Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1984, Qupperneq 23
DV. MÁNUDAGUR26. NOVEMBER1984.
23
Hjartavernd 20 ára:
MIKLAR FRAMFARIR
í MEÐFERÐ HJARTA-
OG ÆÐASJÚKDÓMA
Dregiö hefur úr tíöni áhættuþátta
og dauösföllum af völdum kransæða-
sjúkdóma hefur fariö fækkandi
síöasta áratuginn. Þetta kemurfram
í niöurstöðum fyrstu faralds-
fræöilegu rannsóknar á hjarta- og
æöasjúkdómum sem gerö hefur veriö
á íslandi. Hér er um að ræöa
umfangsmikla og ítarlega feril-
rannsókn sem staðið hefur í 17 ár og
hafa 65 þúsund landsmanna verið
skoöaöir.
I tilefni af 20 ára afmæli Hjarta-
verndar hélt félagið fræöslufund fyr-
ir almenning um hjarta- og æöasjúk-
dóma, rannsóknir, lækningar og nýj-
ungar á þessu sviði. Þar kom fram
aö helstu áhættuþættir hjarta- og
æöasjúkdóma eru nú þekktir, enn-
fremur aö mikill fjöldi fólks með
áöur óþekkta áhættuþætti og dulda
sjúkdóma hefur verið sendur til sér-
fræðilegs lækniseftirlits eöa með-
ferðar. Niöurstööur rannsóknarinn-
ar sýna að hjá fólki á aldrinum 30—
64 ára, sem hefur veriö skoöaö, hafa
kransæöasjúkdómar fundist hjá 10%
karla og 9% kvenna en hækkaöur
blóöþrýstingur hjá 27% karla og 21%
kvenna. Helstu áhættuþættir reynd-
ust vera hátt kólesteról, sígarettu-
reykingar, offita og skert sykurþol.
Miklar framfarir hafa oröið í með-
ferö háþrýstingssjúklinga á sl. 12
árum hérlendis. Meöal hverra 100
karla á aldrinum 47—61 árs, sem
höföu hækkaðan blóöþrýsting á
árunum 1967—68, voru tveir af hver j-
um þremur sem ekki vissu um hann
og 27% voru í meðferð. Á árunum
1979—81 haföi sú breyting orðið aö 7
af hverjum 10 vissu um sjúkdóminn
og yfir 90% þeirra voru í meðferö.
Hóprannsókn Hjartaverndar er
meö stærstu hóprannsóknum sem
gerðar hafa verið og miklu af heilsu-
farslegum upplýsingum hefur veriö
safnaö. Niðurstöður hafa veriö birtar
í yfir 100 ritum og greinum. Næstu
verkefni Hjartaverndar eru áfram-
haldandi úrvinnsla gagna, sérstak-
lega aö kanna hversu margir deyja
úr ýmsum sjúkdómum og meta þýö-
ingu áhættuþátta meö aðstoð nýjustu
tækni á sviöi tölfræðilegrar gagna-
vinnslu.
-EH
Stöðugt er
unnið að
byggingu
stórhýsisins i
Öskjuhliðinni,
þar sem
menn geta
m.a. brugðið
sér i keiluspil
i framtíðinni.
DV-mynd
KAE.
OPIÐ KL. 8-21.45
ALLA
DAGA.
Fiskréttir frá kr. 110,-
Kjötréttir frá kr. 130,-
Smurbrauðstofan
BJORNINISL
Njálsgötu 49 — Siml 15105
SMURT BRAUÐ OG SNITTUR
JÓLIN NÁLGAST
KONUR Á ÖLLUM ALDRI
ATHUGIÐ
Vinnum alh í sambandi viö hár með vörum sem eru
viðurkenndar um allan heim.
Si®ÍÉ
seld heralandi
færa einhverjum SODA STREAM eigndá FIAT UNO bíl
að gjöf. Það er ekki ónýtt að fá slíkan farkost í nýársgjöf.
Nafn hins heppna verðurdregið úrábyrgðarskírteinum
allra SODA STREAM eigendamillijólaog nýársn.k. og
mun nafn hans birtast í dagblöðunum í byrjun janúar.
EIGIR ÞÚ SODA STREAM VÉL ÁTT ÞÚ KQfpí
ÓKEYPISBÍL!
Gjöfm sem gefur arif
Sól hf.