Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1984, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1984, Blaðsíða 14
14 Blaðberi Blaðbera vantar í Helgalandshverfi í Mosfellssveit. Uppl. hjá umboðsmanni í síma 666481. Auglýsing frá Reykjavíkurhöfn Eigendum smábáta, sem báta eiga í höfninni, stendur til boða upptaka og flutningur báta laugardaginn 17. nóvember, frá kl. 9 til 18. Upptaka báta fer fram við Bótarbryggju í Vesturhöfn. Gjald fyrir upptöku og flutning á bátastæöi á landi Reykja- víkurhafnar í örfirisey er kr. 1200 og greiðist við upptöku báta. Deildarstjóri skipaþjónustu. Laust starf Starf við símavörslu hjá rannsóknarlögreglu ríkisins er laust til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir sendist skrifstofu rannsóknarlögreglustjóra ríkisins fyrir 11. desember 1984. Nánari upplýsingar hjá skrifstofustjóra. 13. nóvember 1984, Rannsóknarlögreglustjóri rikisins. Styrkur til náms í Svíþjóð Sænsk stjórnvöld bjóða fram nokkra styrki handa erlendum námsmönnum til að stunda nám í Svíþjóð námsárið 1985—86. Styrkir þessir eru boðnir fram í mörgum löndum og eru öðru fremur ætlaðir til náms sem eingöngu er unnt að leggja stund á í Svíþjóð, Styrkfjárhæðin er 3.270 sænskar krónur á mánuði námsáriö, þ.e. 9 mánuði. Til greina kemur aö styrkur verði veittur í allt að þrjú ár. Nánari upplýsingar um styrki þessa fást í menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavík, en umsóknir skulu sendar til Svenska Institutet, box 7434, S—103 91 Stockholm, og lætur sú stofnun í té tilskilin umsóknareyðu- blöð fram til 1. desember nk., en frestur til að skila umsóknum ertillð. janúar 1985. Menntamálaráðuneytið 14. nóvember 1984. Lausar stöður Verðlagsstofnun óskar eftir að ráða starfsmenn í eftirtaldar stöður: 1. Stöðu skrifstofumanns sem aunast vélritun á íslensku, dönsku, ensku og fleira. Starfið krefst góðrar kunnáttu í vél- ritun. 2. Stöðu skrifstofumanns sem annast símavörslu, vélritun á íslensku og fleira. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist Verðlagsstofnun, Borgartúni 7,105 Reykjavík, fyrir 26. nóvember nk. Upplýsingar um störfin eru veittar í síma 27422. Verðlagsstofnun. DV. FIMMTUDAGUR15. NOVEMBER1984. Menning Menning Úr eldspýtnaröðinni. ÓMAR SKÚIASON — íListmunahúsinu Um þessar mundir stendur yfir í Listmunahúsinu við Lækjargötu sýning á verkum eftir Omar Skúlason. Þetta er önnur einkasýning lista- mannsins en sú fyrri var á Kjarvals- stööum árið 1978. Á sýningunni eru 45 myndverk sem spanna árin 1976—1984. Svo kom poppið Um miðjan 6. áratuginn tóku •bandarískir listamenn völdin og for- ræðið í listheiminum. Þetta voru lista- menn á borð við Johns, Rauschenberg og Rivers. Þeir komu fram með nýtt myndmál sem síðar átti eftir að ala af sér bandaríska poppiö. Þessir lista- menn höfðu geysileg áhrif enda dyggi- lega studdir af bandarískum listmark- aði sem vildi endurmeta verögildi heimslistarinnar. En Rauschenberg og félagar voru þó ekkert stundarfyrir- brigði því áhrifa þeirra gætir enn í ný- sköpun nútímans. Eins og fyrr segir voru þessir lista- menn ekki hluti af popphreyfingunni. Þeir eru nú jafnan skilgreindir mitt á milli expressionismans og poppsins þar sem í verkum