Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1984, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1984, Blaðsíða 23
DV. LAUGARDAGUR17. NOVEMBER1984. 23 barnakarlar á landinu ef tekið væri mið af öllum þeim fjölda bama sem þeir höfðu við afgreiðslu í verslunum sínum og sögöu sín. Skemmtilegasta atvikið átti sér þó stað í Keflavík. Þar tóku verkfalis- veröir eftir því, þegar á fyrsta degi verkfallsins, að veriö var að afgreiöa á fullu í einni af verslunum bæjarins. Voru þar auk kaupmannsins þrjár af- greiðslustúlkur við vinnu. Kröfðust verkfallsverðirnir að versluninni yrði lokað og varð kaupmaöurinn við þeirri kröfu. Eftir hádegi sama dag sjá verk- fallsverðir að búið er að opna verslun- ina á ný og er kaupmaðurinn við vinnu ásamt sambýliskonu sinni og dóttur hennar. Þegar farið er að athuga pappíra kemur í ljós að konan er skráð fyrir versluninni. Þar meö var kaup- manninum óheimilt að vinna þar sem hann var ekki giftur konunni og ekki held’ir skyldur henni. Var því lokað enn á ný. En viti menn, eftir klukku- tíma er aftur búið að opna og afgreiðsla í fullum gangi. Er verkfallsverðir spurðu kaupmanninn hvort hann hefði ekki skiliö það sem þeir sögðu fýrr, sagði hann jú, en aðstæður væru breyttar og sýndi hann splunkunýtt giftingarvottorð því til staðfestingar. Höfðu þau skötuhjúin sem sagt snarast til prestsins og látið pússa sig saman í einumhvelli! Gefið eftir Víkur nú sögunni fram til ársins 1968. Þá hafði atvinnuleysi hafið inn- reið sína enn á ný hér á landi og enn- fremur höfðu vísitölubætur á laun ver- ið skertar. Horföi því fremur þunglega fyrir launafólk. Meginkrafan var því fullar vísitölubætur á laun frá 1. mars. En eins og við var að búast var þessi krafa ekki samþykkt þegjandi og hljóðalaust. Og þegar verkalýðsfélög- unum þótti sýnt að ekki tækist að ná fram neinum úrbótum án hörku var boðað til allsherjarverkfalls 4. mars. Og það skall á meö tilheyrandi lömun athafnalífsins í landinu. Alls tóku þátt í verkfallinu 50—60 félög með 20—25 þúsundfélaga. Þegar í upphafi verkfallsins mátti sjá miklar biöraöir við mjólkurversl- anir en mjólk var skömmtuð eins og oft áður í verkföllum. Fljótlega fór einnig að bera á vöruskorti og vandkvæði sköpuöust er sorp fór að hlaðast upp víðs vegar um bæinn. 1 framhaldi af þessu ástandi urðu nokkrar skærur við sorpeyöingarstöðina er menn gerðu sig líklega til verkfallsbrota. Þegar liða fór á verkfallið var skól- um lokað vegna þess að óhreinindi voru orðin mikil vegna verkfalls ræstingafólks. Þá lokuðu kvikmynda- hús einnig af sömu orsökum. Bensín- og olíuskortur gerði einnig vart við sig og var töluvert um tilraunir til smygls af þeimsökum. Þann 18. mars var loksins samið og varð verkalýöshreyfingin að gefa eftir af kröfu sinni um fulla visitölu á laun. Niðurstaðan varð að verðtrygging launa var miðuö við tíu þúsund króna grunnlaun, þannig að hún var sú sama í krónutölu upp allan launastigann. Á laun ofan viö 17 þúsund krónur greidd- ust engar veröbætur. Sigur launþega Stjórnvöld og verðbólgan létu ekki að sér hæða frekar en fyrri daginn og rúmum tveimur árum síðar kom aftur til allsherjarverkfalla vegna þess hve launin