Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1984, Page 1

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1984, Page 1
39,000 EINTÖK PRENTUÐ í DAG. 56SÍÐUR í DAG RITSTJÓRN SfMI 686611 • AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA SfMI 27022 Frjálst, óháð dagblað DAGBLAÐIÐ —VÍSIR 278. TBL. —74. og 10. ÁRG. FIMMTUDAÓUR 20. DESEMBER 1984. Notar nálarstungur til að grenna folk — léttist um alltaðSkíló ávlkueftir nálarstungur íeyra Læknir einn hér. á landi hefur náð miklum árangri í aö grenna fólk með nálarstunguaöferðinni. Með sömu aðferð hefur hann hjálpað fólki að hætta að reykja svo og læknað fólk af svokölluðum „mígreni” höfuðverk. „Það var fyrst í sumar sem ég reyndi nálarstunguaðferöina sem megrunarhjálp og hún hefur boriö árangur. Sumir hafa tekið mjög vel við sér, en eins og við vitum eiga margir við offituvandamál að stríða, og eru allt að því helmingi of þungir,” segir þessi læknir, sem ekki vill láta birta nafn sitt. „Aðferöin er fólgin í því að tveimur nálum er stungið inn í eyraö, önnur til að hafa áhrif á efnaskipti, hin til að draga úr matarlöngun. Fyrstu vikuna þarf fólkið að koma svona þrisvar sinnum og ég læt nálarnar vera í eyranu stutta stund. Síðan þarf fólkið að koma einu sinni í mánuöi í einhvem tíma á eftir. Það er algengt að fólk missi þetta fimm kíló fyrstu vikirna og svo eitthvað minna á viku næstu mánuöi. En það fer eftir því hversu feitt fólkið er, hversu oft það þarf að koma. Ég hef hins vegar fengist mun lengur við aö hjálpa fólki vegna reykinga og höfuðverkja með nálar- stunguaðferöinni. Arangur vegna þess fyrrnefnda hefur veriö mjög góður og alveg hundrað prósent í því síöarnefnda. En allt er þetta auðvitað bundið því að viðkomandi fólk komi til móts við mann,” segir læknirinn. Læknir þessi er lærður geðlæknir, en lærði nálarstunguaöferðina í Þýskalandi árið 1981. „Eg hef hug á því aö snúa mér alfarið að nálar- stunguaöferðinni í framtíöinni því þetta vantar hér á landi. Þótt nálar- stunguaðferðin sé ekki f ullrannsökuð með tilliti til í hvaða tiifellum hún hentar best er alveg ljóst að hún er góö viðbót viö læknisfræðina en getur hins vegar aldrei komiö í staðinn fyrir hana.” -KÞ. Hvadfengjum viðaðsjá I ínorska sjónvarpinu? -sjábls. 50-51 Ratsjáá Bretlandisér yfirKólaskaga — sjá erlendar fréttir á bls. 8 Föndrað í Fossvogsskóla — sjábls.52 Göngundir Ermarsund — sjábls. 10 Enginjólán hangikjöts — sjábls.6 Ungafólkið bíturekki — sjábls.36 Mikið annríki ar á Alþingi íslendinga fyrír jóiaieyfi þingmanna. Þingfundur stóð tíl kiukkan hóifimm i morgun. Eiiefu lagafrumvörp voru afgreidd á þingi igær, þar á meðal kvótafrumvarpið svokallaða, verðjöfnunargjald af raforkusölu og söluskattshækkun. Hór ó myndinni er liðið á nótt og margar atvkæðagreiðslur og handauppréttingar að baki. -ÞG/DVmynd Bj. Bj. Margirmala gullí nefndakerfinu — sjábls.4 Skallieðurei — sjábls.24—25 ] HættirSteinar með Víkingi? ; — sjáíþróttirbls.31 Vaxta- breytingar ákveðn- arí dag — tillögur Seðlabankans samþykktar óbreyttar? „Eg geri ráð fyrir að gengið verði frá vaxtamálinu á ríkisstjórnarfundi í dag. Seðlabankinn hefur lagt fram þá greinargerð sem um var beðið um vastamálin almennt og hún verður lögð fram á ríkisstjórnarfundi auk hugmynda hans um vaxtabreytingar,” sagöi Matthías Á. Mathiesen viðskipta- ráðherra í samtali við DV í morgun. Gert er ráð fyrir að tillögur Seðla- bankans verði samþykktar óbreyttar, enda er ákvörðunarvaldiö um vaxta- breytingar formlega i höndum bankans þótt bera verði þær undir ríkisstjóm. Tillögur bankans gera ráö fyrir verulegri lækkun raunvaxta miðað við núverandi verðbólgustig. Þannig munu vestir á verðtryggðum útlánum lækka um 3%, en þeir eru nú 7% af verðtryggöum skuldabréfum meö skemmri lánstíma en 2 1/2 ár og 8% af lengri lánum. Vextir af almennum sparisjóðsbókum munu hækka um 7%, eða úr 17% í 24%. -ÓEF.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.