Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1984, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1984, Síða 12
12 DV. FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER1984. MHi Frjalst.óháö dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaðurog útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍOUMÚLA 12—14. SÍMI 686611. Auglýsingar: SÍOUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla,áskriftir, smáauglýsingar,skrifstofa: ÞVERHOLTI ll.SÍMI 27022. Simi ritstjórnar: 686611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. Prentun: Árvakurhf. jÁskriftarveröá mánuði 310 kr. Verð í lausasölu 30 kr. Helgarblað 35 kr. Ömurleg áætlun Við birtingu lánsfjáráætlunar ríkisins hefur sannazt, sem hér hefur verið haldið fram, að gatið á fjármálum þess verður ekki hálfur eða heill milljarður á næsta ári. Gatið veröur hálfum þriöja milljarði stærra eöa samtals annaðhvort þrír eða hálfur f jórði milljaröur. Samkvæmt lánsfjáráætlun hyggst ríkið og stofnanir þess taka að láni átta milljarða og endurgreiða fimm. Mismunurinn nemur þremur milljörðum. Og samkvæmt síöustu fréttum af gati sjálfs f járlagafrumvarpsins er það vanmetið um hálfan milljarð, svo að heildargatið verður þrír og hálfur. Hinn hálfi níundi milljarður, sem tekinn verður aö láni á næsta ári, skiptist þannig: I A-hluta fjárlaga 1.861 milljón, í B-hluta 1.288, hjá fyrirtækjum ríkisins 1.800, hjá húsbyggingarsjóðum ríkisins 1.558, hjá gæludýrasjóð- um ríkisins 1.372 og um 500 milljónir í vanmatinu. Til aö sýna, hversu rosalegar þessar tölur eru, má nefna til samanburöar, aö lántökur sveitarfélaga eru áætlaðar 153 milljónir og alls atvinnulífsins í landinu 1.836 milljónir. Allar eru þessar tölur úr lánsfjáráætlun ríkis- stjórnarinnar frá því í fyrradag. I þessari áætlun næsta árs kemur fram einstök bjart- sýni um, að hægt veröi að afla innanlands hálfs þriðja milljarös króna í lánsfé. Tilraunir ríkisstjórnarinnar til að draga úr raunvöxtum og gera þá öfuga gefa þó ekki mikla von um almennan sparnað fólks á næsta ári. Til dæmis gerir áætlunin ráö fyrir, að innheimta og inn- lausn spariskírteina ríkisins standist á næsta ári, þótt hlutfallið í ár hafi verið neikvætt fyrir ríkið um 500 milljónir. Bauð ríkiö þó innleysendum upp á töluvert háa raunvexti á þessu ári eða 8%. Ennfremur gerir áætlunin ráö fyrir, aö lífeyrissjóöir þjóöarinnar láni 1.220 milljónir til húsnæöislánakerfis ríkisins, þótt þeir hafi í ár aðeins lánað ríkinu 430 milljón- ir til þessara nota. Draga verður í efa, að ríkinu takist að ná innanlands öllu þessu fé. Ofan á þann innlenda sparnað, sem ríkið dreymir um, telur það þurfa 7.300 milljónir í löngum erlendum lánum og 1.200 í stuttum erlendum lánum. Við þessar tölur bæt- ist 500 milljóna vanmatiö á fjarlagagatinu og loks ótil- greint ofmat á innlendri öflun lánsf jár. Um þessar mundir nema erlendar skuldir þjóðarinnar 42.660 milljónum og þjóðarframleiðsla ársins er að verða 67.300 milljónir, hvort tveggja samkvæmt lánsfjáráætlun ríkisstjórnarinnar. Þar meö eru erlendar skuldir þjóðar- innar komnar upp í 63,4% þjóðarframleiðslunnar. Hið'stórfenglega gat á fjármálum ríkisins, stofnana þess, fyrirtækja og sjóða, svo og ráðagerðirnar um stór- felld lán í útlöndum eru skref til hækkunar erlendra skulda upp fyrir 63,4% þjóðarframleiðslu og til hækkunar erlendrar skuldabyrði upp fyrir 23% útflutningsverðmæt- is. Sem eitt hrikalegt dæmi um, hvernig ráðgert er að sóa þessum mikla fjáraustri, má nefna, að lánsfjáráætlunin gerir ráð fyrir eins milljarðs króna fjárfestingu í land- búnaði á næsta ári, aðallega í hinum hefðbundna landbún- aði, sem framleiöir afurðir, er ekki finnast að neinir kaupendur. Þegar milljarður er fjárfestur til að fá aö borga árlega meira en milljarð í útflutningsuppbætur og niðurgreiðsl- ur, er ekki við því aö búast, að milljarður finnist í nýjar atvinnugreinar. Þannig er lánsfjáráætlunin ömurlegt rugl, alveg eins og fjárlagafrumvarpið. Jónas Kristjánsson. „Sjálfstæðisflokkurínn, sem verið hefur allsráðandi iborginnihálfa öld, fyrir utan eitt kjörtimabil, villnú enn auka á alræði sitt og alræðismöguleika i framtiðinni." Fáein orð um lýðræði Davíðs og sjálfstæðis- manna hans í borgar- stjóm Reykjavíkur Þeir sjálfstæðismenn tala mikið um frelsi og lýðræði. Þeir láta gjam- an sem þeir eigi einkarétt á þeim