Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1984, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1984, Blaðsíða 32
32 DV. LAUGARDAGUR17. NOVEMBER1984. Messur KIRKJA ÖHÁÐA SAFNAÐARINS. Messa kl. 14. Jóhanna Elínborg Sveinsdóttir syngur einsong. Jónas Þórir Dagbjartsson leikur ein- leik á fiðlu. Kaffiveitingar á eftir. Sr. Baidur Kristjánsson. ÁRBÆJARPRESTAKALL. Barnasamkoma í Safnaðarheimili Árbæjarsóknar kl. 10.30. Guðsþjónusta í safhaðarheimilinu kl. 2.00. Organleikari Jón Mýrdal. Samvera í safnaðarheimilinu eftir messu. Esra Péturs- son læknir flytur ræðu. Sigfús Halldórsson tónskáld og Friðbjörn G. Jónsson flytja tón- list. Kaffiveitingar í boði Kvenfélags Árbæjarsóknar. Áilt eldra fólk í söfnuðinum sérstaklega boðið velkomið. Miðvikudagur 21. nóv.: Fyrirbænasamkoma í safnaðarheimil- inu kl. 19.30. Fimmtudagur 22. nóv.: Félags- vist á vegum Bræðrafélags Árbæjarsafnaðar í safnaðarheimilinu kl. 20.30. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. ÁSKIRKJA. Barnaguðsþjonusta kl. 11.00. Guðsþjónusta kl. 2.00. Sr. Árni Bergur Sigur- björnsson. BREIÐHOLTSPRESTAKALL. Kl. 11.00 barnasamkoma. Kl. 14.00 messa í Breiðholts- skóla. Fermingarbörn aðstoða. Sr. Lárus Halldórsson. BÚSTAÐAKIRKJA. Barnaguðsþjónusta kl. 11.00. Sr. Sólveig Lára Guðmundsdóttir. Guðsþjónusta kl. 2.00. Tekið á móti framlög- um til kristniboðs. Organleikari Guðni Þ. Guðmundsson. Aldraðir íbúar sóknarinnar, sem óska eftir bílfari fyrir messuna, láti vita í síma 35507 milli kl. 10 og 12 sunnud. Fundur Bræðrafélagsins mánudagskvöld kl. 20.30. Æskulýðsfundur þriðjudagskvöld. Félags- starf aldraðra miðvikudag milli kl. 2 og 5. Sr. OlafurSkúlason. DIGRANESPRESTAKALL. Bamasamkoma í Safnaðarheimilinu við Bjamhólastíg kl. 11.00. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 11.00. BibUulestur í safnaðarheimilinu fimmtudagskvöld kl. 20.30. Sr. Þorbergur Kristjánsson. DÓMKIRKJAN. Messa kl. 11.00. Sr. Þórir Stephensen. Messa kl. 2.00. Sr. Hjalti Guðmundsson. Laugardagur: Barnasam- koma í kirkjunni kl. 10.30. Sr. Agnes M. Sigurðardóttir. Basar Kirkjunefndar kvenna Dómkirkjunnar í Casa Nova við Menntaskól- ann laugardaginn 17. nóv. kl. 2.00. Sóknar- nefndin. LANDAKOTSSPÍTALI. Messa kl. 10.30. Organieikari Birgir Ás Guðmundsson. Sr. Hjalti Guðmundsson. ELLIHEIMILH) GRUND. Messa kl. 2.00. Sr. Eiríkur J. Eiríksson prédikar. Félag fyrrver- andi sóknarpresta. Hleðslu- og starttæki, 12 v og 24 v. MV-BÚÐIN, Ármúla 26, sími 685052. Opið kl. 2-6. FELLA- OG HÖLAPRESTAKALL. Laugar- dagur: Bamasamkoma íHólabrekkuskóla kl. 14.00. Sunnudagur: Bamasamkoma í Fella- skóla kl. 11.00. Guðsþjónusta í Menningarmið- stöðinni við Gerðuberg kl. 14.00. Sr. Hreinn Hjartarson. GRENSASKIRKJA. Barnasamkoma kl. 11.00. Guðsþjónusta og altarisganga kl. 14.00. Organleikari Árni Arinbjarnarson. Æskulýðs- starf á föstudögum kl. 5.00. Basar kvenfélags- ins laugardaginn 17. nóvember kl. 2.00 í safnaðarheimilinu. Sr. Halldór S. Gröndal. FRIKIRKJAN t REYKJAVÍK. Almenn guðsþjónusta kl. 14.00. Skirn og altarisganga. Fermingarbörn lesa bænir og ritningartexta. Vænst er þátttöku fermingarbarna og for- eldra þeirra. Fríkirkjukórinn syngur, organ- leikari Pavel Smid. Sr. Gunnar Björnsson. HALLGRÍMSKIRKJA. Barnasamkoma og messa kl. 11.00. Sr. Ragnar Fjalar Lárasson. Kvöldmessa kl. 17.00. Sr. Karl Sigurbjörns- son. Þriðjudagur: Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10.30. beðið fyrir sjúkum. Miðvikudagur 21. nóv.: Náttsöngurkl. 