Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1984, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1984, Blaðsíða 4
4 DV. MÁNUDAGUR26. NOVEMBER1984. Heimsmeistaraeinvígið í skák: KARPOVA SIGURBRAUT Heimsmeistarinn í skók, Anatolí Karpov, vann á laugardaginn 27. einvígisskók sína viö áskorandann Garrí Kasparov. Heimsmeistarinn þarf nú ekki meira en einn vinning til viöbótar til þess aö halda titli sínum næstu þrjú árin. Skákin varð alls 59 leikir en Kasparov gafst upp þegar hrókstap blasti viö. 27. einvígisskákin: Hvítt: Anatoií Karpov. Svart: Garrí Kasparov. Drottningarbragö. 1. Rf3 d5 2. d4 Rf6 3. c4 e6 4. Rc3 Be7 5. Bg5h66. Bxf6 Annað og algengara afbrigöi er: 6. Bh4. Með textaleiknum hyggst hvítur treysta á sterka peöamiö- borösstööu sína í framhaldinu og gefur því biskupinn fúslega. 6.—Bxf6 7.e3 0—0 8. Dc2 Kasparov notaði þennan leik í vor gegn Timman i keppninni Sovétríkin gegn heiminum og vann. Val Karpovs á þessum leik kemur þvíi áskorandanum sennilega illa. 8. —c59.dxc5dxc4 Annar möguleiki er 9. — Da5, nú kemst hvítreitabiskup hvíts út á borðið í einu stökki. 10. Bxc4 Da511.0—0 Bcx3 Kasparov heldur uppteknum hætti og leitast eftir uppskiptum með von um jafntefli. 12. Dxc3 Dxc313. bxc3 Rd714. c6! Endatafl þaö sem nú er upp komiö er heimsmeistaranum ekki á móti skapi. Peöiö á c5 var dauðadæmt og hann leikur því fram til aö eyðileggja peöastöðu svarts á drottningarvæng. 14. — bxc615. Habl Rb616. Be2 c517. HfclBb7? 17. — Bd7 var nauösynlegur leikur. Nú kemst svartur brátt í bobba meö því aö hann hefur ekki vald yfir b5 reitnum. 18. Kfl Bd5 19. Hb5 Rd7 20. Ha5 Hfb8 21. c4 Bc6 22, Rel! Nú er í ljós komið aö hvítur ætlar sér einfaldlega að vinna c-peð svarts meö þessum riddara. 22. —Hb4 Ekki gekk 22. - Hb2 vegna 23. Rd3 Bxg2 - 24. Kxg? Hxe2 25. Kfl Hd2 26. Ha3 ásamt 27. Kel og svarti hrókurinn er fangaður. 23. Bdl'. Hb7 24. f3! Balasov, aöalaöstoöarmaöur Karpovs, sást nú ganga um salinn brosandi og virtist sannfæröur um sigur síns manns. Hann haföi líka ástæðu til gleði, tveir síðustu leikir heimsmeistarans eru einkennandi fyrir fágaöan stíl hans: Hann undir- býr árásina á c5 peðiö af kostgæfni meö því aö koma strax í veg fyrir allt hugsanlegt mótspil andstæöingsins. 24. — Hd8 25. Rd3 g5 26. Bb3! Á ný einkennandi Karpovleikur. Ástæöulaust er aö heimila svarta hróknum afnot af b2 reitnum. 26. — Kf8 27. Rxc5 Rxc5 28. Hxc5 Hvítur hefur nú unniö peð en hann veröur aö tefla framhaldiö vel til þess aö hagnýta sér liösyfirburði sína. 28. — Hd6 29. Ke2 Ke7 30. Hdl Hxdl 31. Kxdl Kd6 32. Ha5 f5 33. Ke2 h5 34. e4! Hárfínt leikiö. Hvítur slítur nú upp peðastöðu svarts kóngsmegin. 34. — fxe4 35. fxe4 Bxe4 36. Hxg5 Bf5 37. Ke3 h4 38. Kd4 e5+ 39. Kc3 Bbl 40. a3 He7. Karpov — stutt / sigurinn. Hér fór skákin í biö og Karpov lék biðleik. Flestir stórmeistarar töldu hvítu stööuna hartnær unna en voru allir sammála um aö lítiö mætti út af bregða. 41. Hg4?! Biðleikur Karpovs. Tal, einn aöstoöarmanna Karpovs, gaf þegar þá yfirlýsingu að biðleikurinn hefði verið slæmur og aö hann gæfi svörtum færi á hættulegu mótspili. Loft varð skyndilega lævi blandið yfir vígvellinum í Moskvu. 41. — h3! 42. g3 Eftir 42. gxh3 Hh7 er ekki að sjá aö hvítur geti lengur unniö skákina. 42. — He8 Svartur þarf nauðsynlega aö koma hróknum strax í mótspilið á f- línunni. 42. — Hf7 er auövitaö grófur afleikur vegna 43. c5+ og hrókurinn fellur. 43. Hg7 Hf8 44. Hxa7 Hf2 45. Kb4! Kóngur hvíts gegnir mikilvægu hlutverki viö aö koma frípeöinu á c- línunni upp í borö. Hvítur má engan tíma missa. 