent vopn. Opinberir starfsmenn eru ekki þeir einfeldn-
ingar að halda að kröfum þeirra verði mætt að fullu. Ein-
hverja kauphækkun gætu þeir fengið með harðvítugum
verkfallsaðgerðum en hverju væru þeir bættari með tvö
til þrjú þúsund króna kauphækkun, í mesta lagi?
Það sama má segja um prentara og aðra þá sem sveifla
verkfallsvopninu.
Vera má að viðsemjendur þessara launahópa séu svo
fastir fyrir aö ekkert annað úrræði en harkan sex komi til
greina. En hefur á það reynt? Eru ekki neinar aðrar leiðir
færar í kjaramálum en almenn prósentuhækkun á launa-
töxtum sem flæðir síðan yfir línuna og manar verðbólg-
una fram úr fylgsnum sínum?
Lengi hefur því verið haldið fram að hjöðnun verðbólg-
unnar væri mesta kjarabótin. Eru launþegafélögin, sem
nú knýja á um 30 til 40% kauphækkun, ósammála þeirri
kenningu? Vilja menn aftur kalla yfir sig vísitöluskrúfu
kaupgjalds og verðlags? Vilja menn aftur kapphlaupið
við 80 til 100% verðbólgu með verðlausar krónumar log-
andi á bálinu?
Það er rétt að ríkisstjórnin hefur ekki fylgt eftir sem
skyldi aögerðum sínum frá því í fyrra þegar launaverð-
bætur voru teknar úr sambandi. Það er ekki sök launa-
mannsins að erlendar skuldir rjúka upp úr öllu valdi,
viðskiptahalli þyngist og vextir hækka. Það er ekki enda-
laust hægt að búast við því að verkalýðshreyfingin sýni
biðlund.
En hvers vegna verkfall? Eru ekki stjómvöld einmitt
þessa dagana að taka sig saman í andlitinu með nýrri
stefnumörkun sem snýr að þeim sjálfum? Er ekki verið
að tala um afnám tekjuskatts af almennum launatekj-
um? Er ekki hægt að finna kjarabætur í einhverju öðru
formi en beinum kauphækkunum? Getur ekki ríkissjóður
til að mynda gefið forstjórum og ráðuneytisstjórum sín-
um leyfi til sjálfstæðra kjarasamninga við starfsfólk sitt
svo framarlega sem heildarútgjöld innan hverrar
stofnunar haldist innan þeirra marka sem ríkissjóður
setur? Það gæti knúið forstjórana til að beita spamaði og
hagræði í rekstri. Ef menn setjast niður og ræða saman
má finna lausnir sem eru betri en verkföll. ebs
Bændur hverfa
frá útflutningi
Þá er þingi Stéttarsambands bænda
lokiö, en aö þessu sinni var fariö með
þjáninguna til Isafjaröar, sem viö
fyrstu sýn kann aö viröast vera út í
hött, því staðurinn er þekktari fyrir
þorskafla og rækju. en landbúnað.
Samt er þar mjólkurbú í Wardstúni,
sem tekur 1,3 milljón lítra á ári, frá um
þaö bil 70 framleiöendum, og auk þess
slátur, og því eigi verra aö halda þar
ráöstefnu bænda úr öllum sýslum
landsins en á öörum stööum sem
meira eru orðaðir viö sveitasælu en
fisk.
Fallið frá útfíutningsbótum?
Ekki veit ég hvers vegna Stéttar-
sambandsfundir bænda vekja ávallt
meiri eftirtekt en launavinnan á
Búnaöarþingi. Kannske er þaö vegna
þess að þar ráöast örlögin meira fyrir
hvíta minnihlutann á Islandi, er aöeins
fær aö borga undir landbúnaö, eöa
fyrir launavinnumenn á mölinni, er
hafa viðlíka áhrif á stjórn matvælasölu
og hinir svörtu íbúar Pretóríu hafa á
landsstjórnina í Suður-Afriku, því þeir
búa líka á einskonar samlagssvæði,
þar sem aðrir vita allt betur, einkum
hvaö þeim og þjóðinni er fyrir bestu.