22.00. LANDSPÍTALINN. Messa kl. 10.00. Sr. Karl Sigurbjörnsson. HATEIGSKIRKJA. Messa kl. 10.00. Baraa- guðsþjónusta kl. 11.00. Sr. Amgrímur Jóns- son. Messa kl. 2.00. Sr. TómasSveinsson. BORGARSPÍTALINN. Guðsþjónusta kl. 10.00. Sr. Tómas Sveinsson. KÁRSNESPRESTAKALL: Laugardagur: Barnasamkoma í safnaðarheimilinu Borgum kl. 11. árd. Sunnudagur: Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 2.00. Mánudagur: Biblíu- lestur í safnaðarheimilinu Borgum kl. 20.30. Sr. Árni Pálsson. LANGHOLTSKIRKJA. Oskastund barnanna kl. 11.00. Söngur — sögur — myndir. Sögu- maður Sigurgeir Sigurðsson. Guðsþjónusta kl. 2.00. Prestur sr. Sigurður Haukur Guðjóns- son, organleikari Jón Stefánsson. Sóknar- nefiidin. LAUGARNESKIRKJA. Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11.00. Barnakór Garðabæjar syngur. Þriðjudagur 20. nóv.: Bænaguðsþjónusta kl. 18.00. Miðvikud. 21. nóv.: BibÚulestur kl. 20.30. Föstudagur 23. nóv.: Síðdegiskaffi kl. 14.30. Sr. Jón DalbúHróbjartsson. NESKIRKJA. Laugardagur: Samverastund aldraðra. Farið í heimsókn í Múlalund og lagt af staö frá kirkjunni kL 15.00. Sr. Guðmundur Oskar Olafsson. Sunnudagur: Barnasam- koma kl. 11.00. Guðsþjónusta kl. 14.00. Sr. Frank M. Halldórsson. Mánudagur: Æskulýðsstarf kl. 20.00. Miðvikudagur: Fyrir- bænamessa kl. 18.20. Sr. Frank M. Halldórs- son. Fimmtudagur: Bibliulestur kl. 20.00. Sr. Frank M. Halldórsson. SELJASÖKN. Barnaguðsþjónusta í ölduseis- skólanum kl. 10.30. Bamaguösþjónusta í íþróttahúsi Seljaskólans kl. 10.30. Guðsþjón- usta í Ölduselsskóla kl. 14.00. Mánudagur 19. nóv.: Vinnukvöld kvenfélagsins í Tindaseli 3. Þriðjudagur 20. nóv.: Fundur í æskulýðs- félaginu Sela i Tindaseli 3 kl. 20.00. Fimmtu- dagur 22. nóv.: Fyrirbænasamvera í Tinda- seli 3 kl. 20.30. Sóknarprestur. SELTJARNARNESSÖKN. Barnasamkoma í sal Tónskólans kl. 11.00. Sóknarnefndin. FRlKIRKJAN i HAFNARFIRÐI. Barnasam- koma kl. 10.30. Guðsþjónusta kl. 14.00. Orgel og kórstjórn Þóra Guðmundsdóttir. Sr. Einar Eyjólfsson. Tilkynningar Hljómsveitin Kan gefur út sína fyrstu plötu Út er komin fyrsta hljómplata hljómsveit- arinnar KAN og ber nafiiið I ræktinni. Hljóm- sveitina skipa Herbert Guðmundsson, söngur, Magnús Hávarösson, gítar, Finnbogi Kristinsson, bassi, Alfreð Erlingsson, hljóm- borð, og Hilmar Valgarðsson, trommur. Á plötunni era hress og melodísk lög við allra hæfi. Utgefandi er Kan og dreifingu annast Steinar hf. Árlegur kirkjudagur Óháða safnaðarins Næstkomandi sunnudag, 18. nóvember, er árlegur kirkjudagur Oháða safnaðarins og hefst hann með guðsþjónustu kl. 14. Við mess- una mun Jóhanna Elínborg Sveinsdóttir syngja einsöng og Jónas Þórir Dagbjartsson leika einleik á fiðlu. Organisti er Jónas Þórir. Safnaðarpresturinn, sr. Baldur Kristjánsson, prédikar og þjónar fyrir altari og Jónas Þórir leikuráorgelið. tJtboð Hafnarstjóm Hafnarfjarðar og Hafnamálastofnun ríkisins bjóöa út og óska eftir tilboðum í I. áfanga grjótvarnar við Norðurgarð í Hafnarfirði. Verkið felur í sér 7000 m3 grjótfyllingu utan á núverandi Norðurgarð. