Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1984, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1984, Blaðsíða 3
DV. LAUGARDAGUR17. NOVEMBER1984. 3 DNG hf. stofn- að formlega ídag Hólmsteinn Hólmsteinsson, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins Möl og sandur á Akureyri, veröur stjómarfor- maöur DNG hf. sem á aö stofna þar formlega fyrir hádegi í dag. Eftir hádegi keinur nýkjörin stjórn saman til fyrsta fundar. Meö Hólmsteini veröa í stjóminni þeir Víglundur Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Félags islenskra iðnrekenda, og Níls Gíslason, einn eigenda DNG. Á stofnfundinum verður rædd áætlun sem hefur veriö unnin hjá Félagi islenskra iðnrekenda um rekstur og sölu til ársloka 1988. Ef vel tekst til verður DNG hf. samkvæmt henni orðið töluvert öflugt fyrirtæki eftir tvö til þrjú ár. Einnig verður á fundinum ráðinn framkvæmdastjóri hins nýja fyrir- tækis. Til þess starfs hefur verið nefnd- ur Kristján Eldjám Jóhannesson iðnaðarverkfræðingur. Hann er nú framkvæmdastjóri fataiðnaöar hjá Iönaðardeild Sambandsins á Akureyri. JBH/Akureyrl. Bíður olíuverð gengis- fellingar? Enn liggur engin ákvörðun fyrir um nýtt olíuverð en olíufélögin hafa farið fram á 10%—27% hækkun, eftir tegundum, minnst á bensíni en mest á svartoliu. Einn af óvissuþáttunum í ákvörðun olíuverðsins er óljós þróun gengismála á næstunni og ekki er víst að ákvöröun um nýtt verð liggi fyrir fyrr en þau mál skýrast. Að sögn Georgs Olafssonar verðlags- stjóra er hækkunarbeiðni olíu- félaganna að miklu leyti tilkomin vegna styrkingar dollars en allt verð ytra er í þeim gjaldmiöli. Nær óbreytt verð hefur verið á olíuvörum frá í fyrra og hefur heimsmarkaðsverð á oliuvörum haldist nokkuö stöðugt undanfarið en kaup oliufélaganna miðast viö það. ______________________-FRI Akureyri: Lóð undir bíó nánast fengin Bygginganefnd Akureyrarbæjar hef- ur veitt kvikmyndafélaginu Nýtt líf vil- yrði fyrir lóðinni sem það fór fram á til að byggja nýtt kvikmyndahús. Bæjar- ráð haföi einhuga mælt meö slíkri af- greiðslu.málsins. Mikill einhugur virð- ist því vera hjá bæjaryfirvöldum á Akureyri að stuðla að því að nýtt bíó rísi hið fyrsta. Endanleg veiting lóðar- innar fer fram þegar byggingar- og skipulagsskilmálar eru tilbúnir. „Þetta þýðir náttúrlega að við byggjum bíó, það er engin spuming. Nú er næst að fara að teikna,” sagði Jón Hermannsson kvikmyndafram- leiðandi í samtali við DV. Hann bjóst við að byggingaframkvæmdir gætu hafist með vorinu. Tæknilega séð ætti að vera hægt að opna bíóið öðru hvor- um megin við áramót en slíkt réðist af fjárhagsgetu og fyrirgreiöslu sem fengist. JBH/Akureyri Rifflaþjófar í gæslu- varðhald Rannsóknarlögregla ríkisins lagði í gær fram kröfu hjá sakadómi um gæsluvarðhald tveggja manna sem grunaðir eru um að hafa stolið riffli. Hafa mennirnir komið itrekað við sögu lögreglunnar að undanförnu. -EH í ALLRA FYRSTA SKIPTI SUBARU 1800 STATION. Nýi fjórhjóladrifni Subaruinn, stærri, fallegri og miklu rúmbetri, með nýrri, þýðari og sparneytnari vél, 5 gíra HI/LO eða sjálfskiptur. Nýi Subaruinn er ekki bara endurbættur, honum hefur verið al- gjörlega umbylt og allt til hins betra. VIÐ LÁTUM EKKI ÞAR VIÐ SITJA • Wmk -f 'ÉmJÚr Sýnum líka nýjasta meðlim Subaru- fjölskyldunnar — Subaru Justy. \ MÞ Hvað er Justy? Það er smábill sem eyðir undir 5 1 HH|MpHB8dF' j -3 lítrum á hundraðið en er þó með kraft eins og bíll með 50% stærri vél. ii" 'ipr Eini smábillinn með sjálfstæðri / gormafjöðrun, sem er það besta á íslenskum vegum, og fjórhjóladrifi « ■ '■ wm"m sem sett er í samband með einum takka. Á ÞESSARI DÚMDURSÝNINGU VERQA LÍKA: Nissan Patrol dísil, 7 manna jeppinn með hækkuðu þaki, stórri 6 strokka dísil vél, 5 gíra, 24ra volta rafkerfi i starti og vökvastýri. Nissan Stanza 1800 GL, 5 dyra, 5 gíra, framhjóladrifinn. Aðeins 2 bílar eftir af ár- gerð 1984 á sérstaklega hagstæðu verði. Nissan Cherry 1500 GL, bæði 5 dyra og 3ja dyra. Eigum allar tegundur af Nissan Cherry til. Wartburg, fólksbíll með heilli sjálfstæðri grind og sjálfstæðri fjöðrun á hverju hjóli. ÚRVALS NOTAÐIR BÍLAR Komið og skoðið það allra nýjasta í bílum í dag. Þið getið líka komið að hitta vini og kunningja því það verður fjölmennt og skemmtilegt á D-dags bílasýningunni. N(3A RIMI^AR VERÐU /ERE UR OPIN NÁL RD A(í Ul/I, OG INGVAR HELGASON HF Sýningarsalurinn/Rauðagerði, simi 33560.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.