Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1984, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1984, Blaðsíða 13
DV. FIMMTUDAGUR15. NOVEMBER1984. 13 Spennandi f ormannskjör en jaf nvægi í st jórnmálum Nú, þegar nokkur kyrrð virðist komin á aö nýju eftir verkfallsátök og kjarasamninga, er eðlilegt að velta fyrir sér pólitískri þróun nsstu mánuðina. Sú spurning sem brennur vafalaust á flestra vörum i dag er hver verði næsti formaður Alþýðu- flokksins og hvaða áhrif kjörið hafi á heildarmynd stjórnmálanna hér- lendis. Framapot, örvœnting eða eðlileg þróun? Líklega geta flestir sagt eins og nu- verandi formaður Alþýðuflokksins, að framboð Jóns Baldvins Hannibalssonar komi ekki á óvart úr því sem komið er. Jón hefur dyggilega undirbúið framboð sitt undanfarna mánuði með yfirlýsing- um um vandkvæði flokksins og með því að láta „leka" til f jölmiðla upp- lýsingar um innanflokksóánægju með formanninn. Þar með cr hvorki sagt að framboðið sé eðlilegt né skynsamlegt. Enerþaðsvo? Til þess að svara þessari spurningu þarf að leita fyrst ýmissa skýringa. I fyrsta lagi á þeirri staðreynd hve illa flokkiium hefur vegnað í stjórnarandstöðu — og kannski þó raunar enn fyrr á því hvers vegna flokkurinn er í stjórnar- andstöðu. Eg held að þaö hafi verið mikil mistök hjá Alþýðuflokknum aö fara ekki i ríkisstjórn á sínum tima. Þótt sjálfsagt megi rökstyðja að flokkurinn hefði aldrei getað staðið að öllum ráðstöf unum stjórnarinnar, þá má alveg eins segja að hann hef ði getað heflað þær til með þátttöku sinni, landslýö í hag. Þar við bætist að margt af því sem ríkisstjórnin hefur gert er í anda Alþýðuflokksins að verulegu leyti og því hef ur stjóm- arandstaðan orðið ósannfærandi. Al- þýðuflokkurinn hefur staðið í skugga Kjallari á fimmtudegi MAGNÚS BJARNFREÐSSON Alþýðubandalagsins, sem hefur hamast gegn stjórninni, og hinir tveir nýju stjórnmálaflokkar hafa fengið dr júgan skerf af athyglinni. Yrnsum, bæði innan Alþýðu- flokksins og utan, finnst Kjartan Jó- hannsson of litlaus flokksleiðtogi. Kannski má það til sanns vegar færa og er maðurinn þó bæði mjö'g vel greindur og kann vel að færa hugsanir sínar í búning. Kannski er hann líka of hrekklaus. Mig grunar að hann hafi einkum tvisvar látið plata sig innan flokks. I f yrsta lagi til þess aö fara of fljótt gegn Benedikt Gröndal sem formanni flokksins, og verða þar með til þess að vera flokksformaður í óhjákvæmilegum klofningi, og í síðara skiptið til þess að bera fram hina ótímabæru kröfu um forsætisráðherrastólinn, þegar núverandi ríkisstjórn var mynduð og leitað var eftir þátttöku Al- þýðuflokksins. Vera kann að þar hafi svipuð öfl verið að verki og nú vilja ryðja honum brott. ¦¦¦¦''"'..'' ¦ ¦ ' ; r' _ ' *V#_' -' _&.--¦-¦'.'¦' i%:'' '¦¦¦ ^ÍESBÉr l*H ¦-• j-j... f?l j \ \ w^ ¦ ^_____f _É_H_ # * í \ - Æ _J Jón Baldvin er um margt and- stæða Kjartans. Hann er akaflega galvaskur og það virðist aldrei hvarfla að honum að hann kunni að hafa rangt fyrir sér i neinum hlut. Honum lætur best að fara beint af augum og hlaupa fremur en ganga. Vafalitið er freistandi fyrir ungan mann eins og hann aö taka við for- mennsku í flokki þótt litill sé, og það er cinnig víst að innan flokksins er óánægja með formanninn, þannig að ekki er framagirni einni um að kenna (eða þakka) að hann fer í framboð. Vafalítið verður einnig þægilegra fyrir annan formann að leita samninga við Bandalag jafnaðarmanna en þann sem var for- maður þegar klofningurinn varð. Ennfremur er það svo að flokknum veitir ekki af eftirtekt og hana tekst Jóni að vekja með