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu bæjarverkfræðings í Hafnarfirði og skrifstofu Hafnamálastofnunar ríkisins Selja- vegi 32 Reykjavík. Tilboðum skal skila á skrifstofu bæjarverkfræðings í Hafnar- firði Strandgötu 6 eigi síðar en kl. 14 miðvikudaginn 28. nóv. nk. og verða þau opnuð þar að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Eftir messu verða kaffiveitingar sem kven- félag safnaðarins sér um. Einnig verður kvik- myndasýning fyrir börn. Oháði söfnuðurinn stendur nú á vissum tímamótum þar sem sr. Emil Björnsson lét af þjónustu á árinu eftir 34 ára starf og nýr prestur tók við. Eins og áöur era reglulegar messur annan hvem sunnudag en aðra sunnu- daga era sérstakar barnamessur. Velunnarar kirkjunnar era hvattir til að koma á sunnudaginn og styrkja þannig söfn- uðinn en Oháði söfnuðurinn er fríkirkjusöfn- uður, þ.e. ekki í neinum skipulagslegum tengslum við þjóðkirkjuna, en trúargrund- völlur sá sami. Og að sjálfsögðu eru allir vel- komnir eins og ævinlega. Jólatrésskemmtanir Jólasveinarnir eru komnir á kreik. Nokkrir félagar úr Alþýðuleikhúsinu hafa undanfarið sést á ferð í rauða búningnum. I næstu viku hverfa þeir tii fjalla til að mennta sig í jóla- sveinasiðum. Ætlunin er að heimsækja jólatrésskemmt- anir um jólin. Þau félagasamtök og aðrir sem áhuga hafa á að kynna sér málið og viija ræða við jólasveinana geta hringt í síma 19567 eftirklukkanfimmákvöldin. Fundur Bræðrafélags Bústaðakirkju verður á mánudagskvöldið 19. nóvember kl. 20.30. Stjórnin. Opið hús hjá AFS-samtökunum AFS-samtökin á islandi (alþjóðleg fræðsla og samskipti) halda opið hús í Þróttheimum sunnudaginn 18. október kl. 20.30. Opna húsið er haldið í tengslum við menningarhelgi árs- nema. Framreiddar verða veitingar og árs- nemarnir sjá um skemmtiatriði. Fyrirlestur á vegum Félags áhugamanna um heimspeki Sunnudaginn 18. nóvember mun Atli Harðar- son flytja fyrirlestur á vegum félagsins. Atli lauk B.A. prófi í heimspeki frá Háskólanum árið 1982 og M.A. prófi í heimspeki frá Brown University í Bandaríkjunum á síðastliönu vori. Fyrirlesturinn nefnist: Árás Berkeleys á efahyggju. I fyrirlestrinum verður rakinn ýmis al- mennur fróðleikur um efahyggju á 17. og 18. öld, en aðalefni hans verður útskýring á því hvers konar efahyggju Berkeley reyndi að hrekja og túlkun á rökum hans gegn henni. Fyrirlesturinn verður haldinn í Lögbergi, stofu 101, og hefst kl. 3.00. Minningarkort Barna- spítala Hringsins fást á eftirtöldum stöðum: Versl. Geysir hf., Aðalstræti 2. Bókabúð Olivers Steins, Strandgötu 31, Hafnarfirði. Bókaversl. Snæbjarnar, Hafnarstræti 4. Bókabúðin Bók, Miklubraut 68. Bókhlaðan