Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1984, Page 13
DV. FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER1984.
13
JÓNAS
GUÐMUNDSSON
RITHÚFUNDUR
viö orkumunað, eöa greiöir sama og
Jámblendið fyrir raforku, sem er sér-
lega áhugavert fyrir Reykvíkinga er
eiga tæpan helming í Landsvirkjun er
gefur orkuna.
En áburðurinn er ekki allur
framleiddur í Gufunesi og aöeins ein
sort að öllu leyti. Áriö 1982 voru þannig
flutt inn um 45 þús. tonn af tilbúnum
áburöi og efnum og sýnist mörgum aö
verksmiðjustjórnin sé ekkert sérlega
hagsýn í innkaupum og fröktum.
Þessi áburöarkaup á vitaskuld aö
bjóða út og eins flutningana. Bæöi
aöföngin og eins sjó- og landflutninga
til bænda. Hitt vekur einnig furðu, aö
greiðsluskilmálar eru mismunandi og
eins vaxtakjör, eftir því hver kaupir,
og mun þaö einsdæmi í viðskiptum við
ríkisfyrirtæki. Þannig eru búnaðar-
félög látin sæta hörðum kosti, meðan
verslunarfyrirtæki mega draga
greiðslur til 1. des. Þarna ríkir gífur-
legur ójöfnuður, og teljum við hér, að
með útboði á aðkeyptum áburði og
réttlátum viðskiptaháttum viö jón og
séra jón, mætti sleppa við niðurgreiðsl-
ur, og þetta fyrirtæki færi að verða sú
lyftistöng, sem margir telja aö
Áburðarverksmiðjan eigi aö vera.
Fleira var gott að frétta af fundi
Stéttarsambandsins og það er
ánægjuefni aö viðbyggingin við Sögu
gengur vel og að reiðhöll er á næsta
leiti. Jónas Guðmundsson.
Eiga blaðamenn
að vera stikkfrí?
Uppþot nokkurra blaðamanna
vegna þess að forseti Hæstaréttar,
Þór Vilhjálmsson, tók þátt í umræð-
um á lögfræðiþingi í Noregi um
ábyrgð fjölmiðla sýnir, að vissulega
er úrbóta þörf um ábyrgð fjölmiðla
ef þeim verður fótaskortur í starf-
semisinni.
Raunar er besta dæmið um slíkt að
fréttamenn og ritstjórar virðast ekki
gera sér grein fyrir að algengt er að
dómarar fjalli á fræðilegan hátt um
hin og þessi vandamál sem efst eru á
baugi hverju sinni. Til dæmis má
nefna aö Gizur Bergsteinsson hefur
ritað mikiö um skaðabótarétt, og
hafa skrif hans haft veruleg áhrif á
þróun skaðabótaréttar.
Þá má benda á að Þór Vilhjálms-
son hefur áður tekiö þátt í umræðum
um lögf ræðileg málefni og minnist ég
þess að hann flutti fyrir nokkru fyrir-
lestur um stjórnskipunarmál í út
varpið. Dr. Ármann Snævarr hefur
látið sifjaréttarleg málefni talsvert
til sín taka, einnig eftir að hann varð
hæstaréttardómari. Og þannig má
nefna til aö dómarar Hæstaréttar
hafa bæöi fyrr og nú tekið þátt í
fræðilegri umræðu um lögfræðileg
málefni á Islandi.
Bætt tjón
Blaðamenn viröast eiga erftitt
með að halda skapi sínu ef minnst
er á rétt þeirra manna sem verða
fyrir ósönnum fréttaflutningi, hvort
heldur hann stafar af óvönduðum
vinnubrögðum blaðamanns eða mis-
tökum hans. Er það þó löngu viður-
kennd regla að menn, sem verða
fyrir tjóni, eigi rétt til þess að fá tjón
sittbætt.
Blaðamenn veröa sjálfsagt fyrir
því eins og aðrir að lenda í árekstri.
Stundum eiga þeir ekki sök á tjón-
inu. Ekki veit ég til þess að blaða-
menn hafi hafnað bótum meö skír-
skotun til þess að bótagreiðslur fyrir
umferðarslys yrðu til þess að tor-
velda umferð?
Það leiðir af auknum fréttaflutn-
ingi að meiri hætta er á því að blöð
meiði einhvem með fréttaflutningi.
Af hverju það gerist skiptir í sjálfu
sér ekki máli. Sá sem verður fyrir
tjóni á rétt til þess aö f á tjón sitt bætt.
Margir virðast halda að slíkar bóta-
greiðslur muni verða hemill á prent-
frelsi. Eg get- ekki séð það. Eg fæ
ekki séð hvaða prentfrelsisrök rétt-
læta að logið sé upp á mann eða fyrir-
tækL
Bætur herða
eftirlit
Hins vegar geta fébætumar orðið
til þess að draga úr hættu á mistök-
um. Staðreyndin er nefnilega sú að
þegar blöð þurfa aldrei að hugsa um
afleiðingar þess sem þau birta slakn-
ar á eftirlitinu. Blaðamennimir
freistast til þess aö segja meira en
þeir geta staöið við. Þeir hugsa með
sjálfum sér: Eg missi kannski af
fréttinni ef ég bíö eftir fyllri upplýs-
ingum — nú þaö gerir svo sem ekkert
þótt hún sé ekki fullkomlega rétt þvi
að ég get alltaf komið aö leiðréttingu.
