Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1984, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1984, Blaðsíða 9
DV. LAUGARDAGUR17. NOVEMBER1984. 9 Pélitlskt rádgjafarfyrirtæki? Alþýðublaöið kom út í 25 þúsund eintökum á fimmtudaginn og var 24 síöur að stærð. Það heyrir til tíðinda á þeim bæ, þar sem blaðið er venju- lega aðeins fjórar síður og upplagiö rúmlega þrjú þúsund eintök. Mikið lá því við og var blaöinu dreift í hús á höfuðborgarsvæðinu. Það sem kröt- um lá á aö koma til skila var það, að flokksþing Alþýðuflokksins færi fram nú um helgina. Flokksþing þetta hefur ekki verið á vörum manna og lítt eftir því tekið fyrr en nú í vikunni. Þar kom til hjálpar Jón Baldvin Hannibalsson, þingmaður Alþýðuflokksins í Reykjavík. Meö því aö b jóða sig fram á móti Kjartani Jóhannssyni, formanni Alþýðu- flokksins, tókst að vekja áhuga manna á þingi flokksins, sem ella hefði farið fram í kyrrþey. Flokks- þinginu var raunar frestað í síðasta mánuði, en því réðu verkföll að mestu. Slakur árangur Það er líkt á komið með Alþýðu- flokknum og Alþýðublaöinu. Báðir aðilar mega muna sinn fífil fegri. Flokkurinn á aö baki áratuga langa klofningssögu og eftir mikinn kosningasigur á árinu 1978, þar sem flokkurinn náði 14 mönnum á þing, hefur stöðugt sigið á ógæfuhliðina. Nýlegar skoðanakannanir benda til þess að fylgið fjúki enn af flokknum. Hann hafnaði þátttöku í núverandi ríkisstjórn þegar hún var mynduð, en hefur ekki náð að gera sig veru- lega gildandi í stjómarandstöðunni. Alþýöuflokkurinn hefur verið í klemmu, um þaö er ekki deilt. Jón Baldvin Hannibalsson býður sig fram sem formann og bendir á, að þegar illa fiskist þá sé skipstjórinn gerður ábyrgur. Kjartan Jóhanns- son telur hins vegar að erfiðleika- timabiliö sé að baki. Nú sé megin- verkefnið að snúa sér aö aðkallandi verkefnum svo sem innra flokks- starfi og stefnuboöun, frekar en skipta um forystu. Hann bendir á að ákveðin endumýjun þurfi að eiga sér stað, en of ör umskipti hafi sína óskosti. Svo sem menn muna bauð Kjartan sig fram á móti Benedikt Gröndal, formanni Alþýðuflokksins, árið 1980. Það framboð varð til þess að Benedikt dró sitt framboö til baka eftir talsverðar sviptingar. Formaður í klofningi Magnús Bjamfreðsson, fastur dálkahöfundur DV, telur í grein sinni í blaðinu á fimmtudag, að Kjartan hafi látið plata sig innan eigin flokks er hann fór of snemma gegn Bene- dikt. Hann hafði þannig orðiö flokks- formaður í óhjákvæmilegum klofn- ingi. Menn þekkja eftirleikinn. Bandalag jafnaðarmanna varð til og náði umtalsverðu fylgi í síðustu kosningum, án efa aö miklu leyti á kostnað Alþýðuflokksins. Þannig er komið fyrir jafnaðarmönnum, sem lengi hafa átt sér draum um sterkan jafnaðarmannaflokk. Nú eru til tveir flokkar sem hafa jafnaðarmennsku að leiöarljósi, auk þess sem kratar hafa löngum talið að hluta jafnaðar- manna væri að leita bæði i Sjálf- stæðisflokknum og Alþýðubandalag- Mótframboð ekki á óvart Framboð gegn formanni Alþýðu- flokksins kemur mönnum ekki á óvart. Vitað er að áhrifamiklir menn í flokknum hafa verið á útkikki eftir formannsefni og ýmis nöfn hafa ver- ið nefnd. Þegar gengi flokka er ekki sem skyldi, þá bitnar það að sjálf- sögðu á forystunni. En núverandi formaður á sterka sveit að baki, þar sem er hið gamla Hafnarfjarðarfylgi Alþýðuflokksins, og skal engu spáð um úrslit formannsslagsins á þingi flokksins í dag. Enginn efast um greind flokksformannsins en ýmsum þykir hann heldur litlaus. Mótfram- bjóðandi hans er spurður að því í Alþýðublaöinu hvort það breyti miklu um áherslur og stefnumið Alþýðuflokksins hvor þeirra sitji á formannsstóli. Hann svarar því m.a. á þennan hátt: „ Það er varla hægt að hugsa sér ólíkari menn. Kjartan er varfærinn, gætinn, lokaður, flinkur fagmaður, ekki skjótur til ákvarð- ana. Ég er opinskár, hreinskilinn, af- dráttarlaus i skoðunum, hef gaman af áhættu, tapa stundum og get þess I ííi iij>a ril a iíspisl i 11 Jénas Haraldsson fréttastjóri vegna unniö stórt. Viö erum gott gengi. En eigi aö spila sóknarleik, þá á að nota sóknarleikmanninn.” Ekki skal fjölyrt um þessa lýsingu Jóns Baldvins, en víst er að keppinautarn- ir um formennskuna eru um margt ólíkir. Menn en ekki málefni Olíkir menn, en hvað um skoðanir þeirra. Þar er munurinn ekki eins mikill og raunar ekki mikið sem