framboði sínu. Hvernig Alþýðuflokk? En hvernig Alþýðuflokk ætlar Jón að móta ef hann verður formaður? Hann hefur i viðtölum látið í það skina aö flokkurínn sveigi til vinstri. Á það eru margir vantrúaðir. Það er að minnsta kosti ekki í samræmi við ýmsar fyrri skoðanir Jóns. Á það er bent að „gamla kratafylgið", sem svo er nefnt, sé mjög vantrúað á Jón, og þá einkum verkalýösarmur flokksins. Aðrir segja að þetta fylgi sé svo litið hvort eð er, að miklu meira máli skipti að ná til ungs fóiks og nýs fylgis. Lítill vafi er á því að galvaskur Jón Baldvin mun ná betur til þessa fylgis en orðvar og rök- fastur Kjartan. Spumingin sem mestu máli skiptir er svo sú hvort það verði enn eitt spríklið i deyjandi f lokki, eða upphaf nýs líf s. Ef Kjartan tapar formanns- kjörínu fær Jón vafalaust að spreyta sig óáreittur. Kjartan gerir engar stórar rósir eftir að hafa orðið undir. En verði Jón undir er allt óvissara þrátt fyrir yfirlýsingar hans. Það gæti orðið upphaf nys kvikuhlaups i stjórnmálum, en látum útrætt um þettamálaðsinni. Ný skoðanakönnun Þegar þetta er skrifað er nýbúið að skýra frá fyrstu niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar NT, hinni fyrstu sem blaðið gerir. Ekki verður það rengt án tilefnis, að rétt sé frá skýrt hvernig að var staðið, það er á sama hátt og DV hefur gert. Nokkuð sýnist sitt hverjum um niðurstöður, en mér finnst þær í fljótu bragði benda til þess að ef þing yrði nú rofið og ef nt til kosninga myndu úrslit verða nauða- lik því sem þau urðu síðast — og er varla hægt að kalla það óvænta niðurstöðu. Menn verða ávallt að gera sér ljóst að skoðanakönnun og kosningar eru sitt hvað. I skoðana- könnun láta menn i ljósi skoðanir sinar i hita augnabliksins, samanber það sem geröist er kratar sprengdu þriflokkastjórn Olafs Jóhannes- sonar, og Sjálfstæðisflokkurinn fékk hreiuan meirihluta i skoðanakönnun. I kosningabaráttu hneigjast menn alltaf aftur að sínum gömlu f lokkum, nema eitthvað sérstakt komi til, þó ekki sé nema fyrir skammir and- stæðinganna! Samkvæmt niðurstööum könnun- arinnar er litil hreyfing á fylgi Al- þýðuflokks, Bandalags jafnaöar- manna og Sjálfstæðisflokks. Fylgis- breyting frá Alþýðubandalagi til Kvennalista getur verið f ullkomlega eðlileg eftir mikla þátttöku kvenna í nýafstöðnu verkfalli og vonbrigði með niðurstöður, auk þess sem tíð fundahöld kvennalistans undanfarið hafa gefið þeim byr i seglin. Þessi breyting þyrfti hins vegar alls ekki að koma fram eins mikið i kosningum. Það orð hefur yfirleitt legið á aö framsóknarmenn hafi ekki gefið sig vel upp i skoðanakönnunum DV og annarra aðila. Þeir gefa sig vafalítið betur upp hjá NT — en aðrir kunna að vera þar hlédrægari. Þessi skoðanakönnun segir mér sem sagt þaö sem kemur mér ekki á óvart: Lítiö breytt ástand. Magnús B jamf reðsson. SKOLAMAL DREIFBYUS Um dagiim las ég mér til óblandinn- ar ánægju snarpa deilu Björns Páls- sonar á Löngumýri og Einars Olgeirs- sonar í Alþingistiðindum 1964—5. Tilefni deilunnar var að setja skyldi lög um vinnuvernd barna og unglinga. Einar sýndi fram á að nauðsynlegt væri að hafa reglur til að koma i veg fyrir vinnuþrælkun harna i verksmiöj- um og á öðrum vinnustöðum iðnaðar- samfélagsins. Björn útlistaði á skemmtilegan hátt hvernig reglur um hámarksvinnutíma barna yrðu fárán- legar úti í sveit, þurrheyr væri t.d. yflr- leitt hirt síðdegis og fram á kvöld þeg- ar þurrkur væri. Hins vegar fengju börnin hans að sofa á morgnana og vera inni þegar rigndi. Þessi deila leiðir hugann að umræð- um um skólahald i dreifbýli og þar sem ég þykist