Glæsibæ. Versl. Ellingsen hf., Ánanaustum, Grandagarði. Bókaútgáfan Iðunn, Bræðraborgarstíg 16. Kópavogsapótek. Háaleitisapótek. Vesturbæjarapótek. Garðsapótek. Lyfjabúð Breiðholts. Heildversl. Júliusar Sveinbjörnssonar, Garðastræti 6. Mosfells Apótek. LandspítaUnn (hjá forstöðukonu). GeðdeUd Barnaspítala Hringsins, Dalbraut 12. Olöf Pétursdóttir, Smáratúni 4, KeflavUc. Kirkjuhúsið, Klapparstíg 27. Fræðslufundur Þriðjudaginn 20. nóvember nk. kl. 20.30 verður haldinn fræðslufundur á vegum Land- fræðifélagsins í stofu 103 í Lögbergi, Háskóla Islands. Kristinn Einarsson vatnafræðingur segir frá stöðu vatnafræðinnar á Islandi. Allir velkomnir. Vinningsnúmer í happdrætti Hjartaverndar 1984. Dregið var í happdrætti Hjartaverndar 16 nóvember sl. hjá borgarfógetanum í Reykja- vík. Vfiraingar féllu þannig: 1. Greiðsla til íbúðarkaupa, kr. 1 milljón, á miðanr. 51729. 2. Bifreið, VW Santana LX, 4 dyra, á miða nr. 29282. 3. Greiðsla upp í íbúð, kr. 300 þúsund, á miða nr. 44833. 4. Greiðsla upp í íbúð, kr. 200 þúsund, á miða nr. 64345. 5—7.3 myndbandstæki, hvert á kr. 45 þúsund, á miða nr. 123080,67781,42514. 8—15.8 utaniandsferðir, hver á kr. 35 þúspnd, á miða nr. 63752, 72356, 117513, 1728, 119662, 147724,9036,63689. 16—25.10 heimilistölvur, hver á kr. 10 þúsund, á miða nr. 25696, 70239, 134111, 110273, 95058, 7509,41071,132035,42647 og 113888. Vinninga má vitja á skrifstofu Hjartaverndar að Lágmúla 9, 3 hæð. Hjartavernd þakkar landsmönnum öllum veittan stuðning. KFUM og KFUK, Amtmannsstíg 2b Almenn samkoma, annað kvöld, sunnudags- kvöld, kl. 20.30. Gunnar Jóh. Gunnarsson talar. Ræðuefni: Frelsi kristins manns. Tekið á móti gjöfum í launasjóð. Allir velkomnir. Aðalfundur félags einstæðra foreldra verður haldinn í Skeljahelli, Skeljanesi 6, mánudagskvöldiö 19. nóvember kl. 21. Þar verður minnst fimmtán ára starfsafmælis FEF, kynntar starfsnefndir vetrarins og for- maður FEF flytur skýrslu stjórnar. Endur- skoðaðir reikningar munu liggja frammi, síðan fer fram stjórnarkjör og loks er liðurinn „önnur mál”. Fundarstjóri verður Olöf Einarsdóttir. I tilefni 15 ára afmælisins hefur nokkrum gestum verið boðið sérstaklega að sitja fundinn, borgarstjóra, forseta borgar- stjómar, form. þingflokka, Albert Guðmunds- syni alþm. og Sigurði Guðmundssyni, for- stjóra Húsnæðisstofnunar ríkisins. Jólakort verða afhent til sölu og dreifingar, efnt verður til skyndihappdrættis með góðum vinningum og kynnt verður Afmælisrit FEF sem er að koma út næstu daga og verður sent endurgjaldslaust til skuldlausra félaga. Árlegur jólamarkaður FEF verður haldinn laugard. 1. des, að þessu sinni í Traðarkots- sundi 6 og minnt skal á að bamabingó, sem varð að fresta í verkfalli, verður nú alveg á næstunni. Á aðalfundinum verða myndarlegar af- mælisveitingar seldar á vægu verði. Sundlaug Seltjarnarness er opin mánudaga—föstudaga frá kl. 7.10— 20.30, laugardaga frá kl. 7.10—17.30 og sunnu- daga frá kl. 8—17.30. Kvennadeild Skagfirð- ingafélagsins í Reykjavík veröur með skemmtif und fyrir félagsmenn og gesti í Drangey, Síöumúla 35, mánudaginn 19. nóvemberkl. 