45. — Hxh2 46. c5+ Kc6 47. Ba4+ Kd5 48. Hd7+! jl ÁsgeirÞ. Árnason Heimsmeistaranum verður ekki fótaskortur á úrvinnslunni, honum tekst nú að þvinga Konung and- stæðingsins úr vörninni. 48. — Ke4 49. c6 Hb2+ 50. Ka5 Hb8 51. c7 Hc8 52. Kb6 Ke3 53. Bc6 h2 54. g4 Hh8 55. Hdl Ba2 56. Hel+ Kf4 57. He4+ Kg3 58. Hxe5 Kxg4 59. He2 Svartur gaf. Karpov tefldi af mikilli nákvæmni í lok skákarinnar og notaöi næstum allan tíma sinn. Kasparov virkaöi þreyttur en gaf skákina brosandi. Heimsmeistarinn þarf nú einn vinning til viðbótar. Næsta skák verður tefldídag. Aðalfundur Neytendasamtakanna: Nýr formaður Jóhannes Gunnarsson var kjörinn formaður Neytendasamtakanna til næstu tveggja ára á þingi sam- takanna sem haldið var I gær. Jón Magnússon, fráfarandi for- maður, óskaöi ekki eftir endurkjöri en hann hefur nú verið formaður í rúm tvö ár og einnig setiö f jölmörg árístjórn. Hinn nýi formaður á langan feril aö baki í neytendamálum. Hann var áður formaður Neytendafélags Reykjavíkur og nógrennis og einnig varaformaöur Neytendasamtak- anna. Aö auki er hann ritstjóri Neyt- endablaðsins. Auk formanns voru 11 aðrir kosnir í stjórn og þar af 5 nýir meðlimir. Ymsar ályktanir voru geröar á þinginu. Aö þessu sinni var samþykkt álitsgerö um stefnu og starf Neytendasamtakanna. Og mun þetta vera í fyrsta sinn sem svo viða- mikil heildarmótun stefnu samtak- anna er gerö. -APH. Setja upp söngleik íHveragerði: Allir í gaggó á leikæfingu „Eyjapeyjar, Hverapíur, eldgos, ástir og allt hitt”. Menn eru ekki alveg á eitt sáttir, en aö líkindum veröur þetta nafniö á söngleiknum sem nemendur í gagnfræðaskóla Hverageröis eru að æfa um þessar mundir. Aö sögn er gífurlegur óhugi hjá nemendum og varla heyrist lengur í skellinöðru á kvöldin i Hverageröi því allir eru á æfingu. Meö hlutverk í söngleiknum fara um 35 manns en alls eru i skólanum 87 nemendur á aldrinum 13—16 ára. Auk þess þarf mannskap til að annast miöasölu, sætavísun o.fl. svo segja má aö meirihluti nemenda sé önnum kafinn. Söngleikinn sömdu kennarar viö skólann og er ætlunin aö frumsýna í byrjun desember í Félagsheimili ölfusinga sem er viö hliðina á blómastaðnum Eden. Leikstjóri er Margrét Oskarsdóttir. EH. j dag mælir Dagfari________j dag mælir Dagfari_______Sdagmælir Dagfari Hamingjusamasta þjóð í heimi Aö undanförnu hafa menn verið aö skattyröast út í seðlabankabygging- una rétt einn gangmn enn, og Jó- hannes seðlabankastjóri Nordal hef- ur fengið sinn skammt af skömmum af því tilefni. En er þetta nú sanngjarnt? Fer ekki að koma að því að augu þjóðar- innar opnist fyrir því að maður á borð við Jóhannes hefur unniö til þess, að eiga sér samastað í fínasta gierhúsi landsins? Ekki er nóg með að Jóhannes hristi fram úr erminni uýja samninga viö Aiusuisse og skipi ríkisstjórnmni að fella gengið, svona rétt eins og aðrir fá sér kaffi fyrir og eftir hádegi. Það er ekki nóg með þetta. Nú hefur seðlabankastjórinn bætt á sig nýjum blómum með því að stjórna skoðana- könnun sem leiðir það í ljós að ts- lendingar eru með hamingjusömustu þjóðum heims. Auk þess eru færðar sönnur á að þjóðin sé stolt af sjálfri sér og trúi á Guð. Satt að segja hlýtur það að vera áleitin spurning hér á iandi hvort Guð hafi ekki eignast keppinaut í Jó- hannesi og er rétt að um það verði spurt í næstu skoðanakönnun. Þegar meöal okkar lifir maöur sem hefur það i valdi sínu aö gera aö engu kjarabætur fjögurra vikna verkfails með einni gengisfellingu og sanna það svo á næsta degi að lífshamingj- an sé ómæld í landinu er ástæðulaust að leita til himna í trúnni. Krafta- verkamaðurinn er mitt á meðal okk- ar. Kannski er þjóðin