þeirra má enn vel greina tjáningu/hönd listamannsins — þeir eru hluti af listaverkinu — og þetta „cool” andrúmsloft sem einkenn- ir hvað mest hiö raunverulega popp er víðsfjarri. ÚRVALSGÓÐIR KAMMERTÓNLEIKAR SINFÓNÍUNNAR Kammertónleikar Sinfónkihljómsveitar ís- lands I Bústaóakirkju 8. nóvember. Stjórnandi: Páll Pampichler Pólsson. Einleikari: Guörfður St. Sigurðardóttir. Efnisskrá: Johann Pachelbel: Kanon fyrir þrjór fiðluraddir, bassa og sembal; Paul HindemKh: Konsertmúsik fyrir pfanó, málmblásara og hörpu, op. 49; Wolfgang Amadeus Mozart: Sin- fónfa nr. 36 f C-dúr KV 425, Linzer Symphonie. 1 fyrravetur tók Sinfóníuhljóm- sveit lslands upp þá nýlundu aö efna til kammertónleika. Mæltust þeir all- vel fyrir og verður að teljast til baga að hljómsveitin skuli ekki hafa fjár- hagslegt bolmagn til aö flytja þá jafnóðum út fyrir höfuðborgarsvæð- ið. Því miður er hljómsveitin aðeins eign allra landsmanna utan háver- tíðar þegar hentar að láta hana hita upp fyrir átök vetrarins með lands- byggðarprógrammi. Ekki skal þó lít- ið gert úr þjónustu Ríkisútvarpsins og tækniliðs þess sem í seinni tíö hef- ur skilað vönduðum upptökum til eyrna áheyrenda (um beinar útsend- ingar veit ég ekki af auðskiljanlegri ástæðu). En upptaka, hversu góð sem hún er, kemur aldrei í stað lif- andi tónlistar og því er ég ákafur hvatamaður þess að dreifbýlisbúum verði oftar gefinn kostur á að hlýða á hljómsveitina okkar allra. Kanon, svo nefnir Pachelbel að minnsta kosti þetta litla hugljúfa verk, er þekktur vel. Svo vel að nú- tímans poppurum hefur þótt ástæða til aö stela honum — og þaö oftar en einu sinni. Yfirraddimar spila kanon yfir lítið bassastef. Sérkennileg og Tónlist Eyjólfur Melsted falleg músík sem strengjaliðið ásamt Helgu Ingólfsdóttur sembal- leikara gerði hin bestu skil. Að skilja lúðranna sál og að „blása" á píanó Var nú komið að blásurunum að spreyta sig. Um Hindemith hafa menn löngum getað deilt fram og aft- ur en eitt er þó óumdeilanlegt í fari þess ágæta manns, að hann kann vel að láta lúöra syngja. Hér fengu lúðr- amir svo sannarlega að syngja og sungu vel. Guðríöur St. Sigurðardótt- ir leysti allar þær tækniþrautir, sem höfundur leggur fýrir píanóleikar- ann, með ágætum. En hún gerði líka annað og meira — hún „blés” með hinum lúðurþeyturunum á píanóið. Það er harla óvenjulegt að píanisti kunni svo vel að, ,syng ja ” á hljóðfæri sitt. Þennan frábæra plástur ber að sjálfsögðu fyrst og fremst að þakka stjórn Páls Pamichlers Pálssonar sem ekki ræður aðeins yfir maka- laust góöri slagtækni heldur skilur sál lúðursins manna best. Tónræn yfirfylling Það tók Mozart ekki langan tima aö hrista Linzer Symphonie fram úr erminni og frásögnin af því er alkunn þjóðsaga. Þaö jaðraði við að hún væri of stór í sniðum fyrir Bústaða- kirkju því að þótt Bústaðakirkja sé að mörgu leyti gott tónleikahús þá á hún sér sín takmörk. En maður vandist brátt þessari tónrænu yfir- fyllingu og hlustaði þess í staö eftir þeirri prýðisgóðu spilamennsku sem hér fór fram. Aö því fráskildu að á stundum fyllti hljómsveitin um of út i tónrými Bústaðakirkju voru tónleik- ar þessir í einu og öllu úrvalsgóðir. EM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.