Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1984, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.1984, Síða 19
DV. FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER1984. 19 Menning Menning Af himnum ofan Guðbergur Aðalsteinsson: Af himnum ofan. Eigin útgáfa, Rvik, 1984,100 bls. 1 þessari bók eru níu smásögur, allar mjög svipaðar að lengd (9—11 bls.) og fimm teikningar eftir höfundinn. Sögumar gerast í Reykjavík nútímans. Venjulega eru upphafs- aðstæður mjög hversdagslegar og aðalpersónan sömuleiðis. En hún þráir breytingu, einkanlega fé, völd, frama eða stórfenglegt ástalíf. Þetta eru upp- hafsaöstæður sem oft gefast vel í sögum, enda ættu þær aö höfða til flestra lesenda. Framhaldið er nokkru óvenjulegra, því hér koma yfirnátt- úruleg öfl til að uppfylla þessar óskir: álfamær, grænn dvergur utan úr geimnum, hafmær, jafnvel kölski sjálfur. 1 sögunum er persónufjölda haldið í lágmarki, oftast nær aöeins eitt par og svo algerar aukapersónur. Lýsingar eru lika aðeins á því sem til þarf fyrir framvindu sögunnar, sýnist mér, og fyrir andrúmsloft þeirra. Stígandi er oft hæg en markviss þang- að til taflið snýst, og söguhetjan stendur (stundum) í sömu sporum og fyrst eða verri — þ.e. miðaö við upphaflegar langanir sínar. Stundum áttar hann sig, og tekur þá ástina framyfir innantóman frama. Besta sagan þótti mér vera „Erfis- drykkjan”. Þar er allt kunnuglegt, en blandað óljósum óhug, sem skýrist loks þegar ókunni maðurinn kynnir sig. Sagan er öfl sögð frá sjónarhóli aðalpersónu, venjulegs potara. Ofdrykkja og nauðgun er sannfærandi hegðun af hans hálfu. En mér finnst höfundur spilla sögunni meö því að halda sig ekki innan þessa ramma. Aðalpersónan fellir haröa dóma um sjálfa sig — en gerir það sem utanað- komandi, ekki í hugarstríði, engar tilraunir til sjálfsréttlætingar. Þama er þó byggingin góð, en það er ekki nærri alltaf. I „Drekaveiðar” glumdi þrisvar í aðvörunarbjöllu (bls. 37, 40 og 43) en hvaö svo? Ekkert gerist. Það er ekki einu sinni svo, að drekabana (tilvonandi) sé talin trú um að drekinn sé ekki til. Þurfti hann að vera hreinn sveinn til að bana drekanum? Sagan vekur ýmsar spumingar, en því miöur allar heldur fáfengilegar. Margt er kunnáttusamlega og smekklega gert í sögum þessum. Þar gildir hið sama og um myndimar: aðeins eitt vantar: lífið. Höfundur talar ansi ókunnuglega um persónur sínar. Þokkadísir hans eru úr pappir, einhliða glansmyndir, sem hafa ekki annað aö segja en útjaskaðar klisjur. T.d. Hulda (bls. 12): „Það er annars leiðinlegt hvaö þið eruð vantrúuð á allt annaö en saltfisk og steinsteypu.” Hvaðan kemur nú þessi saltfiskur? Það er löngu liöin tíð að hann móti þjóðh'fið. Kemur hann ekki hingað ein- faldlega úr gömlum bókum? Mér sýnist að þær séu sá veggur milli höfundar og yrkisefnis, sem hann kemst ekki yfir. Það er ekki eðlilegt að jafnlaginn teiknari lýsi málara svona (bls.79): Epli og stigi, þema sýningarinnar, í hinum margbreytilegustu útfærslum málað í anda gömlu meistaranna og fest upp á vegg með Ertommu nöglum, einn nagli í miðju hverrar myndar. Þetta var tólfta einkasýning