Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1984, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1984, Blaðsíða 2
2 DV. MIÐVKUDAGUH 24. OKTOBER1984. Niðurstöður skoðanakönnunar um frjálsu útvarpsstöðvarnar: TVEIR ÞRtÐJU Á MÓTILOKUN STÖDVANNA Yfirgnæfandi meirihluti lands- manna heföi viljað aö frjólsu útvarps- stöðvarnar heföu starfað áfram og var andvígur því aö þeim var lokaö. Þetta sýnir skoðanakönnun, sem DV lét gera fyrir sig meö DV-aðferðum dagana 12,—14. október, fyrir rúmri viku. Spurt var: Heföiröu viljaö að út- varpssendingar einkaaöila aö undan- fömu héldu áfram eöa ertu samþykkur stöðvun þeirra? Urtakiö í könnuninni var 600 manns, og var jafnt skipt milli kynja og jafnt milli Reykjavíkursvæðisins og landsbyggöarinnar. A öllu landinu sögöust 54,7 prósent heföu viljað, aö stöövamar héldu áfram. 27,5% vom fylgjandi stöövun þeirra. Aðeins 6,2% voru óákveðnir og 11,7% vildu ekki svara. Þetta þýöir aö af þeim sem tóku af- stööu vildu 66,5%, aö stöðvamar heföu fengið að halda áfram, en 33,5% voru samþykkir því, að þeim var lokaö. Meirihlutinn var meira afgerandi á Reykjavíkursvæðinu, þar sem yfirleitt heyröist vel í Fréttaútvarpinu sem DV- menn ráku. Annars staöíu- taka menn aö sjálfsögöu frekar afstöðu um mál- efniö, hvort hafa skuli frjálsar út- varpsstöðvar eða stöðva þær, en víöa um land komu þó upp frjálsar stöðvar um skeiö. Á Reykjavíkursvæöinu sögðust 59,3% heföu viljað aö stöðvarnar héldu áfram, en 24,7% voru samþykkir stöðvun þeirra, 3% óákveðnir og 13% svöruöu ekki. Þaö þýöir aö af þeim sem taka afstööu á Reykjavíkursvæð- inu vildu 70,6% aö stöðvarnar heföu fengiö að vera áfram en 29,4% voru samþykkir stöðvun þeirra. Einnig utan Reykjavíkursvæðisins, á landsbyggöinni, vildi mikill meiri- hluti að stöövarnar heföu verið áfram. Þar sögöust 50% heföu viljað aö þær héldu áfram, 30,3% vom samþykkir stöðvun þeirra, 9,3% óákveönir og 10,3% svöruðu ekki. Þetta þýðir, að af þeim sem tóku afstööu á landsbyggð- inni sögðust 62,2% heföu viljaö að út- sendingar þessarhéldu áfram en 37,8% vom samþykkir stöðvun þeirra. -HH Spurt var: Hefðirðu viljað, að útvarpssendingar einka- aðila að undanförnu hóldu áfram, eða ertu samþykkur stöðvun þeirra? Niðurstöður skoðanakönnunarinnar urðu þessar: Alltlandið: Vildu að þær hóldu áfram Samþykkir stöðvun þairra Óókveðnir Svara ekki 328 a&a 54,7% 165 eða 27,5% 37eða 6,2% 70eða11.7% Þeir sem tóku afstöðu skiptast þannig á landinu öllu: Vildu áframhald 66,5% Samþykkir stöðvun 33,5% Á Reykjavíkursvæðinu sórstaklega voru niðurstöður þessar: Vildu áframhald Samþykkir stöðvun Óákveðnir Svara ekki 178 eða 59,3% 74 eða 24,7% Seða 3% 39 eða 13% Þeir sem afstöðu tóku: Vildu áframhald 70.6% Samþykkir stöðvun 29,4% Á landsbyggðinni voru niðurstöður þessar: Vildu áframhald 150eða50% Samþykkir stöðvun 91 eða 30,3% Óákveðnir 28eða9,3% Svara ekki 31 eða 10,3% Þeirsem