Og það er út af fyrir sig rétt. Leið-
réttingin birtist hins vegar oftast á
lítt áberandi staö og sést ekki.
Blaðamenn hafa skírskotað til
siðareglunefndar félags síns. Eg hefi
sjálfur einu sinni leitað til hennar
vegna þáverandi starfa minna hjá
ríkisútvarpinu. Siðareglunefndin
féllst á sjónarmið mín. Um það fékk
ég bréf. Eg mátti hins vegar ekki
birta bréfið, þótt í því fælust ávítur
um röng vinnubrögð blaðamanns.
Blaðamaðurinn hefði getað leyst það
mál meö því að biöjast afsökunar á
mistökum sínum og afturkaila opin-
berlega það sem hann haföi opinber-
lega sagt. Það hvarflaöi ekki að hon-
um. Hins vegar skilst mér að um-
ræða hafi veriö um það í fréttablaði
blaðamanna að nefndur úrskurður
siðareglunefndar hafi verið árás á
prentfrelsið.
Blaðamenn segja aö siðareglu-
nefndin sé svipuö stjóm Lögmanna-
félags Islands, en stjórnin hefur
dómsvald í tilteknum málum er
snerta samskipti málflutnings-
manna og viðskiptavina þeirra.
Þessi fullyrðing blaðamanna er
röng. Urskurðum stjórnar Lög-
mannafélagsins má skjóta til Hæsta-
réttar sem fellir þá endanlegan dóm
í málinu. Eg veit ekki til þess að
nokkur málskotsréttur sé frá siða-
nefnd Blaðamannafélagsins. En að
sjálfsögðu geta menn fariö í meiö-
yrðamál.
Úrelt meiðyrðalöggjöf
Menn tala oft um að meiðyrðalög-
gjöf á Islandi sé úrelt. Eg held að það
sé aö mörgu leyti rétt. Eg tel hins
vegar að úrbætur verði ekki gerðar
með öðru en gera þá lagabreytingu
Kjallarinn
HARALDURBLÖNDAL
LÖGFRÆOINGUR
að fébætur verði hækkaðar en sektir
felldar niður nema í sérstökum tak-
mörkuðum tilfellum. Og ég tel að það
eigi að taka sérstakt tiUit til þess
þegar metnar eru fébætur í hversu
áhrifamiklum fjölmiðlum ærumeiö-
ingarnar birtust, eins mætti taka til-
lit til þess hver það er sem lætur þær
frásérfara.
Nýtt dæmi um hörmuleg mistök
blaöamanna er mér í fersku minni.
Fyrir nokkru síðan voru staddir hér
á landi fótboltamenn frá Liverpool. I
DV birtist frásögn af skemmtanalífi
þessara manna. Þessi frásögn
reyndist röng. Hún haföi verið sett í
blaöið án þess að heimildir væru
nægjanlega kannaðar. Hún var mjög
ærumeiðandi fyrir viðkomandi leik-
menn Liverpool og hefði getað valdið
þeim álitshnekki heima fyrir og
hneisu og jafnvel vandræðum á
heimilum þeirra.
Ritstjóri DV greip til þess ráðs að
biðjast opinberlega afsökunar. Ekki
í smáathugasemd eins og oftast er
siöur, heldur með því að skrifa afsök-
unarleiðara. Ég held að allt þaö sem
stendur í þessum leiðara styðji þá
fræðilegu gagnrýni sem Þór
Vilhjálmsson hefur sett fram á það
hvernig haldið er á skaðaverkum
blaðamanna.
Haraldur Blöndal.
• „Ekki veit ég til þess að blaðamenn hafi
hafnað bótum með skírskotun til þess að
bótagreiðslur fyrir umferðarslys yrðu til þess
að torvelda umferð.”
Þróunarfélagið hf.
Fyrst núna — loksins — er eins og
stjómarliðið sé vaknað til vitundar
um, að ekki sé nóg að orna sér við úr-
elta stóriðjudrauma og útdeila styrkj-
um og skuldbreytingum til útgerðar-
manna og bænda.
Og helsta úrræöið er eitt herjans
mikiö hlutafélag, sem sækja á hlutaféð
í ríkissjóö (sem sagður er tómur), til
bankanna (sem sagöir eru stórskuld-
ugir erlendis), til lífeyrissjóöa (sem
ekki hafa getað fjármagnað hús-
byggingar landsmanna, eins og ráð
var fyrir gert) og til almennings!
