Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1984, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1984, Side 10
10 Útlönd Útlönd Útlönd DV. MIÐVIKUDAGUR 24. OKTOBER1984. Útlönd Erfiðir Korsíkumenn: Tvö sprengju- tilræöi á dag! Aldrei hefur þótt auðvelt að stjóma Korsíku, fæðingarstað Napoleons. Rómverjar reyndu þaö og gáfust upp eftir 100 ár. Genóa- mönnum mistókst það. Frakkland yfirtók stjórn eyjarinnar 1768 og hún hefur ekki valdið þeim neinu nema vandræðum. Nú eru Korsíkumenn að reyna sjálfir með því að kjósa sér sérstakt þing, en það ætlar líka aö ganga illa. Fyrsta þingið var sent heim í júní vegna þess aö því tókst ekki að semja fjárhagsáætlun. Þingii’u sem nú hefur verið kosið ætlar ckki aö ganga miklu betur. Astæðuna segja menn vera þá aö það séu hreinlega of margir smáflokkar og smákarlar sem vilja of mikið handa sjálfum sér. Ekki vantaði litríka flokka i fram- boð fyrir kosningamar í ágúst. Þar tefldu fram kommúnistar, vinstri sósíalistar, róttækir vinstrimenn, þjóðernissinnaðir aðskilnaöarmenn, þjóðernissinnaðir sambandsmenn, hægrisinnaðir Bonapartistar og jafn- vel ennþá öfgasinnaöri hægrimenn. Eftir kosningamar er enginn starf- hæfur meirihluti á 61 manns þinginu. „Þetta þing er verra en það síð- asta,” segir franskur sjónvarps- stjóri á Korsíku. „Ekki er jafnvel hugsanlegt fyrir menn aö tala saman.” Aöskilnaðarstefnan á sér sterkar rætur og er margra alda gömul. Upp á síðkastiö hefur hún orðiö æ ofbeldisfyllri. I fyrra voru framin aö meöaltali tvö sprengjutilræöi á dag. Til viðmiðunar má benda á að á þess- ari eyju í krikanum á milli Frakk- lands og Italíu búa 240.000 manns, jafnmargir og á Islandi. Stórir ættflokkar hafa haft hefö- bundin ítök í stjórn eyjunnar, en nú má greina að þessi einokun þeirra á stjórnmálum þar er að bresta, eins og sjá má af kosningaúrslitunum. Þó tveir hefðbundnir ættflokkastjórn- málamenn hafi fengið flest atkvæðin þá vom það öfgahópamir sem unnu kosningamar. National Front, sem er hálfgerður nasistaflokkur, hlaut 10 prósent atkvæða. Hinum megin, til vinstri, Hreyfing aðskilnaöar- sinna, sem er talin stjómmálaarmur skæruliðahreyfingar, fékk fimm prósent. Ekki eru allir vissir um að kosn- ingasigrar aðskilnaðarsinna séu aö öllu leyti til ills. Robert Broussard, ofurlögga sem stjóm Mitterrands sendi til Korsiku í fyrra, segir að nú verði sumir ofbeldishópanna að gera upp við sig hvort þeir vilji berjast fyrir sjálfstæði frá þingsölum Korsíkuþings eða með áframhald- andi drápum og eyðileggingu. Aðskilnaðarsinnaðir eyjarskeggjar í Mið jarðarhaf i: Ubýutengsl borgar- skæruliða á Sardiníu Tvær eyjur í Miðjarðarhafinu hafa reynst stjórnendum sínum erfiðar um tíðina og ætla að verða enn. önnur er Korsíka, sem nú heyr- ir til Frakklands, og hin er Sardinia sem Italir eiga. A báðum eyjunum eru sterkir hópar aðskilnaðarsinna sem hafa látið i sér heyra svo að um munar. Eftir þriggja ára rannsókn segist ítalska lögreglan hafa komið upp um tilraunir sardinískra aðskilnaðar- sinna um að fá Líbýustjórn til að styðja skæruliðastríð til að vinna sjálfstæði Sardiníu frá Italíu. Fyrir skömmu hófust réttarhöld yfir 27 mönnum og þar af einum Líbýu- manni sem enn hefur ekki náðst í. Mennimir em sakaðir um að hafa skipulagt sprengjutilræði og að hafa ætlað að ræna bandariskum her- mönnum á eynni og