Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1984, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1984, Blaðsíða 36
Yf irheyrslur vegna f rjálsra útvarpsstöðva: Albert mætti hjá rannsóknarlögreglu Albert Guömundsson f jármálaráð- herra mætti hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins klukkan 11 í gærmorgun vegna afskipta sinna af útvarpsstöö- inni sem rekin var i Valhöll i verk- falli opinberra starfsmanna. Þegar starfsmenn Pósts og síma komu í Valhöll i fylgd tveggja lög- reglumanna, eftir aö hafa miðað út útvarpssendingar frá húsinu, var þeim meinað að leita í húsinu. Lög- reglumennirnir höfðu ekki húsleitar- heimild. Meöan þeir biðu í húsinu var hringt í Albert Guðmundsson. Hann fékk að tala viö starfsmann Pósts og sima og spuröi hvort hann heföi veríö beðinn um að sinna þessu starfi af sínum yfirmönnum. Albert, sem þá var starfandi ráöherra póst- og síma- mála, kvaðst ekki hafa óskaö eftir þessari leit aö útvarpsstööinni og var leitinni þá hætt. Hjá rannsóknarlögreglunni i gær staöfesti fjármálaráöherra skýrslu lögreglumanna um þetta mál. Hann sagöi í samtali við DV í gær að hann heföi ekki óskaö eftir aö gera athuga- semdir við skýrsluna. Mestum tima sínum í húsakynnum Rannsóknarlögreglu ríkisins í Kópa- vogi varöi f jármálaráðherrann hins vegar til þess að skoða húsakynnin og heilsa upp á starfsfólkið. ,,Hér er veríö aö vinna aö flóknum málum við ágæt vinnuskilyröi en þau mættu þó vera betri,” sagöi fjármálaráöherr- ann að lokinni skoöunarferö um hús- iö. Aö þvi loknu fylgdi Hallvaröur Einvarösson rannsóknarlögreglu- stjóri honum til dyra. ÖEF Hallvarður Gnvarðsson rann- sóknartögreglustjóri fylgdi fjár- málaróóharra tU dyra aftir aó hinn sróamafndi hafói staðfast skýrslu lögraglumanns um atburóina i Val- höU. DV-mynd GVA Kl Spurði Hallvarður Albert um kínverska sígarettu- umboðið? i i i i i i i i i i ■ ■ Kínverskt tóbak í vesturbænum Flokksþing Alþýðuflokksins, þaó 42. i röðinni, hófst maó satningarathöfn i Gamla biói i gærkvökfi. Þaö sam setja mun einna mastan svip á þetta þinghaU ar barátta Kjartans Jóhannssonar, núverandi formanns AiþýóuHokksins, og Jóns Bakhrins Hannibalssonar um formannsambættiö. Formanns- kosningin fer fram i dag. Hór sjást þeir keppinautamir, Kjartan og Jón Batdvin. takast i hendur við upphaf fundarins igær. DV-mynd GVA Henni brá heldur betur í brún, frúnni sem keypti sér 4 pakka af Winston í versluninni Neskjör í gær. Pakkamir fóru beint ofan í tösku en þegar heim var komið og pakkarnir teknir upp kom í Ijós að á þremur pakkanna voru merkingarnar á kín- versku. ,,Ég þorði varla aö opna þá, það er aldrei að vita hvað er í þessu,” sagði frúin í samtali við DV. Pakkamir voru þó teknir upp meö varúö og innihaldið reyndist ósvikiö bandarískt tóbak. Verslunarstjóri verslunarinnar Neskjör kom af fjöllum er hann var inntur eftir því hvers vegna verslunin verslaöi meö kínverska tóbakspakka. „Varla hef ur þetta komiö svona frá Tó- bakseinkasölunni,” sagði verslunar- stjórinn, „og ekki man ég eftir Kin- verjum hér i versluninni upp á síökast- iö.” -EIR. Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt — hringdu þá i sima 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað i DV, greið- ast 1.000 krónur og 3.000 krónur fyrír besta fréttaskotið i hverri viku, Fullrar nafnleyndar er gœtt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Skuldbreytingum fiskiskipa brátt lokið: 20 SKIP SKULDA YFIR100 PRÓSENT Skuldbreytingum fiskiskipa á að vera lokið fyrir 1. desember nk. sem er auglýstur lokadagur, þaö er að segja skuldbreytingum á stofnlánum Fiskveiðasjóös. Þó nokkur f jöldi fiskiskipa er yfir þeim mörkum sem ríkisstjórnin setti fyrir skuldbreytingunum, það er aö þau skulduðu ekki meira en 90% af húftryggingarverömæti sínu. Sam- kvæmt heimildum DV munu þetta vera um 20 skip sem skulda um og yfir 100%. Már Elísson, forstjóri Fiskveiða- sjóös, sagði i samtali viö DV að enn lægi ekki fyrir hverjir legöu til önnur veö en skipin og hverjir ekki af þeim skipum sem eru yfir mörkunum og ennfremur væri húfmatið umdeilt í mörgum tilfellum og þá taliö alltof lágt. Skip þau sem hér um ræöir eru eingöngu íslaisk smíði, verö- og geng- istryggð, og skuldasúpan aö stórum hluta tilkomin vegna gengishækkun- ardollarans. -FRI. Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022. Akureyri: VALT NIÐUR Á ÞVOTTA- PLAN Um hádegi í gær lenti bíll út af Gler- árgötu á Akureyri og valt niður á þvottaplan sem er rétt við Glerárbrú. Þrennt var í bílnum og var ökumaður fluttur á sjúkrahús. Hann skaddaöist lítillega á hálsi en farþegamir sluppu ómeiddir. Grunur leikur á aö ökumaður hafi veriö undir áhrif um áfengis. JBH/Akureyri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.