höfðu dregist aftur úr öllu verð- lagi í landinu. Árið áður hafði fengist lítils háttar leiörétting á kauptöxtum eftir skæruverkföll í rúman mánuö. En nú var sem sagt kominn maí 1970 og krafan var 25 prósent kauphækkun að viðbættri fullri vísitölu á laun. Fyrstu viðbrögð atvinnurekenda og stjórnvalda voru bollaleggingar um hugsanlega gengishækkun, en slíkt hafði engan dreymt um á Islandi um áratuga skeið. Ekkert varð þó úr gengishækkun né heldur öðrum að- gerðum og skall því boöað verkfall á 27. maí. Til að byrja með voru það sex félög sem voru í verkfalli en tæpri viku síðar voru 35 verkalýðsfélög komin í verk- fall. Þá var bensín farið aö ganga til þurrðar í Reykjavík enda var þvílíkt bensínhamstur síðustu dagana fyrir verkfall að annað eins hafði ekki sést, og kölluðu menn þó ekki allt ömmu sina í þeim efnum. 5. júní er orðið mjólkurlaust og næstu daga á eftir fara ýmsar vörur að ganga til þurrðar í verslunum bæjarins. Þegar hér var komið sögu var mikil harka hlaupin í verkfallið enda höfðu engar viðræður milli deiluaðila átt sér stað um skeið. Voru engar undanþágur veittar frá verkfallinu nema lífsnauð- syn lægi við. örlítil von um að deilan væri að leysast kviknaði 9. júní er VSl féllst á kröfu verkalýðshreyfingarinn- ar um fullar vísitölubætur á laun, en meö því skilyrði að kauphækkanir færu ekki yfir tiu prósent. En sú von slokkn- aði skjótt, þessu tilboöi var hafnað. Nú fóru dagblöðin að þynnast vegna yfirvofandi pappírsskorts og mjög hafði dregið úr umferð á götum Reykjavikur og annarra kaupstaða, vegna bensínleysis. Þeir einu sem kunnu þetta vel að meta var lögreglan, sem átti nokkuð náöuga daga. Og svona liðu dagarnir, enn bar mik- ið í milli þó að verkalýðsfélögin hefðu slakað á kröfunum niður í 20 prósent kauphækkun og atvinnurekendur hækkað sitt tilboð upp í 14 prósent. 16. j úní kveður orðið svo rammt að bensín- leysinu að leigubifreiðar stöövast. En nú fór líka hver að verða síðastur að semja þvi Led Zeppelin voru vænt- anlegir á Listahátíð eftir örfáa daga og ef ekki yrði búiö að semja yrði ekkert af þeirri heimsókn. Og það tókst að Texti: Sigurdur Þór Salvarsson bjarga því, samningar voru undirrit- aðir 18. júni og má segja að Iaunþega- samtökin hafi haft sigur. Þau náöu nefnilega fram um 18 prósent kaup- hækkun og fullri vísitölutryggúigu að auki. Nú h'ður alllangur tími á íslenskan mælikvarða þangað til næstu stóru vinnudeilur verða. Þá er árið 1974 gengið í garð og þetta langa hlé má ef til vill þakka því að frá 1971 hafði setið við völd ríkisstjórn vinveitt launþega- samtökunum. En í byrjun árs 1974 þraut launþegasamtökin samt þolin- mæðina, enn hafði verðbólgan leikið launin grátt. Krafa ASI var 30 prósent kauphækkun og 1500 krónur að auki á mánuði á hvem mann. Ennfremur var krafist breytinga á visitöluútreiknmgi og að sjálfsögöu, liggur viö að segja, f ullar vísitölubætur á laun. Samningaviðræður leiddu ekki til neinnar niðurstöðu og verkfall var boð- að þann 23. febrúar. Rétt áður en til verkfalls kemur var borin fram sátta- tillaga sem hefði haft um 11 prósenta kauphækkun í för með sér. Þeirri til- lögu var hins vegar hafnað af ASI og verkfall