Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1984, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1984, Blaðsíða 19
DV. LAUGARDAGUR17. NOVEMBER1984. 19 DV-mynd GVA. Kristbergur Pétursson sýnir í Haf narborg í Haf narfirði: Súrrealískur f róð- leikur um sjósókn og veiðarfæri „Meginþemað er súrrealískur fróðleikur varðandi sjósókn og veiðarfæri, þetta ágæta hafnarstæði hér í Hafnarfirði og vangaveltur um úrbætur,” segir Kristbergur Péturs- son sem heldur sýningu frá 17. nóvember til 2. desember í Hafnar- borg, Menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, að Strandgötu 34. „Þetta er sýning á grafíkmynd- um, teikningum og nokkrum vatns- litamyndum. Langflestar myndirnar eru unnar á þessu og síðasta ári. Þetta eru um það bil 30 myndir. Þessi sýning er mitt fyrsta sjálf- stæða framlag.” — Ertu stressaður að vera að fara að sýna svona einn? „Nei, ég get ekki sagt það. Eg er búinn að vera með þessa sýningu svo lengi í undirbúningi aö ég er það ekki lengur.” — Þú sýnir í Hafnarfirði. „Já, sýningin er liður í eins konar kynningu og það eiga að vera fleiri sýningar á eftir þessari sem liður í kynningunni. Hafnarf jarðarbær fékk þetta ágæta húsnæði í afmælisgjöf á 75 ára afmælinu frá Sverri Magnús- syni, lyfsala og listunnanda.” — Er eitthvert efni eöa aðferð í myndlistinni sem þú ert hrifnari af en annaö? „Grafíkin hefur heillaö mig mest til þessa en þaö er óþarfi aö rígbinda sig fastan þar.” — Hvaða stíl ertu hrifnastur af í myndlistinni? .íingum. Eg reyni að vinna hratt og ná tökum á einhverri óljósri stemmningu en sumar myndir sem eiga þannig upphaf eru lengi í vinnslu.” — Eru Hafnfirðingar duglegir við að sækja myndlistarsýningar í heimabæsínum? „Aðsóknin var fremur dauf á fyrstu sýningunum en með áfram- haldandi sýningum festir þessi salur sig væntanlega í sessi. Þetta húsnæði á líka eftir að stækka.” -SGV Fyrir þessi jól kemur út bókin Súrt regn eftir Vigfús Bjömsson. Vigfús hefur áður skrifað röð bamabóka en þetta er frumraun hans á sviði full- orðinsbókmennta. „Barnabækurnar sem ég skrifaði voru strákabækurnar Strákur á kúskinnsskóm, Strákur í stríði og fleiri sem ég er núna fyrst að fá lof fyrir. Mér finnst ég eiga erindi til þjóöarinnar meö stærri sögu og þetta er fyrsta tilraunin í þá átt,” segir Vigfús. — Hvernig er bókin uppbyggð? „Hún er í tveimur hlutum. Fyrri hlutinn heitir Vonglaðir ferðamenn en síðari hlutinn Súrt regn. Þetta er ástarsaga en náttúran er í bak- grunni. Lausnin er falin í endi bókar- innar og er ákaflega einföld ef fólk vill nota hana. Annars hef ég verið spurður um hvað þessi bók sé. Ég hef ekki hug- mynd um það. Fólk verður bara að lesa hana ef það vill komast að því. ” — Nú ferðu að skrifa fullorðins- bækur og ert kominn á miðjan aldur? „Það er franskt máltæki sem segir: .ySámaðurerhamingjusamur sem lætur æskudrauma sína rætast á Vigfús Bjömsson gefur út nýja bók fyrírjólin. DV-mynd GVA. Ný skáldsaga: Súrt regn fullorðinsárum.” — Eru skriftimar þitt aðalstarf ? „Þetta er orðið mitt aðalstarf núna en hefur ekki verið. Eg hef þurft aö standa í mörgum orrustum fram að því er ég stend hér. En „Allt stóð Ingjaldur”. Það hefur mikiö mætt á mér síðan ég hætti að vinna. En ég er í skemmtilegum kontakt við tilveruna og sköpunarverkið.” — Tengist þessi bók einhverju sem þú ætlar að gera í framtíöinni? „Þetta er undirbygging, vona ég, fyrir ennþá kröftugri sögu sem er framhald af þessu. Það á að springa þar út sem er aðeins sáð fyrir í þess- aribók.” — Hvernig telurðu að þessi bók komi inn í íslenskar bókmenntir? „Þetta eru fagurbókmenntir fyrst og fremst en það grillir í farsa hér og þar því ég er prakkari í mér. ” — Hefurðu orðið fyrir áhrifum frá einhverjum höfundi eða eru einhverjir höfundar þér sérlega hug- leiknir? „Nei, ég hef ekki orðið fyrir áhrifum frá neinum. Engum stefnum eða svoleiðis.” — Hvernig gengur aö lifa og gera ekkert annað en skrifa ? „Það gengur ekki nema maður geti orðiö ástsæll með þjóðinni. Þá getur maöur lifað á því. Eg vildi bara að þjóöinni þætti jafnvænt um mig og mér þykir vænt um hana. ” SGV BÍLVANGUR AUGLÝSIR ÚRVAL NOTAÐRA BÍLA. Chevrolet Malibu Classic árg. 78,2ja dyra. Verð 260.000. Oldsmobile Delta dísil árg. '80. ný vél. Verð 390.000. Range Rover árg. 78, ekinn 107.000 km. Verð 630.000. Chevrolet Malibu Sedan árg. 79, ekinn 73.000 km. Verð 220.000. Peugeot 304 station árg. 77, ekinn 90.000 km. Verð 95.000. Lada 1500 station árg. '80, ekinn 63.00 km. Verð 120.000. Peugeot 504 árg. 74, sjálfsk. Verð 75.000. Subaru 1600 árg. 79,2ja dyra, ekinn 66.000. Verð 140.000. ARO jeppi 244 árg. 79, ekinn 39.000. Verð 150.000. Chevrolet Nova Custom árg. 78. Verð 185.000. Chevrolet Blazer C10 árg. '83, ekinn 11.000. Verð 990.000. Land-Rover dísil árg. 77. Verð 180.000. Volvo 343 GLS árg. '82, ekinn 28.000. Verð 320.000. Opel Corsa SR árg. ‘84, ekinn 18.000. Verð 280.000. Dodge Ramcharger SE árg. 79, ekinn 25.000. Verð 490.000. Oldsmobile Cutlass dísil árg. '79, ekinn 2.000 á vél. Verð 295.000. Galant station árg. '82, ekinn 45.000. Verð 295.000. Datsun pickup árg. 79, ekinn 60.000. Verð 135.000. Ford Cortina 1600 árg. '77, ekinn 80.000. Verð 130.000. Lada Sport árg. 79. Verð 120.000. Volkswagen sendibifreið árg. '78, uppgerð vél. Verð 110.000. Mazda 323 árg. 78, ekin 78.000. Verð 120.000. OPIÐ LAUGARDAGA KL. 13-17. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9-18 (OPIÐ í HÁDEGINU). BiLVANGUR Sf= HÖFÐABAKKA 9 Símar 39810 og 687300. Ennþá er tækifæri til að fá myndatöku ásamt stækkunum afgreidda \ fyrir jól. Barnamyndatökur. T ækifærismyndatökur. Brúðarmyndatökur. Fj ölskyldumyndatökur LÍQSMYNDASTOFA REYKIAVIKUR HVERFISGÖTU 105,2. HÆÐ, RÉTT VID HLEMM. SÍMI621166.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.