Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1984, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1984, Page 14
14 DV. FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER1984. Menning Menning Menning Menning OG ÁRIN LÍÐA '*Jór Laxness: Og árin lífla. Helgafell 1984,241 bls. Þessi bók er safn 22 greina, og eitt kvæöi. En langt var nú liöiö frá því aö kvæöi haföi sést eftir Halldór. Hér eru sex minningargreinar um vini Halldórs og kunningja, auk ýmissa smágreina, sem hann hefur sumpart veriö beöinn aö skrifa. Þaö er áreiöanlega komiö til móts viö óskir mjög margra aö safna í bók greinum sem voru dreifðar í blöö, og ánægjulegt aö erlendum textum skuli þá fylgja íslensk þýöing, sem Halldór hlýtur aö teljast ábyrgur fyrir, þótt Siguröur A. Magnússon hafi unniö þýðinguna. Því miður vantar (eins og endranær) flestar bókfræöiupplýsingar, hvar þetta birtist áöur. Þaö leiöir af framangreindu eöli bókarinnar, aö nokkuö er þar um endurtekningar, frá einni grein til ann- arrar. Flestar nýlegar greinar Halldórs eru líka meira í ætt við rabb en ritgerð; ýmis fróðleikur flýtur meö, sem virðist ekki bráðnauðsynlegur fyrir framvindu ritsins, og efnisröð er skrykkjótt. Auk smágreina sem varpa ljósi á margt í ævi Halldórs og rit- störfum, eru þrjú meiriháttar rit í safninu, og skemmtilegt viðtal Ingólfs Margeirssonar viö Halldór. Þaö er ekki síður fróölegt um Halldór sjálfan' en um Ragnar í Smára, og væri gaman aö fá meira af slíku, ekki síst um Unu- hússhópinn. Viðhorf Þetta eru mjög mislangar greinar og misgamlar — sextíu ára aldursmunur á þeim elstu og yngstu —og ritaðar af ýmiskonar tilefni. Þeim mun merkilegra er, hve margt þær eiga sameiginlegt. Þar dáist ég mest aö síungum anda höfundarins, sem aldrei er bundinn af ríkjandi viöhorfum, ferskur og opinn. Þannig nálgast hann t.d. gamlar, ráögátur íslands- sögunnar: af hverju taka Islendingar friösamlega viö kristni meö meirihlutasamþykkt Alþingis, þegar kristnitakan kostaöi margra ára morð og brennur í næiliggjandi löndum, t.d. í Noregi? I gær heyröi ég Jónas Gísla- son rökstyöja svipaö svar og Halldór gefur (bls. 63); „Á bak viö sigur kristninnar lá ekkert brall, því síður mýstik, heldur var meginhluti þing- heims einfaldlega kristinn fyrir — sem Bókmenntir Örn Ólafsson gefur auga leið.” Andstæða þessarar friösamlegu og lýöræðislegu sam- þykktar eru svo siðaskiptin á 16. öld. Á sama hátt, og eins og í framhjáhlaupi, svarar Halldór annarri ráögátu; hvemig stendur á því, aö ekki skuli vit- aö nafn eins einasta af höfundum þessara sígildu listaverka, sem hér voru sköpuö á miðöldum: fom- sagnanna, og þó einkum Islendinga- sagna? Þetta er þeim mun furðulegra, sem til eru mjög ítarlegar frásagnir af þjóölífi á ritunartíma sagnanna: Sturlunga og biskupasögur, þar sem frá flestu viröist sagt, stóm og smáu. Skýring Halldórs (bls. 70); „öll mestu skáldverk okkar em samin hér í páfa- dómi af íslenskum klerkum bundnum þagnarheiti um nöfn sín og stöðu. „Þessi skýring hlýtur a.m.k. aö vekja menn til umhugsunar, því þaö er ómót- mælanlegt, að á miðöldum voru munkar og nunnur manna líklegust til aö hafa menntun, næði og efni (mikið af dýru kálfsskinni!) til ritstarfa, en þau vom bundin heiti um fátækt, skír- lífi og auðmýkt. Þessi grein, „Harmleikur dana á 16. öld” er framhald af miklum vanga- veltum Halldórs undanfarin ár um fyrstu aldir Islandssögunnar. Þar er líka áberandi tilhneiging hans til að stríöa boðberum vanahugsunar og þá einkum ármönnum þjóðkirkjunnar. Síst ber þaö aö lasta, en ætli þaö sé ekki líka kveikjan að greinunum um þjóðsönginn. Nú er „0 guö vors lands” bæöi ósyngjandi og efnislega f jarstætt venjulegum þjóösöng, eins og Halldór hefur margsannaö. En það er þá bara sjaldan viö haft, og annaö kemur í staðinn. Halldór nefnir sjálfur m.a. „Island ögrum skoriö” (bls. 42) og segir: „En þaö var ekki heldur nógu gott.” Þaöer aö sönnu ekki merkilegur skáldskapur, textinn eins einfaldur og verið getur, lagið yfir máta hátíðlegt. En ætli þaö sé ekki einmitt þessvegna sem þaö hefur sigraö í samkeppninni? ,4sland ögrum skorið" er eigmlegur þjóösöngur Islendinga, allir kunna það (1. erindi) þetta er sá söngur sem sprettur eins og sjálfvakinn fram, hvenær sem Islendingum þykir þjóösöngs viö þurfa. Sbr. Atómstöðina (1947,lok8.k.)r „Múgurinn þreingist nær og nær alþingishúsinu, æ ofsafengnari ræður, tsland ögrum skoriö þángaötil mann klígjar.” Eins var það í blysförinni aö Karphúsinu, nú í lok