20.30. Rafeindin komin út Rafeindin, sérrit um hljómtæki, tölvur og video, er komin út. Þetta er 4. tbl. 2. árgangs. I Rafeindinni era að þessu sinni greinar m.a. um tónjafnara, tíðnisvörun, hljómtækja, tölvuleiki og nýju myndbtækin, VHS Hi-Fi video, sem einnig eru hágæða hljómtæki. Fastir liðir era að venju: Nýtt á markaðnum, hljómplötuumfjöllun þar sem bent er á hljómgæða plötur, tækninýjungar og tækjasmíði, en þar gefst mönnum kostur á að smíða sér FM stereo útvarp með litlum til- kostnaði en þeim mun meiri ánægju. Rafeind er 48 síður og fæst bæði i áskrift og í flestum bókaverslunum og sölutumum. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Steinþór Þóroddsson. Út- gefandi er útgáf ufélagið Rafeind hf. Fiskvinnslan komin út I byrjun september kom út 6 tbl. Fiskvinnsl- unnar. Utlit þessa blaðs er breytt frá fyrri blöðum. Að þessu sinni var upplag blaðsins 7000 eintök og var því dreift á sjávarútvegs- sýningunni sem var í Reykjavík nýlega. Meðal efnis í blaðinu er viötal við Höskuld Ásgeirsson, sölustjóra hjá Marel, grein eftir Aðalstein Gottskálksson sem heitir Gæða- stýring á Dalvík, tvær greinar era eftir Braga Bergsveinsson tæknifræðing, önnur fjaliar um myndbandatæknina í fiskiðnaðinum og hin nefnist Bónusinn bætir fleira en launin. Einnig er grein eftir Sverri Guðmundsson um gæðamál í frystihúsum, grein eftir Erling Hauksson um hringorma í fiski og að lokum skrifar Jón Bragi Bjarnason lífefnafræðingur um lífefnatækni. Fiskvinnslan er gefin út af Fiskiðn sem er fagfélag fiskiðnaðarins. Skrif- stofan er til húsa að Skipholti 3, Reykjavík. Frá Breiðfirðingafélaginu Vegna óviðráðanlegra orsaka fellur spila- og skemmtikvöldið niður 23. nóvember. Verður í stað þess laugardaginn 8. desember í Domus Medica og hefst kl. 20.30. Allir velkomnir. Skemmtinefndin. Fræðslufundir um Mið-Ame- ríku Ath. breyttan fundartíma Fyrsti fundur er um Nicaragua á mánudags- kvöldið 19. nóv. kl. 20.30 í Sóknarsalnum. Ein- ar Olafsson f jallar um sögu Nicaragua fram að byltingu. Torfi Hjartarson segir frá dvöl sinni í Nicaragua og Sigurður Hjartarson fjallar um nýaf staönar kosningar. Kvenfélagið Seltjörn heldur fund þriðjudagskvöldið 20. nóvember kl. 20.30 í félagsheimili Seltjarnamess. Meðal efnis er tískusýning undir stjórn Unnar Steinsson. Gestir velkomnir. Stjórnln. Sýning á Mokka Nýlega opnaði Hrefna Lárusdóttir sýningu á 29 vatnslitamyndum í Mokkakaffi, Skóla- vörðustíg. Hún er Reykvíkingur, búsett í Lúx- emborg, og hefur ekki sýnt hér á landi fyrr. Þessa dagana sýnir hún einnig akrýlmálverk í Trier í Þýskalandi. Sýningin á Mokkka stendur yf ir í þrjár vikur. Aðalfundir íþróttafélags Kópavogs og knattspyrnudeildar verða haldnir I dag, laugardaginn 24. nóvember, kl. 14 I Þinghóli, Hamraborg 11. Dagskrá: Venjulegaðalfundarstörf. Stjórnin. Norræni unglingaháskólinn (NSU) Vetrarstarf Norræna sumarháskólans hefst með kynningarfundi í dag, iaugardaginn 17. nóvember, klukkan 17.30 í Norræna húsinu. Starfið fer fram í hópum og verða hópar um eftirfarandi mál starfandi: 1. Unglingamenningu. 