skil- ur á milli. Báðir telja þeir Kjartan og Jón Baldvin að Alþýðuflokkurinn eigi aö halda sig á vinstri kanti is- lenskra stjómmála, en standa skuli á eigin fótum. Kjartan bendir á kerfis- breytingar í fjármálum, atvinnumál- um og skattamálum og ekki verður séð að Jón Baldvin sé þar fjarri. I utanríkismálum verður ekki betur séð en skoöanir þeirra fari saman. Báðir em fylgjandi því varnarfyrir- komulagi sem hér ríkir, þ.e. aö far- sælast sé aö Island sé aðili að Atlatnshafsbandalaginu og að hér sé varnarlið til staðar. I þessum for- mannskosningum er því fremur tekist á um menn en málefni. Lítiö fylgi Alþýðuflokksins setur óneitanlega mark sitt á baráttuna. Þannig segir Jón Baldvin m.a. í viö- tali við Alþýöublaðiö: ,,Eg sætti mig hreinlega ekki viö það, á sama tima og þörfin fyrir stríöandi Alþýðuflokk hefur sjaldan verið meiri, þá skuli menn sætta sig viö fylgis- og áhrifa- leysi. Mig ragar það ekki, hvort flokkurinn fær 4,5 eða 8% í skoöana- könnunum. Þess konar flokkur getur verið pólitískt ráðgjafarfyrirtæki, en hann er ónýtur sem baráttutæki vinnandi fólks.” Jón Baldvin segir flokkinn aö óbreyttu hjakka í sama farínu. Hann liggi við stjóra og leiti vars. Kjartan telur hins vegar í viö- tali við sama blaö að flokkurinn eflist við hverja raun. Erfitt tímabil sé að baki og sókn framundan. Lrf eða dauði flokks Alþýðuflokkurinn er gamall verka- lýðsflokkur, en á seinni árum hefur hann staöiö í skugga Alþýðubanda- lagsins. Þrátt fyrir það á hann enn ítök í verkalýðshreyfingunni og víðar. Það verður fróðlegt að fylgj- ast með framhaldslif i flokksins nú aö flokksþinginu loknu. Stefnir í hæg- fara dauða flokksins eða lifnar hann við? Þá segir sagan okkur að klofn- ingur vilji á stundum fylgja í kjölfar kosninga í Alþýðuflokknum. Talið er að margir verkalýðsleið- togar séu ekki um of hrifnir af Jóni Baldvini Hannibalssyni. Hann hafi á árum áður, einkum er hann var rit- stjóri Alþýðublaðsins, lítt haldiö fram skoðunum verkalýðs- hreyfingarinnar. Fram á síðustu stund hafa sumir í flokknum viljað finna þriðja mann- inn í formannsframboö, sem bæði Kjartan og Jón Baldvin gætu fallist á. Ekki eru þó taldar neinar líkur á því að svo verði. Framboö Jóhönnu Sigurðardóttur, þingmanns flokksins í Reykjavík, í varaformannsembætti er óumdeilt. Enginn fer þar á móti. Núverandi varaformaður, Magnús Magnússon, féll I síðustu þingkosn- ingum og gefur ekki kost á sér í embættið að þessu sinni. Verkefnin bíða Hvort sem Kjartan situr áfram sem formaður Alþýðuflokksins eða Jón Baldvin Hannibalsson tekur við, þá er það ljóst að formannsins bíður ærinn starfi. Það á bæði við um starf- ið innan flokksins og tilraunir til þess að rífa hann upp úr lægðinni og ekki síður á vettvangi þjóðmálanna. Þar má búast við fjörugum vetri, ekki síöur hjá forystu Alþýðuflokksins en annarra flokka. Vænta má mikilla átaka í kjölfar nýrra kjarasamninga og þess sem af þeim leiðir. Komnir eru brestir í ríkisstjómarsamstarf Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks. Barátta ríkisstjómarinnar gegn verðbólgu bar verulegan árangur en mjög á kostnað launþega í landinu. Þeir risu upp í haust sem kunnugt er og hafa náð nýjum samningum. En þar með virðist stefna í þaö aö gamla verðbólguhjólið taki að snúast á nýj- an leik. Beöið er eftir aðgerðum ríkis- stjórnarinnar. Þær aðgerðir verða væntanlega gamalkunnar og byggj- ast aðallega á gengisfellingu. Aðgerðirnar verða væntanlega til- kynntar í stefnuræðu forsætisráð- herra en henni hefur veriö frestað í óákveðinn tíma. Ríkisstjórnin skoðar þessa dagana aðgerðir, sem koma í veg fyrir það aö gengis- fellingin hirði með öllu þann aukna kaupmátt sem náðist í nýgerðum samningum. Þar er rætt um lækkun vaxta, lækkaðir verði tollar og vöru- gjald af nauðsynjavörum og aö skattar verði ekki hækkaðir til þess að vega upp á móti ákveðinni lækkun tekjuskatts. Lagðar verða hömlur á hækkun verðlags og lífeyrisbætur hækkaðar. Einnig mun rætt um endurskipulagningu húsnæðislána- kerfisins. Væntanlega hefur stjórnarandstað- an sitthvað viö væntanlegar aögerð- ir ríkisstjómarinnar að athuga. Það verður því ekki verkefnaskortur sem kemur til með að þjaka nýkjörinn formann Alþýðuflokksins fremur en aðra menn sem veljast í hliðstæð störf. -Jónas Haraidsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.