Fjarri er mér að spá illa fyrir
Þróunarfélagi Islands hf., enda fátt
eitt um það vitað, þegar þetta er
skrifað. Kannski — og vonandi —
verður þaö sá drifkraftur, sem þarf til
eflingar atvinnulífsins, sá stuðningur,
sem ung fyrirtæki og nýjar atvinnu-
greinar þurfa í formi ráðgjafar og
aðstoðar við arðsemiskönnun,
markaösleit og lánafyrirgreiðslu.
Helsta auðlindin
er fólkið sjálft
En það verður að segjast eins og er,
að Þróunarfélagið hf. er heldur ótrú-
verðugt framtak, þegar litið er til að-
gerða ríkisstjómarinnar í mennta-
málum. Þar rekur hvert óráðið annaö,
sem vekur óhug og furðu. Og maður
spyr : Ermönnumsjálfrátt?
Þegar spurt er um auðlindir
Islands, koma flestum í hug fiskimið
okkar, jarðvarmi og fallvötn, jafnvel
sérstæð fegurð landsins, sem dregur
að sér ferðamenn og gæti gert það í
ríkari mæli, ef unnið væri skipulega að
því.
Helsta auölind okkar er þó fólkið.
sem byggir þetta land, hugvit þess og
þekking, og framtíð okkar er fyrst og
fremst undir því komin, að við hlúum
aö þessari auðlind. Góö menntun upp-
vaxandi kynslóðar er öllu öðru mikil-
vægara og raunverulega það eina, sem
viö getum ekki með nokkru móti spar-
aöviðokkur.
Einmitt nú á tímum, þegar gildi
menntunar í atvinnulífinu fer sívax-
andi, er sérstaklega brýnt að slaka
hvergi á kröfum. Lykilatriöiö í upp-
byggingu atvinnulífsins er menntun.
Fjársvelti í
menntakerfinu
Við lifum á tímum örrar tækni-
þróunar, þar sem sífellt er krafist
meiri sérþekkingar. Aukin tækni og
sjálfvirkni minkar þörf fyrir ófaglært
vinnuafl.
Okkur er lífsnauðsyn að gera fólki
kleift að tileinka sér þá þekkingu, sem
þarf tfi að mæta þessum nýju aðstæö-
um' í atvinnumálum. Það er því full-
komið glapræði að þrengja að mennta-
kerfinu eins og nú er gert, markvisst
aðþvíer virðist.
Það er sama, hvert litið er, alls
staðar blasir við fjársvelti, til bygg-
inga, til tækjakaupa, til þjálfunar
kennara. Lánasjóður námsmanna er
sveltur, og kjaramál kennara eru í
ólestri.
Daglega birtast nú greinar, fréttir
og ályktanir um óviðunandi kjör þeirr-
ar stéttar, sem við treystum til upp-
fræðslu bamanna okkar. Það er ógn-
vekjandi lestur, og rikisstjórninni væri
til sóma, ef hún tæki nú á sig rögg og
leiðrétti kjör kennara, áður en at-
gervisflóttinn úr stéttinni, sem þegar
er hafinn, leiðir til algjörs hruns.
Það tekur skemmri tíma að rífa
niður en aö byggja upp. Og niöurrifið
erþvímiðurhafið.
Missum ekki af lestinni
Nýjasta dæmið er aðförin að Há-
skólanum, æöstu menntastofnun
okkar. NT segir frá því í frétt um síð-
ustu helgi, að fjármálaráðuneytið
leggi til 100 millj. kr. niðurskurð á fjár-
veitingabeiðni Háskólans til næsta árs
og hefur síðan orörétt eftir háskóla-
rektor: „Dauðadómur yfir Háskólan-
um”.
Hér er ekki rúm til að fara frekar út
í málefni Háskólans. Nægja verður að
vísa til þess, að allar þær greinar, sem
líklegastar þykja sem atvinnugreinar
framtíðarinnar, svo sem rafeindaiðn-
aöur og líftækni, krefjast menntunar á
háskólastigi, mikillar sérhæfðrar
kunnáttu og rannsókna. A að loka dyr-
unum á eölilega og nauðsynlega þróun
þessara greina á Islandi?
Hvað gagna okkur félög og sjóðir án
vel menntaðs fólks með hugvit og
þekkingu til aö nýta þau tækifæri, sem
stjómvöld eiga réttilega að hafa í
boði?
Harla lítið. Við missum einfaldlega
af lestinni. Við verðum undir í sam-
keppni við aðrar þjóöir um framleiðslu
okkar. Við missum hæfileikafólk til
annarraþjóða.
Eg heiti á þá stjómarliða, sem
skilning hafa og áhuga á þessum
málum, að beita öllum sínum áhrifa-
mætti til að hindra hrun í menntakerfi
okkar. Nánast hver dagur er dýr-
mætur.
Markmiðið hlýtur að vera meiri og
betri aðstæður til náms og rannsókna.
Lágmarkskrafan er, að aöstæöur
versni að minnsta kosti ekki.
Afturför er glapræði.
Kristín Halldórsdóttir.