sprengja upp NATO-herflugvélar í herstöðinni í Decimo Mannu á Sardiníu. Þótt saksóknarar efist um að skæruliðahópurinn, sem um ræðir, hafi fengið nokkra aöstoð frá Libýu segjast þeir hafa óhrekjandi sannan- ir fyrir því að samningaviðræður hafi átt sér staö milli libýskra erind- reka og skæruliðanna. Þeir telja að Libýumaðurinn sem nefndur er í ákærunni, Ageli Mehemmed Tabet, hafi verið háttsettur innan líbýsku leyniþjónustunnar og að hann hafi boðiö aðskilnaðársinnunum peninga- aðstoð. Þeir segja þó að hann hafi gert það að skilyrði að meðlimir hópsins kæmu sér að i einum helsta flokki aðskilnaðarsinna, Sardiníska að- geröaflokknum, en sá flokkur vill ná sjálfstæði eftir friðsamlegum leiðum og er mikiö afl í sardinískum stjórn- málum. Allt hefur þetta mál hlotið litla umfjöllun i ítölskum blöðum, en þeir sem eru að rannsaka málið segja það vera vegna þess að fáir vilji auglýsa mál sem geti eyðilagt stjómmála- samband Itala og Líbýumanna. En sumir Sardiníubúar halda því fram að rannsókn þessa máls sé nomaleit og ofsóknir gagnvart öfgamönnum semhafilítiðfylgi. En nýlega oili leiðtogi Kristilega lýöræðiflokksins á Italíu nokkrum úlfaþyt þegar hann sagði Aðgerða- flokkinn vera „hálfgerðan hryðju- verkaflokk ” og var þar greinilega að vitna til þessa máls. Hann sagöi þetta í reiði eftir að Aðgerðaflokk- urinn dró sig út úr samstarfi við kristilega i stjóm Sardinfu og hóf samstarf með kommúnistum, en orðin snertu greinilega veikan blett. Það kom fyrst verulega skriður á rannsókn málsins þegar lögregla handtók 20 ára gamlan herskyldu- mann með sprengiefni er hann var aö yfirgefa hibýli sín seint á árinu 1981. Heimaðurinn, Felice Serpi, viðurkenndi við yfirheyrslur að vera meðlimur aðskilnaðarhóps og að hafa haft fyrirmæli um að sprengja upp staðarskrifstofur Itah'ubanka. Sprengingin hefði orðið hápunkturinn i röð sprenginga sem sumar höfðu eyöilagt rafmagnslínur, opinberar byggingar og skrifstofur skipafélagsins Tirrenia. Eftir vitnisburö Serpis skipuðu saksóknarar handtökur á fleiri mönnum sem vom granaðir um aðild að sprengjutilræðunum. Þar á meðal var hinn grunaði foringi skæmliöa- hópsins, Salvatore Meloni, 41 árs gamall viöskiptamaður. A grundvelh vitnisburðar her- mannsins og annarra sem ákæröir vom í máhnu en hafa ákveöið að hjálpa lögreglunni, saka þeir Meloni um aö hafa stjómað tilraun til að eyöileggja herflugvélar og ræna tveimur bandarískum hermönnum. Þær tilraunir mistókust. Saksóknararnir trúa því að Meloni hafi í mörg ár reynt að fá fjárhagsaöstoð frá Líbýu. Líbýu- menn hafi ekki tekið hópinn alvar- lega fyrr en hann fór að sýna styrk sinn með sprengjuherferðinni 1981. Þeir segja að fulltrúi Líbýustjórnar hafi lofaö peningum gætu skæmliðamir stýrt Aðgerðaflokkn- um í átt til frekari róttækni. Nokkrum vikum eftir fundinn með Mehemmed Tabet lagði Meloni síðan fram tillögu á flokksþingi um að Að- gerðaflokkurinn myndi hefja ský- lausa baráttu fýrir sjálfstæði Sardiníu og sú tillaga var samþykkt. Þessi frammistaða Meloni á að hafa sannaö fyrir Líbýumanninum að Meloni gæti staðið við loforð sín. En formaður Aðgeröaflokksins, Micheli Columbu, er ósammála saksóknur- unum og segir að áhrif Melonis í flokknum séu sáraUtil og að sUk yfir- lýsing myndi hafa verið samþykkt hvortsemer.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.