Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1984, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1984, Blaðsíða 13
DV. MIÐVIKUDAGUR 24. OKTOBER1984. 13 að nema burtu um 60% af hinni dýr- mætu smjörfeiti, og sú smjörfeiti er hirt bótalaust af neytendum. Svo tekin séu dæmi úr siðuðu landi, þá kostar lítri af nýmjólk í Dan- mörku í dag Ikr. 14.35, en léttmjólk selja Danir á Ikr. 11.45, eða 20% ódýrara en nýmjólkina. Og eftir dönskum sið ætti íslensk léttmjólk aö hafa kostað um kr. 17.85 lítrinn, en ekkl kr. 22.30 eins og nýmjólkin. — Og þaö munar um minna. Smjörgróði úr léttmjólk Mjög auðvelt er að sýna fram á hagnað mjólkurstöðvanna af þessu smjörfitugramsi, en þar eð nýtt verð tók gildi 1. sept. sl. (þarsemnýmjólk og léttmjólk kosta áfram þaö sama, en nú kr. 23.10 lítrinn) og undir- ritaður hefur ekki fengið öll nýju verðin til sín upp í sveit, þá verða notaðar tölur fyrir árið 1983, er gefa sömu mynd. Arið 1983 voru framleidd og seld um 3565 tonn af léttmjólk, eða um 3,7 milljónir lítra. Ef viö reiknum með að nýmjólkin hafi verið 3,8% feit (var þó meira), en léttmjólkin 1,5%, er mismunurinn 2,3% feiti, en það samsvarar að 23 kg af smjörfeiti fást úr hverju tonni af nýmjólk, sem unnin er í léttmjólk, en það segir okkur að úr 3565 tonnum af léttmjólk hafa fengist um 82.000 kíló af smjör- feiti, en þar sem 82% smjörfeiti er í smjöri, svarar þetta til þess að mjólkurstöðvarnar hafa þarna hirt af neytendum 100 tonn af smjöri, bótalaust, út úr léttmjólkur- vinnslunni. Og hvernig skyldi þetta nú líta út peningalega: Heildsöluverð (niðurgreitt) á smjöri var kr. 217.91 á kíló, en niður- greiðslur á smjör voru kr. 72,86 á kíló. Hvemig niðurgreiðslur á mjólk blandast inn í þetta, er örðugt um að segja uppi í sveit, en hugsanlega námu þær 1/10 af léttmjólk árið 1983, en það gjörir um 16 milljónir króna. Þá má reikna með að yfirverð á létt- mjólk, eða það æruleysi að selja hana á sama verði og nýmjólk, þrátt fyrir að búið var að nema burtu um 60% af smjörfitunni hafi gefið mjólkuriðnaðinum 14 milljónir króna árið 1983. Uppstillt litur dæmið um léttmjólkina 1983 því svona út hjá ómegðarmönnum í milljónum króna: 1. Smjörverð 2. Niðurgr. 3. Niðurgr.(?) 4. Okur 22 millj. 7 millj. 16 millj. 14 millj. Alls 59 millj. Ovissuþátturinn (Nr. 3) er niður- greiðslur á léttmjólk og mjólk, hvemig þær blandast inn í dæmið, en allavega hafa milljónatugir veriö haföir af neytendum (og bændum?) með því að vinnsluhofin látast ekki taka eftir smjörfitunni í létt- mjólkinni, fremur en öðrum peninga- legum hagsmunum neytenda. Þar að auki eru milljónir króna hafðar af ríkinu meö niöurgreiðslum á smjör, sem búið er til úr óborguðum rjóma. Niðurgreiðslur á léttmjólkursmjörið voruíliö nr.2. Það má því segja aö verðmæta- sköpun úr léttmjólk sé létt verk hjá vinnsluhofunum nú um stundir. Og í raun og veru er fyllsta ástæða til þess að vinnslan endurgrsiði ríki og neytendum mjólkurfituna. Undanrennumusteriö er að komast undir þak og gullgeröarmennirnir héldu sýningu