Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1984, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1984, Blaðsíða 46
Utboð Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í Vesturlandsveg frá Brautarholti í átt að Gufá. Helstu magntölur: ValkosturA: Lengd2,0km Fylling og burðarlag 20.000 m3 Verkinu skal lokið 1. maí 1985. ValkosturB: Lengd5,4km Fylling og burðarlag 68.000 m3 Sprengingar 35.000 m3 Verkinu skal lokið 1. júlí 1985. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins í Reykjavík og í Borgarnesi frá og með 26. nóvember 1984. Skila skal tilboðum fyrir kl. 14.00 þann 10. desember 1984. Vegamálastjóri. FORSTOFUSETT 16 TEGUNDIR fTfl ILJI Bláskógar Ármúla 8. Sími 68-60-80. DV. MÁNUDAGUR 26. NOVEMBER1984. Matthias Bjarnason heilbrígðis- og tryggingaráöherra skýrir frá hækkun á bótum almannatrygginga á fundi með blaðamönnum. DV-mynd KAE. 14% hækkun bóta almannatrygginga — Barnalífeyrir og mæðralaun hækka um 17% Bætur almannatrygginga munu hækka um 14% frá 1. nóvember sl. og bamalifeyrir og mæðralaun um 17%. Þetta kom fram í reglugerð sem gefin var út af Matthíasi Bjamasyni heil- brigðis- og tryggingaráðherra í fyrra- dag. Þessi hækkun kemur til vegna þeirrar rýrnunar sem hefur orðið á kaupmætti og tekið er mið af launa- skriði og nýgerðum kjaraskerðingum. Bætur almannatrygginga hækkuöu síðast um 3% 1. september sl. Elli- og örorkulífeyrir er frá 1. nóvember kr. 4.045 og hjónalífeyrir kr. 7.281. Barna- lífeyrir vegna eins barns er nú 2.477 krónur. Þá lagði heilbrigðis- og trygginga- ráöherra fram reglugerð um breytingu á reglugerð um greiöslur sjúkra- tryggðra. Viðtal á lækningastofu mun kosta kr. 75 og kr. 110 fyrir hverja vitjun læknis til sjúkllngs. Af innlend- um sérlyfjum greiði samlagsmaöur fyrstu 120 kr. en sjúkrasamlagið afganginn. Af erlendum sérlyfjum skulu eili- og örorkulífeyrisþegar borga kr. 50 og kr. 100 fyrir hverja af- greiðslu. Þá er í reglugeröinni lögð áhersla á að aldrei megi krefja sjúkl- ing um nema eina greiðslu fyrir rann- sókn og skipti þar ekki máli hve margar tegundir rannsókna um er aö ræða. Sagði Matthías Bjarnason að nokkur brögð hefðu verið að því aö sjúkrahúsin kreföust greiðslu af sjúkl- ingum i hvert sinn er rannsókn færi fram þó aðeins væri um að ræöa hluta stærri rannsóknar. -EH. Morten Fangelog nemendur hans hafa klættalla veggi með afrakstri námskeiðsins. D V-mynd KAE Verkef nastjórn á vegum Háskólans: Danskur sérfræðingur með námskeið Nú er nýlokiö námskeiði í verkefna- stjórnun sem var haldiö á vegum endurmenntunarnefndar Háskólans. Sams konar námskeið var haldið hér í apríl sl. og í bæði skiptin hefur Morten Fangel, frægur danskur sérfræöingur í verkefnastjórnun, verið fenginn hing- að til lands til að stjórna námskeiðun- um. Fangel er verkfræðingur og við- skiptafræðingur að mennt og rekur umfangsmikið ráðgjafarfyrirtæki sem m.a. lagði á ráðin um rafvæðingu dönsku ríkisjárnbrautanna. I framhaldi af þessum námskeiöum hefur verið stofnað sérstakt félag um verkefnastjórnun og eru félagar um 110 talsins. Ætlunin er að námskeiöa- haid í verkefnastjórnun geti farið fram undir íslenskri leiðsögn í framtíðinni en Fangel yröi fenginn hingað einu sinni á ári til að halda framhaldsnám- skeið. „Félag um verkefnastjórnun mun beita sér fyrir eflingu fræðslu og bættri verkefnastjórnun á tslandi sem við teljum að hafi verið mjög ábótavant,” sagöi Tryggvi Sigurbjarnarson verk- fræöingur sem hefur haft umsjón meö námskeiðinu. „Þessi námskeið hafa mælst mjög vel fyrir. Þátttakendur eru nú 30 frá ýmsum fyrirtækjum og stofnunum.” Tryggvi sagði ennfremur að slíkt námskeið stæöi í viku og væri lögð á þaö rík áhersla aö þátttakendur væru virkir. Á námskeiðinu, sem nú er nýlokið, var tekin sem dæmi um verk- efnastjórnun fiskeldisstöðin sem nú rís í Olafsfirði en á námskeiðinu þar áður var viöfangsefnið kísilmálmverk- smiöjan á Reyðarfirði. -EH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.