Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1984, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1984, Blaðsíða 3
DV. LAUGARDAGUR 24. NOVEMBER1984. 3 Ályktun aðalfundar LÍÚ: Gjaldeyrisverslun verði gefín frjáls ef ríkisvaldið getur ekki tryggt rekstrargrundvöll útgerðar Á aðalfundi Landssambands ís- lenskra útvegsmanna, sem lauk í gær- kveldi, var samþykkt ályktun þar sem stjórnvöldum er bent á sex leiðir sem eiga að tryggja rekstrargrundvöll út- gerðarinnar. 1 fyrsta lagi er talið að fiskverð verði að.hækka verulega frá því sem nú er. I öðru lagi er lagt til að raunvextir lækki stórlega frá því sem nú er og því jafn- framt fagnað að Fiskveiðasjóður hafi lækkað vexti af stofnlánum og sam- ræmt lánskjör og gengisáhættu sjóðs- ins. I þriðja lagi er farið fram á að oliu- verði verði haldið í lágmarki, útgerðin njóti stórviðskipta sinna í lægra olíu- verði og allar opinberar álögur á olíu- verð verði afnumdar. Ennfremur er þess krafist aö endurskoðun á verð- lagningu olíuverös verði flýtt og það haft að leiðarljósi aö sú endurskoöun leiði til verðsamkeppni milli söluaðil- anna. I fjórða lagi er fariö fram á að út- gerðin fái í sinn hlut þann hluta gengis- munar sem felst í því hráefni sem lá í fiskbirgðum í landinu við síðustu geng- isfellingu í staö þess að láta bankana hirða hann að stórum hluta. Leggur fundurinn til að gengismuninum verði meöal annars varið til að greiða þann halla á innkaupajöfnunarreikningi olíu sem til er kominn vegna útgerðarinn- ar. 1 fimmta lagi er þess krafist að gengi verði þannig skráð að vel rekin fyrirtæki í sjávarútvegi hafi eðlilegan ■rekstrargrundvöll. I síðasta atriðinu í ályktun fundarins segir að geti ríkis- valdið ekki tryggt útveginum viðun- andi rekstrargrundvöll, meðal annars með framangreindum lagfæringum, telji fundurinn eölilegt að gjaldeyris- verslun verði gefin frjáls þannig að þeir sem gjaldeyris afla geti notið fulls arðsaf starf semi sinnL ÖEF Háskólamenn þinga Þing Bandalags háskólamanna var sett aö Borgartúni 6 í gær, en þaö er hið 6. í röðinni. Þinginu lýkur síð- degis í dag, með kjöri stjórnar og annarra trúnaöarmanna. Meðal þeirra mála sem rædd verða á þing- inu eru rannsóknir á Islandi, skatta- mál, jafnréttismál, endurmenntun, móðurmálskennsla, menntun í þágu atvinnuveganna, málefni Háskólans og Kennaraháskólans, Háskólafor- lag og Menningarsjóður. Myndin var tekin viö þingsetningu í gær er Gunnar G. Schram, formað- ur BHM, setti þingið, en Steingrímur Hermannsson forsætisráöherra bíð- ur þess að flytja ávarp sitt. DV-mynd KAE UÚ mót- mælir olíuhækk- uninni Á aöalfundi Landssambands ís- lenskra útvegsmanna i gær var sam- þykkt ályktun þar sem harðlega er mótmælt þeirri hækkun á oliu sem Verðlagsráö ákvað í gær. I ályktuninni segir: ..Fundurinn mótmælir harðlega þeirri gífurlegu hækkun á olíu, sem nú hefur verið ákveðin, á gasolíu um 20% og á svart- olíu um 28% og kosta mun útgerðina um 400 milljónir króna á ári. Fundur- inn beinir því til fulltrúa samtakanna í Verðlagsráði sjávarútvegsins að sam- þykkja ekki fiskverð nema tryggt sé að það standi undir þessum gífurlega kostnaðarauka.” Var tillaga þessi samþykkt samhljóða á f undinum. Bensín- verðið hækkar ídag Á fundi Verðlagsráðs í gær var tekin ákvörðun um hækkun bensíns og olíu og tekur hún gildi í dag. Bensin hækkar um 13,6 prósent eða úr 22,70 kr. í 25,80 kr. Gasolía hækkar um 20,2 prósent eða úr 8,90 í 10,70. Svartolía hækkar úr 8.100 krónum tonnið í 10.400 krónur, eða um 28,4 prósent. Þessi hækkun er nokk- uð minni en olíufélögin höfðu farið fram á. Krafa þeirra var sú að bensín hækkaði um 19,4 prósent, gasolia um 39,3 prósent og svartolía um 48,1 prósent. Meginástæðan fyrir þessum hækkun- um er hækkun gengis dollarans en hann hefur hækkað um 35 prósent frá því í sumar. Meginástæðan fyrir því að hækkun Verðlagsráðs fellur ekki sam- an við kröfur olíufélaganna er tvíþætt. I fyrsta lagi gerðu olíufélögin ráð fyrir því að með þessum hækkunum gætu þau greitt niður halla á innkaupa- jöfnunarreikningi á þremur mánuðum en Verðlagsráð gerir ráð fyrir því að hann verði greiddur niður á lengri tíma. 1 öðru lagi var álagning olíufé- laganna skert nokkuð. A.P.H. er sniðinn fyrir aðstceður eins og við þekkjum hér á íslandi; vonda vegi, snjó og hvers kyns ófœrð jaínt á vegi sem utan. FJORHJOLADRIF KYNNINCARVERD Vió seljum fyrstu bílana aí þessari gerð á sérstöku kynningarverði kr. 295.000.- á götuna á nýju gengi!! Þetta er ekkert verð fyrir fjórhjóladrifsbíl. i EGILL VILHJÁLMSSON HF. Smiðjuvegi 4, Kópavogi. Simar 77200 - 77202.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.