Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1984, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1984, Side 8
8 DV. FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER1984. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Peter Lawford er nú í dái. PETER LAW- FORD MILLI HEIMSOG HELIU Leikarinn Peter Lawford, sem fyrr á árinu gekk undir meöferö vegna áfeng- issýki, liggur milli heims og helju, meövitundarlaus, á sjúkrahúsi i Los Angeles. Læknar vildu ekki upplýsa hvaö aö honum amaði en vinir hans halda aö það séu nýrun og lifrin. Lawford, sem fæddur er í Englandi, var fyrrum kvæntur Patriciu Kennedy úr Kennedy-fjölskyldunni. Hann var einn úr leikarakh'kunni, sem kölluö var ,,Rat-pack”, en fremstir í henni eru Frank Sinatra og Dean Martin. — Þau Patricia skildu 1966 og áttu fjögur böm, en Lawford er tvíkvæntur síðan. Núverandi kona hans, Patricia Seaton, hefur naumast frá honum vikið ísjúkralegunni. UNDRA- TÆKI EYÐIR GALL- STEINUM Bandaríska lyfjaeftirlitiö hefur lagt blessun sína yfir vestur-þýskt tæki sem getur sundrað gallsteinum með hljóö- fylgjum. Margaret Heckler heilbrigðis- ráðherra sagöi á blaöamannafundi í gær aö með tilkomu tækisins væri uppskurður óþarfur fyrir flesta gall- steinasjúkhnga. Þaö gæti því sparað milljónir dollara í kostnaði heilbrigöis- þjónustunnar. Tækið, kallaö Líþótripter, gefur frá sér mjög kraftmiklar hljóðbylgjur — svipaðar þeim sem koma frá hljóöfráum flugvélum — og leysir gall- steinana upp í örfín kom. Tækiö kostar 1,7 milljónir dollara, eöa um 68 milljónir íslenskra króna. Þaö er þegar til í sex bandarískum rannsóknarspítölum. RATSJÁ Á BRETLANDI SÉR YFIR KÓLASKAGA Bandarikjamenn hyggjast byggja risa-ratsjá í Austur-Englandi, aö sögn tímaritsins New Statesman. Blaöiö sagði að ratsjáin myndi gera Bandaríkjamcnnum mögulegt aö fylgjast með umsvifum Sovétmanna á Norður-Atlantshafinu, Barentshafi, og allt noröur á Kólaskaga. Ratsjáin sé þekkt undir dulnefninu „Kalt vitni.” Fulltrúi í breska vamarmálaráðu- neytinu sagöi aö spurningu um þetta efni myndi veröa svarað á þinginu fljótlega og neitaði annars aö segja nokkuöummáhö. New Statesman sagöi byggingu stöövarinnar vera stjórnmálalegt til- finningamál vegna þess aö hún myndi geta hjálpaö til viö að miöa bandarísk- um stýriflaugum til skotmarka sinna i Sovétríkjunum. Tímaritiö sagði aö stööin myndi nota nýja tækni sem gerir ratsjám kleift aö „sjá” langt umfram sjón- deildarhringinn. Þessi ratsjá myndi Nú er búiö aö eyða afganginum af gasinu sem drap 2500 manns í indversku fylkishöf uðborginni Bhopal dagana eftir 3. desember. Þaö var mesta iönaöarslys í sögu veraldar. Ekki er enn séö hvemig Union Carbide fyrirtækinu tekst að standast f járkröfur lögf ræöinga fórnarlamba slyssins. geta séö yfir 3000 kilómetra svæði. Stöðina á aö byggja í Orfordness á a usturströnd Englands. Bhopal: Ollu gasinu eytt Nú er búiö að eyða nær öllu dauöa- gasinu úr skordýraeiturverksmiðjunni í Bhopal á Indlandi. Um 16 tonnum haföi verið eytt í gær og í dag átti aö breyta gasi úr nokkrum tunnum í skaö- laust skordýraeitur. Helstu yfirmenn verksmiðjunnar hafa nú verið leystir úr haldi. Þeim hefur þó verið bannað að fara úr landi. Þeir mega heldur ekki losa sig við neitt þaö sem viðkemur verksmiðjunni. Engum starfsmanni verksmiðjunnar er hleypt inn í hana; þangað komast eingöngu rannsóknarmenn. Svíþjóð: Hægriflokkamir ætfa að leggja mbur sjóðakerfíð Mið- og hægriflokkamir í Svíþjóð segjast munu afnema sjóðakerfið, sem sósíal-demókratar innleiddu, ef þeir komist í ríkisstjórn eftir kosningamar í september á næsta ári. Sameiginleg nefnd miðflokks- manna, frjálslyndra og modertama heitir því að endurgreiða meðlimum launþegafélaganna 750 sænskar krónur úr sjóðunum. Það er