Svans sem mætti á opnunina með svarta stúlku sér viö hlið, klædda í gagnsæjan plastpoka og hann kynnti hana fýrir forvitnum blaðamönnum sem Sjömu, dóttur hausaveiðara frá Síkagó og væntanlega fimmtu eiginkonu sína. Ennfremur lýsti hann því yfir að Sjama gengi meö barni sem hann hefði átt þó nokkurn þátt i aö búa til og sagöist hann vona aö bamið yrði hvomkyns og marglitt, helst í öllum regnbogans litum. Svona klisjumyndir af sérvitrum listamönnum gengu í dönsku blöðunum þegar ég var unglingur — og kannski enn. Eins em ræður frænda Blómquists og Lúsifers (bls. 20—21) og nautnalíf hins fræga söngvara, allt mjög gamalkunnugt. Nú er ég út af fyrir sig ekki að mæla á móti klisjum i bókmenntaverkum, enda væri þaö fáránlegt. Það getur veriö til mikils tímaspamaðar og samþjöppunar að vísa til útbreiddra hugmynda, enda IH'ýða klisjur og staðlaðar persónur mörg öndvegisverk bókmenntanna. En þá er ekki látiö þar við sitja, heldur em þær notaðar til að miðla einhverju fersku á sláandi hátt. Dæmi: Bókmenntir Örn Ólafsson Hedda Gabler eftir Ibsen. Hvaða per- sóna er ekki stöðluð týpa, en hver verður útkoman? Það má ljóst vera af framansögðu, að mér sýnist Guðbergur Aðalsteins- son eiga töluvert langt í land með að gera frambærilega bók. En þar með er ekki sagt að hann geti það ekki, jafnvel skjótlega. Eg vil biðja lesendur aðhug- leiða fyrstu bækur ýmissa stórskálda. Ekki voru þær allar beysnar, reglan er fremur sú, að þær væru gjörsneyddar skáldskap. En svo er ekki um þessa 2. bók Guðbergs Aðalsteinssonar. Mesti kostur hennar er enn ótalinn. I text- anum spretta upp frumlegar, fallegar myndir, þegar minnst varir: „Tveir stólar klæddir rauöu flaueli dönsuðu vals undir mjúkum dillandi hlátri gluggatjalda úr hvítu silki.” (bls. 44) „Lítið, rytjulegt yfirvarar- skegg kom gangandi til þeirra og það dró á eftir sér hávaxinn og beinaberan mann sem hélt ofurvarlega á rauðri undirskál.” (bls. 49) „Gamla vegg- klukkan í stofunni rauf þögnina og hljóðin sem hún gaf frá sér duttu niður á parketlagt gólfið og ultu þar fram og aftur innan um antikhúsgögnin frá Frakklandi” (bls. 32—3). Þama er kannski helsti mikið af „týpísku” dóti). „— Hver í andskotanum er þetta svona seint? hrópaði hann upp á leið sinni niöur stigann og rödd hans þandi sig út eins og grimmt ljón og þaut á undan honum að útidyrunum” (bls. 54). Þetta er önnur bók höfundar (ég hefi ekki séð þá fyrri, skáldsöguna Björt mey og hrein, 1981), og smekklega úr garöi gerð. Þó þyrfti hann aö fá til prófarkalesara næst. Trén eru ódýrari en í fyrra Stórkostlegt verð á eðalgrenitrjám Eðalgrenimarkaðurinn V/Miklagarð SÓL ER GQÐ JOLA GJÖF Sólböðin ífÁfJoð: okkar hafa endanlega sannað ágæti sitt. Nú er vitað að ljósaböð í hófi eru holl. Við leggjum ríka áherslu á ráðgjöf og starfsfólk okkar er ávallt reiðubúið að leiðbeina þér. Visa- og Kredit- kortaþjónusta. NÝJAR PERUR. Sólbaðsstofa Ástu B.Vilhjálms Grettisgötu 18 sími 28705 HVERGI MEIRA ÚRVAL AF UÓSMYNDAVÖRUM >4 Ath. opnum kl. 8.30. LJOSMYNDAÞJONUSTAN HF; LAUGAVEG1178 - REYKJAVÍK. - SÍMI 685811

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.