Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1984, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1984, Blaðsíða 5
DV. LAUGARDAGUR17. NOVEMBER1984. 5 AFMÆUSHÁHÐ í ÁLFHEIMABAKARÍI Þeir sem gæða sér á brauðum úr Álfheimabakaríinu i dag ættu ekki að láta sér bregða þótt eitthvað óvænt komi í ljós. Ekki er þó vitað til að bakararnir í Álfheimunum haf i óhreint mjöl í pokahorninu heldur bjóða þeir sérstakt afmælisbrauð, heimabrauö, því bakaríið er 25 ára um j>essar mundir. Og vegna þess að afmæÚsbörn vilja gjarnan gleðja gesti sína þá hefur ávísun á 2.500 kr. verið laumað í 10 afmælisbrauð. I höfuðstöðvunum í Álfheimunum leynast 5 þessara brauða en 5 eru í útibúinu við Haga- mel. A morgun verður afmælishátíðinni fram haldiö. Þá syngur kór Langholts- kirkju og lúðrasveit leikur fyrir búöar- dyrum og viöskiptavinir geta gætt sér á afmælistertu. Kristínn K. Albertsson við gamla ofninn iÁtfheimabakaríinu. Samvinmitryggingamálið: Deildarstjórinn borgi 300 þúsund með skuldabréfi Deildarstjóri sá, sem gert var að segja upp vegna tjónbílamálsins í Samvinnutryggingum, var látinn borga það tjón sem hann beinlínis útbjó skýrslur um sjálfur án þess að um tjón væri að ræða meö rúmlega 300 þúsund króna langtíma skulda- bréfi. Samkvæmt heimildum DV var samþykkt á stjómarfundi í Sam- vinnutryggingum í september sl. að afgreiða málið á þennan hátt og var lögfræðingi félagsins og aöstoöar- framkvæmdastjóra falið að ganga frá samningum um það við deildar- stjórann. Ennfremur mun stjóm félagsins hafa athugað að hefja iögsókn gegn DV vegna skrifa blaðsins um þetta mál á sinum tima en ekki talið að stættværiáþví. A umboðsmannafundi, sem hald- inn var í Samvinnutryggingum dag- ana 18.—19. október sl., sagði fram- kvæmdastjóri Samvinnutrygginga að deildarstjórinn hefði ekki aðhafst neitt ólögiegt en farið út fyrir þær reglur sem giltu í deild hans. Þá upplýsti framkvæmdastjórinn að í kjölfar blaðaskrifanna heföi verið rætt um að hækka útborgunarmörk tjónbíla úr 50% í 75% en hann sagöi þó að félagið hefði hagnast á 50% reglunnl -FRI Mikligarður ársgamall: Tertuboð og lúðraþytur Stórmarkaðurinn Mikligarður í Reykjavík á ársafmæli í dag. Morgun- hressir viðskiptavinir eru boðnir í tertusnæðing og er afmælistertan nærri tveir fermetrar að stærð. Þá verður lúðrasveit á svæðinu. Um 70 vörutegundir eru á tilboðs- verði í tilefni af afmælinu, alls konar vamingur auk matvöm. Þá verður tískusýning eitt af atriöum afmælisins ídag. Dagur lyfja- fræðinnar 1984 I dag, laugardag kl. 13.30, standa Lyfjafræðingafélag íslands og Apótekarafélag Islands i þriðja sinn fyrir degi lyfjafræðinnar. Málþing verður aö þessu sinni haldiö í Háskóla Isiands, stofu 101 í Lögbergi, og verður fjallaö um lausasölulyf og hvort auka beri úrval þeirra. Frummælendur verða Almar Grímsson lyf jafræðingur, Ámi Kristinsson læknir, varaform. lyfjanefndar, Hafsteinn Skúlason læknir, Hjálmar Jóelsson apótekari og Svava