þar í síðasta mánuði. Við borgum. Jónas Guðmundsson. áttu aö ég skuli vera trúnaðarmaður fyrir Dagsbrúnarmenn vegna þess að Dagsbrún sé „ólýðræðislegasta félag á vesturhveli jarðar” (sic). Hefði þetta ekki einhvern tíma veriö kallaðhundlogikk? En áfram heldur herra Garðar hinn galvaskasti: ,,Við stjórnarkjör í félaginu eru viðhafðar svo flóknar og þunglama- legar reglur, að andspænis þeim verður hinn óbreytti verkamaður eins og krækiber i helviti. Hans eina leið til áhrifa er að snakka sig inn á forustuna eins og skútuformaðurinn virðist hafa gert.” Eins og þessi dæmi sýna þá ein- kennist öll umfjöllun þessa dæma- lausu „bírókrata” þingflokksins af svona yfirborðslegu lýsingaorða- glamri þar sem hvergi örlar á minnstu þekkingu á viöfangsefninu né viðleitni til efnislegrar umfjöllun- ar. Eftir lestur svona pistils, eins og herra Garðar Sverrisson hefur þarna látið frá sér fara, fer maður aö missa trúna á mannskepnuna þó aö maður huggi sig alténd við það að herra Garðar sé bara sjaldgæft af- brigði, — síöasti geirfuglinn. Sjálfstseði verkalýðs- hreyfingarinnar er „prinsipp" mál I grein minni um skipulags- mál verkalýðshreyfingarinnar var ég almennt að fjalla um skipulags- mál samtakanna en ekki frumvarp Vilmundar heitins neitt sérstaklega. Eg tók það aðeins sem dæmi. Hitt er deginum ljósara að það sem fer í taugarnar á þessum sneplastjóra Bandalags jafnaðarmanna eru skoöanir minar á téðu frumvarpi. I grein minni lýsti ég því sem „prinsipp” máli af hálfu verkalýðs- samtakanna að það sé mál sam- takanna sjálfra að taka ákvarðanir um sin innri skipulagsmál. öll utan- aðkomandi inngrip í þau eru óþolandi hvort sem um er að ræða misvitra pólitíkusa eða ríkisvaldiö sjálft. Allir verkalýðssinnar, sem skilja nauðsyn þess að verkalýðshreyfingin standi sjálfstæð gagnvart ríkis- valdinu, skilja þetta mætavel þó að þetta rúmist ekki í heilabúi Garðars Sverrissonar. Þessu svarar Garðar með því að ríkisvaldið skipti sér nú þegar af þessum málum og vitnar í lögin um stéttarfélög og vinnudeilur þessu til stuönings. Það er út af fyrir sig rétt aö lögin frá 1938 fólu í sér þrengingu á athafnasviði verkalýðshreyfing- arinnar. Hitt er aftur á móti lygi að lögin feli í sér inngrip í skipulagsmál samtakanna. Með vinnumálalöggjöfinni var stéttabaráttu verkalýðsins settar lagalegar skorður sem fólust í því að verkfallsréttur var takmarkaöur og sáttasemjara var fengið mikið vald í hendur. Að öðru leyti fela lögin frá 1938 ekki í sér inngrip í skipulagsmál verkalýðshreyfingarinnar. Þetta ætti Garðar að vita ef hann hefur þá einhvem tíma kynnt sér innihald lag- anna frá 1938. Frumvarp Vilmundar heitins Tillaga Vilmundar heitins um hvemig Alþingi eigi að skipa^ málefnum verkalýðshreyfingar- innar er í stuttu máli sú að á vinnu- stöðum þar sem vinna 25 menn eða fleiri skuli stofnuö starfsgreinaf élög. Þessum starfsgreinafélögum er síðan fenginn hinn lögformlegi samningsréttur. Gömlu verkalýðs- félögin eiga síöan áfram að vera lög- formlegur samningsaðili fyrir