Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1984, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1984, Blaðsíða 6
6 DV. LAUGARDAGUR17. NOVEMBER1984. Sigrún og Stefania fylgjast með þvíþegar Ingólfur býr til svani úr vatnsdeigi. Friðrik skólastjóri fræðir Sigrúnu og Stefaníu um skólann. Ljiiffengur draumur — með souf flé og kaf fi á eftir Okkur leiö dálítiö eins og við værum aö bjóöa öskubusku upp í grasker þeg- ar viö renndum í hlað hjá Stefaníu M. Siguröardóttur á skítugum, gömlum fólksvagni til þess aö láta þann draum hennar rætast aö fara í heimsókn í Hótel- og veitingaskóla Islands til aö kynnast starfi kokks. Stefanía steig möglunarlaust upp í bjölluna en viö héldum ekki beina leiö í Hótel- og veit- ingaskólann. Við fórum að sækja ann- an dreymanda. Sigrúnu Karlsdóttur, jafnöldru Stefaníu og líka heimavinn- andi húsmóöur í Kópavogi. Hún haföi haft samband viö okkur eftir aö draumur Stefaníu varö kunnur og sagt að sig hefði alltaf dreymt um þaö sama. Viö slógum til í þetta skipti og buö- um henni meö. Því hvaö er betra en Drauniuriiin: I dag rætist enn einn draumur- inn, draumur Stefaníu Siguröar- dóttur um aö kynnast Hótel- og veitingaskóla Islands. Hún fékk sex rétta kvöldverð í kaupbæti. Enn sem fyrr er heimilisfangið okkar: Láttu drauminn rætast, HelgarblaöDV, Síöumúla 14, 105 Reykjavík. Viö gerum engan aö milljónamæringi en reynum viö allt sem við teljum mögulegt. SGV einn draumur sem rætist — nema ef vera skyldi tveir draumar sem rætast? Þegar viö höföum sveiflaö upp hurö- inni á beyglunni fyrir Sigrúnu og hún var búin aö hreiðra um sig á ööru far- rými viö hlið Stefaníu héldum viö niöur eftir. Á leiðinni í bílnum kom í ljós aö Sigrún haföi unnið viö framreiðsluStörf fyrir mörgum árum og þ*r voru báðar búnar aö fara á stutt námskeið í matargerð. Niöri í skóla hittum við fyrir Friðrik skólastjóra Hótel- og veitingaskólans. Hann sýndi okkur húsnæöiö fyrst og var ekki sérlega stoltur af. Hann sagöi aö eldhúsiö væri allt of þröngt miöaö viö þaö álag sem á því væri. I eldhúsinu voru kokkalærlingar á síöasta námsári að spreyta sig á rétt- unum sem áttu eftir aö vera á boðstól- um. Þjónanemarnir, sem líka voru á siöasta námsári, voru búnir aö leggja glæsilega á borö og biöu nú átekta. Eftir að hafa stungiö nefinu aöeins inn í eldhúsið, skoöað aðrar kennslu- stofur skólans og virt fyrir okkur dúk- aö borðiö í veislusal settumst við aö Friðrik skólastjóra og þær stöllur yfir- heyröu hann um námið. Komast á samning Fyrst voru þaö skilyröin. Friörik sagði aö lærlingar í matreiöslu og framreiðslu yröu aö vera á samningi viö veitingahús áöur en þeir fengju inn- göngu í skólann og krafist væri grunn- skólaprófs. Stefanía spuröi hvort maöur fengi engan frádrátt á námstímanum fyrir þaö aö vera húsmóðir. Friðrik neitaöi því. Viö ræddum dálitið um þaö hve erfitt væri aö komast á samning og Friörik sagði að það væri mjög erfitt fyrir kokka en nokkuö rýmra fyrir þjóna. Hann taldi aö þaö væri svipað á hinum Noröurlöndunum. Skólatíminn sagði hann aö væri þrisvar sinnum fjórir mánuöir á fjórum árum í mat- reiöslunámi og þrem árum í fram- reiðslunámi og að maður þyrfti aö hafa starfað í fjögur ár sem kokkur á veit- ingastað til þess aö fá sveinsréttindi í þessari iön. Skólatíminn er frá 8.15 til 14 á daginn hjá hverjum nemenda í Hótel- og veitingaskólanum nema hvað einn dag er veriö að til kl. 20 á kvöldin. Hann sagöi að launin, sem nemarnir hefðu í veitingahúsunum væru á milli 10 og 12 þúsund á mánuöi. Margir skólanemendur sagöi hann aö ynnu meö náminu um helgar og færu beint í vinnuna eftir skólatíma á föstudögum. 1 Hótel- og veitingaskólanum eru um 100 nemendur. Hann sagöi að þess væru dæmi að nemar tækju aö sér veislur og þá gætu þeir haft sæmilegar tekjur. Friðrik var á því aö það væri skemmtilegt starf að vera kokkur,sér- staklega þar sem manni gæfist kostur aö starfa fyrir framan gestina á fall- egum stööum. Stefanía spurði um námsbraut í matreiöslu sem væri boðiö upp á í Fjöl- brautaskólanum í Breiöholti. Friörik sagöi að nemar, sem væru útskrifaöir þaöan, mættu sleppa fyrsta bekk í Hótel- og veitingaskólanum. Þeir yröu hins vegar að verða sér úti um samning hjá einhverju veitingahúsi ef þeir vildu halda áfram. Þeir gætu hins vegar kannski fengið vinnu á bát eða í stærri mötuneytum eftir slíkt nám. „Er þá ekkert annað að gera en aö ganga á línuna og biðja um vinnu ef maöur vill komast á samning?” spuröi Stefanía. Friðrik taldi aö þaö væri eina leiðin: „Maöur fær aö minnsta kosti svar þannig,” sagöi hann. Hann benti líka á aö hægt væri aö fara til útlanda og sækja menntunina þangað en þaö kostaöi þá 7—800.000 krónur. Ekki varö þaö ráðiö af svip Stefaníu aö hún hygöi á utanferð. Annars sagöi Friðrik aö hann vildi gjarnan taka nemendur beint inn í skólann, kenna þeim allt innan veggja hans og senda þá síðan út i atvinnulíf- iö. Þeir væru hins vegar háðir meist- arakerfinu í þessum skóla. En hvaöa fyrirmyndir hefur Hótel- og veitingaskóli Islands? Friðrik sagði aö skólinn væri sniðinn að danskri fyrirmynd sem aftur sækti til Frakklands. Hann sagðist hafa ver- ið í Danmörku ekki alls fyrir löngu og fylgst meö prófi og ekki sýnst frammi- staöa þar betri en hér. Nautatunga Þá var komiö aö því að ganga aftur Vikingaskip úr serviettum sem bera á fiskinn fram á. Þjónanemarnir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.