hugtökum í íslenskum stjómmálum. Fyrir borgarstjóm Reykjavíkur liggja nú tillögur til breytinga á , .samþykkt um stjóm Reyk javíkur”. Tillögur sjálfstæðismanna þar eru hinar fróðlegustu í ljósi áðumefndra hugtaka, frelsis og lýðræðis. Þegar hefur veriö tekin ákvörðun um að fækka borgarfulltrúum úr 21 í 15, en látum það vera. Mun alvar- legra er að þeir ætla sér aö fækka í ráðum og nefndum borgarstjómar. Það þýðir verulega skerta mögu- leika minnihlutaflokkanna til setu í þeim nefndum sem fækkaö hefur verið í og þar meö minni möguleika til að fylgjast með og hafa áhrif á gang mála. Þetta er væntanlega rök- stutt af þeim sjálfstæðismönnum þannig að veriö sé að skera niður bákniö og auka einstaklingsfrelsiö? Minnihlutaflokkarnir vildu auka völd nefndanna, en þaö var auðvitað fellt. Einnig vildu minnihlutaflokk- amir auka áhrif borgarbúa með sér- staklega kjörnum hverfastjórnum, þar sem íbúar einstakra hverfa gætu haft áhrif á sitt nánasta umhverfi. Nei, það mátti ekki. Hefur líklega verið of mikið bákn. Tillögum minni- hlutaflokkanna um aukna valdbeit- ingu er af þeim sjálfstæðismönnum svarað með tillögum, sem viö fyrstu sýn virðast e.t.v. horfa nokkuö til aukins lýðræðis. Verða þær sjálfsagt notaðar til þess síðar, aö sanna það hversu lýöræðislegir þeú- eru, Davíö og hans sjálfstæðismenn. Við skulum skoöa þessar tillögur nánar. I fýrsta lagi er viöbót við 29. gr. svohljóðandi: „Borgarstjóri boðar til almennra funda með borgar- búum, þar sem borgarmálefni eru kynnt og rædd.” í skjóli ákvæðis I skjóli þessa ákvæðis mun Davíð borgarstjóri væntanlega og einkum þegar líða fer að kosningum, arka út um borg og bí. Halda mun hann litla fundi og stóra fundi, sviðsetta af Davíð borgarstjóra með Davíð borg- arstjóra í aöalhlutverki, en embætt- ismennina, flokksbræður hans, í SKÚLI THORODDSEN LÖGFRÆOINGUR, REYKJAVÍK aukahlutverkum. Þar mun borgar- búum verða fluttur sjónleikurinn ,JFrægðarsögur” um framfarir í málefnum aldraöra, bama, fátækra, sjúkra, unglinga, starfsmanna borg- arinnar o.fl., allt á kostnað borgar- búa rétt eins og Birgir Isleifur gerði fyrir kosningarnar 1978, nema hvaö nú hefur Davíð „lýðræðislega heim-' ^ld” í „samþykkt um stjórn Reykja- víkur” fyrir sjónleik sinn. Varla þarf að taka það fram, aö sú tillaga Sigur- jóns Péturssonar úr Alþýðubanda- lagi, aö fulltrúar minnihlutaflokk- anna fengju einnig að fara á þessa „kynningarfundi” með borgarstjóra var aö sjálfsögðu felld af þeim sjálf- stæðismönnum. I öðru lagi má skoða nýja 19. gr. er svohljóðar: „Borgarstjóm getur ákveðiö að bera einstök mál undir borgarbúa eða leita álits þeirra með öðrum hætti, þegar ástæða þykir til. Niður- stöður slíkrar atkvæðagreiðslu eða skoðanakönnunar eru ekki bindandi fyrir borgarfulltrúa.” Þetta ákvæði og reyndar einnig sú tillaga sjálfstæðismanna, að auglýsa eftir tillögum og ábendingum borg- arbúa við gerð fjárhagsáætlunar er svar sjálfstæðismanna við valddreif- ingarhugmyndum minnihlutaflokk-, anna og hugmyndum þeirra um hverfastjórnir. Við nánari skoðun á tillögum sjálfstæðismanna kemur hins vegar í ljós að álit borgarbúa á að hafa að engu nema Davíð og tindátum hans henti. Með tillögunum er verið að gefa í skyn að fólkið ráði eða fái einhverju ráöið, án þess að nokkur trygging sé fyrir raunveru- legum áhrifum. Til hvers er þá þessi tillögugerð nema til að blekkja? Alræði Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn, sem verið hefur allsráöandi í borginni í hálfa öld, fyrir utan eitt kjörtímabil, vill nú enn auka á alræði sitt og alræðis- möguleika í framtíðinni. 1 skjóli al- ræðis síns í borgarstjóminni nú notar Davíð borgarstjóri og félagar tæki- færi til þess aö herða enn tök sín á borgarkerfinu. Áhrif minnihluta- flokka eru skert frekar en er. Davíð tryggir sér ókeypis kosningafundi um alla borg með flokksbræðrum sínum úr embættismannakerfinu þeirra sjálfstæöismanna, óáreittur af pólitískum andstæðingum. A fundunum sínum segir síðan Davíö viö fólkið i borginni að nú geti það haft meiri áhrif en áöur. Þökk sé hin- um lýðræðislegu ákvæöum „í sam- þykkt um stjóm Reyk ja víkur. ” Skúli Thoroddsen. • „Halda mun hann litla fundi og stóra fundi, sviðsetta af Davíð borgarstjóra með Davíð borgarstjóra í aðalhlutverkinu, en embættismennina, flokksbræður hans, í auka- hlutverkum.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.