Þó munu negrar mega éta þaö sem
þeim sýnist.
En hvaö um þaö. Þessi fundur
markar tímamót, því hinir ljúfu dagar
offramleiöslu og útflutningsbóta eru
nú endanlega liðnir. Þó ekki vegna
þess aö pólitískur vilji sé ekki lengur
fyrir hendi. Þjóöin hef ur nefnilega ekki
lengur ráö á að greiöa hundruð
milljóna á ári fyrir offramleiðslu á bú-
vöru, sem enginn vill heyra né sjá. Og í
ár 1984 nema útflutningsbætur á
búvörur t.d. 468 mUljónum króna, en
fyrir þá upphæð má kaupa 250 blokkar-
íbúðir, eöa kaupa um 2000 nýja fjöl-
skyldubUa af betri sortinni, svo tölur
séu settar í annað samband til betri
skUnings. Og svona hefur þetta gengið
ár eftir ár. Búvöruframleiöslan eykst,
en samdráttur hefur oröiö í neyslu
heföbundinnar búvöru á sama tíma;
mjóUi, kindaketi, slátri og innvolsi.
Menn vUja heldur nautasteikur,
kjúkUnga og djús. Heldur hamborgara
en súrmeti og hákall, hvort sem okkur
líkar það betur eða verr.
Rök bændaleiðtoganna eru mjög
skýr, hvers vegna þeir ætla að hætta
útflutningi á búvörum. Islenskar
búvörur seljast hvergi, nema þá í
hæsta lagi fyrir sláturkostnaði og
frakt, eUegar brot af vinnslukostnaöi
mjólkurbúanna. DUkakjöt var þannig
„selt” tU útlanda í fyrra fyrir 35 kr.
kílóið (2.400 tonn). Þjóöverjar greiddu
þó aöeins 24 krónur fyrir kíló af
íslensku lambaketi og Danir kr. 13,30.
Og meö þessum hætti flytjum við út um
3000 tonn af dUkakjöti og um 500 tonn
af osti árlega. Á þessu ári mun vera
búið að greiða um 300 miUjónir af þeim
468, sem bændur eiga „rétt á” í ár.
Fátæk þjóð með dýrar vörur
Þetta eru huggunarríkar tölur,
þegar maöur sér sama ket auglýst í
lágprísabúðum, verkamannaket og fl.
fyrir 2—350 kr. kílóið. En mest er þó
um vert, aö bændur virðast hafa áttaö
sig og forsætisráöherra hefur fagnaö
þessum samþykktum.
En þá spyrja hinir réttlausu. Hvers
vegna getur eins fátæk Evrópuþjóð og
Islendingar ein þjóða greitt sannviröi
fyrir íslenskar búvörur? Hversu mikið
hækka útgjöld heimilanna á Islandi,
vegna þess aö innflutningur á búvönun
er bannaður? Þaö er líka dæmi upp á
þúsundir bíla og íbúða, þótt það virðist
hafa gleymst.
MjóUc, smjör og ostur kostar t.d.
helmingi minna í Danmörku en á Is-
landi og enn meiri munur er á keti þar
og í flestum Evrópulöndum. GriUaður
kjúklingur kostar t.d. 65 krónur í
Frakklandi og svona má lengi telja.
En þaö sem gleymist er að í raun og
veru höldum viö áfram að greiöa „út-
flutningsbætur”, þótt hætt veröi aö
flytja út, því við erum látin greiða
„grundvaUarverð” fyrir búvörurnar
hér heima, fimmfalt þaö verð, sem
unnt er að fá fyrir íslenskar búvörur
erlendis og það er gert í skjóU hafta.
Okkur er nefnUega meinaður
aðgangur aö heimsmarkaöi þegar
matur er annars vegar, því viö erum
ofurseld höftum, sem aflétt hefur veriö
í flestum löndum.