einmitt svona hamingjusöm af því að hún veit af Jóhannesi? Sumir hafa iátið i Ijós nokkra undrun með þessa hamingjusömu niðurstöðu skoðanakönnunarinnar. En þegar betur er gáð þarf hún ekki að koma á óvart. Opinberir starfsmenn stóðu að vísu i langvinnu verkfalli, en það var samdóma álit þeirra sjálfra að verk- fallið hefði verið afskaplega skemmtilegt. Það var gaman í verk- fallinu sögðu þeir og sungu ættjarð- arsöngva til hátiðabrigða. Varla eru þeir óhamingjusamir. Dagsbrúnarmenn höfðu ekki fyrr frétt af gengisfellingunni en þeir söfnuðust til fundar og hylltu fjár- málaráðherra í einum kór. Stóðu jafnvel upp af einskærri gieði. Varla eru þeir óhamingjusamir. Fiskvinnslan var ekki fyrr búin að skrifa undir 20% hækkun en hún fékk því framgengt að gengið væri fellt aö sama skapi, svo varla eru fisk- vinnslumenn óánægðir. Um það leyti sem skoðanakönnun- in stóð yfir var skrúfaö fyrir alla f jöl- miðla, dagbiöð, útvarp og sjónvarp. Almenningur gat því einbeitt sér að myndböndum samkvæmt eigin vali og undi glaður við sitt. Varla er almenningur óhamingju- samur. Nemendur þurftu ekki aö sækja skóla og kennarar þurftu ekki að mæta í vinnu. Varla eru þeir óham- ingjusamir. Tollarar iögðu niöur vinnu með þeim afleiðingum að smyglarar gengu inn og út um landið án eftir- lits. Varla hafa þeir verið óhamingjusamir. Svona mætti endalaust áfram telja. Sannlcikurinn er sá að þeir einu sem virtust óhamingjusamir voru stjórnarandstæöingar því að þeir höfðu svo miklar áhyggjur af því hvað þjóðin var óhamingjusöm. En í rauninni voru þeir hamingjusamir líka því að hamingjuhjói þeirra byggist á því að þjóðin sé óhamingju- söm út í stjórnina. Eða þannig sko. Nei, Jóhannes Nordal á það fylli- lega skilið að búa um sig í glerhúsi Seölabankans. Og við getum veriö hamingjusöm með það því að þeir kasta ekki steinum sem í glerhúsum búa. Dagfari SAMBTUUSMIBT Könnun Hagvangs á gildismati og mannlegum viðhorfum íslendingæ Erum hamingjusöm, stolt og trúhneigð þjóð ... . . MorfuabUAtfi/FriötiJdíur Nordal .fhoodir St*ÍB*rÍBÍ HrmuM^ fonætiorUWrr. ruo •ókBBíögn ll«fru|( no (ildknut n m>noU-( .iiborf Utadiafn. ilóttl LofliriOam I f«r þu tttn kjnnur rom fyrntu nMvntMnr 6 ridamikhi könnnn llafrnnfi hf. á fiMimnnti of m.nnkfum riáborfnm ídcndiafn. tn könnun þeaai tt IU«r I alþjMlcfrl ranMÓkn, ntm þtfar befnr reríá ferá i n>.b. 25 öi lalendingar virðaat vera aáttari við Iffið en fleatar aðrar þjóðir, sem rannsóknin tekur til. Engin Evrópuþjóð telur aig jafn ham- ingjusama og einungia Danir telja aig ánægðari með llfið um þesaar mundir. Hið eina, sem skyggir á lifsgleði islendinga er megn óánægja þeirra með fjárhagslega afkomu sina. Þar eru þeir I flokki með þjóðum i Suður-Evrópu, en nágrannaþjóðir á Noröurlöndum eru I þessu efni meðal hinna ánægðustu. Niðurstóðurnar leiða I Ijós að Islendingar eru mjðg triihneigðir. Þeir segjast flestir sækja huggun og styrk I trúna og guð skiptir miklu málí I llfi þeirra. Alj* “ er upp á teningnum þegar spurter um trúariðkanir. Kirkjuaókn er áberandi litil og innan við helm- ingur segist taka sár tima til að | hiðjast fyrir eða tll annarrar and- legrar iðkunar. Meirihluti lalend- inga telur fullyrðingar um að til sé I einhvers konar alheimsandi eða | lifskraftur komast næst trú sinni, en á hinn bóginn telur innsn við fimmtungur að til só pcrsónulegur guð. Eáar þjóðir segjast stolUri af I þjóðerni sinu en Islendingar og | þeir skera sig greinilega úr öðrum Norðurlandaþjóöum um þetu. Margt annað forvitnilegt um ' ' *jniríslendingaeraðfinna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.