Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1984, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1984, Blaðsíða 23
23 DV. LAUGARDAGUR 24. NOVEMBER1984. Nýi stationbillinn eða skutbíllinn frá Fiat heitir Fiat ftegata Weekend. Hann er ahteg sériega pláss- mikill því að gólfið er óvenju lágt, svo lágt að, eins og vonandi sést á myndinni, hægt er að fella éftur- stuðara niður til þess að þægilegt só að lyfta farangr inn i bílinn og jafnframt lengist botn farangurs- rýmisins við þetta. Þetta var einhver athyglisverðasti sportbíllinn á sýningunni ef marka mátti athyglina sem hann vakti enda linurnar óvenjulegar. Það er italski hönnuðurinn Pinin Farina sem á heiðurinn af útlitinu en Honda á inn- volsið með V—6 vél i miðjum bil. Þeir minntu nokkuð hver á ann- an, framtíðarsmábílarnir frá Opel, Fiat og Citroen. Þarna eru þeir, taldir frá vinstri: Fiat Topolino, Opel Junior og Citroen Eco 2000. Stærðin er svipuð, ca 3,25 m á lengd, og lagið er liklega það eina rétta ef nást á litil loftmótstaða á svo litlum bíl. Topolino er sagður alveg iburðarliðnum, fjögurra sæta, með furðu mikið farangursrými og þyngdin jafnvel innan við 500 kiló. Ekki er vist að Citroen Eco 2000 komi svona útlits á markaðinn i fyrstu atrennu heldur meira „venjulegur". Hann á að leysa Citroén 2CV af hólmi en sá bíll á nú stutt i að hafa verið óslitið i framleiðslu i 40 ár! Auk þess munu Renault-verksmiðjurnar vera með arftaka fjarkans á teikniborðinu. Það er til marks um möguleikana á þessu sviði að Citroen Eco 2000 eyðir innan við þremur litrum af bensíni ó hundraðiðl Seat Ibiza hefur vakið mikla athygli því að þessi frumraun Seat, eftir að þessi spánska verksmiðja tók aö standa á eigin fótum, þykir vel heppnuð. Greinilegt er að þessum bíl er ætlað að keppa við Fiat Uno og hinn nýja Renault 5 og verði kaupverðið sam- keppnisfært hér á landi er ekki að vita, nema þessi bíll ráðist til inn- göngu á íslenska bílamarkaðinn. Það var því sjálfsagt aö nota tækifærið á Torino-bílasýningunni til þess að skoða þennan bíl náið eftir því sem viðvarð komið. Það er meistari Giogiaro sem hefur hannað bílinn og útlínur og stærð minna mjög á Fiat Uno. Bíllinn er ekki síður rúmgóður en Uno og heldur rúmbetri en Renault 5 og enda þótt afturendinn sýnist mjög snubbóttur kemur í ljós, þegar aftur- dyrnar eru opnaöar, að farangurs- rými er ótrúlega mikið enda nær það langt niður. Þessu hafa Seat-hönn- uðirnir náð með því að hafa bensín- geymi undir aftursæti og einnig aö finna varahjólinu stað í vélarrými en nær einsdæmi er að bæði þessi atriði séu hagnýtt til þess aö skapa aukið farangursrými. Eini gallinn sem sjá mátti á bíln- um, miðað við íslenskar aðstæður, var sá, hve bensíngeymirinn liggur lágt undir bílnum. Hann er með lægstu punktum og liggur örlítið neöar en botninn í stað þess aö á flestum bílum liggur hann örlítiö ofar. Þetta gæti komið að sök ef bílnum er ekið hlöðnum um slæma vegi. Hins vegar er ijóst að svona bíll verður mest seldur til kaupenda sem aka nær eingöngu í þéttbýli. Frá menntamála- ráðuneytinu Vélstjórnarkennara vantar að Heppuskóla á Höfn í Hornafirði til að kenna faggreinar vélstjórnarnáms fyrir 1000 hestafla réttindanám vélstjóra tímabilið janúar—maí 1985. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 97-8348. Menntamálaráðuneytið. SELJUM NOTAÐA BÍLA fVj TEGUND ÁRGERÐ LITUR EKINN VERÐ BMW 525 1982 grænsans. 53.000 780.000 BMW 528 1975 silfurgrár 125.000 250.000 BMW 520 1981 blár 72.000 400.000 BMW 518 1982 Ijósblár 43.000 440.000 BMW 518 1980 brúnsans. 66.000 340.000 BMW323Í 1982 hvítur 37.000 580.000 BMW 320 1982 hvítur 31.000 440.000 BMW320 1981 drapp. 17.000 380.000 BMW 320 1981 gullsans. 47.000 380.000 BMW318Í 1982 gullsans. 11.000 430.000 BMW 315 1982 hvítur 10.000 345.000 Renault 5 TL 1982 grænsans. 18.000 215.000 Renault 18 TS 1980 rauður 95.000 210.000 Subaru 1600 4x4 1978 drapp. 104.000 130.000 Toyota Corolla 1978 silfurgrár 90.000 125.000 SELJUM NOTAÐA BÍLA ÚRVAL ANNARRA BÍLA Á SÖLUSKRÁ, ÝMISS KONAR SKIPTI HUGSANLEG. Opið laugardag 1—5. KOMIÐ SKOÐIÐ OG REYNIÐ VIÐSKIPTIN KRISTINN GUÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20. SIMI 686633.^*^ FORSTOFUSETT 16 TEGUNDIR Opið laugardaga til kl. 4. Bláskógar ÁrmúlaS. Sími 68-60-80.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.