verkafólk á smærri vinnustööunum, komi þaö sér ekki saman um stofnun starfsgreinafélaga. Það er einnig nokkuð áhugavert að flutningsmaður frumvarpsins telur mikilvægt að Alþingi skipi málefnum verkalýðshreyfingarinnar en með öllu óþarft að gera slikar ráðstafanir gagnvart samtökum atvinnurek- enda. I greinargerð með frumvarpinu segir: „Flutningsmanni þykir sem það leiði af sjálfu sér, að breyta þyrfti skipulagi VSI, til samræmis við þá breytingu, sem hér er lögð til, en með öUu sé ástæðulaust að það sé sérstakt löggjafaratriöi”. Hvers vegna það er algerlega ástæöulaust væri fróölegt að vita? ? Sú grundvaUarhugmynd sem í frumvarpinu felst, þ.e. að stofnuð verði starfsgreinafélög á vinnu- stööum þar sem vinna 25 starfsmenn eða fleiri, þýðir í raun að verkafólk stæði tvístrað gagnvart samhentri sveit atvinnurekenda en samstööu þeirra má ekki veikja sbr. greinar- gerðina. Þetta frumvarp, sem Bandalag jafnaðarmanna hefur tekið ástfóstri við, er þegar aUt kemur tU alls sniðið að raunverulegum hagsmunum at- vinnurekenda. TUgangur þess er að brjóta verkalýðshreyfinguna niður í frumeindir og gera verkafólk í Utlum sætum starfsgreinafélögum virkt í stéttasamvinnu með sinum atvinnu- rekanda. Þannig á að krefjast hærri launa þegar aUt er í blóma (hvenær hefur það nú skeð) og þannig á að teljast eðlUegt á máU frumvarpsins og greinargerðar þess að starfsfólk taki þátt í rekstri fyrirtækjanna, t.d. með þeim hætti aö hægja á kaup- kröfum sínum tU að gera fyrir- tækjunum kleift að fjárfesta í nýjum tækjum og vélum sem síðan skiU sér í auknum kaupmætti. I stað samstiUtrar baráttu verka- fólks, sem oft hefur neytt atvinnu- rekendur tU að bæta rekstur fyrir- tækjanna, á skv. frumvarpinu að tengja kjarabaráttuna hag einstakra fyrirtækja. I greinargerð með frumvarpinu eru þessi stéttasam- vinnumarkmið kirfilega undir- strikuð: „En gera má ráð fyrir, að þegar um beina samninga er að ræða milU fyrirtækis og starfsfólks, þá sjái fyrirtækið sér hag í því, að fuUtrúar starfsfólks sitji í stjómum, fylgist sem best með afkomu fyrirtækis tU þess að auðvelda og Uöka fyrir skyn- samlegum kjarasamnlngum, án þess að gengið sé á hag fyrir- tækisins.”. (Leturbr. mín.) Þama stendur það svart á hvítu hvert markmiðið er með téðu frum- varpi. Það er ekki hagur verka- fólksins sem vakir fyrir flutnings- manni heldur hagur fyrirtækjanna. Það frumvarp sem hér hefur verið gert að umtalsefni er stéttasam- vinnufrumvarp. Markmiö þess er ekki að bæta skipulag verkalýðs- hreyfingarinnar heldur að brjóta skipulag hennar og samtökin sjálf niður í frumeindir. Fjöldi verkafóUcs úr hinum ýmsu geirum atvinnulífs- ins, sem fjaUaöi m.a. um þessi mál á skipulagsmálaráðstefnu sl. vor, gerði sér fuUa grein fyrir þessu og þetta verður „bírókratinn” hjá Bandalagi jafnaðarmanna lika að skUja. Guðmundur J. Hallvarðsson. Að flytja út hugvit og háþró- aða tækni Á undanfömum mánuðum hafa orðin líftækni og rafeindaiðnaður heyrst æ oftar og telja margir að framtiö þjóðarinnar sé talsvert undir þessu