af launum fólks tekið og lagt í sérstaka sjóði sem síðan em notaöir til kaupa á hlutum í fyrirtækjum. I raun er þaö atvinnurek- andinn sem greiöir þetta framlag í sjóðina og segir nefndin að sænskur at- vinnurekstur muni greiöa milli tvo og þrjá milljarða í þessa sjóði á árinu 1985. „Við viljum létta þessari byrði af iönaöinum og um Ieið efla sænskt efna- hagslíf,” sagöi Björn Molin hjá frjáls- alltaö40%hlutabréfanna. lyndum- Stjómarandstæðingar ætla að gera Hver sjóöur má kaupa allt aö 8% sjóöina að kosningamáli, en í október hlutabréfa í sænsku fyrirtæki, og tóku um 50 þúsundir manna þátt í samtals mega sjóöir allra launþega- mótmælagöngu í Stokkhólmi gegn samtakanna ráöa meö þeim hætti yfir sjóöakerfinu. Óánægöir með upp- Ijóstrun blaða um njósnahnöttinn Stórblaöiö Washington Post varði í gær fréttabirtingu sína af njósnahnett- inum sem koma á fyrir yfir Sovétríkj- DRAGA UR EFTIRLITIVIÐ LANDAMÆRI Belgía, Lúxemborg og Holland munu nú reiðhbúin til aö fylgja sameiginlegri tillögu Frakklands og Vestur-Þýska- lands um að leggja niður landamæra- skoðanir. Frakkar og V-Þjóöverjar lögöu síö- asta sumar niður tollskoðun og vega- bréfaeftirlit meö ferðafólki sem merkti bíla sína með grænum ,,E”-miða. Það táknaöi að viðkomandi væru úr aðild- arriki Efnahagsbandalags Evrópu og ekki með neinn tollskyldan varning. — Þó geröu tollveröir annan veifiö „stikkprufur” hjá slíku fólki. I fréttatilkynningu frá Bonnstjóm- inni segir aö sendiherrar Benelux- landanna hafi afhent Helmut Kohl kanslara orösendingu þar sem segir að lönd þeirra séu reiöubúin aö verða viö áskorunum Frakka og V-Þjóðverja um að fylgja þessu fordæmi þeirra. unum í næstu ferð skutlunnar en Caspar Weinberger varnarmálaráð- herra kallaði fréttaflutninginn „ábyrgðarlausa blaöamennsku”. Herráðiö í Pentagon og Washington- stjórnin höföu mælst til þess viö fjöl- miöla aö ekki væru birtar óstaöfestar vangaveltur um ferö skutlunnar sem veröur eingöngu í erindum hersins. Ben Bradlee, framkvæmdastjóri Washington Post, sagði að viðbrögð Weinbergers væru ekki réttlætanleg. Sagöi hann blaðstjómina taka sér það mjög nærri ef einhver sakaði blaðiö um aö Ijóstra upp öryggismálum. Frakkar hlæja sjaldan í rúminu Frá Friörlki Rafnssyni, fréttaritara DVíParís: Ýmislegt fróðlegt kom fram varð- andi skopskyn Frakka í skoðanakönn- un sem dagblaðið Le Parisien Libéré lét gera nú nýlega. Þar kom til dæmis vel í ljós að Frakkar skemmta sér stór- vel yfir stjómmálamönnunum sinum. Samkvæmt könnuninni er George Mar- chais, aðalritari franska Kommúnista- flokksins, allra stjórnmálamanna fyndnastur en hann vekur hlátur helm- ings aðspurðra. Gaston Daeserre, borgarstjóri Marseille og fyrrum inn- anríkisráðherra, er næst-fyndnastur samkvæmt könnuninni, því 17 prósent aðspuröra kváðust skella upp úr við að sjá hann, einkum þykir kvenfólki hann fyndinn. Níu prósent skemmta sér konung- lega við að sjá og heyra Jean Marie Le Pen, formann öfgasinnaðra hægri- manna, og í sama hlutfalli kvað Ray- mond Barre, fyrrum forsætisráöherra, kítla hláturtaugamar. I könnuninni var líka spurt um hlát- urssiði franskra á breiðari grundvelli.. Þar kom i ljós aö aðeins átta prósent þeirra gefa frá sér hlátur í meira en f imm mínútur á dag. En heil 24 prósent sögðust ekki skaupa nema eina minútu daglega. Ríflega helmingur aðspurðra lenti hins vegar í bobba og sagðist ekki geta nákvæmlega um málið. Stór hluti Frakka hlær einkum i faðmi fjölskyldunnar, eða 64 prósent, en 24 prósent þeirra viðurkenndu hlát- urrokur á vinnustað. Um 16 prósent kváðust einkum hlæja á almannafæri og einstaka menn sögðust einkum skella upp úr í rúminu. En hvenær, ná- kvæmlega, var ekki tekið fram í könn- uninni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.