Auðvitað er margt á sig leggjandi til
að innlendar búvörur verði áfram alls-
ráðandi á markaði hér, en þegar svína-
og fuglabændur eru hindraöir í að
framleiða ódýran mat, meö kjarn-
fóðurgjaldi og okurtoUi, þá er í skjóU
einokunar verið að neyða fóUc tU að
kaupa dýrt.
Málinu er því síöur en svo lokið með
því að hætt verður að flytja út búvörur
frálslandi.
Útboð á tilbúnum áburði
Annað mál er athygli vakti á
fundinum á Isafirði var krafa bænda
um niðurgreiöslur (auknar) úr ríkis-
sjóði á tilbúinn áburð. Bændur munu
þreyttir á háu áburðarverði þeirra í
Gufunesi. Verksmiðjan fertug og býr
LYKILATRIÐIÐ
ERMENNTUN
Núverandi rUcisstjórn hefur nú setið
í 15 mánuði. Margir hafa orðið fyrir
vonbrigðum með störf hennar. Niður-
skurður til félagslegra þátta, heilsu-
gæslu og menntamála hefur orðið 6-
vægari en þeir uggðu. Sá tónn er þó
gefinn þegar í upphafi. Samt eru menn
enn að verða hissa. Jafnvel daglega.
Undarlegt úrræðaleysi
Undarlegast er ef til vill úrræðaleysi
og seinagangur stjómarinnar við
eflingu atvinnulífsins, sem margir
trúðu henni þó til.
Þegar skýrsla fiskifræðinga um á-
stand þorskstofnsins var lögð fram
fyrir tæpu ári, opnaöi undirrituð um-
ræðu utan dagskrár á Alþingi og spurð-
ist fyrir um aöferðir stjómvalda til að
mæta þeim vanda, sem við blasti, at-
vinnuskorti og minnkun þjóöartekna.
Nokkuð kom á óvart, hversu lítið
bitastætt fannst í máli ráðherranna þá.
Því var boriö við, að of stutt væri frá
því skýrslan kom fram og því engu aö
svara um aðgerðir. Þaö hvarflaði jafn-
vel að manni, að þeim fyndist ekki
liggjaneinósköpá.
Menn muna svo, hver niðurstaðan
varð: Kvótakerfið. Sú niðurstaða var
ágæt út af fyrir sig, en þurfti vitanlega
stuðning annarra þátta. En auðvitað
hlutu mennirnir að hugsa fyrir því, á-
leit vístmargurþá.
KRISTÍN
HALLDÓRSDÓTTIR
ÞINGMAOUR KVENNALISTA.
Hvar er nýsköpunin?
Síðan svarta skýrslan kom fram eru
liðnir tíu mánuðir og enn lengra síðan
ríkisstjórnin tók við. Og nú er spurt:
Hvar er sú alhliöa uppbygging atvinnu-
lifsins, sem svo oft er rætt um? Hvar er
nýsköpunin margumtalaða? Hverjar
eru þær ráöstafanir í atvinnumálum,
sem svo nauðsynlegar eru samhliöa
samdrætti í fiskveiðum og vinnslu?
Hvað hefur þessi st jórn gert í þeim ef n-
um?
Jú, hún setti snemma á sínum ferli á
stofn stóriðjunefnd, sem fundar stíft og
ferðast víða og reynir að lokka erlenda
stóriðjuhölda til aö hætta fé sínu hér á
landi.
En hún gerði líka annað: Hún dró
verulega úr framlögum ríkisins til
sjóða atvinnuveganna á fjárlögum
þessa árs, m.a. til lánasjóða iðnað-
arins, sem flestir líta vonaraugum til
sem atvinnuvegs framtíðarinnar.
Þetta er nú öll uppbyggingin allt til
þessa dags. Annað hefur a.m.k. ekki
verið sýnilegt.
álfe „Hvað gagna okkur félög og sjóðir án vel
menntaðs fólks með hugvit og þekkingu
til að nýta þau tækifæri, sem stjórnvöld eiga
réttilega að hafa í boði?”