tvennu komin. Vð Eyjaf jörð er nú barist um hvort reisa skuU álver og uppfinninga- mennirnir sem kalla fyrirtækið sitt DNG hraktir úr landi. Verði atvinnu- stefna stóriðjunnar ofan á eru áhyggjur mínar og margra annarra um skóla með öUu þarflausar. Verði sú atvinnustefna „að flytja út hug- vit” hins vegar ofan á verður hins vegar að bæta skólana. Ef uppeldi og menntun æskunnar er vanvirt viðfangsefni er tómt mál að tala um að Islendingar geti staðið sig í sam- keppni og samvinnu þjóða. Islenskt Kjallarinn INGOLFUR A. JÓHANNESSON hugvit verður ekki flutt út ef ekki er SAGNFRÆÐIIMGUR OG KENNARI hirt um að þroska það. 1 • „Ef uppeldi og menntun æskunnar er van- virt viðfangsefni er tómt mál að tala um að íslendingar geti staðið sig í samkeppni og samvinnu þjóða.” Einstaklingskennsla eða hópkennsia Kennsla er erfitt starf og krefjandi en það er líka lifandi og gefandi þegar vel gengur. Ýmsar aðstæður í flestum þéttbýlisskólum torvelda að skólastarfið einkennist af persónu- legum samskiptum. Allir vita sem reynt hafa að 25—30 nemendur í bekk er of stór hópur. Kennarinn hefir minútu á nemanda í hverri kennslustund ef hann reynir að sinna ólíkum þörfum hvers og eins, eins og æskilegt er og raunar bundið í grunnskólalög. Skóli með þúsund nemendum er líka a.m.k. þrisvar sinnum of stór. I efri bekkjum grunnskólans og í framhaldsskólum, þar sem skóla- starfið er bútaö niður í námsgreinar og hver kennari kennir oftast bara eina grein, verða persónuleg sam- skipti of lítil. I stað þess að nálgast hvern einstakling í nemendahópnum á persónulegan máta verður starfiö aðallega hópkennsla. Ef skólastarfið elur af sér hópsálir og afsiðar þjóðina eins og ýmsir ótt- ast er það fyrst og fremst of lítilli áherslu á uppeldi einstaklingsins að kenna. Nemandinn verður í flestum til- vikum að laga sig af kröfum annarra og þær eru ekki einu sinni alltaf sanngjarnar og skynsamlegar, hvað þá að þær miðist við einstaklinginn Við kennarar metum nemendur oft- ast út frá sömu kröfum; afleiðingar eru bara yfirleitt ekki eins augljósar og þegar dýrin í skóginum stofnuðu skóla: Mig minnir að kanina, þröstur og silungur hafi verið í skólanefndinni sem samdi námsskrána: Kanínan heimtaði að hlaup sætu í öndvegi þrösturinn sagði að skóli án flug kennslu yrði gagnslaus og silung urinn vildi leggja áherslu á sund. Menn geta svo skemmt sér við að horfa á silunginn hlaupa og fljúga eða þröstinn synda kafsund. En þetta er ekkert fyndið þegar nem- andi sem er snjall að teikna (kannski efni í húsgagnahönnuö á heims- mælikvarða) man ekki hvenær Jón Sigurðsson forseti fæddist eða hefur gleymt reikningsreglu og fellur prófinu. Frumleiki og sköpunargáfa eru alltof lítils metin í skólum okkar. | Þau er svo erfitt að dæma á prófi! Athugasemd I síðustu grein minni var vitnað til orða Sigurðar Nordals og féll niður að geta þess hvaöan tilvitnunin var tekin. Hana er aö finna í greininni „Samlagningu” í tímaritinu Vöku árið 1927, bls. 62-3.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.