Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1984, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1984, Blaðsíða 4
4 DV. LAUGARDAGUR17. NOVEMBER1984. Hæstiréttur Noregs sýknar ökumann: Radarinn lýgur Hæstiréttur Noregs hetur komist aö þeirri niöurstööu að radar- mælingar lögreglunnar séu ekki allar þar sem þær eru séöar. 23 ára gamall Norömaður sem missti bíl- prófið eftir að lögreglan gómaöi hann á 80 kílómetra hraða, þar sem hámarkshraöi var 50 kílómetrar á klukkustund, hefur nú fengiö þaö aftur meðtilstyrk Hæstaréttar. Hæstiréttur dró í efa aö radarinn, sem mældi hraöa bifreiðar Norö- mannsins, heföi verið réttilega upp settur. Bent var á aö á mælingar- staönum heföu verið ýmsir þeir hlutir sem truflað gætu mælingar: tré, ljósastaurar, giröingar, hólar og hæöir og trjágreinar teygöu sig meira aö segja inn á línuna milli bíls og radars. Radarinn sagöi 80 km en bílstjórinn sagði útilokað aö hraðinn heföi farið upp fyrir 60 kílómetra á klukkustund. I dómi norska hæstaréttarins er það tekið fram að hér sé ekki verið aö draga úr mikilvægi radarmælinga en menn skuli hafa þaö hugfast að miklu skipti hvar og viö hvaða aöstæöur mælingarnar fari fram. Otal smáatriöi geti haft áhrif á mælingamar og breytt þeim til mikilla muna. 1 þessu tilviki hafi radarinn veriö ranglega staösettur og því skuli ökumaður sýknaður og honum endurgreiddar þær 7000 krónur sem hann fékk í sekt. Þá má geta þess aö miklar deilur hafa staðið yfir í Bandarikjunum og víöar um áreiöanleika radarmæl- inga og frægt er dæmiö frá Flórída þar sem hlutir á fleygiferð birtust á radarskerminum en þegar betur var aö gáö var um aö ræða íbúðarhús handan götunnar. -EIR. wg, Flugmaðurinn fer yfir hluti, sem voru i vólinni, eftir brunann. Slökkviliðið notaði fluorprotein froðu við slökkvistarfið. DV-myndir S. Lítil einkaflugvél brann á Reykjavíkurflugvelli: Föt flugmanns- ins brunnu Lítil einkaflugvél brann á Reykja- vikurflugvelli er veriö var aö gang- setja hana. Flugmaöurinn slapp ómeiddur úr vélinni en föt hans brunnu. Var hann í blautbúningi inn- an klæöa og er það taliö hafa bjarg- aöhonumfráslysi. Atburöur þessi átti sér staö skömmu eftir kl. 9 í gærmorgun. Segir flugmaðurinn, sem er reyndur bandarískur ferjuflugmaöur, aö þegar hann hafi veriö aö gangsetja vélina hafi neisti komið undan mæla- boröinu og í eldsneytisbirgðir inni í vélinni og hún orðið alelda á skammri stundu. Eldsneytisbirgö- irnar voru í gúmmítanki og brúsum, alls 250 iítrar. Slökkvilið Reykjavíkurflugvallar kom á svipstundu á staðinn, vestan við Loftleiðahóteliö, og tókst á örskammri stundu aö ráöa niöurlög- um eldsins en notuö var flourprotein froða viö þaö og efnið Hallon 1211. Flugvélin er mikiö brunnin aö inn- an en hreyflar, vængir og stél óskemmt. Hún er af gerðinni Cessna Skymaster meö einkennisstafina Máliö er í rannsókn hjá RLR og N2FW og var á leið frá Oklahoma í Flugmálastjóm. Bandaríkjunumtil Þýskalands. -FRI Drykkjarvatns- mengunin á Stokkseyri: FISKELDISSTÖDIN BIÐST AFSÖKUNAR „Þaö hefur ekkert slor getaö fariö í vatnið frá fiskeldisstöðinni, það eru bara rangfærslur,” sagði Stefán Jóns- son, umsjónarmaöur fiskeldisstöövar- innar á Stokkseyri, í samtali viö DV. Stefán sagöi aö þaö væri ekki