skellur á. Þátt í þvi taka um 50 félög með 25—30 þúsund félagsmenn innan sinna vébanda. Ríkisstjómin fór fram á frestun verkfallsins á síðustu stundu en því var hafnað. Síðustu dagana fyrir verkfall var verslun í algleymingi og biðraðir við sumar verslanir. Ekki var mikið um verkfallsbrot, einna helst að verslunarmenn reyni að brjóta í bága við verkfallið. Eins og venjulega í verkfalli varð þjóðarbúið fyrir miklu fjárhagstapi en að þessu sinni var tapiö kannski meira en venjulega því loðnuvertíð var í full- um gangi en stöðvaðist fljótlega vegna þess að allt þróarrými loðnuverk- smiðjanna fylltist og engin vinnsla var ígangi. Og sem betur fór fyrir alla aðila stóð verkf alhð ekki lengi því 26. f ebrúar var samiö og hljóðuðu samningarnir upp á fjögur þúsund króna kauphækkun á mánuöi, 6,18 prósent hækkun 1. mars vegna visitöluhækkana, átta prósent almennrar kauphækkunar, 1200 krón- ur á mánuði, þrjú prósent kauphækkun 1. nóvember og önnur þrjú prósent 1. júh 1975. Vísitölutrygging hélst óbreytt. I skugga landhelgisdeilu Um svipað leyti tveimur árum síðar var komiö að næsta ahsherjarverkfalh og enn sem fyrr segja atvinnurekendur að Utiö sem ekkert svigrúm sé til launahækkana. VerkfaU var boöað 17. febrúar en skömmu áður er sáttatU- laga upp á 16,5 prósent kauphækkun í áföngum feUd. Þann 14. fóru sjómenn í verkfaU og 17. skellur stóra verkfaUið á. Allt athafnalíf landsins lamast og samgönguraUar. Þegar í upphafi verkfallsms gengu ýmsar nauðsynjavörur tU þurrðar vegna hamsturs en við það bættist að frekar óhægt var um vik að versla þar sem einungis smærri verslanir voru opnar. Samningaþóf hélt áfram og stóð mesti styrinn um sérkröfur. Dagblöðin komu út í verkfaUúiu, þökk sé undan- þágu sem Verslunarmannafélag Reykjavíkur veitti. Þjóðin fékk því góöar fréttir af gangi mála en verkfaU- ið og samningamáliö voru þó ekki fréttaviöburðir númer eitt því um þessar mundir stóð sem hæst slagurinn við TjaUana vegna útfærslu landhelg- úinar í 200 sjómílur 1. september 1975. Og um svipað leyti og Islendingar slíta stjórnmálasambandi viö Breta var gengiö tU samninga í vmnudeUun- um. Samið var um kauphækkun í fjór- um áföngum, sex prósent 1. mars, sex prósent 1. október og fimm prósent 1. febrúar 1977. Lægstu laun fá 1500 krón- ur aukalega á mánuði og laun eru aö fullu verðtryggð. Stórverkföllum ASÍ lýkur 1977 breytti verkalýöshreyfúigin um taktik i kjarabaráttunni. I staö aUs- herjarverkfalls skiptust félögúi á um að vera í verkfaUi einn sólarhrmg í senn. Með þessu héldust hjól atvinnu- hfsins gangandi en mikU röskun varð á allri starfsemi fyrirtækja. Og eftú- að þetta hafði viðgengist í þrjár vikur var samið og eru þeir samningar þekktir undir nafninu „sól- stöðusamningamir”, enda skrifað undú- þá sumarsólstööudaginn 21. júnl Og hverju sem það er að þakka má heita að með þessu ljúki stórverkföU- um ASI, í bih að minnsta kosti. Fram tU dagsins í dag og enn í rúmt ár hefur tekist að semja mUU ASI og VSI án þess að tU langvinnra vinnustöðvana hafi komið. Kannski menn hafi lært eitthvað af reynslunni? BSRB í verkfall En einmitt þegar ASI virðist orðið þreytt á löngum verkföUum koma önn- ur launþegasamtök