Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1984, Page 31
DV. FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER1984.
43
LANGAR AÐ EIGNAST
STÓRA FJÖLSKYLDU
hans, Ijós-
myndafyrirsætan
Christina Brink-
lay.
Billy Joel ætlar að gifta sig í haust og
sú heppna er aö sjálfsögðu vinkona
hans síöasta árið, Christine Brinkley.
Billy mun vera svo ánægður og mont-
inn með tilvonandi eiginkonu sína að
hann segir það hver jum sem heyra vill
að brúökaupið standi fyrir dyrum.
Christine hefur sjálfsagt ekkert á
móti þessum ráðahag heldur því hún
hefur fylgt unnusta sínum á ferðalagi
hans um heiminn. Tónleikaferðalag
Billy Joel endaði á Wembley í London
þar sem hann hélt þrenna tónleika.
Christine var á þeim öllum. Siöustu
tónleikum hans var sjónvarpað beint
um Evrópu. Islenska sjónvarpið hefur
sýnt fyrri hluta þessara tónleika.
Áhorfendur á Wembley voru ekki í
neinum vafa um hver væri „Uptown
girl” er Billy söng þaö lag. Hann sendi
fingurkoss yfir í stúkuna þar sem
Christine sat. Kvikmyndatökumaður-
inn frá BBC gleymdi aðalpersónunni
og elti fingurkossinn með myndavél-
inni. Þar lenti hann á Christine sem
klappaði í takt við tónlistina.
Á blaðamannafundi fyrir konsertinn
var Billy Joel m.a. spurður um
Christine. — Eg skrifaði ekki Uptown
girl um hana — það var önnur stúlka,
sagði Billy. — Það voru svo margar
stúlkur í lífi mínu fyrst eftir að ég
skildi. Eftir að ég hafði kynnst
Christine þá fannst mér lagið vel geta
átt við hana.
Ekki sagðist Billy vera búinn aö
ákveða hvenær næsta plata kæmi út en
það yrði örugglega innan árs.
Nú óskar Billy helst eftir að eignast
fjölskyldu.
— Eg er orðinn 35 ára gamall og ekki
seinna vænna. Eg get vel ímyndað mér
að ég sé gamall afi með langt, hvítt
skegg sitjandi í bakgarðinum meö fullt
af bamabömum.
Tónlistin hefur alltaf verið stærsti
hlutinn af lífi minu en ég vil ekki fara á
mis við aö eignast fjölskyldu fyrir
hana, sagði Billy Joel.
Engar skemmtanir, takk
Linda Grey, Dallasstjama sem er
orðin 43 ára, er nú nýtrúlofuö. Sá heitt-
elskaði heitir Paul Constanzo, 32 ára
músíkant. Þau kynntust á hátíð mikilli
í New York í september í fyrra og í
desember flutti hann inn til hennar.
Paul skildi við alla vini sína og klúbb-
ana í New York, þar sem hann spilaði á
trompet, til að eiga fjölskyldulíf með
Lindu og bömum hennar, Jeff sem er
19 ára og Kelly sem er 17 ára.
Paul drekkur ekki áfengi og það
kemur sér vel fyrir Lindu sem er
áfengissjúklingur. I stað þess að
skemmta sér stunda þau íþróttir af
fullum krafti.
Linda Grey skildi við mann sinn, Ed
Trasher, í febrúar í fyrra eftir 21 árs
hjónaband. Hún hóf villt skemmtanalíf
eftir skilnaðinn og allt þangaö til hún
kynntist Paul. Hann þolir það líka
alveg ágætlega aö hún sé stjarna en
það gat fyrri maður hennar ekki gert.
Linda er ellefu árum eldri en unnusti hennar, Paul, sem var trompetieikari i
klúbbum i hlow York.
Sviðsljósið
— Björa Borg segir ekki
Kemur Jannike Björling til með að
fæða bam það sem Marianna þráði
aö eignast — með sínum Björn Borg?
Þannig velta blöð út um allan heim
sér upp úr þeim fréttum að Jannike
sé bamshafandi. Þau sögöu þaö bæði
í Los Angeles við blaðamenn þar.
Hún sagði það er heim kom en þá
neitar hann. — Við eigum ekki von á
bami og við höfum ekki ákveðið neitt
með framtíðina, segir Bjöm Borg nú.
Jannike mun halda áfram aö búa hjá
fjölskyldu sinni og sjálfur ætla ég að
búa í íbúð minni í Monaco, þrátt fyrir
að ég muni vera með annan fótinn
héríSvíþjóð.
Maríanna mun hafa fengið mikið
áfall er Borg tilkynnti henni að hann
vildi skilnaö. Ekki batnaði það þegar
hún las í blöðum að Jannike ætti von
á bami. Sjálf hefur Marianna þráð
aðeignastbam.
Stóra spurningin er nú hvort sagan
af væntanlega baminu er sönn eða
ekki. Það hlýtur að koma í ljós fyrr
eða síðar. Hvort hamingjan á rniHi
Borg og hinnar sautján ára gömlu
Jannike var bara stutt ævintýri er
ekki gott að segja um. Við í Sviðsljós-
inu fylgjumst með öllum fréttum er
þetta mál varðar og birtum jafnóð-
um og þær berast.
Það fór vel á
með þeim
skötuhjúunum
en hvort ellt er
búið núna er
ekki gott að
segja. Hún mun
að minnsta
kosti búa hjá
fjölskyldu sinni
áfram.
ERHÚN
ÓFRÍSK
EBA EKKI?