Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1984, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1984, Blaðsíða 14
14 DV. MÁNUDAGUR 26. NOVEMBER1984. Menning Menning Menning Menning 2) Eldland 11, 1984. ljósm. GBK Asgeröur Búadóttir að Kjarvalsstöðum Lóðrétt og lárétt? Á sýningunni, sem nú stendur yfir aö Kjarvalsstööum, gefur að líta form- skrift sem listakonan hefur verið að þroska síðastliðin tíu ár eða allt frá því er hún innleiddi í vefinn hreyfiformið sem gengur blæbrigðarikt í gegnum flest verk listakonunnar og virðist í sífellu vilja afneita hinu lóðrétta og lá- rétta eðli vefsins. Með nokkurri einföldun getum við sagt að formrænt séð grundvallist flest verk Ásgerðar á andstæðum kröftum; lóðréttum og láréttum. Flestar mynd- irnar eru ferhymdar og oft er ferhyrn- ingurinn endurtekinn inni á myndflet- inum eins og nokkurs konar mynd í myndinni (sjá t.d. Eldland frá árinu 1981). En þessum jafnvægisformum og kyrrstæðu öflum er þó ávallt ögrað með hreyfilínum, mjúku flæði sem nær þó aldrei að renna yfir myndflötinn því streymið er ávallt brotið upp með lóð- réttum línum sem gera það aö verkum aö áhorfandinn tengir myndina aftur við flötinn sem stjórnaö er af hinum lóðréttu og láréttu kröftum. Þannig hvarflar lestur áhorfandans í sífeilu frá hreyfingu til kyrrstöðu og frá kyrr- stöðu til hreyfingar. Ásgerður Búadóttir er löngu oröin þekkt og viðurkennd veflistarkona hér á landi. Hún hefur nú staöið við vefstól- inn í rúmlega þrjátíu ár og ofið myndir sem í fyrstu tóku f jarlægt mið af hlut- veruleikanum: listakonan einfaldaöi náttúruleg fyrirbæri í sína frumdrætti. Seinna hvarf öll náttúruvísun úr verk- um listakonunnar og myndverkið varð myndheimur fullkomlega sjálfum sér nógur. Myndlist Gunnar B. Kvarán Tresmiðir & smíðakennarar MM Sambyggður W afréttari og þykktarhefill 250x1680 mm og 250x220 mm 1 fasa til afgreiðslu strax. Hinar vinsælu De Walt bútsagir til afgreiðslu stra> Stæro: 450 x lOOO mm. Gegnumborun 52 mm — mótor 7,5 hö. Í.U4 3 Rennibekkir 200x480 mm ÁRMÚLI 1 105 REYKJAVÍK SÍMI 91-685533 rsteinsson Tvískipt verk Þá kynnumst við einnig verkum þar sem listakonan skiptir myndinni í tvo hluta: annars vegar er það ferhymingur meö bylgjuformum og hins vegar hringform. Eins og fram kemur í verkinu Sfinx, f rá árinu 1984, á listakonan í greinilegum erfiöleikum með að binda saman myndverkið í eina formræna heild. Sérhver myndhluti virkar sjálfstæður og áhorfandinn á erfitt með að skynja eina formræna sögn. Listakonan kemur því mun sterkar út úr þeim verkum þar sem formin snúast um ákveöinn mynd- kjarna, eins og í verkinu Vulkan frá 1983. Þar gefur að líta samsetningu sem bundin er saman af reynslu og þekkingu. Þröngt svið Þegar litið er til baka sjáum við að list Ásgerðar hefur tekið litlum breyt- ingum á síðastliönum tíu árum. Hún vinnur afar þröngt og virðist þraut- reyna alla formræna möguleika sem leynast í þessu myndmáli. Því greini- legt er að myndverk Ásgerðar fjalla fyrst og fremst um form og litbrigði en öll efnisvirkni verður að teljast einkar hæversk. Ásgerður Búadóttir er ein af eftir- tekarveröustu veflistarkonum hér á landi og hefur henni tekist á síðastliðn- um árum að skapa sér einkar persónu- legasögn í listsinni. GBK K TIIBOÐ Ky>A<íEf'A.I^; 114- <PV[RStUN“'VJil
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.