tU sögunnar, BSRB með nýfenginn verkfallsréttinn uppá vasann. I byrjun árs 1977 tUkynnti BSRB að samkvæmt útreikningum þyrftu fé- lagsmenn þess að múinsta kosti aö fá 20 prósent hækkun launa til að halda í við þróun launa á húium almenna vinnumarkaði. Og ofan á það bætist svo að ASI semur um 20—25 prósent hækkun ámiöjuárinu. Samnúigaviðræður miUi BSRB og ríkisins stóðu aUt sumariö og fram á haust án þess að nokkuð raunhæft gerðist í deUunni. Skömmu áður en það skall á var sáttatiUaga í deUunni kol- feUd hkt og gerðist nú í haust. 11. októ- ber vöknuðu landsmenn við þaö að í fyrsta sinn í sögimni var útvarp og sjónvarp lokað með þeirri undantekn- rngu að veðurfregnir voru lesnar í út- varpi. Ennfremur voru strætisvagnar horfnir af götum Reykjavíkur og ann- arra kaupstaða. Þátt í þessu verkfalh tóku um 13 þús- und manns og þegar í upphafi sást að mikU samstaða var meðal þessa fólks. Allar samgöngur til og frá landinu stöðvuðust og sömuleiðis ÖU opinber þjónusta. Einungis öryggisgæslu var súint. Skólar voru lokaðir og síðast en ekki síst var Ríkið lokað og þótti mörg- um nóg um. Mikil stífni var í deilunni en ekki mikiö um verkfaUsátök. 14. október gerðist svo það sama og gerðist í nýyfirstaðinni deUu, að Reykjavík semur í óþökk forystumanna BSRB. Og þar með fóru strætisvagnar og ýmis önnur þjónusta á vegum borgar- innar aftur í gang. Og í þetta sinn stöðvaðist hún ekki aftur því þann 17. var ljóst að meirihluti starfsmanna borgarinnar hafði samþykkt samning- inn. Forysta BSRB lét samt engan bilbug á sér finna og verkfalh var haldiö áfram. 19. október var undanþága gef-> m tU að skólar gætu hafið starfsemi á ný og um svipað leyti fóru að spretta upp ólöglegar útvarpsstöövar hér og þarumlandið. Samnmgafundir urðu nú æ lengri og strangari og þar kom aö samningar voru undirritaöir þann 24. október. Niðurstaða þeirra var að meðaltali rétt undir 20 prósent launahækkun en við bættust ýmsar tilfærslur á launa- flokkum og fleira. Og líkt og eftir samningana nú í haust verður talsverð óánægja með þessa samninga, sem þó eru samþykktir með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða í ahsherjarat- kvæðagreiöslu. Og sjö árum síðar skaU á verkfaU BSRBánýþann4.október.... Það hefur ekki linnt fyrirspurnum til okkar um afsláttar- bíla frá CHRYSLER, Síðustu tvö árin hefur reynst ómögu- legt að útvega slíka bíla því nú er öldin önnur. Eitt met- árið enn hjá CHRYSLER undir röggsamri stjórn Lee Iacocca forstjóra og framleiðsla þeirra hefur varla undan eftirspurninni. hó tókst okkur að næla í örfáa Dodge Aries bíla af árg. 1984 á frábæru AFSLÁTTARVERÐI. 4 dyra Vél: 4 cyl. 2,2 cc. Framhjóladrif. Sjálfskiptur. Tannstangar - aflstýri. Aflhemlar. Tölvustýrð elektrónísk kveikja. 4 dyra, fullt verö Afsláttur De Luxe innrétting. flituð afturrúða. Stillanlegir höfuð- púðar. Læsanlegt hanskahólf. De Luxe hjólkoppar. Halogen aöalljós. kr.: 803.218.- kr.: 153.730.- s^a Afsláttarverö kr.: 649.488.- Station, fullt verð kr.: 871.641,- Afsláttur kr.: 161.510.- Afsláttarverö kr.: 710.131.- JÖFUR HF AFSIÁTTARBÍLAR NÝBÝLAVEGI2 KÓPAVOGI SÍMI 42600

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.