tóku afstöðu: Vildu áframhald 62,2% Samþykkir stöðvun 37,8% Eiður Guðnason alþingis- maður: Niðurstöðurnar koma mérekki áóvart „Þessar niðurstöður koma mér ekki á óvart. Eg er fylgjandi því aö fleiri aðilar en rikiö fái að reka útvarps- stöðvar, en hins vegar vom ólöglegu útvarpsstöðvamar hreint ekki til fyrir- myndar að öllu leyti,” sagði Eiður Guðnason. „Þó var fagmannlegar staðið aö Fréttaútvarpinu, stöð DV manna, en hinna. Nauösynlegt er aö reglurnar sem gUt hafa verði rýmkaðar en þaö verður aö gerast á eölUegan hótt, þannig aö lögum sé fylgt. Menn eiga að stíga fyrstu sporin með varúð. Svona stöövar eiga ekki bara að njóta rétt- inda heldur líka aö hafa sky ldur. ” EH/ÞG Ellert B. Schram alþingis- maður: Góð útkoma þráttfyrir einhliða áróður um lögbrot „Það kemur ekki á óvart hve ákveö- inn meirihluti er fylgjandi því aö stöðv- amar væm reknar viö þessar aðstæö- ur,” sagði Ellert B. Schram. „Athyglisverð er líka góð útkoma þrátt fyrir ákaflega einhUða áróður um aö hér hafi verið um lögbrot að ræða. SkUningur manna á rekstri út- varpsstöðvanna er ljós því að hér er um grundvallarspurningu um mann- réttindiaðræða.” EH/ÞG Tómas Árnason alþingis- maður: Óvarlegtað leyfa fleiri en einastöð „Eg er þeirrar skoðunar að þessar útvarpsstöðvar hafi veriö ólöglegar en þær spruttu upp úr óvenjulegum jarð- vegi,” sagði Tómas Ámason. „Aðgerð útvarpsmanna þegar þeir lögðu niður vinnu var Uka ólögleg. Ég styð frumvarp um frjálsan útvarps- rekstur en tel þó óvarlegt að fleiri en ein útvarpsstöð verði í einkaeign til að byrjameð.” EH/ÞG Ragnhildur Helgadóttir mennta- mála- ráðherra: Vinnað rýmkuná útvarpslögunum „Eg hefði viljað að útvarpsstöðvam- ar væru lögleyfðar og vinn að sh'kri rýmkun á útvarpslögum,” sagöi Ragn- hildur Helgadóttir menntamálaráð- herra. „Það er fyrir löngu komið í ljós að allur þorri landsmanna er hlynntur rýmkun á útvarpslögum þannig að ein- stakUngar, félög eða sveitarfélög geta fengið leyfi tU útvarpsreksturs. Þannig að þessar niðurstöður koma mér ekki á óvart.” EH/ÞG Í* Guðmundur Jónsson, fram- r hvæmda- WstjóriRíkis- útvarpsins: Vilekki tjá mig um málið „Eg hef engan áhuga fyrir skoðana- könnunum og þarf engan að verja í dagWöðum. ÆUi útvarpsstöðvum fari ekki að fjölga bráðum, annars er ég ekkert skyldugur aö tjá mig um þessi mál,”sagðiGuömundur Jónsson. -EM Ummæli fólks í könnuninni: ■ 11M |J|| V „FRJALST ÚTVARPÁ RÉTT ÁSÉR” — Miklu betra útvarp en gamla útvarpið „Ég skipti um skoðun varðandi frjálst útvarp núna í verkfaUinu. Eg er Hjörleifur Guttorms- son alþingis- maður: Óánægja með þögn Ríkis- útvarpsins „Ég hygg aö umsagnir manna hér endurspegli þá óánægju meö þá þögn sem ríkti á Ríkisútvarpinu,” sagöi Hjörleifur Guttormsson. „Eg á von á að niðurstöður í skoð- anakönnun sem þessari væru ó annan veg ef til þessarar þagnar hefði ekki komið. Eg hef lýst mig fylgjandi því að einokun Ríkisútvarpsins verði aflétt með tveimur skilyrðum. I fyrsta lagi að dreifikerfi verði rekiö af opinberum aðila svo að ekki komi til einokunar á eignarhaldi. 