búiö að loka fyrir vatnslögnina en búiö að setja á hana innstreymisloka eftir að sjór fór inn á bæjarkerfið í seinna skiptiö. „Við þurftum eingöngu aö nota bæjar- vatniö til aö koma dælunum af stað. Ástæöan fyrir því aö þetta óhapp varö var að það eru tvö vatnsinntök, annað í dæluhúsinu en fyrir þaö er sérstakur krani. Hitt inntakiö, eða tommu slangan sem liggur inn í fiskeldisstöð- ina, er hins vegar kranalaus. Þess vegna gátum viö ekki lokað fyrir vatn- iö þegar dælurnar vora farnar í gang meö þeim afleiðingum aö sjór sogaðist upp í bæjarkerfið. Eg vil fyrir hönd stöðvarinnar biöjast afsökunar á þessu óhappi og þetta kemur aldrei fvrir framar,” sagðiStefán. ‘EH Erislenski radarinn ólygnari en sá norski? Vatns- og f rárennsli í nýju flugstöðinni: Hagvirki með lægsta boðið Alls bárust 11 tilboö í vatns- og frá- rennslislögn fyrir nýju flugstöövar- bygginguna á Keflavíkurflugvelli. Kostnaðaráætlun Almennu verkfræöi- stofunnar hljóöaöi upp á 14.282.550 krónur fyrir vatnslögnina og 24.935.241 krónur fyrir frárennslið. Er tilboðin voru opnuö kom í ljós aö Hagvirki var með hagstæðasta tilboöiö í báöa þættina, 9.630.000 krónur fyrir vatnslögnina og 20.229.100 fyrir frá- rennsliö. Ef báöum tilboöunum verður tekiö bauð Hagvirki 400 þúsund króna afslátt af verkunum. Aörir tilboösaöilar voru Amardalur sf., Björn og Gylfi sf., Bergássf., Istak hf., Sveinbjöm Runólfsson, Völur hf., Hlaðbær & Miðfell hf., Aðalverk hf., Ellert Skúlason og Eyjólfur og Vil- hjálmur. EIR Bandalagið stofnar útgáfufélag Bandalag jafnaðarmanna mun nú um helgina eöa í næstu viku stofna út- gáfufélag er hefur það aö markmiði að gefa út kiljur og bæklinga meö efni sem tengist baráttumálum flokksins. Gert er ráð fyrir að útgáfufélagið veröi í eigu tíu manna hóps innan bandalags- ins. Ekki liggur enn fyrir hverjir þaö veröa eöa hvað fyrirtækið mun heita. Með þessu ætlar Bandalag jafnaðar- manna aö koma stefnumálum sínum á framfæri og þar meö er fallið frá hugmyndum um blaöaútgáf u. ÓEF Álversandstæðingar í Eyjafirði: Dreifa blaði um allt land gegn álveri Andstæöingar álvers viö Eyjafjörö vinna nú að útgáfu blaðs sem ætlunin er aö dreifa um allt land'. Lítið hefur heyrst í álversandstæöingum síöan boösferö Alcan til Kanada var farin í sumar. Nú viröist hins vegar eiga aö blásaíherlúðrana. Aö sögn Tryggva Gíslasonar, skóla- meistara á Akureyri, sem er í samtök- um gegn álveri, verður þetta upplýsingarit fyrir fólk og andmæli gegn atvinnuuppbyggingu af því tagi sem álver er. Fólk hefði haft samband víðsvegar af landinu og viljað fylgjast meö þessu máli. Blaöaútgáfan væri m.a. komin til af því. Stefnt er að út- komu blaðsins öðrum hvorum megin viö áramót. JBH/Akureyri Lionsmenn á Akureyri: Selja I jósaperur og jóladagatöl Lionsklúbburinn Huginn á Akur- Tekjur af þessari sölu hafa verið eyri veröur með árlega sölu sína á drýgstur hluti þess f jár sem klúbbur- ljósaperum og jóladagatölum um inn hefur getaö lagt fram til líknar- helgina. A laugardaginn ganga mála. Nú er ætlunin að verja því fé klúbbfélagar í hús sunnan Glerár en sem safnast til tækjakaupa fyrir á sunnudaginn verður leitaö til íbúa Fjórðungssjúkrahúsið. norðan Glerár.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.