Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1984, Side 14
DV. LAUGARDAGUR17. NOVEMBER1984.
Ætlaröu, lesari góður, að kaupa þér
bók fyrir jólin? Ef svo er tekuröu þátt í
sókn sem útgefendur og aðrir skjól-
stæðingar bókarinnar eru nú að hef ja;
sókn sem líklega mátti ekki biða öllu
lengur. Það er síður en svo launungar-
mál að bóksala hefur dregist saman í
landinu á undanfömum árum og eink-
um og sér í lagi í fyrra. Eftir vertíöina
þá virtist útlitið vægast sagt svart og
"umir gengu jafnvel svo langt að spá
oksins dauða bókarinnar; upp myndi
■enna eyðiland vídeósins og tölvu-
:ækni. Þjóðin yrði með tímanum ólæs á
Skarðsbók en því betur að sér í Basic.
En nú er semsé ætlunin að sporna við
fæti; nú þegar útgefendur eru logandi
hræddir um enn minni sölu snúa þeir
vömísókn.
Við sem skrifum í blöð höfum orð-
ið vör við þetta. Fyrir ekki alllöngu
síðan boðuðu útgefendur ritstjóra og
aörar silkihúfur blaöanna á sinn fund
til þess að ræða hvemig bókin mætti fá
aukið rými og skilning í fjölmiðlum; nú
í vikunni vom svo óbreyttir blaðamenn
kallaðir á svipaöan fund. Þar kynntu
útgefendur bækur sínar, ræddu um
leiðir til þess að stuðla að aukinni sölu
þeirra; þeir töluðu um samdrátt sem
ekki mætti verða til þess að almennileg
rit kæmust ekki á markað, um nýjung-
ar í starfsemi sinni og sitthvaö fleira.
Þeir báðu um aðstoð blaðanna við aö
koma bókaútgáfu í landinu aftur á rétt-
ankjöl ..
Ekkert af þessu kemur lesendum í
sjálfu sér við. Þeir þurfa ekki og eiga í
raun og vem ekki að vita um það sem
fram fer að blaðabaki; blaðamenn
eiga ekki sýknt og heilagt að vera að
skrifa um sjálfa sig og vinnubrögð sín.
Eg nefni þessa fundi meö útgefendum
aðeins sem dæmi um þá viðleitni
þeirra aö hefja bókina aftur til vegs og
virðingar í islensku samfélagi, og þar
koma raunar fleiri viö sögu. Sigurður
Pálsson, formaður Rithöfundasam-
bandsins, sat seinni fundinn og hann
upplýsti að á siðastliönum mánuöum
hefðu verið haldnir fjölmargir fundir
með fulltrúum rithöfunda, útgefenda,
prentsmiðjueigenda, bóksala og fleiri,
og umræöuefnið alltaf hiö sama:
hvemig best sé aö hlúa aö bókinni.
Viö skulum öllsömul hlúa að bók-
inni. Hún er vissulega illa haldin þó
það sé ástæðulaust aö spá henni
bráðum bana. A fundinum meö út-
gefendum var vitnað til reynslu ann-
arra þjóða sem komnar eru mun
lengra en viö í átt til aukinnar tækni
með öllum þeim þjóðfélagsbreytingum
sem henni fylgir. Þar, eins og hér, hef-
ur bókin orðið fyrir miklum áföllum en
jafnan staöiö af sér sjóina og siglt heil i
höfn. Það er þvi engin ástæða til að
vola, en til þess að dallurinn ekki
sökkvi verður að ausa. Gera eitthvað í
málinu.
Og hvað ætla bókaútgefendur svo að
gera? A blaðamannafundinum var
lögð fram þykk skýrsla um flestallar
þær bækur sem út koma nú fyrir jólin,
og fljótt á litið virðist útgáfan með
svipuðu sniði og undanfarin ár. Það
hefur að vísu orðið samdráttur í f jölda
þeirra titla sem komast á þrykk, en
þeir hafa verið hér um bil 500 undan-
farin þr jú ár. Nú er giskað á aö út komi
350—400 bækur. Þessi fækkun stafar að
vísu ekki aðeins af lítilli sölu i fyrra;
prentaraverkfallið hafði líka sitt að
ÆKUR
ERU
r;ó»\K
ÍRÚMI