1 öðru lagi að ekki verði heimilaðar í nýjum útvarpsstöðvum viðskipta- og verslunarauglýsingar. -EM hlynntur því,” sagði karl á Reykja- víkursvæðinu, þegar hann svaraði spurningunni í skoðanakönnuninni. „Ánægður með Fréttaútvarpið og styð frjálsan útvarpsrekstur,” sagði annar. „Eg vil hafa frjálst útvarp,” sagði kona á Reykjavíkursvæðinu. „Mér finnst sjálfsagt að fleiri fái rétt til út- varpssendinga svo að fólk fái upplýs- ingar,” sagði kona á Reykjavíkur- svæðinu. „öryggisins vegna er alveg sjálfsagt að þær héldu áfram,” sagði karl á Klaustri. „Leyfa þeim aö halda áfram úr því að Ríkisútvarpið þagn- aði,” sagði karl á Sauðórkróki. „Áfram, ef maöur hefði heyrt þær,” sagði kona í Njarövikum. „Þetta voru miklu betri stöðvar en útvarpið okkar gamla, og það átti ekki að loka þeim,” sagði kona á Suðurlandi. „Ég tel hik- laust að þær hefðu átt að vera ófram,” sagði karl úti á landi. „Leyfa á frjálsar stöðvar með lögum. Ekki ánægöur með fréttaflutning Ríkisútvarps,” sagði karl á Reykjavíkursvæðinu. , ^Frjálst útvarp hefði mátt koma fyrr,” sagði annar. .í’rjálst útvarp átti rétt á sér þegar ríkisstarfsmenn lögðu fyrir- varalaust niður vinnu,” sagði karl á Reykjavíkursvæðinu. „Fréttaútvarpið hefði átt að byrja miklu fyrr,” sagði annar. „Þaö ætti að taka þá menn sem stóðu fyrir því að loka Fréttaútvarpinu og hýða þá opinberlega sem allra fyrst,” sagði karl á Reykjavíkursvæð- inu. „Fréttaútvarpið var mér ómetan- leg dægrastytting meðan það fékk að vera í friði. Ég vona að ég eigi eftir að fá tækifæri til að hlusta á eitthvað ann- að útvarp en Ríkisútvarpið í framtið- inni,” sagði kona á Reykjavíkursvæð- inu. „Stöðva þegar krafist var" „Eg er hlynntur stöðvun ólöglegra útvarpsstöðva en verð fyrsti maður til að hlusta á þessar stöðvar þegar ný lög hafa öölast gildi,” sagði karl á Reykja- víkursvæðinu á hinn bóginn. „Eg er á móti þvi að brjóta lög. Því var ég hlynnt því þegar útvarpsstöðvunum var lokað. En ég vona að lögin verði samþykkt hið fyrsta því að útvarps- rekstur á aö vera fr jáls,” sagði kona á Reykjavíkursvæðinu. „Meðan ráð- herra hefur ekki leyft rekstur frjálsra útvarpsstöðva eiga þær engan rétt á sér,” sagði karl á Reykjavíkursvæð- inu. „Eg vil frjálst útvarp en ekki með lögbroti,” sagði karl úti á landi. „Eg er á móti lögbroti. Ef útvarpsstöðvarnar hefðu farið að lögum væri ég meö þeim,” sagöi kona úti á landi. „Eg er samþykkur stöðvun þeirra meðan lögunum hefur ekki verið breytt,” sagöi kona úti á landi. „Það þarf að athuga það betur áður en þeim er leyft að starfa áfram,” sagði önnur. „Eg er ánægður með að þetta fór af stað en það varð að hætta þegar þess var kraf- ist,” sagöi karl á Reykjavíkursvæðinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.