Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1984, Blaðsíða 11
DV. FIMMTUDAGUR15. NOVEMBER1984.
11
ViÐTAUÐ:
„EKKIFALLEGUR
GRÆNN BLETTUR
í HLAÐVARPAN-
UM HJÁ NEINUM"
— segir Málmf ríður Sigurðardóttir þingmaður
„ Jú, vitanlega eru þetta viðbrigði að
skipta svona alveg um starfsvett-
vang," segirMálmfríðurSiguröardótt-
ir sem i síðustu viku settist í fyrsta sinn
i stól þingmanns á Alþingi. Situr hún
fyrir Samtök um kvennalista sem
varamaður Guðrúnar Agnarsdóttir. I
tilefni af þingsetu í fyrsta sinn er hún
tekintali.
Málmfríður er frá Jaðri í Reykja-
dal; var þar bóndakona í nærri þrjátíu
ár. Siðastliöin sextán sumur hefur hún
unnið sem ráðskona hjá Vegagerð
ríkisins. Undanfarna vetur hefur hún
svo unniö sem aöstoðarráðskona í
Kristnesi við Eyjafjörð. Og það eru
viðbrigði að skipta um starf, segir hún.
„Það er líklega of fljótt að kveða
upp úr um hvernig mér líkar en þessi
vinnustaður hér er ákaflega áhuga-
verður. Vinnuálagið hefur verið mikið
þvi ég hef þurft að setja mig inn í mál i
hvelli."
Aðstöðumunur
til menntunar
„Þau mál, sem mér eru einkar hug-
leikin, eru menntunarmál og sér-
staklega aðstöðumunur til menntunar i
dreifbýli og þéttbýli en sá munur er
mikill. Það hefur verið tilhneiging hjá
ríkinu að koma skólakostnaði yfir á
sveitarfélögin. Eg veit að rekstrar-
kostnaður eins skóla í litlu sveitar-
félagi hefur farið í 90% af tekjum sveit-
arfélagsins. Þetta er litlum sveitar-
félögum þungur róður sem erfitt er að
standa undir nema þau fái einhverja
nýja tekjustof na á móti.
Aðstöðumunur nemenda til
menntunar í dreifbýlinu er mikill og
kostnaðarsamt að afla sér hennar.
Þetta er það mál sem efst var í hugum
flestra þeirra kvenna er mættu á f und-
um með konum á ferð með Kvennarút-
unniísumar."
Málmf ríður er spurð hver haf i verið
kveikjan að áhuga hennar á kvenna-
baráttu.
Uppeldið
„Ætli það sé ekki uppeldið," svarar
hún. „Móðir mín var mikil kvenrétt-
indakona."
„Eg hafði aldrei haft nein af skipti af
pólitfk áður eða fyrr en konur komu
með sérframboð. Eg var á lista hjá
Alþýðubandalaginu einu sinni en var
ekki flokksbundin þar." Og Málm-
fríður heldur áfram: „Mér sýndist á
þeim tima að það hefði þau mál á lista
sem ég vildi styðja. Eg studdi stóriðju-
andstöðu þess og ýmislegt sem brann á
dreifbýlinu en mér sýnist nú aftur
seinna að ekki hafi verið fylgt eftir.
Mér sýnist það ekkert vera fúsara til
að hleypa konum til áhrifa en aðrir -
flokkar. Eg hef greinilega fundið á
konum í þeim flokki að þær eru ekki
ánægðar."
Halinn
Nýlega heyrðust þau ummæli að
þingmenn Kvennalistans væru eins og
hali aftan úr Alþýðubandalaginu.
Málmf ríður er spurð um þau ummæli.
„Sjálfstæðisflokkurinn segir það.
Eg veit ekki, kannski er þetta ótti við
það að þeim finnist að okkur sé að vaxa
fiskur um hrygg," svarar hún. „Það
sagði við mig einn alþýðubandalags-
maður í kosningabaráttunni að þeir
vildu ekki vera vondir við okkur og
bætti við að við yrðum eins og f allegur
grænn blettur í hlaðvarpanum hjá
þeim eftir kosningar. Við höfum sýnt
það að við ætlum ekki að vera grænn
blettur í hlaðvarpanum hjá neinum."