haf a á því eitthvert vit vil ég leggjaorðíbelg. Lengri skólatfmi = betri skóli? A þessu árí voru liðin 15 ár siðan ég lauk 20 mánaöa skyldunámi í sveita- skóla. A þeim tima heflr margt verið reynt til að troða eftiriíkingu af þétt- býlisskólum upp á dreifbýlissamfélög- in. Eg álít gæði menntunar litið f ara eft- ir þvi hversu lengi er setið á skólabekk. (Mánaöar kennslufall vegna vcrkfalls Kjallarinn Dreifbýlisbörn hafa allt önnur kynni af samfélaginu og lifinu en borgarbðrn og þurfa þar af leiðandi önnur verkefni og öðruvísi vinnubrögð. Þau eru í nánari snertingu við atvinnulíf, bæði leyti endurspeglun misréttis í þjóðfélaginu öllu. I heiðarlegum tilraunum til að vinna gegn misréttinu hefur mest verið fallið í þá gryfju að gera alla menn og öll börn eins. Það er • „Dreífbýlisbörn hafa alltönnur kynni af samfélaginu og lífinu en borgarbörn og þurfa þar af leiðandi önnur verkefni og öðru- vísivinnubrögð." INGOLFUR Á. JÓHANNESSON SAGNFRÆÐINGUR OG KENNARI í haust breytir t.d. ekkl miklu í 8—9 mánaða skóla.) I dreifbýlisskólum eru miklu færri nemendur i hverjum bekk og meiri samskipti við kennarann. Við vorum t.d. 11 saman i bekk, stundum með öðrum árgöngum, en aldrei fleiri en 15—17, og var minn árgangur óvenjustór. sem áhorfendur og þátttakendur. Að visu hef ur skólinn upp á siðkastið reynt að hrifsa börnin til sín úr miðjum haustönnunum og gera þau þannig að ábyrgðarlausum áhorfendum — undir þvi yfirskini að verið sé að eyða mis- rétti. Auðvitað var mér og mínum jafnöldrum i Mývatnssveit kennt að lesa og skrifa áður en við komum í skólann 9 ára. Vissulega fórum við ýmislegs á mis sem önnur börn nutu. Við höfðum líka sitthvað fram yfir og það er ógerlegt að meta þetta á venju- Jegum vogarskálum í stuttri grein. Það rfkir misrétti meðal islenskra skólabarna. Það misrétti er að mörgu auðvitað vonlaust verk og stuðlar í raun að meira misrétti þar sem við erum ólík og höfum ekki sömu þarfir. Eitt dæmið er að allir þurfi að gera hið sama á sama tima og taka svo sama lokaprófið. Þar er komin mikilvæg or- sök fyrir þeim reginmisskilningi að lengri skólatími í dreif býli eyði búsetu- misrétti. Betri leiðir hljóta að vera til Hér skal minnst á fáeinar hugmynd- ir um aðrar leiðir og jafnframt skorað á þá sem til þekkj a að bæta um betur. Sund hefir gjarna verið kennt á sumarnámskeiðum. Hugsa mætti sér að fleiri greinar yrðu kenndar þannig, t.d. umhverfisfræði. E.tv. er óþarfi að kenna yngstu börnunum nema í siðari hluta águst og í septémber (þá geta eldri börnin, 10—12 ára, komið eftir að hafa tekið þatt i framleiðslunni) og svo aftur á vorin í 1—2 mánuði. I mörgum tilvikum kann að vera ódýrara að borga bændum fyrir að kenna börnum sinum, 6—8 ára, að lesa, skrifa og reikna heldur en að borga þeim fyrir að keyra þau í skólann oft í viku — eða senda þau í heimavist svo ung. Auður Eiríksdóttir, oddviti i Saurbæjarhreppi í Eyjafirði, nefndi það „sálarmorð" i viðtali við Dagnýlega. Víða í dreif býli skortir kennsiu i list- og verkgreinum. Ég hefi heyrt að í litlum þorpsskóla fyrir norðan hafi myndlistarmaður verið ráðinn í viku í fyrravetur. Allt starf skólans beindist að myndlistinni þessa viku. Þetta þótti gefastvel. Eg undirstrika að lokum að hér eru ekki á ferðinni sparnaöartillögur. Kennsluaukningu 6 ára barna i Reykjavík má ekki borga með fækkun kennara og niðurskurði í dreifbýli. Og sé unnt að minnka skólaakstur á að nota féð sem sparast til að kaupa bækur og önnur kennslugögn til skól- anna. Ingólfur Á. Jóhannesson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.