Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1984, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1984, Blaðsíða 23
DV. MÁNUDAGUR26. NOVEMBER1984. 23 Hjartavernd 20 ára: MIKLAR FRAMFARIR í MEÐFERÐ HJARTA- OG ÆÐASJÚKDÓMA Dregiö hefur úr tíöni áhættuþátta og dauösföllum af völdum kransæða- sjúkdóma hefur fariö fækkandi síöasta áratuginn. Þetta kemurfram í niöurstöðum fyrstu faralds- fræöilegu rannsóknar á hjarta- og æöasjúkdómum sem gerö hefur veriö á íslandi. Hér er um að ræöa umfangsmikla og ítarlega feril- rannsókn sem staðið hefur í 17 ár og hafa 65 þúsund landsmanna verið skoöaöir. I tilefni af 20 ára afmæli Hjarta- verndar hélt félagið fræöslufund fyr- ir almenning um hjarta- og æöasjúk- dóma, rannsóknir, lækningar og nýj- ungar á þessu sviði. Þar kom fram aö helstu áhættuþættir hjarta- og æöasjúkdóma eru nú þekktir, enn- fremur aö mikill fjöldi fólks með áöur óþekkta áhættuþætti og dulda sjúkdóma hefur verið sendur til sér- fræðilegs lækniseftirlits eöa með- ferðar. Niöurstööur rannsóknarinn- ar sýna að hjá fólki á aldrinum 30— 64 ára, sem hefur veriö skoöaö, hafa kransæöasjúkdómar fundist hjá 10% karla og 9% kvenna en hækkaöur blóöþrýstingur hjá 27% karla og 21% kvenna. Helstu áhættuþættir reynd- ust vera hátt kólesteról, sígarettu- reykingar, offita og skert sykurþol. Miklar framfarir hafa oröið í með- ferö háþrýstingssjúklinga á sl. 12 árum hérlendis. Meöal hverra 100 karla á aldrinum 47—61 árs, sem höföu hækkaðan blóöþrýsting á árunum 1967—68, voru tveir af hver j- um þremur sem ekki vissu um hann og 27% voru í meðferð. Á árunum 1979—81 haföi sú breyting orðið aö 7 af hverjum 10 vissu um sjúkdóminn og yfir 90% þeirra voru í meðferö. Hóprannsókn Hjartaverndar er meö stærstu hóprannsóknum sem gerðar hafa verið og miklu af heilsu- farslegum upplýsingum hefur veriö safnaö. Niðurstöður hafa veriö birtar í yfir 100 ritum og greinum. Næstu verkefni Hjartaverndar eru áfram- haldandi úrvinnsla gagna, sérstak- lega aö kanna hversu margir deyja úr ýmsum sjúkdómum og meta þýö- ingu áhættuþátta meö aðstoð nýjustu tækni á sviöi tölfræðilegrar gagna- vinnslu. -EH Stöðugt er unnið að byggingu stórhýsisins i Öskjuhliðinni, þar sem menn geta m.a. brugðið sér i keiluspil i framtíðinni. DV-mynd KAE. OPIÐ KL. 8-21.45 ALLA DAGA. Fiskréttir frá kr. 110,- Kjötréttir frá kr. 130,- Smurbrauðstofan BJORNINISL Njálsgötu 49 — Siml 15105 SMURT BRAUÐ OG SNITTUR JÓLIN NÁLGAST KONUR Á ÖLLUM ALDRI ATHUGIÐ Vinnum alh í sambandi viö hár með vörum sem eru viðurkenndar um allan heim. Si®ÍÉ seld heralandi færa einhverjum SODA STREAM eigndá FIAT UNO bíl að gjöf. Það er ekki ónýtt að fá slíkan farkost í nýársgjöf. Nafn hins heppna verðurdregið úrábyrgðarskírteinum allra SODA STREAM eigendamillijólaog nýársn.k. og mun nafn hans birtast í dagblöðunum í byrjun janúar. EIGIR ÞÚ SODA STREAM VÉL ÁTT ÞÚ KQfpí ÓKEYPISBÍL! Gjöfm sem gefur arif Sól hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.