Guðmundsdóttir lyfjafræð- ingur. Að framsöguerindum loknum veröa almennar umræður undir stjórn Jóns Grétars Ingvarssonar lyfjafræðings. Lyfjafræðingum, starfsfólki apóteka og öömm, sem áhuga hafa á þessu máli.erboðinþátttaka. MS. Sýninghjá Ingvari og Gylfa Astrid Ellingsen og Bjarni Jónsson sýna verk sín í Húsgagna- verslun Ingvars og Gylfa við Grensás- veg. Astrid er kunnur prjónahönnuður og sýnir hún eingöngu handprjónaða módelkjóla úr íslensku eingimi á þess- ari sýningu. Bjarni Jónsson sýnir málverk og teikningar um þjóðleg efni. Hann hefur haldiö margar sýningar hér á landi og tekið þátt í sýningum erlendis. Sýning- in er opin laugardaga kl. 9—18, sunnu- daga kl. 14—18, mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga á venjulegum verslunartíma en fimmtudaga og föstudaga til kl. 22. MS LEIÐRÉTTING Þau leiðinlegu mistök urðu í blaðinu sl. miðvikudag, þar sem skýrt var frá að milljón tonn hefðu nú verið fram- leidd hjá álverinu í Straumsvík, að Jakob Möller var titlaður aðstoðarfor- stjóri, hann er lögfræðingur ISAL. Hulda 150, beyki. Verðkr. 31.300,- \ntik 150, eik. /erð m/dýnum kr. 36.600,- Sandra 150, beyki. Verð kr. 31.300,- Það er rúm fyrir hjá okkur þig Ný rekkja, palesander. Verð m/dýnum kr. 41.900,-, m/út- varpi og ljósum. Ragna 150, fura. Verð kr. 18.000,- Atlæti 150, beyki. Verð kr. 29.200,- Venus, eik. Verð m/dýnum kr. 26.800,- Verona. Verð kr. 36.400,-, m/útvarpi og ljósum. Ramóna 115 m/útvarpi og ljósum. rúskinnsklædd. Verð kr. 20.900,- Hvers vegna er hagkvæm ara að kaupa sér rúm sem framleidd eru hjá INGVARI OG GYLFA? Húsgagnaverzlun þefrra er stœrsta=aérverzl- un landsins meö íslenzk rúm. Húsgagna- vinnustofa þeirra framleiöir fleiri fslenzk rúm en nokkur annar. Þeir hafa yfir 25ára reynslu í smíöi rúma. Eigin framleiösla tryggir hagstæöasta veröið. Þeir bjóöa upp á beztu greiðsluskilmálana. Góöir skiimálar — betri svefn. Reynslan tryggir gæðin. 5 ára ábyrgö fylgir öllum. framleiösluvörum. Þér getiö valið úr tuttugu geröum rúmdýna. Öll rúm eru framleidd úr ekta viöarspæni en hvorki plast- né viöariíkingu. Rúmin endast og endast og endast. Þér getiö valiö úr u.þ.b. 300 rúmum. Fyrirtækið er á íslandi þannig aö ef eitthvaö kemur fyrir rúmiö, eru þeir ávailt til staöar. Fagmenn aöstoöa yöur viö valiö. Þér fáiö litmyndalista heimsendan ef þér óskið. Útvörp, sem fylgja rúmum, eru meö fullri ábyrgö. Boöiö er upp á fullkomna dýnuþjónustu. Ef þér búiö á Stór-Reykjavík- ursvæöinu fáiö þér rúmiö sent heim yöur aö kostnaöarlausu. Ef breytlnga er þörf er haagt aö leysa flest slík vandamál. íslenzk rúm fyrir íslenzk heimiH. ,Rúm " bczta vcrz.lun landsins INGVAR OG GYLFI (,RI NSASVtGl I IM N| VM JAVIH siMi IH44OG1JSJ0 Scrvcrzlun ma) rúm Sælan 115, álmur. m/útvarpi og segulbandi, m/dýnu kr. 23.700,- Saga 150, eik. Verð m/dýnum kr. 26.800,- Rebekka hvít, m/útvarpi + segulbandi + rúmfatageymslu. Verð kr. 16.700,-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.