verkfalls BSRB. Islendinga vantar síst af öllu þjóðsöng. Ferðabæklingur úr Rúmeníu er mjög skemmtileg lesning, og af sömu kostum og mest prýöa hinar greinamar, Halldór sér svo skýrt í gegnum allt prjáliö. I hæfilegri fjar- lægö skynjar lesandinn þau þjakandi leiðindi sem fylgja umræðum þar sem aldrei takast á skoðanir, bara sama ræöan átján sinnum. Grindhoraðir jálkar í kafgresi eru viðeigandi ein- kennistákn þess öfugmæla„sósial- isma” gagnbyltingarinnar sem Þríhross Austur-Evrópu reka í eigin þágu, líkt og í Sviöinsvík forðum, og allir raunverulegir sósíalistar rísa gegn, einnig þar. Kaþólsk viðhorf Einn rauöur þráöur í þessu ritgerða- safni er umhyggja Halldórs fyrir kaþólskum menningararfi Islendinga, sem hann hefur löngum þekkt manna best. Og hér birtist nú loks aftur höfuð- rit Halldórs á þessu sviði: Kaþólsk viðhorf. Fyrst flutti hann erindi í Nýja bíói, síöan birtist það aukið, sem grein í Mbl. (12/3 1925),en loks sem bækl- ingur sama ár, til aö svara árásum Þórbergs Þórðarsonar á kaþólska Pétur Péíunsson hf. C l E bað- og ilmvörurnar sem náð hafa miklum vinsældum í Frakklandi, Bretlandi og Bandaríkjunum nú fáanlegar hér á landi Útsölustaðír um land allt. Heildverslun Suðurgolu 14 Símar 21020, 25101 Menning kirkju í Bréfi til Láru, áriö áöur. Hér er þess ekki kostur að bera saman í ein- stökum atriðum röksemdafærslu þess- ara málvina, sem þarna ræddust viö opinberlega. En þaö er full ástæða til aö hvetja lesendur til að gera það, enda tiltölulega auðvelt, Halldór fylgir röö Þórbergs á efnisatriöum. Kaþólsk viðhorf eru á ljósum og einföldum stíl, og höföaö til skynsemi lesenda meö ljósum rökum einum saman, aldrei beitir Halldór þeirri aöferö aö vitna til heföar eöa álits virtra manna. Er skemmst af að segja aö um þetta mál ræöir hann af miklu meiri þekkingu og traustari röksemdafærslu en Þórbergur, og kveður hann svo gjör- samlega í kútinn, að Þórbergur and- æföi aldrei Kaþólskum viðhorfum (aö því er ég best fæ séö), þótt hann ætti í langvinnum ritdeilum'við aöra út af Bréfi til Láru. Hér er skæru ljósi varpað á vinnubrögð Þórbergs, allt annaö en fræöimannleg. Vann hann ekki Bréf til Láru fremur sem skáld? Þaö er sannarlega ekki vonum fyrr aö Kaþólsk viðhorf birtist nú loks aftur — fyrir tíu árum höföu verið prentuð meira en átján þúsund eintök af Bréfinu. Meö þessum oröum er ég hvorki aö lasta Bréfið — þetta var einn minnsti þáttur þess — né telja þáverandi mál- efni Halldórs, kaþólska trú, betri viðhorfum Þórbergs. Aðeins fjórum árum síöar sagði Halldór skiliö við trúna, i lokakafla Alþýðubókarinnar, sem um margt sór sig í ætt við Bréf tU Láru. En það var mikils viröi að fá þetta geðþekka rit dregið fram úr gleymskunni. Endurútgáfa Nýlega sá ég frumútgáfu Kaþólskra viðhorfa í glugga hjá fornbóksala, á fimmföldu veröi þessa ritgerðasafns, minnir mig, enda skráö viö: „önnur tveggja bóka Halldórs, sem aldrei verða endurútgefnar um hans daga”. Þar reyndist bóksalinn sem betur fer ekki sannspár — og nú hefur frést, aö næsta ár birtist hin bókin: í austur- vegi. Þaö eru gleöileg tíöindi. Ekki vegna þess aö þessi fyrsta feröasaga Halldórs frá Sovétríkjunum (1933) standist samanburö viö bestu rit hans. En hún er mjög fróðleg um þau áhrif sem ýmsir rithöfundar urðu fyrir á þessum tíma, og skýrir margt á ferli Halldórs. Eg vil bara óska þess aö lok- um, aö fleiri ritgeröir Halldórs frá þessum tíma fái að fljóta með. Líklega hefur hann verið afkastamestur á þessu sviði. En þaö er ekki fyrr en meö 3. ritgerðasafninu, Vettvangur dagsins, 1942, sem greinasöfn hans veröa heildarsöfn. Tvö fyrstu, Alþýðu- bókrn, 1929, og Dagleið á fjöllum, 1937, eru svo þröngt úrval, að á annaö hundrað greina HaUdórs frá þessum árum hefur ekki komið út á bók. Sjálf- sagt er ekki brýnt aö endurprenta þaö allt, en ég trúi ekki ööru, en aö velja mætti í gagnmerka bók úr öUum þessum greinum. Kannski færu stjórn- málagreinar vel með í austurvegi, en svo eru til margar greinar og viötöl um viöhorf Halldórs til skáldskapar og eigin ritstarfa. Til að velja úr þessum greinum þarf að gera skrá þeirra, og væri mjög gott að birta hana með, jafnvel ófullkomin væri hún miklu betri en engin. VÖRN GEGN VERÐBÓI Mánaðarlega eru borin saman kjör hávaxtareiknings og verðtryggðra reikninga hjá bankanum, og vaxtabreytingar gerðar svo að Hávaxtareikningur verði alltaf betri kostur. Bctrí kjðr bjóðast varia. <$>Samviiinubankinn i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.