2. Hagfræði. 3. Framtíð vinnunnar. 4. Sjálfshjálp. 5. Táknfræði (semiotik). 6. Stýring á umhverfi — vistfræði. 7. Líf í borg — borgarfræði. 8. Blaðamennska. Starf í Norræna sumarháskólanum er öll- um opið. Bridge Arsþing Bridgesambands Islands verður haldið í Veitingahúsinu Kvos- inni laugardaginn 24. nóvember og hefst það kl. 10 árdegis. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundar- störf, kosning stjórnar, lagabreyting- ar, skipan nefnda, skýrsla stjórnar, o.s.frv. Reykjavíkurmótið í tvímennings- keppni — undanrásir. Þau pör sem skráð eru í undanrásir fara öll beint í úrslit sem verða helgina 8.-9. des. nk. Undankeppni fellur niður vegna þátt- tökuleysis. Enn er hægt að bæta viö sveitum í aðalsveitakeppni Bridgefélags Reykjavíkur, sem hefst nk. miðviku- dag. Spilaðir verða 3X10 spila leikir á kvöldi, allir viö alla. Hafið samband 'við stjómarmeðlimi i símum 622236 (Sigurður) eöa685914 (Hörður). Bridgefélag Hafnarfjarðar Mánudaginn 12. nóv. lauk 3 kvölda butlerkeppni félagsins. Eftir mikla baráttu tókst Kristófer og Guðbrandi að vinna upp forskotið sem efstu menn höfðu og ná sigri á síðustu spilunum. Lokastaðan varð sem hér segir: 1. Guðbr. Sigurbergss.—Kristóf. Magnúss. 374 2. Ásg. Ásbjörnss.—Hrólfur Hjaltas. 362 3. Árni Þorvaldss.—Sævar Magnúss. 342 4. Hörður Þórarinss.—Magn. Jóhannss. 340 5. Ingv. Ingvarss.—Kristján Haukss. 335 6. Þorv. Guðmundss.—Birgir Kjartanss. 333 Mánudaginn 19. nóv. verður spilað við Bridgefélag kvenna og eiga Hafn- firðingar heimaleik að þessu sinni. Allir spilarar eru hvattir til að mæta svo unnt sé að spila á sem flestum borðum en stefnt er að því aö spila á að minnsta kosti sex borðum. Þeir spilar- ar sem urðu ofarlega síöustu sveita- keppni hafa þó forgangsrétt. Bridgefélag Breiðholts Þriðjudaginn 13. nóv. hófst hraösveitakeppni meö þátttöku 9 sveita. Röð efstu sveita er þessi: stig 1. Sveit Antons Gunnarssouar 555 2. Sveit Eyjólfs Bergþórssonar 493 3. Sveit Gunnars Ingólfssonar 452 Meðalskor432stig. Næsta þriðjudag heldur keppnin á- fram. Spilað er í Gerðubergi kl. 19.30 stundvíslega. Bridgefélag Selfoss Laugardaginn 27. október var haldiö hið árlega flórídanamót í fimmta skipti en það er jafnframt minningar- mót um Einar Þorfinnsson sem var heiðursfélagiB.S. Spilað var í Selfossbíói og mættu 40 pör til leiks. Keppnin var hnífjöfn og spennandi allan tímann. Röð tíu efstu para varð þessi: Vilhj.Þ.Pálss.-SlgfúsÞórðars. 247 Asmundur Pálss.-Karl Sigurhjartars. 208 Jón P. Sigurjónss.-Sigfús ö. Ámas. 205 Gestur Jónss.-Sigurjón Tryggvas. 197 Gunnar Þórðars.-Kristján M. Gunnarss. 193 Þórarinn Sigurþérss.- Guðm. P. Amarss. 188 Jakob R. Möller-Haukur Ingas. 184 Arnar Hinrikss.-Einar V. Kristjánss. 184 Stefán Pálss.-Rúnar Magnúss. 176 Jón Baidurss.-Sigurður Sverriss 176 Keppnisstjórar og reiknimeistarar voru þeir bræður Hermann og Ölafur Lárussynir og skiluðu þeir hlutverkum sínum óaðfinnanlega eins og þeirra varvonog vísa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.