Spurningaþœttir
í útvarpi
Málmfríður Sigurðardóttir varð
landsfræg í spurningaþáttum í útvarpi
veturínn '82-'83. Þá tók hún þátt í níu
þáttum og vakti verðskuldaða athygli
fyrir hversu f jölfróð hún er.
„15g hef lesið mikið, haft þó minni
tíma í seinni tíð," segir Málmfríður um
fróðleiksfýsn sína. „Ég les mér til
hvíldar og afþreyingar. Efnið er ekki
bundið við neitt sérstakt öðru fremur,
þó hef ég alltaí haft afskaplega gaman
af öllu sögulegu efni."
Málmfríður Sigurðardóttir er ekkja
og á sjö uppkomin börn. Jómfrúræðu
sína á Alþingi Islendinga flutti hún
siðastliðið f immtudagskvöld i útvarps-
umræðum. Hún er spurðhvernig henni
hafi liðið þau augnablik í ræðustól Al-
þingis.
„Mér leið ágætlega," svarar hún.
„Það virðist vera orðin „tradisjón"
hjá þingmönnum Kvennalistans að
flytja jómfrúræður sínar í útvarpsum-
ræðum."
Heilsurækt
á Selfossi
Nýlega var opnuð heilsuræktarstöð
að Austurvegi 2, Selfossi, hinu gamla
kaupfélagshúsi KÁ. Þessi heilsurækt-
arstöð fékk nafnið Heilsusport. Er
húsnæðið 350 fermetrar. Hafsteinn
Þorvaldsson, kona hans, tengdabörn
Haustrall:
Leiðrétting
Þau mistök urðu í frétt DV á
mánudaginn af haustralli Hjólbaröa-
hallarinnar að nafn sigurvegarans
misritaðist. Hann heitir Bjarmi Sigur-
garðarsson og er hér með beðist vel-
virðingar á þessum mistökum.
MálmfriOur Sigurðardóttir,
þhrgmaður Samtaka um kvannalista.
MIÐ BJOÐUNv
METRINU
BYRGINN!
og barnabörn komu stöðinni af stað.
Binda Selfossbuar miklar vonir við
þessa stöð.
Eg skrapp nýlega með Hafsteini og
frú að skoða þessi flottu husakynni
sem iöuðu af mannlífi. Áðurgreind
hjón sögðu mér að eftir aö þau fengu
húsnæðið leigt hefði verið flutt inn í það
eftir tvo mánuði. Husnæðið er bjart og
hlýlegt og mikil aðsókn. Svo fá allir
framsóknarkaffi úr bláu pökkunum
cins og þeir geta í sig látið. Þarna eru
mörg fullkomin tæki en einna hrifnust
varð ég af róðrarvél einni sem var eins
og árabátur. Já, það er mikið hægt að
gera ef viljinn er með.
Kcgina Thorarensen, Selfossl.
ItltlUUESTOIIE
Sagt er að allir tali um veðrið, en enginn
geri neitt í því.Við hjá BRIDGESTONEget-
um að vísu ekki gert neitt við veðrinu, en
við bjóðum stóraukið öryggi í vetrarakstri
með hinum heimsþekktu ÍSGRIP vetrar-
hjólbörðum. ÍSGRIP hjólbarðarnir eru úr
sérstakri gúmmíblöndu, sem harðnar
ekki í kuldum, þeir haldast mjúkir og gefa
því einstaklega góða spyrnu í snjó og
hálku. Tryggðu öryggi þitt og þinna í vet-
ur, keyptu BRIDGESTONE ÍSGRIP undir
bílinn — þeir fást hjá hjólbarðasölum um
land allt.
Sérlega hagstætt verð.
ISGRIP
BILABORGHF.
Smiöshöföa 23 sími 812 99